Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1983. Frjáist.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjéri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AöstoOarrrtstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<*ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86411. Setning,umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22kr. Þinghald á að lengja Nýlega krafðist stjórnarandstaðan þess, að alþingi yrði kallað saman í byrjun þessa mánaðar. Þetta er eðlilegt framhald af fyrri kröfu hennar um sumarþing, sem mik- ill hluti þingflokks sjálfstæðismanna studdi. Ríkisstjórnin vísaði hins vegar þessum kröfum á bug í bæði skiptin. Hafði hún uppi margvísleg mótrök. Ný stjórn þyrfti starfsfrið. Og þinghald í september kæmi í veg fyrir, að fjárlagafrumvarp yrði til við byrjun þings, svo sem stjómarskráin mælir fyrir. Ljóst er, að álit þingmanna og almennings skiptist mjög í tvö horn. Allir ættu þó að vera sammála um, að slæmt sé að ekki gildi fastmótaðar reglur um samkomu- tíma alþingis. Það eigi ekki að vera geöþóttaákvörðun ríkisstjórnar, hvort þing sé kallað saman eða ekki. 1 stjómarskrá lýðveldisins segir, að „reglulegt alþingi skal saman koma ár hvert hinn 15. dag febrúarmánaðar eða næsta virkan dag, ef helgidagur er, hafi forseti lýð- veldisins ekki tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu”. Engin ákvæði eru um lengd þingtímans önnur en þau að „forseti stefnir saman alþingi ár hvert og ákveður hve- nær því skuli slitið”. Forseti getur hins vegar kvatt al- þingi til aukafunda þegar nauðsynlegt er. Ekki er fjallað um það í stjómarskránni hvernig haga skuli málum, þegar þingkosningar eru á óvenjulegum tíma, svo sem var á þessu ári. Sú hefð hefur mótast á undanförnum áratugum, að þing er kallað saman 10. október ár hvert og stendur með hlé- um í sjö mánuði eða fram í maí. En nú hefur alþingi ekki setið síðan í mars. Eina stjórnarskrárbundna skylda ríkisstjórnarinnar er að leggja frumvarp til fjárlaga fyrir þingiö, þegar það er saman komið. Hefur það verið skilið svo, að frumvarpið skuli liggja frammi í upphafi þings. Meðan þjóðfélagið var einfaldara í sniðum og þing- mennska var hliðarstarf flestra, ef ekki allra þingmanna, var ekki óeðlilegt, að þinghald væri stutt. Nú er svo kom- ið, að þingmennska er aðalstarf, launað allt árið. Og óneitanlega eru þingstörf flóknari en áður var. Af þeim ástæöum sýnist það vera tímaskekkja að binda þinghald við sjö mánuði og veita þingmönnum fimm mánaða sumarleyfi, svo ekki sé talað um sjö mánaða leyfi eins og er á þessu ári. Þau rök eru einnig þung á metunum, að í togstreitu framkvæmdavalds annars vegar og löggjafar- og fjár- veitingavalds hirts vegar eigi hið síðarnefnda, það er al- þingi, undir högg að sækja. Ríkisstjómin, stjómarráðið, embættismennirnir, — framkvæmdavaldið í heild sölsar stöðugt undir sig aukin völd og á auðveldara með það, þegar þinghaldið tak- markast við vetrarmánuöina. Ef þjóðin vill hamla gegn þessum breytingum og reyna að stuðla að virkara lýðræði með jafnara vægi milli valdaþátta, þá er ljóst, að samkomutíma alþingis verður að lengja og hætta misbeitingu bráðabirgðalaga. Samkomutími þingsins á ekki að vera þrætuepli stjóm- ar og stjómarandstöðu. Ríkisstjórnin á ekki að hafa það í hendi sér, heldur eiga að vera fastar reglur um slíkt. Og til eflingar þingræðinu er rétt að lengja þingið. Jónas Kristjánsson. Bjartsýnlsmeim með sultar- dropa á neflnu Þeir ruddust inn til mín á miðviku- dagskvöldið, tárvotir og kaldir, með sultardropana titrandi á fölbláum nefbroddunum. Þegar ég bauð þeim kaffi, sögöu þeir með ólund að þeir yrðu víst að sætta sig við það. — Attu ekkert sterkara? Er það alveg satt? Oft var þörf en nú er nauðsyn! Sá sem spuröi mig lét sér það ekki nægja heldur hélt hann dauðahaldi í hönd mína og rödd hans titraði í takt við sultardropann. — Nei. Eg á ekkert sterkara. En ég skal laga sterkt kaffi. Með lagni losnaði ég úr greipum hans og setti vatn á ketilinn. Meðan ég var að bardúsa við könnuna og kaffipokann sátu þeir grafkyrrir, húktu yfir borðið og hirtu ekki um að fá í sig hita með þeim aðferðum sem best hafa dugað hér heima á Islandi í aldannarás. Mér var svo sem ekkert umhugað um að fá þá til að tala. Eg fylgist ekki mjög grannt með því sem gerist í borginni en hafði þó hugboð um að háöur heföi verið landsleikur í fót- bolta. Eg missti áhugann á fótbolta