Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Síða 19
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. 19 óttir íþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir „Ekki óánægður með okkar leik” — og Essen vann, 22:17. Alfreð skoraði 8 mörk og Essen er í efsta sæti Bundesligunnar „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldlð. Kiel er með mjög gott lið,” sagði Alfreð Gislason í samtall við DV í gærkvöldl en þá voru Alfreð og félagar hans nýbúnlr að sigra lið Jóhanns Inga, Kiel, i Bundesllgunni þýsku i handknattleik. Lokatölur urðu 22—17 eftir að Essen hafði haft yfir i Ieikhléi, 9—8. Alfreð fór hamförum i leiknum og lékmjög vel. „Eg er mjög ánægður meö minn leik. Mér tókst að skora átta mörk og við erum nú efstir í Bundesligunni með 10 stig eftir sex leiki. Kiel er í öðru sæti með 8 stig eftir 5 leiki,” sagði Alfreð. Alfreð sagði ennfremur aö hver leikur væri mjög erfiður. „Allir spá okkur sigri i deildinni og það ætla alíir að vinna okkur. Við leikum undir miklu álagi en ég er mjög bjartsýnn á að okkur takist að verða meðal efstu liða þegar upp verður staðiö,” sagði Alfreð. Og hann bætti því við aö lið Kiel væri mjög sterkt um þessar mundir og greinilegt væri að Jóhann Ingi væri að gera góða hluti hjá Kiel. -SK. — sagði Páll, þjálfari Þróttar, eftir leikinn gegn FH sem FH vann, 25:23 • Hans Guðmundsson skoraði 8 mörk fyrir fæðlngu. FH gegn Þrótti og hér er eitt í DV-mynd Brynjar Gauti. Alfreð fór hamförum gegn Kiel • Sævar Sigurösson. Sævar er látinn Sævar Sigurðsson — FIFA- dómari í knattspyrnu úr Fylki — er látinn. Sævar var einn okkar kunnasti dómari og jafn- framt einn sá vinsælasti hjá knattspymumönnum fyrir hvað hann hafði skemmtilega framkomu. Þaö er mikill sjónarsviptir að Sævari — þar fór góður drengur. Utför hans verður gerð frá Fossvogs- kapellu á morgun — föstudaginn 9. nóvember — kl. 13.30. „Þetta var ekki svo slæmt hjá okkur þegar á heildina er litið. Ég er ekki óánægður með leik okkar,” sagði Páll Ólafsson, leik- maður og þjálfari Þróttar, eftir að Þróttur hafði tapað naumlega fyrir íslands- meisturum FH, 23—25. Staðan í leikhléi var 14—10, FHívil. Þaö kom á óvart að FH-ingum skyldi ekki takast að hrista Þróttarana af sér. Þvert á móti voru það Þróttarar sem léku vel á köflum og litlu munaði í lokin að Þrótturum tækist að jafna metin en það tókst sem sagt ekki og FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að þeir hafi ekki leikið eins og Islandsmeisturum sæmir. Leik- menn liðsins voru kærulausir og van- mátu Þróttarana greinilega. Þeir Þróttur- FH • Mörk Þróttar: Sverrir Sverrisson 7 (3v.), Sigurjón Gylfason 5, Birgir Sig- urðsson 4, Konráð Jónsson 3 Páll Olafs- son 3 og Lárus Lárusson 1 mark. • Mörk FH: Hans Guðmundsson 8, Kristján Arason 6 (3v.), Jón Erling Ragnarsson 4, Þorgils Ottar 3, Guðjón Amason 4 mörk. jróttir fþróttir fþróttir verða að geta meira í næstu leikjum ef þeir ætla að halda titlinum í Hafnar- firði að loknu þessu Islandsmóti. Ekki er hægt að segja annað en að lið Þróttar hafi komið á óvart. Ef leik- menn liðsins hefðu ekki misnotaö þrjú vitaköst (Sverrir Kristinsson varði þau öll) er ekki hægt að segja til um hvemig leiknum heföi lyktað. I liðinu era margir ungir leikmenn. Þar má nefna Birgi Sigurðsson og Sigurjón Gylfason ásamt Sverri Sverrissyni sem áður lék með Gróttu. Allir þessir leikmenn komust vel frá leiknum. Leikinn dæmdu þeir Þóröur Sigurðsson og Þorsteinn Oiafsson og vom þokkalegir. • Maður leikslns: Hans Guðmunds- son. • I blaðinu í gær féll niður hverjir væm menn leiksins. Maður leiksins i leik Breiðabliks og Þórs var Sigmar Þröstur Oskarsson, Þór, og maður leiksins í Stjarnan—KR var Sigurjón Guðmundsson, Stjömunni. -SK. • Alfreð Gíslason var i miklum ham i gærkvöldi og skoraði átta mörk gegn Kiel, liði Jóhanns Inga Gunnarssonar. Glæsilegt f ramlag SIS til skíðamanna I Skiðasamband tslands fékk i gær glæsllegan styrk frá SÍS að upphæð 500 þús. krónur. Samband is- lenskra samvinnufélaga hefur undanfarin ár veitt íþróttasam- böndum veglega styrki til upp- byggingar íþróttum á tslandi. StS hóf að velta styrkinn 1980 og hafa Körfuknattlelkssambandið, Hand- knattleikssambandið og Frjáis- fþróttasambandlð notið góðs af. Það var Erlendur Einarsson, for- stjóri StS, sem afhenti Hreggviði Jónssyni, formanni skiðasam- bandsins, hinn glæsilega styrk. -SOS M.B. húfurnar loksins komnar aftur KULDAHUFUR Mikið úrval Allir nýjustu tískulitirnir PÓSTSENDUM Einnig mikið úrval af filthöttum og álpahúfum, HATTABÚÐIN, FRAKKASTÍG 13. SlMI 29560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.