Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Qupperneq 12
12 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla. áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblaö 28 kr Þrotabú sameinuð ? Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði sjónvarpsáhorfendum ósatt á þriðjudagskvöld, þegar hann neitaði, að viðræður hefðu farið fram um hugsan- lega þátttöku Alþýðuflokksins í ríkisstjóm. Stjómarliðar höfðu farið á fjörurnar við alþýðuflokksmenn. Stjómarflokkamir telja, að ríkisstjómin þurfi að minnsta kosti „andlitslyftingu”. Það kemur fram hjá þeimmörgum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra svaraði spurningu um alþýðuflokksmenn í DV-yfirheyrslu í blað- inu í gær. Hann sagði meðal annars um stjómarþátttöku alþýðuflokksmanna: „Hitt er svo annað mál, að ég er ansi hræddur um, að þessi opinbera umfjöllun um þetta núna sé kannski búin að drepa það í fæðingunni. Ég hef orðið var við, að það eru að byrja þegar deilur í Alþýðu- flokknum um þetta, og ég sé ekki, að það vinnist tími til að bíða eftir þeim. Við þurfum að ákveða, hvað við gerum í efnahagsmálum á næstu dögum. Mín skoðun er sem sagt sú, að það hefði verið æskilegt að fá Alþýðuflokkinn inn í upphafi,” segir Steingrímur, „og er ennþá þeirrar skoðunar, að breiðari grundvöllur sé áhugaverður, en efast um, að það sé unnt nú, úr því semkomið er.” Steingrímur sagði einnig, að bæði Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur hefðu þurft að fóma ráðherrastólum til að fá alþýðuflokksmenn inn í ríkisstjóm. Hver forystumaður stjómarhðsins af öðrum viður- kennir í DV að stokka þurfi upp í ríkisstjóminni. Sumir tala aðeins um, að ríkisstjómin hafi tapað fylgi sam- kvæmt skoðanakönnunum, sem DV hefur birt. Stjómin endurheimti ekki traust án breytinga í ráðherraliðinu. Erfitt er að festa hendur á, hverju þessir menn vilja breyta í innihaldi stjórnarstefnunnar, en allavega vilja þeir breyta útlitinu. Ríkisstjómin er nú sem þrotabú eftir síðustu kjara- samninga og fylgistap. Því til bjargar þarf meira krafta- verk en unnt er að spá. Þegar hugsað er til möguleikans á, að Alþýðuflokkurinn komi inn í núverandi samstarf, svo að úr verði „Stefaníustjóm”, skyldu menn athuga, að Alþýðuflokkurinn er líka þrotabú. Alþýðuflokkurinn hefur tapað tveimur af hverjum þremur atkvæðum sínum frá 1978. Hann hefur tapað öðru hverju atkvæði síðan í kosningunum fyrir hálfu öðru ári. Menn hefðu mátt ætla að undanförnu, að Alþýðu- flokkurinn nyti góðs af minnkandi fylgi stjómarflokk- anna. Hann hefði eins og oft áður getað fengið til sín óánægða kjósendur Sjálfstæðisflokksins. En forysta Alþýðuflokksins vildi ekki við því taka. Þess í stað snerist hún gegn almenningi í útvarpsmálunum og spyrti sig við alþýðubandalagsmenn í BSRB-deilunni. Því er borin von, að sameining þrotabús ríkisstjómar- innar og þrotabús Alþýðuflokksins leiði þjóðina út úr ógöngunum. Æ fleiri stjómarherrar segja nú, að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfi að koma inn í ríkis- stjómina. Allar þessar hugmyndir um svokallaða „andlitslyft- ingu” ríkisstjómarinnar duga skammt. Stjómarliðar segjast sjálfir hafa nokkra daga til stefnu. Það er innihald stjómarstefnunnar, sem skiptir þjóðina máli, ekki bara nöfn þeirra, sem í henni sitja. Haukur Helgason. DV. FIMMTUDAGUR 8. NÖVEMBER1984. HVERS KONAR STÉTTARFÉLÖGÁ VINNUSTÖÐUM? 