Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 26
74 DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. St. Jósefsspítali Sjúkraþjálfari óskast í sumarafleysingar. Upplýsingar gefur yfirsjúkra- þjálfari í síma 19600/266. LTC COLLEGE OF ENGLISH Recogmsed by the British Council Enska fyrir útlendinga i fallegu umhverfi Compton Park í East- bourne. Hægt aö velja um þriggja vikna til eins árs námskeiö. Námskeiöin eru bæöi fyrir heimavistar- stúdenta og þá sem búa annars staöar en í skólanum. • ITARLEG enskukennsla. • Undirbúningur fyrir Cambridge-próf. • Enska fyrir markaösmál, blaöa- m mennsku, bankamál og hótelrekstur. • Elnkaritaranámskeifi. • Sumarnámskeiö. • Aukagreinar um reiömennsku, siglingar, tennis og fleira. Bæklingur tæst með því aö skrifa til Principal IDV). LTC COLLEGE OF ENGLISH Compton Park, Compton Place Road, Eastbourne, Sussex, England BN21 1EH Tel: 27755 Tx: 877440 PBURNS LTC G ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i eftirtalin verk: Klæðing á Norðurlandsveg 1985. (9,5 km). Verki skal lokið 31. ágúst 1985. Skagavegur1985. (30.000 m3, 4,8 km). Verki skal lokið 30. sept. 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykja- vík og á Sauðárkróki. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 15. apríl 1985. Vegamálastjóri. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Vesturlandsveg um Krókalæki ofan Fornahvamms. (Lengd 2,0 km, fylling og burðarlag 52.000 m3 og skering 36.000 m3). Verki skal lokið 15. október 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og í Borgarnesi frá og með 1. apríl nk. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 22. april 1985. Vegamálastjóri. Aðalfundur Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF) verður haldinn sunnudaginn 31. mars kl. húsinu Grandagarði. 14.00 í Slysavarna- Dagskrá aðalfundarins er: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórn LAUF Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utan- ríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að rit- arinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 10. apríl nk. Utanríkisráðuneytið. AUGLÝSING Íslenzk-ameríski listiðnaðarsjóðurinn (áður Menningar- sjóður Pamelu Sanders Brement) og Íslenzk-ameríska félagið auglýsa til umsóknar tvo námsstyrki við Haystack listiðnaðarskólann í Maine, til 2—3 vikna námskeiða á tímabilinu júni til september 1985. Námskeiðin eru ætluð starfandi listiðnaðarfólki í eftirtöldum greinum: leirlist, textíl ýmiss konar, glerblæstri, járnsmíði, málmvinnu, tré- skurði, grafík og pappírsvinnu. Umsóknir berist íslenzk- ameríska félaginu, Pósthólf Box 7051, 107 Reykjavík, fyrir 11. apríl nk. Íslenzk-ameríski listiðnaðarsjóðurinn. „Eg er hjá frú Miles,” stóö krotað á seöilinn sem Jack Beattie fann þegar hann kom heim. Þaö kom þessum 37 ára gamla slökkviliösmanni í Melboume í Astralíu ekki á óvart. Millicent, kona hans, var almennt þekkt fyrir hversu hjálpsöm hún var gagnvart nágrönnum sínum. Samt varö eitthvað þess valdandi aö hann ákvaö aö kann máliö nánar. Þetta var mánudaginn 17. nóvember 1980. Þegar klukkan var rúmlega fimm síödegis stóö Jack Beattie viö útidymar hjá Henry og Louise Miles. Þau bjuggu viö Acacia Drive og hann hringdibjöllunni. Bæöi aöaldyr og bakdyr voru læstar og allir gluggar lokaðir. Jack Beattie fékk ekkert