Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. 13 Breytist órói í skjálfta? hafa vísast aö stórum hluta trúað þvi að þeir væru í raun að berjast fyrir kjörum sínum. Til þess bendir meðal annars mikil þátttaka og elja kvenna í verkfallsbaráttunni. En hræddur er ég um að sjaldan hafi fleiri konur veriö dregnar á asnaeyrum til að berjast fyrir hreinræktaðrí karla- pólitik en einmitt í þessu verkfalli. Niðurstööur baráttunnar segja þar meira en löng útskýríng, því hvorir skyldu fá meiri kauphækkun út úr öllu saman, karlar i efri flokkum eða konur í neðri? Og hvor hópurínn skyldi standa hlutfallslega betur eftir en áöur? Um þetta þýðir ekkert að kenna stjómvöldum, því kröfurnar voru einfaldlega svona, en ekki fyrir lægstu hópana. • „En framhjá því verður ekki litið að verk- fallið skilaði opinberum starfsmönnum litlum sem engum kjarabótum, og það er al- varlegt mál.” Þaö fór svo aö samningar meö fyrirvara höfðu veriö gerðir við opin- bera starfsmenn áður en síöasta grein mín var prentuö. Ekki þarf samt mörgu við það að bæta er þar stóð. Menn greinir á um hve mikilli verðbólgu samningamir valda, en ekki um það að þeir valdi aukningu hennar, og framtíðin ein getur skorið úr um það hver áhrifin raunverulega verða. Lítil sem engin kjarabót Að loknu hinu langa og stranga verkfalli opinberra starfsmanna blasir það við að þeir hafa sama og ekkert uppskorið. Prósentuhækkunin er litlu meirí en sáttatillagan aö við- bættu glötuöu kaupi i verkfalli, og aukin verðbólga mun meira en éta muninn upp. Því er mjög á lofti haldiö aö verkfallsátökin hafi aukiö samstöðu félagsmanna. Sjálfsagt er það rétt, í bili aö minnsta kosti. En samstaöan borgar hvorki lán né skatta og mig grunar að nokkur beiskja muni koma i samstöðu staö, þegar frá liður. A hitt er einnig að líta aö ýmsar aðgerðir verkfails- manna bökuöu þeim ómælda óvild víðs vegar í þjóðfélaginu og vissast held ég að sé að fullyrða ekkert um hvort vegi þyngra á metunum, óvild- in eða samstaöan, þegar frá liður. En framhjá því verður ekki litið að verkfallið skilaöi opinberum starfsmönnum litlum sem engum kjarabótum, og það er alvarlegt mál. Þeim veitti svo sannarlega ekki af því aö rétta hlut sinn, og ég held að þaö sé þjóðhagslega æskilegt aðkjör þeirra batni og það verulega. Vel rekin einkafyrirtæki leggja kapp á það að hafa starfsfólk sitt ánægt og mörg þeirra borga mjög góð laun á íslenskan mælikvarða. Þaö hlýtur aö vera æskilegt fyrir okkur skatt- borgarana, að það fólk sem við greið- um laun úr sameiginlegum sjóðum finni sig i starfi sinu og vilji leggja sig fram af alúð við að gegna því, en mæti ekki í vinnu meira og minna uppgefiö eftir aö hafa aflað sér lífs- viðurværis í annarrí vinnu. Enda þótt ég telji að ekki hafi vel til tekist í undanfarinni vinnudeilu er ég eins og áður þeirrar skoðunar að kjör opinberra starfsmanna verði að batna. Menn eiga ekki að biða eftir næstu átökum til þess aö freista þess að leysa þau mál. Þegar mesti víga- móöurinn er runninn af mönnum og fúkyröafiaumi linnir, eiga menn aö setjast niður og reyna aö finna til þess færa leið. Það kann vel að vera að sú leið verði ekki öllum sársauka- laus, en hana veröur aö finna ef ekki á aö veröa meiriháttar „slys” i rekstri hins islenska velferðarríkis. Nóg um það að sinni. Pólitískur órói Verkfalliö færði þeim sem i því stóðu ekki kjarabætur. Það var heldur aldrei tilgangur þeirra sem fremstir fóru í fylkingum. Hinir al- mennu launþegar sem tóku þátt í því Það var draumur þeirra sem fyrir verkfallinu stóöu aö hnekkja á ríkis- stjóminni. Undir lokin gleymdu þeir meira aö segja að dylja þann ásetn- ing. Þeim tókst þetta aö nokkru leyti enda má kannski segja að viðbrögö stjórnvalda hafi á stundum hjálpaö þeim verulega. En að ööra leyti mis- tókst þeim. Stjórnin hrökklaðist ekki frá völdum — ekki ennþá aö minnsta kosti. Það hljóta aö vera mönnunum sem á bak við stóðu og héldu í þræð- ina mikil vonbrígöi. Hins vegar er ekki enn útséð um hvaða pólitísk áhrif kjaradeilurnar hafa. Þær hafa skapað mikinn póli- tískan óróa, sem hvenær sem er getur breyst i harðari skjálfta. Þau Kjallari á fimmtudegi MAQNÚS BJARNFREÐSSON öfl innan stjómarflokkanna sem ekki eru ánægö með stjórnarsam- starfið hafa tvíeflst og hafi þau nokkra sinni átt möguleika á þvi aö eyðileggja stjómarsamstarfið, þá er þaðnú. Hins vegar er næsta broslegt að virða fyrir sér viðbrögðin og tauga- skjálftann meöal sumra flokks- manna stjórnarflokkanna. