Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 19 t smáæfingu fyrir keppnina tókst Árna Guðmundssyni að snoðklippa flestöll tannhjólin í girkassanum hjá sér. Einungis þriðji gírinn var virkur eftir æfinguna og notaði Árni hann alla keppnina. Hékk þriðja girs hjólið saman þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans til að bursta tennurnar af því líka. brautinni varð Halldór fyrstur kepp- endanna til að komast upp að fyrr- nefndu barði og var hann búinn að jafna það aö mestu Ieyti við jörðu áður en hann varð að gefast upp við þaö en þá var hann búinn aö brjóta framöxul í jeppanum. Halldóri tókst að ljúka keppninni á afturdrifinu en ekki gekk honum eins vel og áður. Halldór náði þó þrátt fyrir framdrifsleysið næst- besta tímanum í fyrri timabrautinni, 13,5 sek., og í henni tók jeppinn það lengsta stökk sem jeppi hefur tekið í torfærukeppni í Grindavik og var um mannhæð undir jeppann þegar mest var. Halldór lenti í þriöja sæti keppn- innarmeðl460stig. Bjarmi Sigurgarðarsson Bjarmi hreppti annað sæti í keppn- inni með 1485 stig en hann keppti á ’46 Wiliys með 400 cid. Chevrolet vél. Áberandi var hve kraftmikill og lipur jeppinn hans var enda átti hann auð- velt meö að aka flestar þrautirnar. I síðustu brautinni festi Bjarmi jeppann uppi á haugnum við enda drullugryfj- unnar og við það má segja aö hann hafi misst af fyrsta sætinu í keppninni. Bergþór Guðjónsson Sigurvegari í keppninni varð Berg- þór Guðjónsson en með sigri sínum tryggöi hann sér Islandsmeistaratitil- inn, annaö árið í röð. Bergþór keppti á gömlum Willys, eins og Bjarmi, meö B-20 Volvo vél með afgastúrbínu (Turbocharger) og var alveg hreint ótrúlegt hversu vel hann virkaði. Er jeppinn léttur og hlut- fallslega mjög kraftmikill svo að hann virtist renna fyrirhafnarlaust og án nokkurrar mótstöðu yfir ófærumar. Þekkir Bergþór jeppann greinilegar en æðamar á höndum sér og veit upp á hár hvað má bjóða honum. 1 þriðju brekkunni mistókst Bergþóri að kom- ast alla leiö upp en þar drap Volvo vél- in á sér þegar vatnsinnspýtingin á henni klikkaði. Við það missti Bergþór forskotið og náði því ekki fyrr en í tímabrautinni síðustu þar sem hann ók með miklum glæsibrag og náði besta timanum. I keppninni hlaut Bergþór 1685 stig. Jóhann Kristjánsson. Sigurður Sigurðsson keppti á Svarta torfæmtröllinu, sem var ósigrandi í torfæm- aksturskeppni í höndum Benedikts Eyjólfssonar fyrir nokkrum ámm. Keppti Sigurður í sinni fyrstu keppni og stóð sig með ágætum enda var torfærutröllið geysiöflugt að vanda. bJbIbIbIbIeIbIbIsIeI^gIbISgIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIbIb Biaðburðarbörn NU ER VERIÐ AÐ RAÐA FYRIR VETURINN Látið skrifa ykkur á biðlisfa BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIN HVERFI STRAX Suðurlandsbraut Skúlagata Hafíð samband AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI27022 Viðurkennd varahlutaþjónusta Eigum mikið úrval „boddy“ hluta í Scout II. Mikið magn varahluta á lager einnig standstuðarar, (kúlustuðarar), toppgrindur og fl. Komið eða hringið. Þjónustusimi 38900 BUVELAVARAHLUTIR Véladeild Sambandsins Armula 3 Reykiavik Þetta er mikilvæg spurning þegar ieiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Veröbréfemarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Sími 28566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.