Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. 51 YNGSTIBANKA- RÆNINGIHEIMS Einn yngsti bankaræningi hefur nú látið til skarar skríða. Heimildir frá Kaupmannahöfn herma að þar í bæ hafi unglingur einn, 14 ára, rænt banka. Ekki er þó vitað nákvæmlega um aldur ræningjans því síðast þegar spurðist var ekki búið að handsama hann. Hins vegar er alveg Ijóst að hann rændi peningum úr Verslunarbankanum. Hann gekk inn í banka öruggur og atvinnumannslegur. Lét sér hvergi bregða og mundaði byssu að saklausri banka- meyju. Af henni heimtaði hann fé ella skyti hann hana. Konan lafhrædd lét hann fá 28 þúsund krónur. Að því loknu læsti ræninginn ungi meyna inni á klósetti. Öruggur og óskelkaður tróð ræninginn peningunum í poka, reyndar bláan bakpoka ef það skiptir einhverju máli, og hjólaði burtu. Enginn hefur séð hann eftir þetta. Hins vegar ef svo reynist að hann sé 14 og ekki orðinn 15 þá er ekki hægt að dæma hann. AFMÆUSBARN VIKUNNAR Afmælisbarnið að þessu sinni er Svala Thorlacius. Hún er fædd 6. apríl. Við sem höfum horft á sjónvarp lengi munum vel eftir Svölu á skjánum. Nú ku hún starfa við lögfræðistörf. Það eru fjölmargir aðrir sem eiga afmæli þennan dag. Um þá segir að þeir séu elskir að heimili sínu, hlédrægir að eðlisfari og hvetji ekki til trúnaðar annarra, nema þeir séu þeim sammála í andlegum efnum og listum, og þeir eyða ekki tíma sínum í gamansemi eða innihaldslaust mas. FEGURÐIN ER EKKIALLT Það er ekki allt fengið með því að verða kosin fegurðar- drottning. Það finnst að minnsta kosti fegurðardrottn- ingu Noregs, Ingrid Marie Martens. Hún er nú komin í það mikil vandræði að hún hefur fengið sér lögfræðing til hjálpar. Frá því að hún fór með sigur af hólmi í fyrra hefur hún aðallega tapað út á andlit sitt. Hún hætti í skóla í eitt ár og hefur þurft að kaupa föt fyrir 100 þúsund. Hún hefur aðeins þénað á þessum tíma 160 þúsund krónur. Þessara pen- . inga hefur hún þó aðallega aflað upp á eigin spýtur sem þrýtur í bága við samning sem hún hefur gert við fegurðar- nefndina. Samningur þessi, sem drottningarnar hafa gert í gegnum árin, er alls ekki í þágu þeirra en fyrst og fremst í þágu gróðafíkinna manna sem ekki þurfa að vera sætir. MORGUNMATURINN BJARGAÐIMÁLINU Það er ýmislegt sem gerist þegar margir stjórnmálamenn Norðurlanda koma saman til þings. Hér í Reykjavík herma fregnir að norskir stjórnmála- menn hafi einn morgun setið saman að snæðingi. Egg og svoleiðis. Þá barst talið að vandamálum heima fyrir. Þau voru rædd á góðri stund og allir hressir. Endaði morgun- maturinn svo með því að þeir voru búnir að leysa vandamál sem höfðu staðið í þeim í langan tíma á þingi heima. Skattamál og tryggingamál voru leyst eins og ekkert á meðan Káre Willoch steypti í sig einu eggi eða svo. Þetta er kannski eitthvað til að læra af. Núerkomið aó aóahinningi ársins Verndaðri þjónustuíbúð með garðhýsi að Boða- hlein 15. Garðabæ, að verðmæti 25 milljónir króna dreginn út í 12. flokki 5- apríl. Húsið, sem stendur meðal smáhýsanna aftan við Hrafnistu í Hafnarfirði, verður til sýnis nú um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 2 til 6. Nokkrir lausir miðar til sölu, söluverð miða 1.200 krónur. Aðrir vinningar: Vinningur til íbúðarkaupa á 500 þúsund krónur. Níu vinningar til bílakaupa á 100 þúsund krónur og 40 utanlandsferðir á 55 þúsund krónur auk margra húsbúnaðarvinninga. Nú má enginn gleyma að endurnýja! Happdrættí '84-'85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.