Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 108.1981 og 2. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Mávahraun 9, Hafnarfirði, þingl. eign Hjördísar Þorsteins- dóttur, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfrl föstudaginn 3. desember 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 28. og 35. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hellubraut 9, Hafnarfirði, þingl. eign Einars Pálssonar, fer, fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl., Landsbanka Islands og Veð- deiidar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 3. desember 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Austurgata 27, miðhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ingu Halls- dóttur og Jóhanns Olafssonar, fer fram eftir kröfu Gísla Baldurs Garð- arssonar hdl. á eigninni sjáifri föstudaginn 3. desember 1982 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irfti. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 25., 30. og 35. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Dúfnahólum 6, þingl. eign Hákonar Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissj. verslunarmanna, Guðjóns A. Jónssonar hdi. og Veð- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 2. desember 1982 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í Kötlufelli 7, þingl. eign Sverris Jenssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingast. ríkisins, Gjaldheimtunnar í Reykja- vík og Brynjólfs Kjartanssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudag 2. desember 1982 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28., 30. og 32. tbi. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Suðurhólum 14, þingl. eign Jóhanns Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Hákonar Arnasonar hrl. og Veðdeildar Landsbankan^t á eigninni sjálfri fimmtudag 2. desember 1982 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Höfum opnad snyrti- og sólbadsstofu Úrvals franskar snyrtivörur frá Sothys. Opið laugardaga Ingibjörg Snyrtistofa Hlégerði 10 sími 40826. Kópavogi HlÉlElElÉlÉJSélEJÉlSSölðSÉl'a’aEÍÉjElr SélélölElölBlélölB Blaðburðarbörn NÚ ER VERIÐ AÐ RÁÐA FYRIR VETURINN Látið skrifa ykkur á biðlista BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIIM HVERFI STRAX AFGREIÐSLAN ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 • Tjarnargata, Bjarkargata, Suðurgata, Tjarnargata • Hverfisgata, f rá 2 til 64 • Smiðjustígur, Vatnsstigur • Víðimelur 19—69 Aðalstræti • Kvisthagi Menning Menning Mennin Innan hringsms Svava Jakobsdóttir: Gefið hvort öðru.... Sögur. Iðunn 1982 Eftir langt hlé hefur Svava Jakobs- dóttir sent frá sér nýtt smásagna- safn. Slíkt hlýtur að teljast til tíðinda í bókmenntaheiminum því Svava hefur löngu getið sér orö sem einn listfengasti sagnasmiður á okkar tungu. Á 7da áratugnum ruddi hún braut nýjum aðferðum í sagnaritun. sem vöktu mikla athygli og deilur manna á meöal. Sumir álitu hana höggorm í þeim dýrlega jurtagaröi sem þjóðin hefur nærst á um tíu alda bil að sögn, þ.e. íslenskri sagnahefð. Aðrir sáu í henni postula nýs tíma ef ekki annars heims. Ég held að hvorir tveggju hafi ofmetið Svövu aö þessu leyti. Því þegar allt kemur til alls er hún ekki annað en sérstæður angi þeirrar sterku raunsæishefðar sem getið hefur hverja kynslóöina á fætur annarri seinustu öldina eða svo. Frumleg frásagnartækni er hið eina sem tryggir henni sess meöal helstu nýjungamanna. / samafarí I bókinni eru níu smásögur, flestar mjög góðar að allri gerð, þéttar og táknvísar. Þær eru ólíkar hver annarri hvað snertir form. I fæstum beitir Svava aðferðum fantasíu og furðu-raunsæis. Flestar eru skrif- aðar í anda sálfræðilegs raunsæis. Mér þykir aðeins einni sögu ofaukiö, þ.e. Tiltekt: I henni býr misvísun sem veldur því að hún hangir ekki saman að mínu mati. Annars skiptir mjög í tvö horn um sögumar. Annars vegar tekur Svava upp þráðinn þar sem frá var horfið í Veislu undir grjótvegg (1967) meö sögum eins og Kvaðningu, Rauðum boxum, í draumi manns og Gefið hvort öðru. Þær fjalla allar umkonur í vanda sem eiga það sameiginlegt^ að vera „glataðar”. Tilvist þeirra er hvergi nema í hlutum, heimilis- verkum, eiginmanni. Þær lifa ófrjó- sömu lífi innan lokaös hrings í einangrun og angist. Á stundum rofnar hringurinn og þær öölast sýn í tómleika sinn. En um leið missa þær fótanna. Án hlutverksins em þær ekkert því sjálfum sér hafa þær löngu glatað. Hringurinn lokast á ný. Vanmáttur þeirra og sjálfsfirring virðast óbætanleg. I Gefið hvort öðru biður ungur maður um hönd ungrar stúlku. Hún heggur hana af sér og færir honum hana fyrir altarinu. En hann vill ekki