Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 21
21 áð okkur tekst að ná þessu marki,” sagðihann. Ríkisstjómin vinnur nú að mótun efnahagsstefnunnar fyrir næsta ár. I áætlunum hennar er gert ráð fyrir aö botnfisksafli aukist ei á næsta ári. Hins vegar er miðað viö aö loönuveiðar geti hafist í haust og aö loönuaflinn á næsta ári verði um 400 þúsund tonn en það aflamagn jafngildir um 6% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Stein- grímur upplýsti ennfremur að gert væri ráð fyrir að viðskiptakjörin yrðu svipuð og á þessu ári en áætlað er að viðskiptahalU á árinu verði 2 til 2,2% í samanburöi við 10% á árinu 1982. Þá er gert ráð fyrir að þjóöartekjur verði svipaðar og í ár en gætu hugsanlega aukist ef loðnuaf li y rði góður. Síðan sagði forsætisráöherra: ,,Þann 1. febrúar á næsta ári falla úr gildi þessi einræðiskenndu lög sem hafá verið kölluð flestum illum nöfnum.” Hann benti þó á að bæði í Hollandi og Noregi hefði verið bannað að semja um grunnkaupshækkanir um ákveðinn tíma og einnig hefðu Finnar, Vestur-Þjóðverjar og allar Norðurlandaþjóðirnar bannaö eða tak- markað visitölubindingu launa um tak- markaðan tíma á undanförnum árum. Bann við grunnkaupshækkunum hér á landi væri því ekkert einsdæmi. Steingrímur vék næst að fyrri um- mælum sínum um að hann væri reiðubúinn til að fella bráöa- birgöalögin úr gildi ef aðilar vinnu- markaðarins gengjust inn á að semja ekki um neinar grunnkaupshækkanir. Síðan hækkaöi hann róminn og sagði: „En út af því sem kom fram í fréttum að með þessu væri ég kominn á eitt- hvert undanhald þá vil ég vara menn við því. Það verður ekkert undanhald frá þessari stefnu sem við höfum sett okkur. Við ætlum að na þessum mark- miðum og við munum ekki víkja frá því. Við stefnum hiklaust í áframhald- andi hjöðnun verðbólgu.” Hann sagðist fagna því ef launþegar og atvinnu- rekendur gætu samið um kaup- hækkanir sem ykju kaupmáttinn en þær hækkanir yrðu þá að koma frá aukinni framleiðslu atvinnuveganna en atvinnurekendur kæmu ekki síðan til ríkisstjórnarinnar og heimtuöu gengisfellingu. Að lokum tók forsætisráðherra upp vöm fyrir aðgerðir ríkisstjómarinnarí húsnæðismálum. Hann kvaðst hafa heyrt að mörgum þætti það forsmán að íbúðalán skyldu ekki hækkuö i 50% af verði staðalíbúðar. En menn yrðu að hafa í huga að 30% af verði staðalíbúðar, sem lánuð yrðu frá næstu áramótum, jafngiltu 50% af vísitöluíbúð. Minnsta staðalíbúð er talin kosta 2,2 milljónir en forsætis- ráöherra benti mönnum á að þeir gætu gengiö í byggingarsamvinnufélag í Kópavogi og fengið góða íbúö fyrir 1,4 milljónir. Hann sagði ennfremur að húsnæðis- málin og vegamál væm einu liðirnir sem fengju aukið fjármagn á láns- fjáráætlun og í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Húsnæðislánin yrðu aukin um 50% en þegar samdráttur er í ríkis- búskapnum er erfitt aðgangalengra. Aðeins fimm fundargesta sáu á- .stæðu til að koma í ræðustól á eftir for- sætisráðherra, þar af komu tveir aðeins til að lýsa ánægju sinni meö komu ráðherrans. Steingrímur kvaddi síðan áheyrendur með því að segja að hann væri tilbúinn að koma á fundi hvar og hvenær sem væri ef hann hefði tíma. „Ef þið kallið þá er ég tilbúinn að koma.” Texti: Ólafur E. Fridrlksson Myndir: Gunnar V. Andrésson lægju fyrir ýmsar niðurstööur um þróun efnahagsmála á þessu ári sem gæfu góöar vonir um efnahagsþróun á árinu 1984. Lánskjaravísitala myndi um næstu mánaöamót aðeins hækka um 1,5% sem væri minna en áætlaö hefði verið fyrir einum mánuöi. Laun myndu hækka um 4% um næstu mánaðamót og fiskverðið einnig og góðar líkur væru á að hægt yrði að halda hækkun búvöruverðs innan þeirra marka. Eíkisstjómin hafi á- kveðið að halda gengi stööugu fram til áramóta. Sagöi forsætisráðherra að Þjóöhagsstofnun teldi þetta fært og væri það afar mikilvægt til að ná verðbólgunni niður. „Eg hef áður sagt að ég gerði mér vonir um að veröbólgu- hraöinn yrði kominn niður í 30% um áramót. En ég leyfi mér nú aö fullyrða DV-myndGVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.