Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 16
AÐ LOSA GEYMSLUNA EÐA BÍLSKÚRINN SMÁAUGLÝSING í LEYSIR VANDANN Það má vel vera að þér finnist ekki taka því að auglýsa allt það, sem safnast hefur i kringum þig. En það getur líka vel verið að einhver annar sé að leita að því sem þú hefur falið i geymslunni eða bíl- skúrnum. OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18—22. SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Hf;;v Libanskir drúsar berjast nú fyrír tilverurétti sinum í Schouffjöllum i Líbanon. Myndin sýnir einn harmann þeirra. Greinin hér é siðunum fjaiiar um þennan þjóðfiokk sem nú er mjög iheimsfréttunum. WTfi. A wt JlPa% U SAll. I Líbanon geisar borgarastyrjöld. Drúsar óttast ágengni kristinna manna sem eru þeim mjög óvinveittir. Israelsmenn hafa dregiö hersveitir sínar til baka og nú hafa drúsar hafið vamarstríð gegn kristnum mönnum, eins og þekkt er af heimsfréttum. Þeir eru að berjast fyrir rétti sínum til að búa á heimaslóðum. En hverjir eru þessir drúsar? Hver er saga þessa þjóðflokks og ástæða þess að þeir berast nú á banaspjótum við kristna menn í Líbanon? Klufu sig út úr múhameðstrú Drúsar eru komnir af aröbum og frá örófi alda hafa þeir búið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar höfðu þeir komið sér upp ríki löngu áður en kristnir menn fóru að huga að þessum heims- hluta. En þegar til þess kom fór veldi þeirra líka að hnigna og þeir urðu að setjast að á þremur stöðum, innan landamæra þriggja ólikra þjóða; Sýr- lands, Israels og sjálfs Líbanons sem í raun má kallast þeirra f ósturjörð. Má í sjálfu sér segja að saga þeirra hafi hafist í f jöllunum í kringum núverandi höfuðborg Líbanon, Beirút, en það er sá staður sem líbanskir drúsar ber jast nú fyrir tilverurétti sínum. Þar um slóðir klauf trúardeild drúsa sig út úr múhameöstrú með því að stofnandi hennar, Múhameð Ibn Is- mail Ad Darasi (af síðasta nafninu er dregið nafnið drúsi) lýsti yfir eigin guðdómi sínum og sagði mönnum fyrir um endurkomu sína í líki hins almátt- uga. Kenningar þessa Darasi urðu aö sameiningartákni drúsa, þjóöflokkur þeirra svo og trú og átrúnaður var þar með orðinn til. Trúarkenning drúsa er varðveitt í bókum sem vígðir menn þeirra fá einir aðgang að. Þannig er drúsatrúin mönnum mjög óljós, að minnsta kosti Vesturiandabúum. Samt er vitaö að trú þeirra og heimspeki varð fyrir tölu- verðum áhifum frá Grikkjum, frá mönnum eins og Plató og Aristótelesi. Þá gætir einnig áhrifa frá fornpers- nedca spámanninum Zaraþústra í kenn- ingum drúsa og meira að segja krist- inna atríöa gætir í trú þeirra sem byggir þó að mestu leyti á Kóraninum þegar allt kemur til alls. Mikil samheldni hinna dreifðu byggða Drúsar reka ekki trúboð. Enginn utanaðkomandi fær að kynnast trú þeirra. Blönduð hjónabönd eru algjör- lega bönnuð. Það eitt er ekki einungis trúarlegt ulriði, heldur líka lagalegt. Hvort sem maðurínn er trúaður eða ekki og gengur að eiga maka sem ekki er af drúsablóði er hann tafarlaust rekinn úr söfnuöinum og með því úr þjóðflokkidrúsa. Það er vitað að böm drúsa fæðast ekki inn í trúna. Hana verða þau að ávinna sér frá blautu bamsbeini og það er ekki fyrr en áþreifanleg sönnun fæst á það að þau trúi trúarkenningun- um og þau fá inngöngu í söfhuðinn. Hve’r sá sem síðar viil hverfa frá trúnni má það en er þá talinn óhreinn manna á meöal. Ef sá hinn sami sér hinsvegar að sér fær hann aftur inn- göngu í söfnuðinn. En þá er það líka hlutskipti hans að gera yfirbót alla ævi. Þessi innilokun drúsa frá öörum trú- arsjónarmiðum, svo og sterk ættfööur- leg uppbygging samfélags þeirra, hefur haldið drúsaþorpunum í Líbanon, Sýrlandi og Israel mjög vel saman allt fram á þennan dag sem afar náskyldum sanifélögum. Drúsar hafa af þessum sökum haldið sérstöðu sinni á meðan aðrir þjóðflokkar fyrir botni