stúfinn þótt hann þiggi höndina! Stúlkan verður sér þá úti um gervi- hönd sem grær við handlegginn. í þessari sögu beitir Svava sams konar aöferð og í mörgum fyrri sagna sinna: Furður og tákn renna inn í raunveru eins og ekkert sé, hlaðna skírskotunum í ýmsar áttir. Þetta er margslungin saga sem opnar ýmsar túlkunarieiðir en k jami hennar er gagnrýni á hjónabandið. Það er eins konar öxull sem hverfir fegurð í ljótleika, sakleysi í spill- ingu, frelsi í helsi. Það ónýtir hið upprunalega og mannlega, sviptir konuna persónuleika sínum og sjálf- stæði. í draumi manns er sérstæð saga hvar ímyndun og veruleiki fléttast saman með hætti sem vísar á Stein Steinarr. Hún fjallar um stúlku sem týnir sjálfri sér á brúðkaupsnóttinni. Brúðguminn afklæðir hana persónu- leika sínum og fær henni nýjan sem á upptök sín í goðsögnum allra alda um ástmeyna: austurlenska ambátt, japanska geishu, Júlíu, hirðmey. Manneskja breytist í draum sem hlaðinn er grómi og ryki árþúsunda. Veruleikinn ummyndast í goðsögn sem býr yfir átakanlegri og óleysan- legriþversögn: „Þá vissi hún að þetta var til- gangslaust. Hún komst ekki út til að fá hann lausan úr fangelsinu. Hún var læst inni í draumheimi hans og hann einn gat hleypt henni út.” (51). Hún er fangi í hugskoti manns; hann er bandingi eigins draums! Verða múrarnir nokkurn tíma brotnir? Sjálfsfirring konu er einnig viðfangsefnið í Kvaðningu. Þar vaknar miðaldra húsmóöir til vit- undar um sitt innantóma líf morgun einn þegar hún er kölluö til krabba- Þögn um hið dýrlega vald Eg var að skrifa bók. Og ég gef hana út sjálfur af sérstökum ástæð- um. Viðtökur verkalýðsforingja við þessari bókeru svomerkilegaraðég get ekki orða bundist. Bókin mín kom út í 2100 eintökum. Nú — þrem vikum eftir aö hún kom út — er um þriðjungur eftir hjá dreifingaraðila. Eg þarf því alls ekki að kvarta yfir viðtökum hins al- menna lesanda. Það er eðlilegt. Ástandið í verkalýðshreyfingunni, valdasöfnunin og lýðræðisskortur- inn, flokksræðið og samtryggingin eru mál sem okkur öllum koma við. Og kjörin eru órjúfanlega tengd þessu ástandi. Og ekki bara þau kjör sem ríkisstjórnir og stjómmála- f lokkar bera ábyrgð á. Hið daglega faðirvor Af öllu hjali og tali verkalýös- foringjanna um „vandann við að efla þátttökuna”, „lýðræðisástina”, „þörfina að bæta kjör hinna lægst launuöu” o.s.frv. — mætti ætla að þeir fögnuðu útkomu bókar sem tæki þessi mál til umræðu. Fögnuöu þessu tilefni til að koma verkalýðsmálum á dagskrá og þar með auka áhuga hins almenna manns. En er eitthvað til í þessu daglega faðirvori þeirra? Mér er nær að halda að svo sé ekki. Eða hvers vegna þegja þeir? Mitt álit er að hin algjöra og sprungulausa þögn þeirra sé í raun og veru ofureðlilegt framhald þeirra viðhorfa sem þeir hafa. Viöhorfa sem setja flokkinn, eiginhagsmuni og eigin pólitískan frama ofar hags- munum fólksins í félögunum þeirra. Hvað er þá eðlilegra en að þeir þegi sem fastast? Er ekki þögnin beitt- astavopnið? Umluktir eigin þögn Jú, í sumum tilvikum er hún það. En hún getur verið bitlaus eða jafn- vel snúist upp í andhverfu sína. Til dæmis þegar þögnin umlykur enga aðra en þá sem þegja. Þannig virðist þessu farið nú. Það sýna viðtökum- ar 1 við bókinni meöal almennings. Því er svo við aö bæta að sennilega kann verkalýðsforystan ekki lengur til verka við að ræða málin og berj- ast fyrir opnum tjöldum. Henni sýnist henta betur baktjaldamakk og dulin niöurrifsstarfsemi. í einu skipt- in sem hún opnar fyrir annaö munn- vikiö er það á fundum í félögunum þeirra sem eru orðin hálfgerðir for- mannaklúbbar. Og þá sjaldan þaö Guðmundur Sæmundsson gerist, kemur innan við fjórðungur sannleikans fram. Þessu tengd er þögn fjölmiðla um bókina. Að vísu fékk hún ágæta pressu áður en hún kom út en þá ekki vegna efnis síns heldur vegna út- gáfumála. Eftir að hún kom, viröast blööin hins vegar keppast við aö þegja um það sem í henni er sett fram. Skyldi það vera vegna þess að fjölmiðlarnir séu að vernda einhverja ákveðna hagsmuni? Mér þykir það t.d. ákaflega grunsamlegt að „hin óháöa blaðamennska” skuli ekki hafa séð ástæðu til að spyrja eins og tvo — þrjá verkalýðsforingja hvað þeir hefðu um efni hennar að segja. Sérstaklega athyglisvert er að „málgagn þjóðfrelsis, sósíalisma og verkalýðshreyfingar” skuli ekki hafa birt stakt orð um bókina, ekki éinu sinni frétt um útkomu hennar, eins og önnur blöð hafa þó gert. Að vísu var bókarinnar getið innan sviga í aösendri grein í Þjóðviljan- um, en þar var hún umsvifalaust stimpluð sem „ennþá hættulegri verkalýðshreyfingunni en sjálft auðvaldið”. Dæmigert — ekki satt? Guðmundur Sæmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.