Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 20
DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983.. IMIMLHHB „Vissulega gerist fátt á stjórnar- heimilinu í dag án þess aö þaö sé strax komiö í f jölmiölum en ég tel þaö skyldu stjómmálamanna aö hitta fólk og gefa því tækifæri á að spyrja,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra í upphafi ræðu sinnar á Selfossi á f immtudagskvöld. Fundur Steingríms var haldinn undir yfirskriftinni: Hvaö er ríkis- stjórnin aö gera fyrir þig ? Augsýnilega höfðu margir áhuga á aö fá svar viö þessari spumingu því Selfyssingar fylltu bíóhúsiö. En annaðhvort hafa eingöngu framsóknarmenn mætt á fundinn eöa þá aö Steingrímur hefur svaraö spurningunni á tæmandi hátt í ræöu sinni því að fundargestir höföu fáar fyrirspurnir fram aö færa í fund- arlok. Steingrímur byrjaöi að draga upp dökka mynd af því ástandi sem var fyrir valdatöku ríkisstjórnar hans og hvert stefndi í efnahagsmálum. Þaö stefndi i atvinnuleysi og stöövun at- vinnuveganna. Verðbólguhraðinn komst á endanum yfir 130%. Erlendar skuldir veröa í ár 58,9% af þjóöar- framleiöslu. „Þetta stefndi sjálfstæöi þjóðarinnar í hættu,” sagöi Steingrímur en sá þó ástæöu til aö bæta viö að þótt stööva yrði erlendar lántökur hefðu Islendingar þó enn gott lánstraust erlendis. Þaö leysir engan vanda aö deila um þaö hverjum þetta ástand sé að kenna, segir forsætisráöherra. En ástæðurnar fyrir þessu væm meðal annars röng gengisskráning, launaþróunin, rangar fjárfestingar sem ekki heföu skilaö þeim hagnaöi sem aö var stefnt og eyösla um efni fram sem heföi leitt til stööugs viöskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. „Við uröum aö koma okkur burt frá bjargbrúninni og þaö hefur okkur aö nokkru leyti tekist,” sagöi Steingrímur. Hann sagöi aö þrátt fyrir að aögeröir ríkisstjómarinnar heföu verið frekar harkalegar hefðu þær valdið því að atvinnuástand væri nú mjöggott ílandinu. Atvinnuleysi væri innan viö 1%, en svo heföi ekki verið í 130 til 140% veröbólgu. Hann viður- kenndi aö kaupmáttur heföi skerst verulega. Aö mati Þjóöhagsstofnunar heföi kaupmáttur kauptaxta veriö skertur um 27% og kaupmáttur ráö- stöfunartekna um 14%. En forsætis- ráðherra benti á aö í hjöðnun verðbólgunnar fælist kjarabót. Hann vitnaði því til stuönings í ummæli Asmundar Stefánssonar, forseta ASI, sem sagöi fyrir nokkrum árum aö í 10% lækkun veröbólgu fælist um 2% aukning kaupmáttar. „Eg viöurkenni aö þessar aögerðir til minnkunar verö- bólgu hafa verið geröar á kostnaö laun- þega. En spurningin er um þaö hvort það hafi verið þess virði. Eg segi já. Það er þess virði til aö halda fullri at- vinnu og halda atvinnufyrirtækjunum gangandi," sagði Steingrímur. Forsætisráðherra vék næst aö því að sjaldan eöa aldrei heföi verið erfiðara aö koma saman fjárlagafrum- varpinu en í ár. Hann taldi aö þegar þaö yrði lagt fram myndu ýmsir koma til með að kvarta. En þar sem þjóöar- tekjur á mann heföu minnkaö um 9% þá yröi að koma til niðurskuröar þar sem ekki yröi gengiö lengra í erlendum lántökum. I ár hafa verið tekin erlend „Hvað hefur ríkisstjórnin gert fyrir okkur í brúarmálum?" spurði Sigurður Ingimundarson. Forsætisráðherra sagði að brú yfir öifusárósa væri komin á langtimaáætlun og hann hólt að henni ætti að vera lokið á næstu sjö árum. „Manstu það Jón?" kallaði Steingrimur tii Jóns Helgasonar sam- . gönguráðherra sem sat úti i sal. Jón upplýsti að framkvæmdir við brúna ættu að hefjast 1985og ættí aðljúka á næstu þremur árum. „Mig ianger tíl að vtta hver það var sem áttí hugmyndina að þviað afnema samningsróttínn eins og gert var með bráðabirgðalögunum i vor?" spurði Bergþór Finnbogason. „Ég stend fyrir þessari rikisstjórn og óg skal taka þetta á mig," svaraði Steingrimur. lán fyrir um 5 milljarða króna sem er einum milljarði meira en gert var ráö fyrir. A næsta ári veröa ekki tekin erlend lán nema aö jafnvirði 4 milljarða króna. Þótt ríkisstjómin standi frammi fyrir 3 milljarða gati á fjárlagadæminu má ekki brúa þaö með erlendum lánum eins og verið hefur, sagöi forsætisráðherra. Hann benti á aö til að Landsvirkjun gæti haldið áfram sínum fram- kvæmdum, þyrfti hún lán aö upphæð 1,7 milljarðar og Fiskveiðasjóður þyrfti erlend lán aö upphæð 700 milljónir til að standa við skuld- bintúngar sínar um yfirtöku erlendra lána vegna sjávarútvegsins. A þessu ári hafa atvinnuvegirnir notaö 1 millj. í erlendar lántökur og þurfa aö líkindum meira á næsta ári. Þá vantar enn fjármagn til vegagerðar, í lána- sjóö námsmanna og til húsnæðismála. Þá er ekki í anna hús aö venda en innlendan spamað sagöi forsætis- ráöherra og benti á aö þaö væri bæöi ánægjulegt og traustvekjandi aö sparnaöur í bönkum heföi aukist, þaö sem af er þessu ári, umfram veröbólgu. I ár hafi innlendur sparnaður lagt til 1,5 milljarða á lána- markaðinn sem meöal annars hafi verið notaö í opinberar framkvæmdir og til húsnæðislána. En á næsta ári er áætlað aö þurfi 2,5 milljarða í innlend- um sparnaði til aö fullnægja eftirspurn eftirfjármagni. Steingrímur vék næst að því aö nú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.