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði formaður fulltrúaráös sjálfstæðis- manna í Reykjavik grein í Morgun- blaðið, þar sem hann lýsti Fram- sóknarflokkinn óalandi og óferjandi og óhæfan til samvinnu. Þetta vakti mikla reiði i herbúðum Framsóknar og ekki hefur dregið úr henni við skrif annars varaþingmanns flokks- ins nú upp á síökastiö. Margir fram- sóknarmenn era mjög tortryggnir út i viss öfl innan Sjálfstæðisflokksins, sem þeir telja aö hafi staðið á bak viö gjömingaveðrið gegn Framsóknar- flokknum og þáverandi formanni hans i tið ríkisstjómar Geirs Hall- grímssonar, enda þótt forysta Sjálf- stæðisflokksins hafi þar hvergi komið nærrí. Þessir menn töldu greinar frammámanna Sjálfstæðis- flokksins geta bent til þess að slikt gæti endurtekið sig og þeir efldust i andstöðu gegn stjómarsamstarfinu. Nú er þaö svo aö þegar flokkar með jafn ólfk sjónarmiö og Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ganga til stjómarsamtarfs þarf eng- an aö undra þótt menn i bóöum fylkingum séu ósáttir. Þaö var þvi óþarft fyrir framsóknarmenn að taka þessi skrif eins óstinnt upp og þeir gerðu. Og jafnfráleitt er það fyrir sjálfstæöismenn að hlaupa meö píkuskrækjum og fjaðrafoki út um allar grundir þótt þeir fái einhverjar hnútur í NT, sem augljóslega hirðir lítt um linu æöstu stjómar Fram- sóknar en reynir í örvæntingarfullri baráttu að hasla sér völl sem ein- hvers konar óháð málgagn á vinstrí væng þjóðmála. Menn verða að hafa taugar til þess að standa af sér óróa sem pólitískum andstæðingum tekst að skapa. Ef þeir era ekki færir um að halda ró sinni þrátt fyrír hann ættu þeir að fá sér annað starf en standa í pólitík — og hirði hver sneið semvill. Magnús Bjarafreðsson. AÐ LOKNU VERKFALU „Barátta BSRB minnti okkur á að baráttu- og stjómmálaflokkur verkafólks er ekki til á lslandi.” Fólkið i BSRB minnti okkur á nokkur grundvallaratriöi mannrétt- inda og verkalýðsbaráttu. Það minnti okkur á að launamenn eiga aö hafa rétt til aö leggja niður vinnu. Þaö minnti okkur á að þeir sem kaupa vinnuaflið, reyna jafnan að hafa launin sem „hæfilegust” miðað við eigin hagsmuni. Það minnti okkur á aö samstöðu þarf til þess aö sækja launabætur til þeirra sem lifa af annarra manna vinnuafli eöa ráöskastmeð þaö. Aö visu takmarkaði BSRB sig við almenn sannindi sem þessi og tengdi þau, sem samtök, ekki við stjóm- málabaráttu og Qeiri sannindi. Enda era samtökin samfylking fólks meö ýmsar og ólikar stjómmálaskoðanir og þau haf a afmarkað starfssviö. Það er sjaldgæft að verkalýösfélög haldi nú orðið fram grunnþáttum verkalýðsbaráttunnar. Þau era flest, eins og svonefndir verkalýðsflokkar, farín að taka mið af greiðslugetu fyrírtækjanna (sem þau skilgreina sjálf), af samráöum aðila vinnu- markaöarins (þeirra eigin orð) og vilja „skapa samstööu launafólks og framleiðslunnar” (úr fréttabr. Alþýðubandalagsins, 2. tbl., 1. árg.). Félög þessi og flokkar hafa ekki starfað í þeim anda sem BSRB-fólk gerði nú. Það sýnir reynslan af launabaráttu og verkföllum. Það sýnir kjarastaða launafólks. I staö baróttu hefur undanhaldið veríö einsætt. Tilraunir margra verkalýös- foringja og stjómmólamanna til að faöma og styðja BSRB nú, er i hróplegu ósamræmi við gerðir þeirra. Aðför „vinstri” stjórnar að hjúkrunarfólki árið 1982, stuðningur (eða þögn) flokkanna þá og afskipta- leysi annarra verkalýðsfélaga er dæmigert fyrir tvöfeldni þessara aðila. Barátta BSRB minnti okkur á að baráttu- og stjórnmálaflokkur verkafólks er ekki til á Islandi. Gleymska og áróður Þjóðfélagsþróunin undanfarna áratugi hefur