Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Side 16
16 DV. FIMMTUDAGUR8. NOVEMBER1984. Spurningin Ferðu mikið í leikhús? Sigurður Þórarlnsson sendlbilstjóri: Ég geri frekar lítið af þvi vegna þess aö efnahagurinn leyfir þaö einfaldlega ekki. Þó fer ég ef eitthvað vinsælt er sýnt. Auðun Auðunsson skipstjóri: Nei, þvi hef ég ekki efni á. Þaö er líka mjög erfitt oft á tiðum að átta sig á leikdóm- um um sýningar þannig að ef maður fer kannski þá getur maður lent á sýningu sem ekki höfðar til manns. Anna Breiðfjörð nemi: Nei, ekki hef ég nú fariö mikið i leikhús. Það er þó ekki að áhugann vanti heldur frekar vegna tímaleysis. Eg er ákveðin í að sjá nokkur verk í vetur, þ. á m. Islands- klukkuna. Olafur tvarsson bóndi: Nei, ég kemst ekki í leikhús, aliavega ekki hér i Reykjavík vegna þess að ég bý í Húna- vatnssýslu. Þar eru 1—2 sýningar á ári og ég reyni að sjá þær. Rebekka Sigurðardóttlr nemi: Nei, ég á ekki kost á þvi vegna þess aö ég bý á Akranesi. Ég reyni þó að sjá sýningar leikflokksins þar og sá hjá þeim nú síðast Góða dátann Sveik og hafði gamanaf. Friðgerður Þórðardóttir, starfsstúlka á Esju: Það er fyrst og fremst fram- kvæmdaleysi sem veldur því að ég fer lítið í leikhús. Þó er ég ákveðin í að sjá Gæja og píur og Skugga-Svein. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Takk, Brunabót: Bréfiðá undanheim Þakklátur getur ekki þagað: Um daginn (rétt eftir verkfall) þurfti ég aö fá vottorð um brunabótamat á fasteign frá Brunabótafélagi Islands. Ég hringdi á skrifstofuna í Reykjavík og bað stúlku þar (Sigrún heitir hún) um aö senda vottorðið heim til mín í Garðabæinn við fyrstu hentugleika. Segir nú ekki af máiinu fyrr en um einni klukkustund síðar þegar ég kem heim úr vinnunni. Lággur þá ekki vott- orðiö á eldhúsborðinu eins og ekkert sé sjálfsagöara. Varð sem sagt á undan mér heim. Nú veit ég að þetta er sjálf- sagt ekki viötekinn vani en mikið var þetta vel lukkað i þetta sinn. Lágtkaup ræstinga- kvennaá spítölum Erla Hauksdóttlr hringdl: Ég mæli með að læknar á ríkis- spitölunum fari aö skúra sjálfir því niðurskuröur er oröinn svo mikill að ræstingakonur á spítölunum eru famar að segja upp í hrönnum. Þær láta ekki bjóða sér hvað sem er. Auk þess að ætlast er til aö þær iifi af 12000 kr. á mánuði er bætt á þær vinnu eftir þörfum. Sparaaður á ríkisspítölunum hefur eingöngu bitnað á þeim. Þær 12000 kr. sem ræstingakonur hafa í laun eru vasapeningar hjá lækn- um og öðrum sem teljast til hins „hvíta stofns”. Komum því jafnaðarkaupi á. I ald- anna rás hefur oft verið þörf en nú er nauðsyn. Það er réttlætismál. „Fundin var upp verðtrygging... ” „Þannlg er bankinn þinn rekinn, bankamaður góður” — opið bréf til banka- starfsmanna. „Verðtryggður vanskilagemlingur” skrlfar: ,,.. ,og væri svo langt gengiö, aö fjölmargir hirtu ekki einu sinni um aö sinna beiðnum um aö semja um greiðslu skulda.” Svo segir ónefndur bankamaður í frétt Mbl. síðastiiöinn sunnudag (bls. 2) um vanskil i bönkum. Þar sem ég er einn þessara vanskilagemlinga langar mig að ávarpa þennan banka- mann: Ekki hvarflar að þér nein hugsan- leg skýring á því hversvegna sumir slá á útrétta „hjálpar”hönd bank- ans. Ur því þú ert svona rækilega sambandslaus viö veruleikann ætla ég aö upplýsa þig örlítið. Þú veist kannski að lengi vel sátu bankastjórar pungsveittir að grýta út um bankagluggann gjafafé sem ekki þurfti að borga aftur. Ef til vill varst þú einn slíkur sveittur banka- stjóri. Hafi svo verið heyrðirðu áreiðanlega oft sagt: „Það