Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 2
2 DV.’TLA'UGARlÍAÓ'tjk 24.SÉPtEkBÉá lð83! VIÐBOTARLANIN KOMA í NÓVEMBER Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra leitar nú leiða til að fjár- magna viðbótarlánin. Hvenær koma viðbótarlánin? Þetta er spuming sem þúsundir hús- næðislánþega f ýsir að f á svar við. Samkvæmt samþykkt ríkisstjóm- arinnar frá því í fyrradag gefst öllum þeim sem fengiö hafa húsnæðislán af- greitt eftir 1. janúar 1982 kostur á við- bótariáni sem nemur allt að 50 prósentum af upphaflegu láni. Er þá miöað við krónutölu þess tíma. Gildir þetta jafnt um þá sem fengiö hafa lán til nýbygginga eða til kaupa á eldra húsnæði. Þetta er ekki bundiö við fyrstu íbúð. „Þetta mál fer þá leiö að Húsnæðis- stjórn fær það til umfjöllunar að útbúa um þetta reglur og auglýsingu. Sú aug- lýsing verður birt þegar séð er hvaða dag hægt er að reikna með að útborgun hef jist. Eg stefni aö því aö það verði í nóvember,” sagöi Alexander Stefáns- son félagsmálaráðherra í gær. Næstu daga mun hann, ásamt fjármála- ráðuneyti, leita að leið til að fjár- magna viöbótarlánin. A fyrsta fjórðungi 1982 voru nýbyggingarlán tveggja til fjögurra manna fjölskyldu 157 þúsund krónur. Þeir sem fengu þetta lán eiga því kost á allt aö 78.500 króna viöbótarláni. A þriðja ársfjóröungi var þetta sama lán komið upp í 205 þúsund krónur. Þeir sem fengu húsnæðislánið afgreitt á þeim tíma eiga því kost á rúmlega 100 þúsund króna viöbótar- láni. A fyrsta fjórðungi þessa árs var ný- byggingarlán tveggja til fjögurra manna fjölskyldu komið upp í 268 þúsund krónur. Viðbótarlániö því 134 þúsund krónur. Húsnæðislániö um þessar mundir vegna nýbyggingar fjölskyldu af sömu stærð er 389 þúsund krónur. Þeir sem eru að fá þetta lán afgreitt geta því sótt umaðfál94.500krónuríviðbót. Þeir sem kaupa eldra húsnæöi geta fengið allt að helming þeirrar fjár- hæðar sem lánuð er vegna nýbyggingar. Hámarkslán til kaupa á eldra húsnæði var á fyrsta árs- fjórðungi 1982 um 78 þúsund krónur, miðað viö tveggja til fjögurra manna fjöískyldu. Þeir sem slík lán hlutu á þeim tíma eiga því kost á 39 þúsund krónaviðbótarláni. Þeir aðilar sem um þessar mundir eru að fá húsnæðislán vegna kaupa á eldra húsnæði fyrir fjölskyldu af sömu stærð eiga kost á tæplega 100 þúsund króna viðbótarláni, hafi þeir á annað borð fengið hámarkslán. Skuldbreytingarlán bjóðast þeim — segir Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra sem tekið hafa lán í bönkum eða sparisjóðum eftir 1. janúar 1981 vegna byggingar eöa kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn. Samkvæmt samkomulagi félagsmálaráðherra við innláns- stofnanir er hægt að fá skuldbreytingu til átta ára. I auglýsingu frá bönkum og spari- sjóðum eiga þeir sem vilja hagnýta sér þetta aö snúa sér til viðskiptabanka síns — eða -sparisjóðs og gera þar grein fyrir skuldum sínum og óskum á þar til gerðu eyðublaði. Frestur til slíks er til 30. september næstkomandi. -KMU. Hvað segja þeir um húsnæðismálin? Kaupránið aðalvandi húsbyggjenda — segir Svavar Gestsson Svavar Gestsson, fyrrum félagsmála- ráðherra: „Afleiðingar stefnu ríkis- stjórnarinnar gagnvart húsbyggj- endum koma skýrast fram í