Miðjarðarhafs hafa blandast töluvert. Engin landamæri hafa enn fengið aðskilið þetta dreifða samfélag drúsa í andlegum skilningi. Með bestu hermönnum arabaheimsins I þorpum drúsa ber margt sérstætt og töfrandi fyrir augu: Karlmennimir klæðast víðum buxum, einskonar pils- buxum. Konurnar eru í efnismiklum kjólum, jafnan svartlitum, og með hvítar og éfnismiklar slæður um höfuð- ið. Prestar drúsa hafa allir mikilfeng- legt skegg. Silkidúkar, vefjarhettir og stífir flókahattar gefa til kynna trúar- lega sérstöðu þeirra. Hið miöaldalega útlit í drúsaþorpunum villir fyrir að- komumönnum. I reyndinni eru skólar drúsa góðar lærdómsstofnanir og þeir eru opnir fyrir nýjungum. Þeir hafa reynslu af verslun og stjórnmálum og með því komist í góð efni margir hverjir. Þeir hafa líka aldagamla reynslu í hernaði — eru taldir meö bestu hermönnum í arabaheiminum — og eru enda vel metnir á því sviði meðal annarra arabaþjóða. Mönnum ber illa saman um hvað drúsar séu fjölmennir. Sjálfir telja þeir sig vera hálfa aðra milljón. En al- þjóðlegar skýrslur segja þá miklum mun færri. Þær segja þá vera alls rétt um hálfa milljón: hundrað og áttatíu þúsund í Sýrlandi, hundrað og tuttugu þúsund í Líbanon og fimmtíu þúsund innan landamæra Israels og eða í Golanhæðum. Af sögu drúsa er svo að sjá að fjöldi þeirra hafi furðulítið breyst á liðnum öldum þrátt fyrir styrjaldir og önnur hörð örlagaveður. Það var einkum við hrun ríkis hinna svonefndu Osmanna, aö ríki þessarar fámennu fjallaþjóðar jókst. Það náði þá frá Libanon í norðri allt til Aleppó í Sýrlandi í vestri. Og til Sínaískaga í suðri. A þessum tíma þegar veldi drúsa var sem hæst voru Beirút og Sídon blómlegar verslunarborgir þeirra. Drúsar kvöddu þá til sín ítalska húsameistara til að vinna að skraut- byggingum. Þeir stefndu til sín tækni- menntuðum mönnum og búfræðingum einnig til að bæta landgæðin. Ágangur kristinna manna og Evrópubúa En þegar best lét hjá drúsum fór að halla undan fæti hjá þeim. Kristnir arabar, svokallaðir maronítar, settust aðí löndum þeirra. Að vísu höfðu drúsar fulla stjórn á innflutningi þeirra í landið framan af og réðu reyndar yfir þeim lengi vel sem lénsherrar. En þeim yfirráðum lauk á nítjándu öld þegar stórveldin Frakkland og England fóru aö skipta sér af sívaxandi valdabaráttu og tog- streitu milli drúsa og kristnu arab- anna. Frakkar sem allt frá krossferða- tímabilinu voru tengdir kristnum mönnum fyrir botni Miðjarðarhafs færöu sér í nyt samfélagsóróa ánauöugra kristinna bænda til þess að ná fram nýlendumarkmiðum sinum. Englendingar studdu hins vegar drúsa. En þegar drúsar voru orðnir fullsaddir á yfirgangi kristinna manna í sínu eigin landi gerðu þeir uppreist gegn þeim og héldu í langa herför þvert og endilangt um land sitt. Ellefu þúsund maronítar lágu í valnum þegar ganga drúsa var hálfnuð, en þá komu Frakkar hinum kristnu trúbræðrum sinum til hjálpar. Og börðu niður upp- reistdrúsa. Við lok þessara hörðu árekstra var „Petit Liaban” (Litla Líbanon) stofn- að að undirlagi Frakka og Englend- inga. Við það óx maronítum mjög fiskur um hrygg, enda voru þeir þá þegar orðnir fjölmennari en drúsar á þessum slóöum. Drúsar hröpuðu hins- vegar niður við þetta á þaö stig að verða áhrifalítill minnihluti í smá- ríkinu. Fjöldi þeirra sætti sig ekki við þetta og flutti sig um set yfir til Sýr- lands. Þá fluttust lika nokkur hluti drúsa suður á bóginn. Eftir urðu í Líbanon íbúar Schouf- fjalla, sunnan við þjóðveginn milli Damaskus og Beirút. Þar komst á ótryggur friður milli drúsa og krist- inna manna. Hjá þessum drúsum Schouffjalla ríkir allt til þessa dags fornt lénsskipulag og ættaveldi. Helstu ættimar, eins og Dschumblatar og Arslanar, geta litið aftur til tveggja alda hefðar sem þeir halda fast við og leiöa áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.