Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR 31. OKTOBER1983. Spurningin Hvenœr kemur fyrsti snjórinn? Valdís Kjartansdóttir húsmóðir: Það| er ekki langt í hann. Ætli það sé nemaj einvika?Enþóeraldreiaðvita. j. Steinunn Hauksdóttir, nemi i MA:i Hann er kominn heima hjá mér. Egj vona að hann komi ekki á næstunni í; Reykjavík. j: Slgriður Sigurðardóttir húsmóðir: Ætli það verði nokkuð fyrr en í desember? Antony Boucher, starfsmaður DHL International: Hann kemur i byrjun. nóvember. Inga Guömannsdóttir prófarkalésari: Hann kemur eftir viku. Eg finn það áj mér. Karl Eiriksson trésmiður: Umj áramótin. Ég vona að hann komi ekkil fyrr. _ . j Annaðhvort of eða van: Boltaleikir og Andrésönd S. G. skrifar: Eg skrifa ekki mikið í blööin en nú er ég orðin svo vond að ég get ekki orða bundist. Eg hef mjög gaman af íþróttum í sjónvarpi, en nú held ég sé kominn tími til aö breyta um nafn á íþróttaþáttum síðdegis á laugardög- um og á mánudagskvöldum og láta þá heita ,3oltaleikir, umsjón Bjarni Felixson”. Hvað skyldi vera til margar, íþróttagreinar í heiminum? Eg veit það ekki, en ég veit að það er mis- notkun á einokunaraðstöðu að um- sjónarmaður sýnir aðeins þaö sem hann hefur mest gaman af. Síðastlið- inn mánudag taldi stjórnandinn B.F. t.d. upp kappakstur, golf, ísdans og boltaleiki, en hvernig fór? Tuttugu og fimm minútur í boltann, en fimm minúturí allt annað. Nú þýðir lítið aö gagnrýna sjón-' varpið. Þeir steinnmnu páfar semi þar ráöa ansa ekki notendum., Kannski DV geti það sem öörum. tekst ekki, t.d. að fá svar við því; hvers vegna aldrei hafi verið sýndar Disney-myndir um Andrés önd og| félaga og fleiri myndir frá Disney. Það eru ekki bara börn sem hafa gaman af þessháttar teiknimyndum heldur f jöldi f ullorðinna líka. Svar: Hjá sjónvarpinu fengust þær upp- lýsingar að Walt Disney fyrirtækið krefðist of mikils fyrir myndir sínar og íslenska sjónvarpiö hefði einfald- lega ekki ráö á að kaupa þær til sýn- ingar. Jóaklm, frsndi Andrésar andar, hugsar bara um peninga. Það virðist Walt Disney fyrirtækið líka gera því að myndir þess eru of dýrar fyrir íslenska sjónvarpið. Lesendur Lesendur Lesendur SAMEINUM LÍFEYRISSJÓDINA Lán úr lifeyrissjóði vörubifreiðastjðra dugir aðeins fyrir um 4 dekkjum undir bílinn. Bréfritari er ekki ánægður með það og vill sameina alla sjóði landsins. 5750-6822 skrifar: Mér finnst sjálfsagt að allir borgi í h’feyrissjóö, en mér finnst óréttlátt að ráða ekki í hvaða lífeyrissjóð maöur borgar. Ástæðan fyrir þessu er að líf- eyrissjóðirnir eru svo misjafnir. Mað- urinn minn er t.d. í lífeyrissjóði vöru- bílstjóra og hefur verið í yfir 10 ár. Að vísu hefur hann ekki borgað öll árin, enda verið í annarri vinnu líka og. borgað í fleiri sjóði. Hann hefur aldrei fengiö lífeyris- sjóðslán, en haföi hugsað sér að gera þaö núna til að endumýja atvinnubíl. Hámarkslán sem hægt er aö fá úr þess- um sjóði eru 60 þúsund krónur. Það dugar tæplega til aö kaupa 4 dekk (þaö eru 10 dekk undir bílnum), og hljóta því allir aö sjá að það hefur lítið að segja þegar farið er út í fleiri hundruð þúsund króna fjárfestingu. Ég held að ríkisstjórnin sem allt þykist vilja spara ætti að taka lífeyris- sjóöina til gagngerrar endurskoðunar. Ég held að það hljóti að vera hægt að spara mikið með því að sameina alla lífeyrissjóðina í einn stóran sjóð sem allir borgi í. Þá kemst líka á jafnrétti allra launþega í þessum lánamálum. Biluní öryggiskerfi Bessastaða: Er ekki styttra fyrir Kópavogsíögregluna? Jón Kr. Kristinsson hringdl: Mér er spurn. Er ekki styttra fyrir lögregluna í Kópavogi eða Hafnarfirði aö bregðast við útkalli til forseta vors? Ég segi þetta vegna baksíðufréttar í' DV á miðvikudag um bilun í öryggis-’ búnaðinum í forsetabústaðnum sem tengdur er við lögreglustöðina í Reykjavík. Væri ekki nær að hafa varðskýli nálægt forsetasetrinu? Mér’ er bara spum. Þetta er nú forsetinn okkar. Til st jórnar Snarfara: Hvað umhaustfundinn? Ahugasamur félagi spyr: j virðist vita nokkum skapaðan hlut Mig langar að vita hvenær haust- umþessimál. fundur félagsins á að vera. Ég hef; reynt að spyrja aðra félaga, sem ég Svar: hef hitt, en enginn virðist hafa heyrt Jón 0. Hjörleifsson, formaður neitt um það. Eftir því sem ég las í Snarfara, sagði i samtali við DV að félagslögum þá á að halda fundinn í ákvörðun um haustfund félagsins síðasta lagi september—október. ■ yröi tekin á næstunni. Stjóm félags- Hvemig stendur á þvi að það hefur ins væri að vinna í tilboðum um nýju dregist að halda fundinn ? Einnig hef flotbryggjumar og ekki væri unnt að ég heyrt að stjórnin hafi varla komiö halda fundinn fyrr en þau mál væm saman frá því að hún var kosin. Er kornin á hreir.t. Jón sagði einnig að þettarétt? ' þaö væri rangt að stjómin hefði Ég beini þessum spumingum mín- varia komið saman. Annars hefði um í gegnum DV vegna þess að ég; ekki verið hægt að vinna að jafnstóru hef ekki hitt nokkum í félaginu sem' verkefniogflotbryggjurnarværu. Jón Kr. Kristinsson vill að lögreglan komi upp varðskýli nálægt forsetasetrinu. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.