Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 6
eaex ji30M?ít<I38 m HUOAOHAna a. j . vci DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Fransknr hversdagsmatur Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Sælkerasíðunni áskotnaöist fyrir nokkrum árum lítið kver um franskan heimilismat. Bók þessi heitir „French family cooking” og er eftir Margaret Leeming. Forlagið sem gefur bók þessa út heitir Mac Donald Educational Ltd. Ef einhver hefur áhuga á að útvega sér þessa bók mun án efa einhver bókabúöin vera tilbúin til að panta hana. Það sem gerir bók þessa áhugaverða er fyrst og fremst aö hér er ekki um veitingahúsa eða veislumat að ræða, heldur franskan hversdagsmat. Það eru margar athyglisverðar uppskriftir í þessari bók. Nú er á markaðnum nýtt lambakjöt. Hvernig væri nú að bjóða „Agneau Grillé Au Thyme” eða Timianglóðaöar kótelettur? Þessi réttur er einfaldur en bragögóður og svo er auðvelt að útbúa hann. Hér kemur uppskriftin — þaö sem þarf er: 8 kótelettur af nýslátruðu 11/2 tsk. timian 3 msk. mataroiía 2 rif hvitlaukur 2 msk. smjör hökkuð steinselja saltog pipar. Kryddið kótelettumar. Blandið saman timian og olíu og penslið kótelettumar með þessari blöndu. Látið þær liggja í þessum legi í u.þ.b. 30—45 mín. A meðan útbúið þið kryddsmjörið, pressið hvítlaukinn og hrærið honum saman við mjörið á- samt steinseljunni. Ef þið viljið má forma smjörið á ýmsa vegu, best er þó að nota sprautupoka eða rúlla því í stöngul í smjörpappír. Nú, kóteletturnar em glóðaöar eða steiktar á pönnu. Þær em því næst bornar fram meö kryddsmjörinu, grænum baunum og kartöflumús. Góð vín meö þessum rétti eru t.d. Beaujolais, Chevalier De France eða þá Chateau De Saint Laurent. Sem sagt, þetta er einfaldur réttur, bragðgóður, ódýr og franskur. Auðvitað sakar ekki að hafa með gott hrásalat og hrauð frá handverksbak- ara. Tmumber og þurrkum Nú fer hver að verða síðastur með að fara í berjamó. Berjaspretta er víst meö minna móti víðast hvar á landinu. Ber em ljómandi „krydd” og þá þurrkuð. Með nýrri tækni, t.d. í niðursuðu og frystingu, er fólk í flest- um tilvikum hætt að þunka matvæli í heimahúsum. Þurrkuð aöalbláber er upplagt að nota í pottrétti úr lamba- og hreindýrakjöti og svo í rjúpna- sósuna. Þá er uppiagt aö nota þurrk- uð ber í fyllingu sem setja má inn í villigæs. Þá má setja nokkur þurrkuð ber i kryddpoka, þ.e.a.s. grisjupoka með ýmsum krydd- tegundum, t.d. pipar, rósmarín, timian og lárviðarlaufi. Gott er aö þurrka berin á ofni. Leggiö pappa eða bréf á ofninn og svo smjörpappír á pappann. Dreifið svo berjunum á smjörpappírinn — óþarfi er að hafa mikinn hita á ofninum, 10°—15° er nægur hiti. Gott er aö hafa opinn glugga yfir ofninum. Þá er upplagt að tína fjallagrös og hreinsa og þurrka. Fjallagrös eru óhemjuholl og því upplagt að dreka fjallagrasate við kvefi, hálsbólgu og magakveisu. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á að vita meira um þurrkun grænmetis og ávaxta ættu að útvega sér sænska bók sem heitir „Torkning av bar, frukt, grönsaker, svamp och örter”, eftir Sigri Sahlin. Utgefandi er Lt’s Förlag í Stokkhólmi. Bók þessi mun víst vera til í bóka- safni Norræna hússins. P&RE PATRJARCHE ULANC afí ÍILANCS Éspeclolly ssiected ior EAGLE AIB Nýtt franskt hvítvín Nokkrar nýjar vintegundir hafa komiö á islenska markaðinn á und- anfömum mánuðum og eru fáanleg- ar i verslunum ATVR. Meðal nýrra tegunda er hálfþurrt hvítvin frá Pére Patriarche en ljómandi rauðvín frá þessu fyrirtæki hefur verið til hér á markaðnum. Um þetta hvítvín frá Patriarche er kannski ekki mikið að segja annað en það að hér er um borðvin að ræða eða Vin De Table. Vínið er frá Cöte D’Ori. Það sem ger- ir þetta vín áhugavert er fyrst og fremst að það er ágætis vín sem hef- ur ýmsa helstu kosti franskra vína. Það eru góð kaup i þessu dæmigeröa franska víni. Að öUum likindum er þetta vín mun dýrara erlendis, t.d. í Danmörku, en hér. HæfUegt hitastig á þessu víni er 12°—14°C. Sem sagt, hér er um að ræða ekta franskt hvítvín, sem þó hefur ýmis sérkenni. Vin þetta passar með flest- um fiskréttum og öðrum þeim mat sem gott er að hafa hvítvín með. Sfld að hætti Frakka 8 meðalsildar eða 16 hreinsuð síldar- flök þá er útbúinn lögur og í hann þarf: 2 dl vatn 3 msk. vínedik 3 gulir laukar, skornir í báta 8 piparkorn 2 lárviðarlauf 1 tsk. timian Þessi lögur er látinn maUa við vægan hita í u.þ.b. 5 mín. SUdar- flökin eru nú sett í pott sem bera má á borð. HelUð leginum yfir síldina — látið sUdina maUa við mjög lágan hita í u.þ.b. 10 mín. Síldin er því næst látin kólna í leginum. Þá er þessi bragðgóði síldarréttur tU. Með honum má hafa soðnar kartöflur, blaölauk skorinn í sneiðar, hakkaða steinselju og auðvitað hrökkbrauð og smjör. Þetta er ódýr en einfaldur réttur og mjög bragðgóður. — Hvemig væri aö bjóða fjöl- skyldunni síld um næstu helgi? Það eru fleiri þjóðir en við Norðurlandabúar sem snæða sUd. Síld er mjög vinsæU matur í mörgum löndum, t.d. mætti nefna Þýskaland, HoUand, Pólland, Rússland og Frakkland. Hér kemur uppskrift að frönskum sUdarrétti sem er ljómandi. Nú eru síldveiðar hafnar og því ætti að vera nóg af góðri síld á markaðnum. Það sem þarf í þennan rétt er:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.