Lögbirt- ingablaðinu.” „Aðalvandi húsbyggjenda núna staf- ar af kjaraskerðingu ríkisstjórnarinn- ar,” sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og fyrrum félags- málaráðherra. „Þannig er launamaður í 14. launa- flokki opinberra starfsmanna tveimur árum lengur að vinna fyrir staöalíbúð í dag en hann var á sama tíma í fyrra. Þetta er til marks um það að það er auövitað fyrst og fremst kjaraskerö- ingin og afleiðingar hennar, sem launamenn eiga nú við að glíma. Þó að húsnæðislán væru hækkuð mjög mikiö þá dygði það seint til þess að vega upp það hrottalega kauprán sem hér er um að ræða í landinu. Það sem hins vegar vekur athygli viö ríkisstjórnina í þessum efnum er það að báðir stjómarflokkamir lofuöu 80 prósent lánum fyrir kosningarnar. Enginn stjórnarandstööuflokkur gaf slík fyrirheit. Þegar stjórnarflokkarnir vom sestir inn í stjómarráðið lofaöi félagsmála- ráðherra í viötali við Alþýðublaöið 50 prósentum af kostnaðarverði staöal- íbúðar í lán eða 1,1 milljón króna. Steingrimur Hermannsson forsætis- ráðherra endurtók þetta loforð í Dag- blaðinu — Vísi 12. september síðast- liðinn þannig að menn gerðu ráö fyrir, þrátt fyrir kosningaloforðin, að það yrði þó staðið við þetta fyrirheit um 50 prósent af kostnaðarverði íbúðar. Núna kemur í ljós að einnig þetta er svikiö og lánið sem lofað er er innan við 30 prósent af kostnaöarverði staðalíbúöar. Það sem hins vegar hlýtur að vekja mann til sérstakrar umhugsunar er svo það aö samþykkt ríkisstjómarinn- ar í gær hangir algjörlega í lausu lofti því að það er ekki búið að útvega fé til þess að framkvæma þessa samþykkt. Og ríkisstjómin lætur ekki aukið fé húsnæðismála úr ríkissjóöi. I staöinn er öllum vandanum vísað yfir á hf- eyrissjóðina. Þannig að það loforð, sem í upphafi var 80 prósent, síðan 50 og svo 30, getur átt eftir aö lækka enn þegar niöur- staöan liggur fyrir úr fjáröflunar- dæminu sjálfu. Og sú niðurstaöa veröur ekki ljós fyrr en um áramót. Afleiðingarnar af stefnu ríkisstjóm- arinnar gagnvart húsbyggjendum koma hins vegar skýrast fram í nýjasta málgagni hennar, Lögbirt- ingablaðinu, sem kemur út einu sinni á dag og er oröiö eitt af dagblöðunum á Islandi. Þessa dagana birtir þetta blað betur en nokkurt annað málgagn rikis- stjórnarinnar afleiðingar stjórnar- stefnunnar; nauðungaruppboð á hundmðum íbúða hér í landinu,” sagði SvavarGestsson. -KMU. Sumir ráðherrar ekki kunnað fótum sínum forráð — segir Friðrik Sophusson „Eg gleðst yfir því að húsnæðis- máhn skuh hafa, eins og efni stóðu til, fengið forgang hjá rikisstjóminni því að eins og alhr vita verður að skera niöur gífurlegar fjárhæðir á flestum þáttum rikisútgjaldanna á næsta ári,” sagði Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. „Þegar við settum fram okkar kosningastefnuskrá í vor þá vorum við aö tala um að ná 80 prósentum af byggingarkostnaði staðalibúðar á f jór- um til fimm ámm fyrir þá sem eru aö byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þessi 50 prósent hækkun núna er mjög í samræmi við það sem við töldum að gera þyrfti strax. Það er því ekki verið að gera minna en efni stóðu til, miðaö viö þau kosningaloforð sem gefin vom. Því miður hafa sumir ráðherrar ekki kunnaö fótum