Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 40
FR ETTASKOTIÐ (68). (78) • (58) SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Alþýðuflokkurinn: „SPYRJIÐ EFTIR HELGT’ — segir Jón Baldvin um framboð móti Kjartani ,,Ég hef sagt aö ég gefi kost á mér og hef ekki meira viö það að bæta,” sagöi Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, í morgun. Flokksþing Alþýðuflokksins verður 16.—18. nóv- ember og spumingar hafa vaknað um hugsanleg átök um formennskuna. Raddir eru innan flokksins um að Kjartan eigi að draga sig til baka, meöal annars vegna fylgishruns Al- þýðuflokksins. Ekki kvaðst formaður- inn hafa heyrt þær raddir sem kreföust þess aö hann drægi sig í hlé. „Næsta helgi er ekki runnin upp, það er rétt að spyrja eftir helgi,” svar- aði Jón Baldvin Hannibalsson þing- maður en hann hefur verið nefndur sem einn kandidata i formannsemb- ættiö á flokksþinginu. „Eg hef sem sagt enga slíka ákvörðun tekið og það taka hana ekki aðrir fyrir mig. En það er rétt að voöalega margt fólk er að ' tala viðmig.” Fleiri flokksmenn hafa veriö nefnd- ir í embætti formanns; þau Jóhanna Sigurðardóttir, Arni Gunnarsson og Sighvatur Björgvinsson. Sagt er að Gylfi Þ. Gíslason hafi hafnað málaleit- an um að gefa kost á sér aftur í þetta fory stuhlutverk kratanna. Margir telja Jóhönnu Sigurðardótt- ur besta kostinn. Bæði væri sterkt fyrir Alþýöuflokkinn aö kjósa konu i for- mannsembættið, fyrstan flokka hér á landi, ,,og hún gæti verið samingingar- tákn, hún á enga óvini innan flokks- ins,” eins og einn flokksbróöir hennar sagði. —ÞG Sálitlifannst áRauðavatni V/SA Um veröld alla. LOKI Hór eftir hlýtur verkalýOs- höllin á Akureyri aö kall- ast Kaffihúsiðl NYTT FLUGFELAGI MILULANDAFLUG? Ymislegt bendir til að nýtt flug- félag sé í burðarliönum. Fyrir tveim vikum fengu þeir Einar Frederiksen og Amgrímur Jóhannsson, eigendur flugskólans Flugtaks, flugrekstrar- leyfi og í umsókn þeirra er þess getið aö fyrirhuguð flugstarfsemi muni m.a. felast i óreglubundnu flugi (leiguflugi) með stórum flugvélum. Má af þvi ráða að Einar Frederiksen og Amgrímur Jóhannsson hyggi á tveir einstaklingar fá f ramlengingu á f lugrekstrarleyf i sem Loftf erðaeftirlitið vissi ekki að væri til kaup eöa leigu á þotu sem henti fyrir millilandaflug en samkvæmt óstaðfestum fregnum hefur þegar verið gengið frá þeim málum. Athygli vekur að þegar Einar og Amgrímur sóttu um framlengingu á flugrekstrarleyfi sínu í maí síðast- liðnum, flugrekstrarleyfi er upphaf- lega var gefið út af Steingrími Her- mannssyni, þáverandi sam- gönguráðherra, kom á daginn að Loftferðaeftirlitið hafði ekki hug- mynd um tilvist þessa leyfis. I bréfa- skriftum Flugráðs og sam- gönguráðuneytisins er þess einnig getið að umrætt fiugrekstrarleyfi sé það eina sem veitt hafi verið hér á landi án umsagnar Flugráös. „Eg tjái mig ekkert um þetta mál að svo stöddu,” sagði Einar Frederiksen í samtali við DV. „Eg hef annað að gera en elta ólar við slúður úti í bæ.” Hið endumýjaða flugrekstrarleyfi Einars og Amgríms gildir fram til áramóta en þá renna öll flugrekstr- arleyfihérlendisút. -EIR. Einn sex ára poili fór af stað til að kanna heiminn fyrir utan Arbæjar- hverfið í Reykjavík seinni hluta dags í gær. Hann fannst skömmu síðar en þá var hafin leit að honum. Hafði hann ráfað út á Rauðavatn og slapp á ein- hvern óskiljanlegan hátt við að fara niður í gegnum vök á vatninu en myrk- urvarþegarsálitlilagðiaf stað. -klp- FJÖLDA- FLÓTTI ÚR FÍKNIEFNA- DEILD? — vegna ráðningar lögreglufulltrúa Frostið undanfarið hafur orðið skautafólki til nokkurrar ánægju þar sam fsinn A Tjöminni i Reykjavfk ar nú orðinn mannheldur. Er þar mannmargt á hverjum degi. DV-mynd GVA. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV er allt útlit fyrir að starfsemi fíkniefnalögreglunnar lamist að meira eða minna leyti upp úr áramótum þegar nýr lögreglufulltrúi tekur þar til starfa. Lögreglustjóri hyggst ráða varö- stjóra úr hinni almennu deild lögregl- unnar í starf fuiltrúa í fíkniefnadeild, mann sem aldrei hefur stigið fæti inn fyrir dyr fikniefnadeildarinnar, og ganga þar með fram hjá fjölda reyndra rannsóknarmanna. Sömu heimildir herma að langflestir starfsmanna deildarinnar hugleiði nú í alvöru að fá sig flutta i aörar deildir þar sem þeim þykir lögreglustjóri hafa gengið freklega fram hjá þeim við stöðuveitingu þessa þó enn hafi ekki verið formlega frá henni gengiö. -EIR. VerkalýðshöHin á Akureyrivel búintil kaffidrykkju: Sjöföld kaffiaðstaða v 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i 4 4 4 4 I 0 i i i i i i i á einni og sömu hæð A þriðju hæð Verkalýðshallarinnar á Akureyri verða sjö lítil afdrep til að hella upp á kaffi. Auk þess verða kaffihorn á fleiri hæðum og fullkomið eldhús á efstu hæðinni. Verkalýðs- félögin á Akureyri standa sameigin- lega að byggingu hússins og var til- gangurinn með þvi einkum sá aö ná meiri hagkvæmni í rekstri meö sam- nýtingu. Þykir því sumum að hefði mátt spara með-því aö sameinast i kaffidrykkjunnv '■ „Það er ekki rétt með farið að þetta séu eldhús,” sagði Sævar Frímanns- son, varaformaður Einingar. „Hins- vegar hafa félögin óskað eftir að hafa kafiiaðstöðu. Menn töldu eðlilegt að geta hellt upp á kafii i sinu húsnæði og boðíð þeim sem þar væru hverju sinni. Fundir eru t.d. á ólíkum tímum hjá félögunum.” A þessari hæð veröa sex félög og hvert með sína kafiiaðstööu. Auk þess sagði Sævar að það yrði sameiginleg og stærrí kaffiaöstaða fyrir starfsfólk félaganna. Haraldur Arnason, tæknifræðingur hjá Teiknistofunni sf., sem hannaði Verkalýðshöllina, sagði að þessi kaffi- aðstaða væri mjög lítU, um háifur annar metri á lengd og aðailega skápar til að geyma óhöld. Þar væri vaskur en ekki einu sinni eldavél. Verkalýðshöllin þaut upp meö miklum hraða i fyrravetur og sumar. Sævar Frímannsson sagði að stefnt væri að þvi að lj úka húsinu í vor. -JBH/Akureyri. I i i i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.