Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 5
M*or rr atycmm «rrt^an Trmcw • in DV. ÞRIÐJUEAGUR14 FEBRUAR19B4 5 Helgi styrktur —fær 35 þúsund krónur á mánuði í allt að hálft ár frá Tryggingastof nun „Þaö var ákveðið á fundi hjá okkur að veita Helga 35 þúsund krónur á mánuði í styrk í allt að hálft ár,” sagði Björn Önundarson tryggingalæknir í samtali viö DV. Eins og kunnugt er hafa fótleggirnir á íslenska drengnum Helga Oskars- syni veriö lengdir um 18 sentímetra í Kurgan í Síberíu, og er hann nú á för- um til að veröa lengdur um annað eins á lærleggjum. Þetta eru tímafrekar aðgerðir sem taka marga mánuði og því kostnaðarsamar aö sama skapi. Hingað til hefur fjölskylda Helga þurft * aö standa straum að öllum kostnaði en þessi styrkveiting nú léttir mjög undir. Það hefur og verið til að auka útgjöldin að Rússarnir vilja helst að einhver að- standandi viökomandi sjúklinga sé með. Faöir Helga, Oskar Einarsson, dvaldi með honum ytra þegar hann var lengdur, og móðir hans, Ingveldur Höskuldsdóttir, fór svo með honum á síðasta ári þegar hann þurfti að fara í skoðuntilKurgan. — Nú er 16 ára gömul íslensk stúlka einnig á förum til Kurgan í samskonar aðgerð. Fær hún líka þessa fyrir- greiðslu? „Um stúlkuna verður fjallaö á sama hátt og Helga þegar við höfum fengið aUa pappíra um hana,” sagði Björn önundarson. „Við erum í sjöunda himni og þetta léttir mikið undir hjá okkur,” sagði Ingveldur Höskuldsdóttir um styrk- veitinguna. „Orðalagið „aUt að” á við það, hvort Helgi verður þarna úti í sex mánuði. Hins vegar er þetta tímafrek aðgerð og tekur aö minnsta kosti átta mánuði.” -KJÞ Tillaga Bjama Jakobssonar, formanns Iðju: Bamabætur felldar niður hjá hátekjufólki Með því að afnema bamabætur til þeirra foreldra, sem höfðu yfir 422 þúsund krónur í árslaun á síðasta ári, og auka sem því næmi barna- bætur hjá láglaunafólki, væru um 253 mUljónir króna til ráðstöfunar í þessu skyni. „Það sem mest er um vert er aö þetta er hægt aö fram- kvæma nú þegar,” sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iöju, er hann kynnti þessar upplýsingar á ráð- stefnu um fátækt á Islandi sem félagiö Samhygð gekkst fyrir um helgina. Bjami sagði að Kjararannsóknar- nefnd hefði aflað upplýsinga um fjölda bama eftir tekjum foreldra og hjúskaparstöðu og greiddum bama- bótum tU þeirra á árinu 1983. Um var að ræða tæplega 65.500 börn að 16 ára aldri. Tekjur foreldra þessara bama vom metnar samkvæmt skattálagn- ingu 1983, framreiknaðar til verðlags sama árs, miðað við 54% skattvísi- tölu. Þá kom í ljós að foreldrar meö aUt að 421 þúsund krónur í árstekjur vom með helming þessara bama á framfæri eða aUs 31.825 böm. Hinn helmingur barnanna var á framfæri foreldra sem voru með 422 þúsund krónur eöa meira í árstekjur. Samanlagðar greiðslur bamabóta til allra þessara aðUa vom 541 miUj- ón króna. „Ef við gefum okkur aö engar bætur yrðu greiddar tU þeirra sem eru í hærri tekjumörkunum og færðar tU lágtekjufólks þá er um 253 miUjónir að ræða,” sagöi Bjami Jakobsson. „Eg fæ ekki séö að þeir sem hafa um 40—50 þúsund í mánaðarlaun þurfi á barnabótum aö halda. Er það þvi að mínu mati rétt- lætanlegt að um tUfærslur tU þeirra sem minna hafa veröi að ræða.” I athugun nefndarinnar kom einnig fram að um 10% bama aö 16 ára aldri var á framfæri einstæðra for- eldra eða 6.602 böm. Jafnframt kom fram að 98% þessara barna var á framfæri einstæðra foreldra sem voru með árstekjur innan viö 422 þúsund krónur eða þaö tekjumark sem Bjarni Jakobsson miðaði við í ræðu sinni. -ÖEF. Tveir starfsmenn Gúmmívinnslunnar taka nýsólað dekk út úr sólningar- pottinum. DV-myndJBH. GÚMMÍVINNSLAN Á AKUREYRIMED DEKKJASÓLNINGU Gúmmivinnslan hf. á Akureyri hefur byrjað sólningu á hjólbörðum undir vörubUa og stærri véltæki. Þetta er hefðbundin kaldsólning og mun það í fyrsta skipti sem sUk framleiðsla á sér stað utan höfuðborgarsvæðisins. Gúmmívinnslan var stofnuð 6. júlí síðastliðinn. Hún er fyrsta fyrirtækið sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar tek- ur þátt í meö því aö leggja fram hluta- fé. Aörir stórir hluthafar eru Þórarinn Kristjánsson, sem á helminginn og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Möl