sínum forráð og gefið yfirlýsingar er gáfu tilefni til þess aö halda að efni væru til að hækka lánin miklu meira í fyrsta áfanga. Otímabærar yfirlýsingar hafa orðið til þess að menn hafa byggt upp hjá sér væntingar. Allir vita að þessir fjármunir verða ekki fengnir nema með innlendum lánum. En þar skortir mikið fjármagn. I því sambandi tel ég að efla þurfi mjög samstarf húsnæðislánakerfisins og hfeyrissjóöanna. Síðan er eitt mál sem mér virðist hafa gleymst í þessari umræðu og ríkisstjómin þarf þegar aö fara að vinna að. Það er að fylgja eftir því sem kemur fram í stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar að hægt verði að stofna til sérstakra reikninga tengdum rétti til húsnæöislána. Þama Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks: „Gleðst yfir þvi að húsnæðismálln skuli hafa fengið for- gang hjá ríkisstjórninni.” er átt við aö sérstakar skattaívilnanir verði veittar þeim einstakhngum sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga enda verði sparnaðurinn, sem af þessu hlýst notaður til að standa undir auknum þörfum hús- næðislánakerfisins. Menn mega ekki vanmeta gUdi þess árangurs sem þegar hefur náðst í baráttunni við verðbólguna. Hjöönun verðbólgunnar er náttúrlega algjör forsenda fyrir því að fólk í framtiðinni hafi einhverja atvinnu og einhverjar tekjur, sem meðal annars hægt er að nota til húsakaupa, en það stefndi í fjöldaatvinnuleysi og mestu óða- veröbólgu sem þekkst hefr hér á landi,” sagði Friðrik Sophusson. -KMU. Lánageta lífeyris- sjóðanna minnkar — segir Magnús H. Magnússon „Mér sýnist á öllu að verið sé að auka byrðar lífeyrissjóðanna þannig að lánageta þeirra til sinna félaga minnkar verulega,” sagði Magnús H. Magnússon, varaformaður Al- þýöuflokksins og fyrrum félagsmála- ráðherra. „Það er því ekkert víst aö heildarlán tU húsbyggjenda hækki svo neinu nemi. Það vantar mikið á að lánin séu komin í svipað horf og hefði verið ef mínar tillögur á sínum tíma hefðu veriö samþykktar. Ef minar tUlögur hefðu náð fram að ganga hefðu lánin verið komin upp í 50 prósent af byggingarkostnaði en ekki 30 prósent. . Þetta er náttúrlega himinhrópandi langt frá því sem lofað var fyrir kosningar en þá var lofaö 80 prósentum af verði staöalibúðar. Þetta er líka mjög langt frá því því sem lofað var fyrir nokkrum dögum, 50 prósentum af verði staðahbúðar. Nú er staöið við tæplega 30 prósent. Þá sýnist mér aö verið sé aö hækka lán tvö ár aftur í tímann um 50 prósent í krónutölu af því láni sem veitt var á sínum tíma sem er sáralitið miðað við verðlag í dag,” sagði Magnús H. Magnússon. -KMU. Magnús H. Magnússon, fymun félags- málaráðherra: „Þetta er langt frá því sem lofað var fyrlr kosningar.” Mjólkurdager hófust ó Akureyri I gœr og standa þangafl til Þafl er mjólkurdagsnefnd sem stendur fyrir þeim og tilgangurinn ar afl kynna mjólk og mjólkurvörur. Komifl hefur verifl upp stórri sýnlngu I and- dyri nýju fþróttahallarinnar og getur þar afl Ifta hvafl varflur úr mjólkinni sem kýrnar framleifla dag hvern. A mjólkurdögunum er hsegt afl kaupa ýmsar mjólkurvörur veegu verfli og boflifl er upp á mjólkurdrykki á mjólkurbar. JBH/Akureyrl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.