Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 15
dv»íMgur Utflutningur hrossa: Markaður fyrir góð reiðhross Vegna þeirrar umræðu sem að undanfömu hefur átt sér stað um út- flutning á hrossum er ekki úr vegi að huga að nokkrum atriðum, sem ekki hefur verið gaumur gefinn sem skyldi. Og mætti í því sambandi varpa f ram nokkrum spurningum. Ef litið er á hross sem verslunar- vöru á erlendan markað, af hver ju er þá ekki reynt að framleiða þá vöru sem best selst? Og hver er hún? Hvað reiðhross snertir þá sækjast útlendingar, og reyndar íslenskir Sörla frá Sauðárkróki. Þetta eru allt glæsilegir og góðir hestar og hafa skilað mjög góöum árangri með góðum hryssum. Gallinn er sá að menn hafa ætíð tilhneigingu til að leiða alls konar merar undir góða hesta. Og ræktendur er aldrei nógu harðir í niðurskurði á óæskileg- um einstaklingum. Er þaö ekki furðulegt að menn sem stunda hrossarækt til að fá söluhæfa vöru, skuli safna að sér stóði sem þeir vita ekkert hvers virði ANDRÉSGUÐNASON STÓRKAUPMAÐUR A „Af hverju eru smáhross af stærðar- w gráðunni 136—140 cm, sem veltast áfram á einhvers konar skeiðgutli, verðlaunuð sem undaneldisgripir ? ’ ’ sportmenn líka, eftir fallegum tölt- hestum. Og fallegur tölthestur er 145—150 cm hár, vel reistur, rennilegur og með lifandi vilja. Af hverju er reynt með öllum ráðum að útrýma svona hestum úr íslenskri ræktun? Af hverju eru smáhross af stærðargráðunni 136—140 cm, sem veltast áfram á einhvers konar skeiðgutli, verðlaunuð sem undan- eldisgripir? Af hverju eru menn að kvarta yfir því að markaður á reiðhrossum til útlanda fari minnkandi þegar ræktendur íslenskra hrossa hér hafa ekki vit á að framleiða söluhæf hross, en framleiða þess í stað litla og ljóta lullara, sem enginn vill eiga? Það hefur sýnt sig að tiltölulega auðvelt er að framleiða falleg og góð hross. A liðnum árum hafa afkvæmi undan góðum hryssum og Herði frá Kolkuósi svariö sig mjög í ættir aö hæfileikum og glæsileik. Sama má segja um Hrafn frá Holtsmúla og er? Tiltölulega fáar hryssur stóðbænda eru tamdar. Og þaðan af síður er það nokkurt metnaðarmál þessara manna að skepnurnar séu glæsilegar ásýndum. Ef þessi hross lullast áfram á einhverjum gangi öörum en brokki þá halda menn að þar fari hæfileikahross. Er það ekki augljóst mál að það er hagkvæmara fyrir hrossabónda að eiga 10 fallegar kostamiklar hryssur en að eiga 100 hryssur, sem ekkert gefa af sér nema verðlausar bikkjur? 1 sjálfu sér er ekkert athugavert við það að settar séu reglur um að ekki skuli selja hross úr landi undir lágmarksverði. Hitt er miklu verra þegar óvandaðir prangarar eyðileggja markaði með því aö versla með ónothæfa vöru. En það er eins og alltaf hafi legið í landi hér að hrossaverslun lúti ekki sömu lögmálum og önnur viðskipti. Hrossaprangarar grobba gjaman yfir því ef þeim tekst að svíkja gallagrip inn á saklausan kaupanda. Hrossabúskapur ætti ekki að vera lakari búgrein en hver önnur, ef menn haga sér eftir aðstæðum og . fylgjast með því hverju neytendur sækjast eftir, en láta ekki eigin duttlunga ráða gerðum sínum. Og þó að hver ræktandi haldi kannski að hann sé meö besta hrossakyniö er það þegar allt kemur til alls kaupandinn sem hefur síðasta oröið i þeim efnum. Og að halda því fram, eins og sumir gera, að það sé enginn markaður lengur fyrir reiðhross er hreint bull. Það er og verður um ókomin ár markaður fyrir falleg og góð reiðhross bæði hér á landi og er- lendis. Vandinn er að hafa söluhæfa vöru á boðstólum. Bændur mætti sjálfsagt fækka hrossum sínum um 2/3 og myndi samt sá 1/3 sem eftir væri geta gefið meiri arð en nú er ef rétt væri að ræktun og búskapar- háttum staöiö. 15 M CAR RENTAL SERVICE - ® 75 FAST VERÐ - EKKERT KÍLÓMETRAGJALD SÚLUSKATTUR INNIFALINN í VERÐI RBI MITSUBISHI MITSUBISHI COLT CALANT sn&ziT\ - ^ MITSUBISHI CALANT STATION Leitið upplysinga. SMIÐJUVECI 44 D - KÓPAVOCI ■ ICELAND l'l' AÐALSÍMI: 75 400 & 78 660 P%\\ T\\ KVÖLD OC HELGARSIMI: 43 631 & 46 211 J»3WJM F TELEX 2271 IÐN IS ÚTHAFSRÆKJA Þeir útgerðarmenn sem hug hafa á föstum viðskiptum á komandi sumri hafi samband við okkur sem fyrst i sima 95 — 5458 milli kl. 19 og 21. Rækjuvinnslan Dögun hf., Sauðárkróki. VÖRULAGER Óseldur vörulager er vandamál. Við /eysum það og seljum Iagerinn fyrir þig strax. MARKAÐSHÚSIÐ, Sigtúni 3. Upplýsingar i síma 14733. ST. JÖSEFSSPITALI LANDAKOTI Laus staða aöstoðarmanns sjúkraþjálfara. Um er að ræða 1/2 stöðu e.h. Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma 19600 milli kl. 9 og 11 alla virka daga. Reykjavík, 13. febrúar 1984. SKRIFSTOFA HJUKRUNARFORSTJÓRA. HAFNARFJÖRÐUR ATVINNULOÐIR. Hjá Hafnarfjarðarbæ er unnið að undirbúningi að byggingu nýs iönaðar- og þjónustuhverfis við Reykjanesbraut, sunnan Hvaleyrarholts, sem áformað er að verði byggingarhæft í næstu framtíð. Frumtillögur að skipulagi gera ráð fyrir að lóðir í hverfinu henti fyrir fyrirtæki, sem þurfa stórar lóðir, en einnig er gert ráð fyrir minni fyrirtækjum. Ákveðið hefur verið að kanna á undirbúningsstigi áhuga á byggingu húsnæðis og óskir fyrirtækja varöandi skipulag svæðisins. Við frágang skipulags verður reynt sem kostur er að taka tillit til óska fyrirtækja og einstaklinga. Þeir, sem hafa áhuga á lóðum í hverfi þessu, eru beðnir aö koma á framfæri fyrir 30. mars nk. upplýsingum um fyrir- hugaða starfsemi og óskir um lóðastærð á sérstökum eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings að Strandgötu 6. Eldri fyrirspurnir ber að endurnýja. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðingur. Athygli er vakin á því, að hér er ekki um að ræða formlegar lóðarumsóknir, heldur könnun vegna skipulags. BÆJARSTJÖRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.