og sandur hf. og Dreki hf. á Akureyri, Bandag hf. í Reykjavík og JLP ProduktíSvíþjóð. Gúmmívinnslan er tU húsa þar sem áður var fjós og hlaöa á bænum Rang- árvöUum fyrir ofan Akureyri. Tækin sem þar hafa veriö sett upp eru amerísk og keypt notuð frá Svíþjóð. Framleiðslugetan er 1000—1500 dekk á ári. Við sólninguna starfa nú5 manns. Seinna er ætlunin að færa verulega út kvíamar og framleiða bobbinga fyr- ir troU. TUraunir fara nú fram á hag- stæðustu samsetningu efnis í þá á til- raunastofu JLP Produkt í Svíþjóð. A Akyreyrartogurunum hafa verið próf- anir undanfama mánuöi í tengslum við þetta og lofa þær nokkuð góðu. Búist er viö að þessi þróunarvinna taki að minnsta kostiár. Að sögn Þórarins Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Gúmmívinnslunn- ar er hugmyndin aö nýta úrgangshrá- efni í bobbingaframleiðslunni. Fram- leiðsluaðferðin yröi líka mun hagstæð- ari en nú þekkist. Efnið í bobbingunum verður einhvers konar blanda af plasti og gúmmíi. Til framleiðslu bobbinganna hefur verið sótt um styrk til Norræna iðnþróunarsjóðsins, segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar. Skilyrði fyrir f járveitingu úr þeim sjóöi er sam- starf aö minnsta kosti tveggja Norður- landa. JBH/Akureyri Flogið á barinn í Broadway Samstarf er hafiö milli Flugleiða og veitingahússins Broadway. Það er fólgiö í því aö gefa íbúum á landsbyggðinni kost á aö kaupa „pakka” sem innifelur flugfar- gjald fram og til baka, hótelgist- ingu í tvær nætur og aðgöngumiða á kvöldskemmtun í Broadway með tvíréttaðri máltíð. A Broadway eru í gangi söngskemmtanirnar Manstu lagið og Rokkhátíð ’84. -KMU Leiðrétting Með grein Sigurjóns Valdimars- sonar í DV í gær, birtist mynd af sjúkrahúsinu á Isafirði. Myndin sem átti að birtast var af húsi orkubús Vestfjarða en fyrir mistök birtist röng mynd. Er beðist velvirðingar á þessum mistökuni Auglýsingatekjur rásar 2: Vænkast áný — segir f jármálastjóri RUV „Við lækkuðum taxtann á auglýsing- um á rás 2 þann 1. febrúar um 20 pró- sent eða úr níu þúsundum niöur í 7.200 fyrir minútuna og vonum að það hjálpi upp á viðskiptin,” sagði Hörður Vil- hjálmsson, fjármálastjóri Ríkisút- varpsins, aðspurður um hag rásar 2 um þessar mundir. Sagði Hörður Vilhjálmsson að í desembermánuði hefðu fengist þrjár og hálf milljón fyrir auglýsingar á rás 2. Dregið hefði úr auglýsingum í byr j- un janúar en ræst úr aftur er fór aö líða á mánuðinn. Sagði Hörður aö frá ára- mótum hefðu staðið yfir samningavið- ræður milli útvarpsins og Sambands auglýsingastofa, sem nú væru í höfn. Kvað hann slíka samninga væntanlega leiða til aukinna viðskipta. En hingað til hefðu margar auglýsingastofur ver- ið vanbúnar tækjum til auglýsinga- geröar af því tagi sem hér um ræöir. „Rás 2 hefurgert meira en að standa undir rekstrinum þessa tvo mánuði sem hún hefur verið starfrækt,” sagði Hörður. „En við þurfum enn að fá verulegt fjármagn inn upp í þær fjár- festingar sem gerðar hafa verið, sem eru samtals 38 milljónir króna. I dreifi- tæki var fjárfest fyrir 9 milljónir, 18 milljónum var varið í frágang á húsinu og um 10 milljónum var variö í tækja- búnað.” Sagöi Hörður að fyrirhugað væri að setja upp senda næsta sumar fyrir rás 2 sem þá myndi ná inn í alla landsf jórð- unga meö haustinu. „Það ætti að styrkja auglýsingamöguleika okkar verulega,” sagðifjármálastjórinn. HÞ VÖNDUÐ VAKTÞJONUSTA \\W/ VARI S:29399 SÉRÞJÁLFAÐIR ÖRYGGISVERÐIR okkar vakta fyrirtæki, stofnanir, byggingalóðir, (búðahús, geymsluport ofl. allt eftir þörfum yðar. Ör- yggisveröirnir eru I stöðugu talstöðvarsambandi við öryggismiðstöð okkar. SÉRSTÖK VERKEFNI, ss. peningaflutningar, daggæsla I stórversl- unum og önnur eftirlitsstörf vel og örugglega af hendi leyst. Fyllsta trúnaðar gætt. ÖRYGGISMIÐSTÖÐ OKKAR - hin eina á landinu — er búin tölvustýrö- um rafeindabúnaði. Miðstöðin starfar allan sólarhringinn og vaktar á „elektróniskan" hátt stofnanir og fyrirtæki um allt land. Hjálpar- beiðnir næturvarða og heimaliggjandi sjúklinga berast einnig til ör- yggismiöstöövarinnar á örfáum sekúndum. VAKTÞJONUSTA vi6 erum líka ódýrari „ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.