Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞKIÐJUmGUR 14. FEBRUAR1984. 3 HREIN SKULDA- AUKNING1388 MILUÓNIR KRÓNA Hrein skuldaaukning ríkissjóös i löngum erlendum lánum mun nema 1388 milljónum króna eöa um 2 prósentum af áætlaðri þjóöarfram- leiöslu, samkvæmt frumvarpi til lánsfjárlaga sem nú er til meðferöar á Alþingi. Frumvarpiö gerir ráö fyrir aö heildarlántaka á árinu 1984 veröi 4584 milljónir króna en endur- greiðslur af löngum lánum eru áætl- aöar 3160 milljónir. Samkvæmt spá Seðlabankans er áætlaö aö löng erlend lán verði í lok þessa árs tæp 60% af þjóðartekjum. I umræðum um frumvarpið á Alþingi í gær gagnrýndu þingmenn stjómarandstöðunnar þaö fyrir að gefa ekki rétta mynd af því hvemig lántökum rikisins veröi hagaö á yfir- standandi ári. Eiöur Guönason, framsögumaður minnihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar, benti á aö ýmsir liðir væru vanáætlaöir eða væru utan frumvarpsins eins og til dæmis f jármagnskostnaöur Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi sem er aö 80% í eigu rikissjóös. Eiöur benti einnig á að rætt hefði verið um að taka sérstök lán til aö efla innlenda skipasmiöi, um 150 milljónir króna, og ennfremur væri fyrirhuguö lán- taka til aö styrkja stööu út- gerðarinnar. Þessir Úöir em ekki í frumvarpi til lánsfjárlaga. Þá var þaö skoöun minnihluta nefndarinnar aö lántökur til atvinnuveganna, sem gert er ráð fyrir að nemi 1 milljarði króna, séu verulega vanáætlaöar. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra sagöi að þaö væri stefnu- mark núverandi ríkisstjómar aö halda skuldastööunni viö útlönd innan við 60% af þjóöarframleiöslu og sagöist vona aö þaö gæti tekist. En jafnframt sagöi hann þaö sína skoðun að ef þaö tækist ekki væri stefna ríkisstjórnarinnar sprungin og ætti þá aö láta kjósa á ný um nýja stefnu. -ÖEF. Fríiðnaðarsvæði á Suðumesjum Karl Steinar Guðnason alþingis- maður hefur nú endurflutt þings- ályktunartillögu um aö Framkvæmda- stofnun verði faliö að gera athugun á hvort hagkvæmt sé aö koma á fót fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflug- völl. Tillaga þessi hefur veriö flutt á fimm síðustu þingum en ekki verið út- rædd. I greinargerð meö tillögunni segir að varla geti talist hagkvæmt aö bjóöa erlendum fyrirtækjum sömu kjör og gert er á öörum fríiðnaðarsvæðum en full þörf á aö kanna hvort erlend fyrir- tæki sæju sér hag í að nýta þær sér- stöku aöstæöur sem hér eru í boði, svo sem jaröhita, ódýrt rafmagn, vinnuafl meö tækniþekkingu í sjávarútvegi aögang að Evrópumörkuöum, sem er aö mestu tollfrjáls, og legu landsins mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Dæmi er tekið um fríiðnaöarsvæðið viö Shannon-flugvöll á Irlandi þar sem nú starfa um hundrað fyrirtæki sem veita 4500 manns atvinnu og er fram- leiðsla þeirra einkum á sviöi rafeinda- og raftækjasmíöi, efnaiðnaðar og verk- færagerðar. Fyrirtækium bar er veitt algjört tollfrelsi aö því er snertir inn- flutning á hráefnum, vélum og tækjum til framleiöslunnar og sama máli gegnir um útflutning fullunninnar vöru. Bent er á nokkur dæmi um hvaöa fyrirtæki gætu séö sér hag í að reka fyrirtæki á fríiðnaðarsvæði hér á landi. Japönsk og bandarísk fyrirtæki gætu séö sér hag í aö reka hér samsetning- arverksmiðju vegna nálægðar við Steingrímur Hermannsson for- sætisráöherra hélt til Moskvu á sunnudagsmorgun til aö vera viðstaddur útför Yuri Andropovs, forseta forsætisnefndar Æösta ráös Sovétríkjanna, sem fram fer í dag, Evrópumarkað og vegna þess toll- frelsis sem