Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Síða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Opinbert uppboð á eignlnni Smiðjuvegi 16, suðurhluta neðri hæðar, þingl. eign Ingvars Herbertssonar og Karls Karlssonar, fer fram til slita á sameign að kröfu Olafs Thoroddsen hdl., f.h. Karls Karlssonar, á eigninni sjálfri föstudaginn 9. nóvember 1984 kl. 10.30. Bæjarf ógetinn í Kópavogi. Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðanlegan ungling til sendiferða, eftir hádegi, í vetur. Möguleikar á fullu starfi í skólaleyfum og næsta sumar. Nánari upplýsingar veittar í afgreiðslu ráðuneytisins. Utanrikisráðuneytið, Hverfisgötu 115,5. hæð. Tilkynning til dísil-bifreiðaeigenda Þeir dísil-bifreiöaeigendur sem ekki létu lesa af ökumæli bif- reiða sinna fyrir 4. október sl. vegna innheimtu þungaskatts fyrir 2. ársþriðjung 1984 er hér með gefinn frestur til að láta lesa af ökumælunum fyrir 9. nóvember næstkomandi. Fjármálaráðuneytið. BÆNDABKDLINN HOLUM I HJALTADAL Hjá hrossakynbótabúinu eru eftirtalin hross til sölu: 1. Dís 5662, rauðblesótt, f. 1978. F. Þáttur 722. M. Djörfung 3225. Il verðl. Aðaleink. 7,78. 2. Lýsa 5671, leirljós, f. 1979. F. Hörður 591. M. Vissa, Kolkuósi. I. verðl. Aðaleink. 8,02. 3. Syrpa 5667, brún f. 1979. F. Sómi 670. M. Sögn 4366. II verðl. Aðaleink. 7,60. 4. Glanni, Ijósrauður, f. 1976, geldingur. F. Rauður 518. M. Gröm. 5. Galsi, sótrauður, f. 1978, geldingur. F. Þáttur 722. M. Gröm. Upplýsingar veita Grétar Geirsson og Ingimar Ingi- marsson, Hólum. Sími um Sauðárkrók. 7^fTif/lRfirLfF^ ÁLFHÓLSVEGI 55, 200 KÓPAVOGI. SÍMI 40911. BÍLALAKKBLÖNDU.N RADÍUS SF. ER HEILDSALA SEM FLYTUR INN BÍLALÖKK OG ÖLL EFNI SEM TIL ÞARF TIL BÍLAMÁLUNAR. RADÍUS SF. hefur umboð fyrir hin þekktu og vönduðu merki VALENTINE og NASON. Auk þess verða vörur til sölu frá SIKKENS. RADÍUS SF. hefur á að skipa sérhæfðu starfsliði sem býður þér einstæða þjónustu: ÞÚ HRINGIR - við sendum þér efnið milli kl. 17 og 18 sama dag gegn vægu gjaldi. Við sendum einnig samdægurs út á land. Okkar umboðsvörur eru á heildsölu- verði. Sparaðu sporin — sparaðu krónurnar og reyndu þessi nýju viðskipti. Y^LENTINE b íl a I ö k k nason B I L A L Ö K K Geymið auglýsinguna. sikkens íbúar Reyðarf jarðar: Óhressir með að vera löggulausir Helgi Seljan lagöi fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um löggæslu á Reyðarfirði. Þar spuröi hann hvað valdiö hafi þeirri breytingu á löggæslu á Reyðarfirði sem á er orðin og hver hafi tekiiö ákvörðun um þá breytingu. Þama er um að ræða mikiö hags- munamál að áliti íbúa Reyðarfjarðar. Lögregluþjónn hefur starfað þar í bæn- um undanfarin 20 ár en í vor var emb- ættið sameinað embættinu á Eskifiröi. Telja þeir sig eftir það vera lög- gæslulausa og er mikil óánægja meðal íbúanna, sem eru um 730 talsins, með þessa þróun mála. Hefur undirskrifta- listi gengið um meöal þeirra þar sem þessu fyrirkomulagi er mótmaslt og hafa allir skrifað undir hann. I svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi kom m.a. fram aö þetta hefur veriö gert í sparnaðarskyni að tilhlut- an nefndar sem skipuð var til aö kanna möguleika á aukinni hagræöingu hjá löggæslunni í landinu. Sagði ráðherra aö fullt tillit hefði veriö tekiö til óska Reyðarfjarðar- hrepps um aö aðstöðu yröi komið upp fyrir lögreglu á Reyöarfirði. Hefði í því skyni verið tekið skrifstofuherbergi á leigu á Reyöarfirði frá 1. október sl. Hann sagði að ráðuneytið teldi sig skorta vald til að skylda lögreglumenn til að búa á ákveðnum stöðum. Búi t.d. margir lögreglumenn, sem starfi á Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík o.s.frv. Einnig benti hann á að lög- gæsla á fleiri stöðum á landinu hefði verið sameinuð á síðustu árum, eins og t.d. Hellissandur/Olafsvík og Sand- gerði/Keflavík. -klp- Nú er engiu lögregla með aðsetur á Reyðarfirði. Samtals 41 mál lagt f ram á kirkjuþingi: Kirkjan grípi inn í dagvistunarvandann öll þau mál sem lágu fyrir kirkjuþingi hafa nú verið lögð fram þar. Eru þau 41 talsins. Af