1 hita leiksins, þegar vinnustööv- anir stóöu sem hæst í októbermón- uöi, komu aö venju til umræöu hug- myndir um aöferðir til aö fyrir- byggja eöa forðast vericföll og verk- bönn. Meðal annars var bryddaö upp á þeirri hugmynd aö gera vinnustaö- inn aö skipulagseiningu í verkalýðs- hreyfingunni og rætt um svonefnd starfsgreinafélög. — Hvaö felst f hugmyndum um starfsgreinafélög? Þeirri spumingu ætla ég aö leitast við aö svara hér og nú. Aö mínu mati fyrirfinnast nokkrar leiðir í þessum efnum, misgóöar eftir því frá hvaöa sjónarhomi þær eru skoöaðar. Eg legg í þessari grein höfuöáherslu á aö skoða þessar leiðir frá sjónarhorni starfsmanna í fyrir- tækjum, þaö er aö segja frá sjónar- horni launafólks. Fyrst vil ég útskýra í stuttu máli þessi orö mín um sjónarhom launa- fólks: I viðskiptum standa kaupend- ur og seljendur hver andspænis öðrum, þeir hafa gagnstæðra hags- muna aö gæta. Ef ég er að kaupa ein- hverja vöru, segjum bíl eöa íbúð, þá vil ég auðvitað borga sem minnst. Á hinn bóginn vill seljandinn fá sem mest fyrir eign sina. 1 kjölfar samn- ingaviöræöna, þar sem hvor aöili um sig fylgir fast eftir sínum hags- munum, koma kaupandi og seljandi sér saman um verö sem báöir geta sætt sig viö. Eg kýs að túlka eftir bestu vitund sjónarmiö launafólks, það er aö segja sjónarmið þeirra sem selja vinnusína. Þrjár leiðir Til að einfalda málið tek ég sem dæmi útgófufyrirtæki dagblaðs og gerí ráð fyrir að á þeim vinnustaö Kjallarinn JÓNÁSGEIR SIGURÐSSON BLAÐAMAÐUR breytast utan þaö að í staö þriggja kjarasamninga, sem útgefendur þyrftu að gera, kæmi einn kjara- samningur. Hagræðingin felst fyrst og fremst í því aö atvinnurekandinn hefur aöeins einn viðsemjanda sem er fulltrúi fyrir alla starfsmenn (það er aö segja samninganefnd sem trún- aöarmenn og formenn viökomandi stéttarfélaga mynda). Utgefandinn þarf þá samkvæmt okkar dæmi ekki aö glima við þrjó viðsemjendur og gera þrjá samninga heldur aðeins einn. En stéttarfélögin þrjú heföu ó hinn bóginn hvert fyrir sig við fjóra viö- semjendur að etja (NT, MBL., ÞJV. og DV) og stæðu aö öðru leyti í sömu sporum og áður. Ef þessi háttur væri haföur á h jó öllum dagblöðum mundi Blaöamannafélag Islands gera fjóra Bandalatj jafnaðarmanna F jöldi kjara- samninga v/ið sama útgef ancb F jöldi almennra stéttar- f élacja null Félög sem starf smenn tilheyra Félagslegra réttinda gætt hjá starfa- manna- félaginu ASI-nýskipan öllu starfsyrei f élaginu '»ISAL-samningar» hjá datjblaði þrju þrjú stettar- félögunum Núv/erandi ástand þrí r þr ju þrju stéttar- félögunum áŒk „Ákjósanlegust frá sjónarmiði launafólks W hlýtur sú leið að vera sem Alþýðusam- band íslands hefur oftsinnis ályktað um.” vinni fólk sem núna er í einhverju af þremur stéttarfélögum: Félagi bókageröarmanna, Blaðamanna- félagi Islands og Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur. Utgefendur hafa viðurkennt þessi þrjú félög sem við- semjendur og gera viö þau þrjá kjarasamninga. Enginn fær vinnu hjó þessum fyrirtækjum nema hann sé (eða gerist) félagsmaöur í einu af félögunum. Stéttarfélögin tryggja hverjum og einum félagsmanni líf- eyrissjóðsrétt og önnur félagsleg réttindi. Þannig óstand ríkir á flest- um vinnustööum í dag. Að undanfömu hafa þrjór leiðir komið til tals. I fyrsta lagi benda menn á iSAL-samkomulagið, í öðru lagi á nýskipan sem þráfalt hefur verið rædd innan ASI og i þriöja lagi hefur Bandalag jafnaðarmanna lagt fram á Alþingi frumvarp um breyt- ingu á vinnulöggjöfinni. Væri ISAL-aðferðin viöhöfö hjó áöurnefndu dagblaöi mundi ekkert kjarasamninga i staö eins áöur, svo dæmisétekiö. Nýskipan eftir hugmynd- um ASÍ Annar möguleiki væri nýskipan í samræmi við ályktanir ASl-þinga. Litiö væri á blaöaútgáfu sem eina starfsgrein og allir starfsmenn hjó blaðaútgáfufyrirtækjum væru i einu og sama stéttarfélagi. Það má hugsa sér aö allir starfsmenn mundu