Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 31. OKTOBER1983. 45 Sviðsljósið____________________ Sviðsljósið Gamlir skallapopparar sem eitt sinn voru á heimsmælikvaröa í poppinu eru nú aö ræöa um aö draga sig saman í eina hljómsveit sem þá yrði eins konar endurlífgun á gömlu súpergrúppunum. Þessir kappar eru þeir Eric Clapton, sem geröi garðinn frægastan í Cream og Blind Faith en poppsérfræðingur Sviðsljóssins segir aö sé nú kominn á sama stig og Raggi Bjama, Ry Cooder, blágresisgítargutlari frá Bandaríkjunum, Bill Wyman, sem þaniö hefur bassann með Rolling Stones frá því aö elstu menn muna, Kenny Jones, sem á aö berja húðirnar, Jimmy Page, sem kroppaði í gítar meö Led Zeppelin, Stevie Winwood, sem skarkaöi í hljómboröinu meö Traffic og Blind Faith, Andy Fairweather, sem gaulaði meö Amen Corner hér um áriö. Jeff Beck, gamalreyndur gítar- gramsari og Ian Stewart, sem föndraöi viö hljómborðin með Faces þegar sú hljómsveit var og hét. Þetta gengi hefur verið aö ræöa það af alvöru aö slá sér saman og fara í hljómleikaferðalag. Rætt hefur veriö um aö halda átta hljómleika í Banda- ríkjunum og tvenna í Evrópu þegar fyrirjól. Gengiö hefur þegar spilaö á tvenn- um hljómleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum til styrktar góðgerðarstarf- semi. Hljómleikarnir þóttu takast þaö vel að ástæöa væri til aö huga að frek- ara áframhaldi. Bill Wyman hefur lát- ið haf a eftir sér aö þeir þurfi ekki nema f jóra daga til æfinga áöur en lagt verö- ur af staö í hljómleikaferð. Við skulum bara vona að þessar speglasjónir leiöi til einhverra framkvæmda. Eric Clapton og Ry Cooder. Þeir huglgiða nú að mynda súpergrúppu með öðrum gömlum skallapoppurum. Magnús grínari og Gylfi Ægis saman í slaginn Magnús Olafsson grínari og Gylfi Ægisson lagasmiður, málari og nikkari meö meiru, ætla aö hafa samvinnu á komandi vetrarvertíö. Magnús reri sem kunnugt er meö Þorgeiri Astvaldssyni á síöasta vetri, en hann hefur nú tekið viö starfi sem yfirplötusnúöur á rás 2. Munu þeir Magnús og Gylfi einkum leita fanga á árshátiðum og þorra- blótum og öörum þeim samkomum þar sem fólk fýsir að sjá asnaspörk þeirra. Þeir kumpánar munu bjóða upp á gamanvísur og eftirhenmur og að vanda mun Magnús bregða sér í ýmissa kvikinda líki. Gylfi sér um undirleikinn. PÞEIM FJOLGAR STOÐUGT SEM VERSLA HJÁ OKKUR EIMDA FARA ALLIR ÚT MEÐ BROS Á VÖR Síðasta plata Kiss er nú komin í allar betri hljómplötu- verslanir á landinu og ekki að ástæðulausu. Aldrei hefur Kiss-plata fengið jafngóðar viðtökur um allan heirn og L líka á íslandi. Hjá okkur myndaðist biðröð fyrsta ^ útgáfudaginn en nú er engin biðröð. Vertu^jra því fljótur að skella þér á eintak áður en hún myndast aftur. Pottþétt í partíið. NU er hún komin, ! 9. plata Genesis. Mama, fyrsta } lag plötunnar, tók heldur betur við sér á vinsældalistum erlend- is. Phil Collins fer á kostum og hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Frábær plata, pott- þétt lög, hvaðrviltu meira? NB. Hún fór beint í 1. sæti breska vinsældalistans. ÞESSAR HLJOMPLOTUR ERU TIL HJÁ OKKUR: • Genesis — flestar • Kiss — allar • Paul McCartney allar • Beatles — allar • JJ. Cale — allar Dylan — flestar Marianne Faithful - flestar Pink Floyd — allar Rainbow — flestar Kraftwerk — flestar UCK IT UP ALÞJOÐ- LEGUR ÚTGÁFUDAGUR PAUL MCCARTNEY er einn af fremstu tónlistarmönnum heims og ekki er Pipes of Peace neinn eftirbátur annarra hljómplatna hans. Með Paul á plötunni eru karlar eins og Ringo Starr, Stanley Clarke, Michael Jackson og fleiri. Á plötunni eru 11 pottþétt McCartney-lög hverju öðru betra og syngur Michaei Jackson með McCartney 2 HITTARA. Þetta er platan serri þú hlustar á til enda. Rolling Stones — flestar Rás 3 Culture Club Dire Straits — allar Grace Jones — allar og miklu, miklu meira • David Bowie — allar • Clyderman — flestar PÓSTSENDUM FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, S. 85149. LAUGAVEGI 24, S. 18670. AUSTURVERI, S. 33360.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.