Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1983, Blaðsíða 42
42 DV. MANUDAGUR 31. OKTOBER1983. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Nýjabæ (land) í Vogum, þingl. eign Guðlaugs Aðalsteinssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 14.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Heiðar- gerði 6 í Vogum, þingl. eign Hlöðvers Kristinssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Þorvalds Lúðvíkssonar hrl., Jóns Þóroddssonar hdl. og Viihjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 14.30. ■ Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Brekku í Vogum, þingl. eign Þórðar Ó. Vormssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 14.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingabiaðinu á mb. Sandgerðingi GK— 268, þingl. eign Jóhanns Guðbrandssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Sandgerðishöfn að kröfu Vilhj. H. Vilhjálmssonar hdl. og Vilhj. Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 13.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Brekku- stíg 5, efri hæð í Sandgerði, þingl. eign Sigurvins Ægis Sigurvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Faxabraút 34A, kjallara, þingl. eign Agnars Sigurbjörnssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Jóns G. Briem hdl. fimmtudaginn 3. nóv. 1983 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Birkiteigi 1 í Keflavík, þingl. eign Unnars Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Vilhj. Þórhallssonar hrl., Brunabótafélags íslands og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. fimmtudaginn 3., nóv. 1983 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungar uppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á lasteigninni Gerðavegi 16 í Garði, þingl. eign. Ingunnar Pálsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns rikissjóðs miðvikudaginn 2. nóv. 1983 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Éyjaholti 18 i Garði, þingl. eign stjórnar Verkamannabústaða en tal. eign Ágústs Bragasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs Ragnarssonar hrl. miðvikudaginn 2. nóv. 1983 kl. 15.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Holti II í Garði, þingl. eign Jóhannesar Arasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Baldvins Jónssonar hrl., Jóhannesar L. L. Helgasonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Péturs Guðmundssonar hdl. miðvikudaginn 2. nóv. 1983 kl. 15.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á mb. Degi HF—1, þingl. eign Haildórs Dagssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Sandgerðishöfn að kröfu Tryggingastofnunar rikisins miðvikudaginn 2. nóv. 1983 kl. 14.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. MINNIR Á ATVINNUOF- SÓKNIRIEINRÆÐISRÍKJUM — segir Alþýðubandalagið um uppsagnir borgarstjórnarmeirihlutans Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti eftirfarandi ályktun á f undi sínum um síðustu helgi: ,,I kjölfar þeirrar valdbeitingar sem núverandi ríkisstjóm hefur framið gagnvart verkalýðshreyfingunni í landinu með afnámi samningsréttar, hefur það nú gerst að beitt er at- vinnuofsóknum í áður óþekktum mæli. Kemur þetta einna gleggst fram er Sjálfstæðisflokkurinn beitir sér fyrir því að víkja úr störfum mönnum sem honum eru ekki þókn- anlegir að pólitískum skoðunum í fyrirtækjum og stofnunum Reykja- víkurborgar. Miðstjóm Alþýöubandalagsins for- dæmir þessi vinnubrögð sem ekki samrýmast lýðræðislegum sjónar- miðum, en minna óþyrmilega á at- vinnuofsóknir í einræðisríkjum. Fundurinn skorar á alla hlutaðeig- andi aðila að beita sér fyrir því að settar verði samskiptareglur sem koma í veg fyrir að ofbeldi af þessu tagi verði iökað í samskiptum starfs- fólks og stofnana í framtíðinni. ” SAFNAÐARHEIMILI SELFOSSKIRKJU TEKIÐ í NOTKUN Nýlega var haldinn basar á vegum Kvenfélags Selfosskirkju í safnaðarheimilinu sem nú er í bygg- ingu og verður alls 137 fermetrar að stærð. Var það í fyrsta sinn sem húsiö var notað. Fjöldi fólks kom á basarinn og seldust nálega allir hlutir upp á hálf- tíma, enda var basarinn stórfeng- legur. Nú er búið aö múrhúða safn- aðarheimilið að innan og verið er að klæða í loft. Fljótlega munu sjálf- boðaliðar hefjast handa um málningarvinnu í safnaðarheimilinu sem er aftan við kirkjuna og eru tveir stórir salir og tvö minni her- bergi, auk eldunaraðstöðu og snyrt- inga. Vonast menn til að hægt verði að taka húsið í notkun á fyrri hluta næsta árs. Ekki þarf að kvíða því að húsið verði ekki nýtt til fulls því að hér á Selfossi er nú nokkur skortur á húsum til félagsstarfs. Fimm ár eru síðan byrjað var á byggingu safnaðarheimUisins og hefur það verið byggt í áföngum eftir því sem f járhagurinn hefur leyft, en ekki hefur verið lifað um efni fram eins og íslenska þjóðin hefur gert undanfarin 40 ár. Bæjarfélagið hefur styrkt safn- aöarheimilið, en mestu hefur Kven- félag Selfosskirkju safnað og margir einstakUngar og velunnarar kirkjunnar hafa gefið peninga og vinnu. Kvenfélag Selfosskirkju er fámennt, en konur hafa verið ákaf- lega duglegar við vinnu og að gefa á basar á hausti hverju. formaður kvenfélagsins er Valgerður Guðmundsdóttir. -Regína Thorarensen/Sclf ossi. Byggingarvfsitalan: Hækkar um 2,9% Byggingarvísitalan hefur hækkað um 2,90 prósent á einum mánuði, sam- kvæmt áætlun Hagstofunnar, úr 149,37 stigum, miöaö við septemberverðlag, í 153,70 stig, miöað við októberverðlag. „Hér er að verki annars vegar lög- ákveðin 4 prósent hækkun á útseldri byggingarvinnu frá októberbyrjun og hins vegar önnur innlend verðhækkun, en ekki varð teljandi breyting á verði innfluttrar byggingarvöru,” segir í frétt frá Hagstofunni. Hagstofan áætlaði vísitölu bygg- ingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta október í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að vísital- an skuli áætluð fyrir þá mánuði, sem hún er ekki reiknuð lögformlega. Það skal tekiö fram að við uppgjör verðbóta í hvers konar samningum, þar sem kveöið er á um að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gildir aðeins hin lögformlega vísitala sem reiknuð er á þriggja mánaða fresti. Aætluð vísitala fyrir mánuði inn á milli lögákveðinna útreiknings- tíma skiptir þar ekki máli. -KMU. Kiwanis- klúbbur á Flateyri Kiwanisklúbbur hefur verið stofn- aður á Flateyri. Hlaut hann nafnið Þorfinnur eftir f jallinu á móti eyrinni. 28 manns gengu í klúbbinn á stofnfund- inum og var Gísli Valtýsson kosinn for- seti. Á stofnfundinn mættu margir gestir frá Kiwanisklúbbum í Reykja- vík, Bolungarvík og Isafirði. Hinn nýi Kiwanisklúbbur starfar þegar af krafti. -Reynir, Flateyri. RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1, S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR i!IWW aC i FARARBRODDl WW. -----------AR Misstu ekki Vihu úr lífi þínu Áskriftarsíminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.