verða allir aö borga skuldirnar sinar.” Samt Uðu mörg ár áöur en fólk þurfti að borga skuldirnar sinar. AUt í einu fyrir nokkrum árum færðu póUtíkus- ar og bankaskúrkar svitann upp í heilann og sögðu í kór (í laumi þó):i „Hvur andskotinn, það eru aUir, peningar horfnir, við verðum að ná í þá.” Og hvað gerðist? Fundin var upp verðtrygging — þó fyrr hefði verið — og nýtt siðferöi og uppfinninga- mennimir sögðu í kór: „Við tökum bara unga fólkiö haustaki og látum það borga fyrir okkur svo við þurfum ekki að standa í skilum.” Þannig er bankinn þinn rekinn, bankamaöur góöur, og alUr hinir bankarnir. Er gjafafénu var grýtt um áriö f ékk hver meðalaumingi 5 ár til að borga ekki; núna fær hver meðalaumingi margfalt styttri timi tU aö borga margfalt. Að þú skuUr þegja um þetta sýnir að þú hefur ekki umgengist verðtryggðu kyn- slóðina. Það hef ég aftur á móti. A ég að segja þér hver eru algengustu um- mæU hennar um bankakjörin sem boðið er upp á? Þau hljóöa svo: „Þetta er svo vonlaust helvíti að ég stafla bara reikningunum niöri i skúffu.” Þá segja foreldramir og bankastjórarnir, þessir sem fengu aUt sitt á útsölunni miklu: „Þaö verða aUir að borga skuldirnar sínar.” Þetta misskUur auðvitað verðtryggði auminginn og heldur að „aUir” séu alUr. En útsölulýðurinn meinar: aUir hinir verðtryggðu. Það var nefnUega aldrei gert ráð fyrir tUverurétti þeirra sem komu á eftir gjafafjárkynslóðinni og voru of seinir á útsöluna. Foreldrar gera ekki ráð fyrir þeim, stjórnmálamenn gera ekki ráð fyrir þeim, bankamenn gera ekki ráð fyrir þeim. Daginn fyrir verðtrygginguna var settur punktur aftan við mannkynssöguna og sagt: „Ég hef verið svo duglegur að ekki þarf neina afkomendur á þessa jörö, ég er siöasta kynslóðin.” Bankamaður góður: Við skulum vera sammála um að verðtrygging eigi aUtaf að vera, og Uka nægur timi tU að borga. En ég ætla að biðja þig um eitt: Næst þegar þú gelur í eyra blaðamanns gefðu þá upplýsingar sem sýna að einn og einn banka- maður fyigist með því sem er að gerast hjá nútímalántakandanum. Að öðrum kosti fer ég að halda að bankastörf séu ekki við þitt hæfi. Samningar BSRB reiðarslag Frá fundi þelrra sem óánægðlr voru með BSRB-samninginn í Slgtúni á dögunum, Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Þegar sú voðafregn barst að samn- inganefnd BSRB væri búin að skrifa undir nýjan launasamning viö fjár- málaráðherra án nokkurrar trygg- ingar fyrú- því að reynt yrði að varð- veita þær hækkanir er þar var um að ræða þá vUdi maöur alls ekki trúa því að þetta gæti verið satt. Þegar það lá svo fyrir svart á hvítu þá bókstaflega stóð maður lamaður af skelfingu. Eftir þá miklu samstöðu er ríkt hefur hjá launamönnum hélt maöur að það yrði nú ekki látið henda einu sinni enn að skrifa undir plögg sem væru einskis virði, eitthvaö sem strax eftir nokkra daga eða vUcur yrði horfið út í veður og vind. En hvað hefur gerst? Hvemig í ósköpunum á maður aö reyna að skUja svona vinnubrögö? Enda þótt Albert sé búinn að púa grimmt og lengi framan í nefndar- menn sterkum vindlareyk þá eru þeir varla komnir með nikótíneitrun. Svo lúalega hafa þessir félagar okkar brugöist okkur aö ekki verður tUfinningum varðandi þetta meö orð- um lýst, þau orð finnast ekki í málinu. Nú er brýnt að sparka þessum mönn- um, Kristjáni og co, út i ystu myrkur og velja nýja forystu sem er reiðubúin að taka upp hio fallna merki. Orrusta er töpuð en stríðið heldur áfram og þaö munum við vinna að lok- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.