framkomnum málum má nefna tillögu sr. Jóns Bjarman varðandi dag- vistunarvanda barna sem skapast af vinnuólagi foreldra við tekjuöflun. Mælir sr. Jón fyrir tillögu um að þjóðkirkjan og söfnuðirnir kanni hvernig þeir megi koma þarna á alla lund til aðstoðar. Sr. Þorbergur Kristjánsson hefur lagt fram tillögu um breytingu á skattalögum. Vekur hann áhygli á að vinni annað hjóna ekki utan heimilis, sem oft er vegna umhirðu bama, aldraðra eða vanheilla, þá hefur það óhagstæöari skatt. Samkvæmt upplýsingum ríkisskattstjóra er vinna heimavinnandi maka einskis metin og núgildandi skattalög ganga því á hlut viökomandi heimila. Bendir sr. Þorbergur á að mörg heimila standi nú höllum fæti og þvi beri að benda á breytingar til betri vegar. Sr. Hreinn Hjartarson vakti at- hygli á að íbúðahverfi með tugum þúsunda íbúa væru nú án kirkjuhúss áratugum saman. Þannig gæti heil kynslóð vaxið upp án þess að kynnast kirkjulegu starfi þar sem kirkja væri engin. Mælir sr. Hreinn fyrir tillögu um að frá slíku verði forðað í fram- tíðinni og bendir í því sambandi á stór- hverfi sem er að byggjast upp við Grafarvog í Reykjavik. Af öðrum framkomnum málum má nefna tillögur um útgáfu Arbóka kirkjunnar, ráðningu fjármálastjóra kirkjunnar, aukna áherslu á fermingu og fermingarfræðslu innan kirkjunnar og að efnt verði til leikmannastefnu. Það er sr. Halldór Gunnarsson sem flytur ofangreindar tillögur. Mælir hann með að fulltrúar úr prófasts- dæmunum fjalli á leikmannastefnun- um um mál leikmanna innan kirkjunn- ar. Alkirkjuráðið hefur áratugum saman unnið að einingarmálum innan kirkjunnar. Komin er út skýrsla á vegum þess sem heitir: Skírn, máltíð Drottins og þjónusta. Þessi skýrsla er í kynningu um allan heim og leitað umsagnar um hana. Hér er hún komin út í þýðingu dr. Einars Sigurbjöms- sonar og hefur verið lögð fram á kirkjuþingi. Loks má nefna mál um skráningu fólks í ýmsa söfnuði. Sem kunnugt er fylgja böm foreldrum viö slika skráningu, oft óvitandi um í hvaöa söfnuö þau era skráð. Lögð hefur verið fram tillaga um aö gerð verði könnun á skráningu fólks í söfnuði. -JSS. Frumvarp BJ um stéttarfélögin: „Niðurlag ævintýrisins vantar” „Þetta frumvarp til laga er nú lagt fram á Alþingi í fimmta sinn. Þaö hefur komiö af stað umræðu og vakið fólk af þyrnirósarsvefni. En enginn hefur hirt um að skrifa niðurlag þess ævintýris,” sagði Kristófer Már Kristinsson, þingmaöur fyrir Banda- lag jafnaðarmanna, á fundi í neðri deild. Lagöi hann fram breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem em frá árinu 1938. Meginbreytingin er í raun í einni lagagrein þar sem laun- þegum á sama vinnustað er heimilaö að stofna félag sem hafi með samninga og skyldur stéttarfélaga að gera. Taldi Kristófer Már ástæðuna fyrir því að Alþingi hefði ekki afgreitt þetta mál að verkalýðsfélög og vinnuveit- endur hafi verið því andvíg. Þessu andmælti Karvel Pálmason þingmaður, Alþýðuflokki, og taldi frummælanda tala af vanþekkingu um málefnið og m.a. kjarabaráttu verka- lýösfélaganna. Taldi hann ólíklegt að Kristófer Már þekkti af eigin raun innri starf semi þeirra. „Þetta er merkilegt mál sem nauösynlegt er að taka afstöðu til,” sagði Halldór Blöndal þingmaður, Sjálfstæðisflokki, „vonandi verður hægt að taka afstöðu til þess á því þingi sem nú situr,” sagði Halldór ennfrem- ur. .Frumvarp þetta er að miklu leyti í samræmi við raunveruleikann,” sagði Ellert B. Schram þingmaður, Sjálf- stæðisflokki, „það lagast að þeim raunveruleika sem er í þjóðfélaginu,” sagði hann jafnframt í ræðu sinni og taldi að með þessari breytingu yrðu launþegar í nánari snertingu við atvinnurekendur og starfsfólk á sama vinnustað gæti staðið betur saman á vinnustað. Guðmundur Einarsson, Bandaiagi jafnaöarmanna, annar flutnings- maður frumvarpsins, taldi að með þessari breytingu væri verið aö færa ákvarðanatökur nær fólkinu sjólfu „til þeirra sem næst verkefnunum standa”. Svavar Gestsson, Alþýöu- bandalagi, andmælti frumvarpinu. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.