þau nytu gagnvart inn- flutningi til landa EFTA og Efnahags- bandalagsins. Ekkert annaö fríiön- aöarsvæði getur boöiö upp á jaröhita en hann mætti nýta til framleiöslu á verömætum krabbadýrum, svo sem humri og rækju. Þá eru taldir ýmsir möguleikar í þessu sambandi í raf- eindaiönaði sem tengdur er sjávarút- vegi. -OEF. þriöjudaginn 14. febrúar. I fylgd meö forsætisráöherra er Guðmundur Benediktsson, ráöuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu. Steingrímur Her- mannsson er væntanlegur heim aftur ámorgun. Steingrímur við útf ör Andropovs ÖRUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRA ÖRYGGIÐ FELST í: - GÆÐUM OG ENDINGU SEM NISSAN VERKSMIÐJURNAR EINAR GETA TRYGGT. GULLTRYGGÐ ENDURSALA - VERÐISEM ER ÞAÐ LANGBESTA SEM NOKKUR KEPPINAUTANNA GETUR B0ÐIÐ Á BÍLUM SEM EIGA AÐ HEITA SAMBÆRILEGIR. ÞETTA FÆRÐU ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NISSAN MICRA: • Framhjóladrif • Útvarp • Upphituð afturrúða • 5 gíra kassi • Halogenljós • Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Litað öryggisgler • Tveir baksýnisspeglar. • 57 hestafla vél • Hlíf yfir farangursskut stillanlegir innan frá • Tvískipt aftursæti sem hægt er • Vandað áklæði • Skuthurð opnanleg úr að leggja niður, annað eða bæði • 3ja hraða kraftmikil miðstöð, ökumannssæti • Quartsklukka alveg nauðsynleg á íslandi • Þykkir hliðarlistar • Sigarettukveikjari • Geymsluhólf í báðum hurðum • 2ja ára ábyrgð á bíl • Hanskahólf • Innbyggð öryggisbelti • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Pakkahilla • Blástur á hliöarrúður • Eldri bílar teknir upp í nýja • Eigin þyngd 615 kg • Þurrkur á framrúðu míbiðtima • Góð lánakjör LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ EF ÞÚ GETUR 0G GERÐU SAMANBURÐ NOKKUR DÆMI UM ÞAÐ HVERNIG MICRA HEFUR VERIÐ TEKIÐ HÉRLENDIS SEM ERLENDIS: DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Fyrirsögn greinar Ómars Ragnarssonar um Nissan Micra var svona: „Fisléttur. friskur bensinspari sem leynir á sér." Og Ómar segir ennfremur: ,,. . . mér fannst billinn betri en ég átti von á, þægilegri og skemmtilegri i bæjar- akstri en vonir stóðu til og það virðist vera erfitt að fá hann til að eyða bensini svo nokkru næmi, þótt frisklega væri ekiö". AUTO MOTOR SPORT: „Að meðaltali eyðir NISSAN MICRA aðeins 5,4 I á hundraöi. Enginn annar bill nálgast MICRA i bensin- sparnaði." MOTOR: „MICRA er eyðslugrennri en nokkur annar bíll sem Motor hefur reynsluekið og það er þeim mun lofsverðara að MICRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensíneyðsla bilsins mæld á meiri hraða en venja er til." QUICK: „Bensineyðsla er aðeins 4,21 á hundraði á 90 km hraða og 5,91 á hundraði í borgarakstri." BILEN, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn é grein er fjallaði um reynsluakstur á NISSAN MICRA var svona: „Nýtt bensinmet — 19,2 km á lítranum." Það jafngildir 5,2 á hundraði. I greininni segir m.a.: „MICRA er langsparneytnasti bill sem við höfum nokkurn tima reynsluekið. Bersýnilega vita NISSAN framleiðendur hvað bensinsparnaður er þvi sá sem kemst næst NISSAN MICRA er NISSAN SUNNY 1,5 með 17,2 km á litranum." Það jafngildir 5,8 á hundraði. AUTO ZEITUNG: Eftir mikið lof á NISSAN MICRA segir svo: „En einnig hið mikla innrými á lof skilið. MICRA býður ekki bara öku- manni og farþega i framsæti upp á frábært sætarými heldur gildir það sama um þá sem i aftursæti sitja." NISSAN MICRA DX 249.000,- - NISSAN MICRA GL 259.000,- INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.