svar þegar hann knúöi dyra. Kannski heyrði enginn í bjöllunni. Allar frekari tilraunir hans voru árangurslausar. Beattie hélt áfram til annarra hjóna sem hann þekkti. Jane Crawford, fimmtug aö aldri sem bjó dálítiö neðar viö götuna, var nýbúin að vera alvarlega veik. Kannski var konan hans í heimsókn hjá henni? Ekki reyndist svo vera. Frú Craw- ford haföi ekki séð frú Beattie allan daginn. Eiginmaöurinn, sem sneri heim til húss síns, var ákaflega áhyggjufullur. Sú vinsælasta í götunni Jack og Millicent Beattie höföu flutt inn á Acacia Drive brúðkaupsdag sinn 1967. Þar höföu þau síöan búiö. Meö árunum varð Millicent, kölluð Millie, sú vinsælasta í götunni. Hún var svo vingjarnleg og hjálpfús. Hún átti sannarlega skilið að fá nafnbótina besti nágranni í heimi. Næstu nábúar vora Henry og Louise Miles sem voru jafngömul Beattie hjónunum. Þau áttu engin börn og enga nána ættingja. Þess vegna þótti þaö ekki nema eðlilegt að Millie ryki til hjálpar þegar varö aö leggja Louise Miles á spítala og maöur hennar var aleinn heima. Henry Miles var vörabílstjóri og var oft að heiman svo dögum skipti. Hann var þess vegna sérlega ánægöur aö fá þessa aðstoö frá vingjamlegri ná- granna- og vinkonu þeirra hjóna. Hún bjó einnig til mat handa honum sem hann gat sjálfur hitað upp þegar hann kom heim úr vinnu. Síöustu vikuna í október 1980 var Miles í langri ferð til austurhluta Astraliu, en þaöan átti hann aö halda áfram til norðausturhluta landsins. Þaö var ekki búist viö honum til baka til Melboume fyrr en síöast í nóvem- ber. Jack Beattie og ellefu ára gömul dóttir hans sátu og biöu eftir Millie þar til um níuleytið um kvöldið. Þegar hún var ekki komin þá hafði hann tal af David Knight, gömlum vini, sem var lögreglumaður. Hann sagöi lögreglu- manninum aö Millie heföi skrifað á miða aö hún væri hjá Miles, en hún væri ekki þar. Honum heföi ekki tekist aö hafa uppi á henni annars staöar. Og honum fyndist þetta afar ólíkt henni að hverfa á þennan hátt. Knight yfirlögregluþjónn var kominn til Beattie áöur en hálf- Jack Beattie varfl strax áhyggju- fullur er kona hans var ekki heima. tími var liöinn. Þeir fóra saman yfir í hús Miles. Beattie haföi leitað að lyklinum sem hann vissi aö kona hans átti en hafði ekki fundið hann. Lögreglan var beöin um aö hafa samband við Henry Miles til þess aö fá leyfi til aö fara inn á heimili hans. Ovænt og af tilviljun fannst hann þar sem hann var kominn um 150 kíló- metra frá Melboume. Hann var settur inn í máliö og sneri við. Hann var kominn aftur um ellefuleytiö og lög- reglan beið eftir honum. Lögreglumennirnir leituðu í hverjum krók og kima í byggingunni. Þeir leituöu einnig í stóru útihúsi en fundu hvorki tangur né tetur sem vitnað gæti um aö Millie Beattie heföi verið þar. Þaö leit helst út fyrir aö jöröin hefði gleypt hana eftir aö hún var farin aö heiman til Miles fólksins hinum megin við götuna. Hvemig var hægt að hverfa um hábjartan dag á miðri götu í friösömu hverfi?! Fórnarlamb afbrotamanns? Nú var farið aö gera meiri ráðstafanir. Allt lögregluliö í 200 kíló- metra radíus um Melboume var sett í að leita aö hinni horfnu konu. Kannski haföi henni verið rænt? Um leið og á leitinni stóð var gerö áköf leynileg rannsókn á einkahögum Jack Beattie. Tvöfdt líf ungu hús- móðurinnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.