stórskemmt stéttar- vitund fólks. Oþarft langlundargerð, samstöðuleysi og umkvartanir ein- kenna okkur, frekar en samhjálp og hvatning. Menn voluðu unnvörpum undan verkfalli BSRB, af þvi aö það snerti þá; aðrir en andstæöingurínn. Otal launamenn öfundast út i 15.000—20.000 kr. mánaðarlaun af því að þeir hafa 2—3000 kr. minna. Beinn stuöningur utan raða opin- berra starfsmanna viö verkfall þeirra var allt of lítill. Er furða aö is- lenskri yfirstétt takist að fó sitt fram og deila og drottna? Orsakir þessa eru margþættar. Hér veröa aðeins nefndar tvær. Fólk hefur um margt gleymt inntaki verk- fallsbaráttu og gleymt stöðu sinni. Barótta er sjaldgæf og verkföll und- anfarinna áratuga hafa ekki sprott- ið af lýöræðislegri fjöldahreyfingu og nýfengnar kjarabætur era illa varðar. Það er ekki ótrúlegt að slíkt slævi árvekni og baráttuhug fólks, sem vinnur 50—55 stunda vinnuviku að meöaltali. Hin orsökin vegur enn þyngra. Þar fléttast saman áróður yfirstéttarínnar og röng þjóðfélags- sýn meginþorra verkalýðsforystunn- ar. Þetta lið tönnlast á þvi að launa- hækkanir valdi beinlínis verðbólgu, að fólk með 40% framfærslukostn- aðar í daglaun (en ekki bara 30%) sé hálaunafólk, aö verkföll séu óheppi- leg, að þjóðartekjur ákvarði kaup- mátt o.s.frv., — allt borgaraleg hag- fræði sem kynnt er sem „óhrekjanleg sannindi” og „efna- hagslögmál”; en era í raun pólltísk viðhorf og póUtískar ráöstafanir. Verkföll og mannróttindi Það er hjartnæmt að fylgjast með hástemmdum yfirlýsingum, jafnt hægri foringja sem lélegra verka- lýðsforingja, um réttmæta baráttu Samstöðu í Póllandi. Þó eru hægri foringjamir ekki í vafa um inntak verkfallsréttar og verkalýðsbaróttu. I verkfalli BSRB vora hagsmunir þessara manna i veði og þá var hátt hrópaö um ólögmæti verkfallsvörslu á Islandi og óbilgimi BSRB. Ekkert þýöir að afsaka sig meö skirskotun tU hins sannarlega óþverralega kerfis i Póllandi og telja andstöðu viö verkfall hér réttmæta vegna miklu skárra ástands. MáUÖ snýst um sjálfsviröingu verkafólks. Það snýst um þokkaleg laun fyrir mannsæm- andi dagvinnu. Það snýst um rétt til að ráða einhverju um eigin framtiö. Hafi einhverjir verkalýðsforingjar, t.d. i ASI, stutt BSRB nú með skir- skotun til Samstööu i PóUandi þarf ekki annað en aö skoöa aftur i tim- ann, t.d. umrætt hjúkrunarverkfaU, verkfaU bankamanna skömmu áður og verkfaU prentara í tíð „vinstri” stjórnar. Þá er tvöfeldnin augljós. I núverandi samfélagsgerð er verkfaUsréttur réttur manna tU að beita ýtrustu aðferðum tU að fá sem hæst verð fyrir vinnuafliö, rétt eins og fyrirtækjaeigandinn (-stjómand- inn) hefur rétt tU aö ákvaröa verð á sinni vöru. Það virðist enginn draga i efa að VífUfeU h/f setur upp verð á ARITRAUSTI GUÐMUNDSSON, KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND kók, og hefur rétt tU að stöðva fram- leiðsluna eins og frystihúsaeigendur gera tU aö knýja fram kröfur. Eg og við hinir launamennirnir höfum líka þennan rétt, fyrir oss. Valdi vinnu- stöövun óþægindum og stöðvun starf- semi, þá eru það afleiðingar mann- réttinda. Verkfallsbrot eru mann- réttindabrot. Það era óhjákvæmi- legar afleiðingar verkfallsins, svo sem stöðvun fjölmiölunar, hins vegarekki. Þetta verða allir yfirlýstir stuön- ingsmenn Samstööu í PóUandi að skilja, ekki satt? Þeir geta svo veriö með eða á móti; en hætt skoUaleikn- um. Einn lœrdómur Okkur er sagt aö það sé ekki tU fé til þess að lágmarkslaun hér verði svipuö og viðast annars staðar i Evrópu. Allar sannanir vantar. Þær verða heldur ekki lagðar fram. Eina leiðin tU þess aö láta reyna á raun- verulega greiðslugetu fyrírtækjanna er aö fara að eins og BSRB: Nýta lýðræðislega hreyfingu með góðri „Samstööu” tU að prófa sig áfram. Það er ein niöurstaðan af verkfaUi BSRB. Ari Trausti Guðmundsson. •. „Þjóðfélagsþróunin undanfarna áratugi hefur stórskemmt stéttarvitund fólks. Öþarft langlundargeð, samstöðuleysi og umkvartanir einkenna okkur, frekar en sam- hjálp og hvatning.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.