Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1983, Blaðsíða 34
34 DV. LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER1963. A-liöiö á œttarmótinu samankomiö, en þetta eru barna- börn þeirra Jóns og Guðrúnar á Hópi. Sóra Jón M. Guðjónsson, fyrrum prestur á Akranesi, er aidursforseti ætt- arinnar frá Hópi. Hann er hár tii hægri aö tala viö Einar Egilsson sem er yngstur núiifandi barnabarna Jóns og Guörúnar á Hópi. A ÆTTAR Islendingar hafa löngum frænd- ræknir verið og áhugi þeirra á ætt sinni og uppruna hefur síst minnk- að nú á síðari árum þrátt fyrir breyttan tíðaranda og meiri fjar- lægðir. Þetta kemur einna best fram í ættarmótum sem nú eru víða haldin. Þar hittast heilu ættirnar ásamt mökum og er þar glatt á hjalla. Koma þar oft í ljós ættar- tengsl sem menn höfðu ekki hug- mynd um áður, og setningar eins og „nei, ert þú frændi minn?” eða „ert þú frænka mín?” heyrast þar oft sagðar á milli fólks sem þekk- ist af öðrum vettvangi. Við duttum á dögunum inn á eitt slíkt ættarmót í Festi í Grindavík. Þar voru saman komnir niðjar hjónanna Guðrúnar Guðbrandsdóttur og Jóns Guð- mundssonar sem bjuggu á Hópi í Grindavík. Þau áttu 12 börn og komust 11 þeirra á legg. Af- komendur þeirra eru nú 429 talsins — 430 er nú rétta talan því eitt í viðbót fæddist sama daginn og ættarmótið var haldið. og jafnan á svona mótum og mikið spjallað. Saga ættarinnar var lesin upp svo menn vissu á eftir betur um uppruna sinn og ættartengsl. I lok mótsins hélt allur hópurinn að rústum gamla bæjarins að Hópi. Varþarákveðiöaöfaraþess áleit við bæjarstjórn Grindavíkur að ekkert yrði hreyft við þeim rúst- um svo í framtíðinni mætti byggja þar bæ og vör eins og var í Grinda- vík í gamla daga. Yrði það góður minnisvarði um þá erfiðu tíma í Grindavík nútímans sem margir hefðu gaman af að sjá og lesa um þegar f ram líða stundir. -klp- Eins og í öllum góðum veislum á Islandl voru langborð hlaöin kræsingum og fólk tók vel tH matar sins. Til þessa móts komu yfir 300 manns. Voru það bæði ættingjar svo og makar'þeirra og aðrir gestir. Var þar mikil kátina eins Sóra Björn Jónsson á Akranesi flutti mikla og fróölega tölu um ættina. Guðmundur Finnbogason, sem situr hjá honum, skráöi hana, en hann ar mikill áhugamaður um ættfræði. Á meðan þeir eldrí sungu og ræddu um gamla daga voru barna-barna-barnabörnln þelrra Jóns og ömmur og afar komu með börn sín og barnabörn á ættarmótlö og þaö var Guðrúnar á Hópi fyrir framan sjónvarpið og horfðu á videomyndir. Þar sáust margir frændurnir og glatt á hjalla við öllborð. frænkurnar i fyrsta sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.