ganga í Blaðamannafélag Isiands (sem yröi félag fjölmiölastarfsmanna) og eftir það væri enginn þeirra í Félagi bókageröarmanna eða Verslunar- mannafélaginu. Stéttarfélögunum mundl fækka úr þremur i eitt hjá áöurnefndu dagblaöi. Við svo búið þyrfti atvinnurekand- inn aöeins aö semja við einn aöila og það væri gerður einn kjarasamning- ur. I samningamálunum væru skýr- ari og einfaldari línur. Starfsmenn á hverjum vinnustaö væru í sama félagi og mætti búast viö auknum launajöfnuöi þar eö allir ættu aðild aö sama kjarasamningi. Stéttar- félagiö stæöi mun betur að vigi og á hinn bóginn þyrfti fyrirtækið ekki aö óttast vinnustöövanir úr þrem áttum heldur aöeins einni. Þriðji kosturinn væri lagabreyting í samræmi við frumvarp Bandalags jafnaöarmanna. Samkvæmt þvi mundu starfsmenn hjá áðurnefndu dagblaöi stofna með sér vinnustaðar- félag „sem hafi meö samninga aö gera og taki i einu og öllu viö réttind- um og skyldum stéttarfélaga”, svo notaö sé orðalagið í frumvarpinu. Þar með væri geröur einn kjara- samningur hjá þessu dagblaöi og all- ir starfsmenn væru í sama félagi. Hins vegar legöist Blaðamannafélag Islands niöur ef starfsmenn allra dagblaöa myndu stofna félög af þessu tagi. Sömu örlög mundu blasa við Félagi bókagerðarmanna ef þessi þróun næði til prentiönaðar- fyrirtækja almennt. Verslunar- mannafélagið mundi lifa lengst, ein- faldlega vegna stærðar og víðfeðmis. öll réttindi sem fylgja núgildandi kjarasamningum stéttarfélaga og þaö atvinnuöryggi sem fylgir því að féiagar í tilteknu stéttarfélagi hafa forgang um atvinnu mundu hverfa sem dögg fyrir sólu. Og það er vart hægt aö gera sér í hugarlund hvaöa afleiöingar þessi sundrung stéttar- félaganna heföi fyrir samstööu, metnað og vinnubrögð í faginu. Ákjósanlegasta leiðin Langverst er leið sú sem felst í frumvarpi Bandalags jafnaðar- manna. Hún gerir einfaldlega róð fyrir þvi að verkalýöshreyfingin splundrist í þúsund vinnustaðafélög og að núverandi stéttarfélög leggist niður. Þessi leiö hentar best frá sjón- armlði atvinnurekenda: hún lamar samningamátt félaga launafólks og ýtlr stórkostlega undir öryggisleysi einstakra starfsmanna. Þaö er mun auðveldara aö fást við mótherja sem er klofinn i smáa hópa — „deildu og drottnaðu” sögöu hershöfðingjar fyrritíma. Ef ISAL-Ieiðin yrði útbreidd og ai- menn regla i skipulagsmálum verka- lýöshreyfingarinnar heföu einstök stéttarfélög mun meira fyrir samn- ingagerö og þau mundu uppskera verri kjör fyrir bragðið. A hinn bóg- inn er rétt að geta þess að hjá þessu stóra fyrirtæki sem gerir samninga viö 10 stéttarfélög hefur sameigin- legur samningur allra félaganna vissulega stuðlaö að auknum launa- jöfnuði. Þó má einnig nefna að þessi leið felur almennt séð í sér þá hættu fyrir atvinnurekandann að lenda eftir sem áður í fleiri en einni vinnu- deilu, þar eð stéttarfélögin starfa áfram sjálfstætt og róða sjálf sínum málum, þar á meöal ákvörðunum um verkföll. Akjósanlegust fró sjónarmiði launafólks hlýtur sú leið að vera sem Alþýöusamband Islands hefur oft- sinnis ályktaö um. Allir starfsmenn á sama vinnustaö væru í sama félagi, launajöfnuður ykist og öryggi gagnvart vinnustöövunum væri meira. Atvinnurekendur þyrftu ekki að eiga í viðræðum við þrjó mismun- andi aöila heldur aðeins einn og ættu þess vegna mun betri möguleika á að komast hjá vinnustöðvunum. Með sömu formerkjum yrði stéttarfélagið öflugra og frá sjónarmiöi starfs- manna áöurnefnds dagblaös, sem væru allir i sama félaginu, fengist með þessum hætti mun betri trygg- ing fyrir bættum kjörum. Jón Asgeir Sigurðsson blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.