þegar ég var níu ára gamall. Þá mætti ég í skólann með nýjan fót- bolta og það var umsvifalaust kosið í lið. Þegar svo leikurinn hófst komst ég að því að ég hafði ekki verið val- inn og varð að horfa á bekkjar- bræðuma leika sér með minn bolta allar fríminúturnar. ÓlafurB. Guðnason orkusóun og fyrirgangi, hitað vatnið upp aö suðumarki. — Eitt mark! Bara eitt mark svona snemma í leiknum og þetta heföi fariðöðruvísi! — Oooooóóó. Eg lauk við að hella upp á og nú þögnuðu félagamir, rétt á meðan þeir voru að svolgra í sig brennheitt kaffið. Blái liturinn í andlitum þeirra dofnaði smám saman og með því sem líkamshiti þeirra hækkaði jókst þeim orka og þeir komust loks- ins til þess aö þurrka sultardropana — Þeir voru óheppnir strákarnir, fjandi óheppnir! Arnór og Pétur hefðu báðir getað skoraö með lang- skotum! Það var sá lengri sem talaði. Hann reynir yfirleitt að vera mjög jákvæður. — En þeir gerðu það ekki! Og vömin var alveg hroðaleg! Eg hef aldrei séð svona lagað! Þeir þögnuðu nú báðir og einbeittu sér að kaffinu. Það flögraði ekki aö mér að reyna aö hefja samræður að nýju. Ef eitthvað er leiðinlegra en að horfa á fótbolta, er þaö að hlusta á fók tala um fótbolta. Meöan ég sat og vonaöi að gestir mínir þegðu sem lengst fór ég að velta því fyrir mér hverskonar manngerðir það em sem eru veikar fyrir þessari íþrótt. Það er á margan hátt krefjandi að vera fótboltaáhugamaður á Islandi. Bæði er að slíkir menn þurfa að vera ákaf- lega hraustir og kuldaþolnir og svo þurfa þeir á ofurmannlegri bjartsýni að halda, ásamt hæfileika til aö þola nánast takmarkalaus vonbrigði. Flestir gleyma vonbrigðunum með því aö flýja raunveruleikann og rif ja upp gamla leiki. Þeir tala um gömlu mörkin sem landsliðið skoraði og hvað liðin vom góö og hvað andinn var góður og leiknin mikil og áhorfendur duglegir að hvetja land- ann. — Mér er alveg sama hvað þú seg- ir, þessu liði verður ekki bjargað. . . -e ul'" Meðan ég beið eftir að hraðsuðu- ketillinn gegndi hlutverki sínu velti ég fyrir mér ýmsum hliðum á efna- hagsvandanum, sérlega meðtilliti til áforma ríkisstjómarinnar um sölu á ríkisfyrirtækjum. Eg náði þó ekki að komast að nokkuri endanlegri niður- stöðu í því viðkvæma máli því aö skyndilega byrjaði annar gestanna aðstynja. — Oooooóóó! Janus! Janus! Janus var rómverskur guð sem hafði tvö andlit. Eg skildi ekki almennilega hvað maðurinn var að fara! — Minnstu ekki á það! Ekki ógrátandi aö minnsta kosti! Það var hinn gesturinn sem svar- aði og svei mér þá ef þeir fóru ekki báðir að gráta og ákölluðu róm- verska guðinn nú í hálfum hljóðum milli ekkasoganna. Eg vildi ómögu- lega vera að skipta mér af þessu og einbeitti mér að uppáhellingunni því að ketillinn haföi loksins, með mikilli af nefbroddunum. Eftir nokkra þögn fannst mér kominn timi til að gegna gestgjafaskyldunum og reyna að halda uppi samræðum. — Það er fallegt veðrið! Þeir tóku á engan hátt undir þetta en helltu sér aftur í bollana. — Dálítiö kaldur kannski! — Þeir töpuðu! Þrjú núll! Hann var dapur á svipinn, sá styttri, og ég kannaðist við tóninn hjá honum. Síðast þegar hann haf ði talað í þessum tóni í mín eyru var þegar KR féll í aðra deild fyrir nokkrum ár- um. Mér hefur alltaf verið heldur illa við KR. Allir bekkjarbræður minir í bamaskóla voru KR-ingar. — Þessir andskotar koma hingað heim og gera sig breiöa í blööunum. Þeir eru alltaf skorandi úti í Evrópu •og eru alltaf bestu mennirnir á vell- inum þegar enginn Islendingur sér til þeirra. En ég veit ekki til hvers þeir eru að koma heim! Ekki er það til að spila fótbolta! Fjandinn hafi þaö, við töpum fyrir Færeyingum næst. Þeir höföu dregið upp pyttlu og voru nú famir að drýgja kaffið. Blái liturinn var horfinn en farinn að fær- ast roði í kinnarnar. Hnefar dundu á borðinu meðan þeir deildu um það hvað heföi gerst hefði Arnór reynt að gefa á Pétur inni í teignum, f rekar en að gefa út á kantinn til Atla. Og djöfuls Irarnir, grófir og leiðinlegir. Það átti að dæma víti á Lawrenson og reka Robinson af vellinum. Dóm- arinn var algert fífl, líklega danskur íaðraættina. Það var lítið í pyttlunni og mér tókst með lagni og þolinmæði aö losna við þá út, skömmu eftir mið- nætti.Þá voru þeir famir að ræða leikinn góða gegn A-Þýskalandi og höfðu fullrætt hjólhestaspymuna frægu og voru nú að rif ja uppmarkið hans Asgeirs. Þeir verða á næsta landsleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.