Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 30
78 DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir jl Japonsk . kvikmyndagerð Nokkur orð um japanskar kvik- myndir í tilefni þess að nýlega eru afstaðnir japanskir kvik- myndadagar hér í borg Atrifli úr myndinni Chikuzan Hitori Tani sem fjaliaði um líf farandhljóðfæraleikara. Atriði úr myndinni Enrai um ungan bónda sem bjó ekki langt frá Tokyo. Mikiö hefur veriö um að vera hjá kvikmyndaáhugafólki siðastliönar vik- ur. Fyrir utan almennar sýningar hafa veriö haldnir japanskir kvik- myndadagar auk þess sem sýndar voru allar myndir rússneska leikstjórans Andrei Tarkovsky sem heiðraðí land- ann meö komu sinni meöan verk hans voru sýnd. Þar aö auki eiga kvik- myndaáhugamenn von á góðum glaðn- ingi þegar kvikmyndahátíö Listahátíö- ar hefst innan skamms. Verður hún aö þessu sinni ekki eins stór í sniðum og undanfarin ár, þ.e. sýndar veröa færri myndir og þá oftar hver mynd, svo aö þeir áköfustu þurfa ekki aö sjá tvær til þrjár myndir á dag til að berja augum þær myndir sem eru áhugaverðar. Er þetta skynsamleg stefna þar sem hing- að til hafa aUtof margar myndir verið sýndar á of stuttum tíma. Eftir Tarkovsky hátíöina og japönsku kvikmyndadagana hefur sú spurning vaknaö hvort þessar myndir séu dæmigeröar fyrir kvikmynda- framleiöslu viökomandi landa. Er æði algengt að þær myndir sem sýndar eru á kvikmyndahátíðum gefi ekki raun- verulega mynd af kvikmyndaiönaði viökomandi þjóöa. Gott dæmi um þetta eru þær myndir sem hingaö tU hafa borist frá Japan áöur en þessir japönsku kvikmyndadagar urðu aö raunveruleika. „Djarfar" myndir Japönsk kvikmyndagerð er í margra huga Utiö annaö en myndir af öskrandi „samurai” stríðsmönnum sem eru að slátra hver öðrum. Þaö eru raunar framleiddar nokkrar þannig myndir í Japan á ári hverju en þær eru i minnihluta. Þar sem Japanir eru mjög nákvæmir í eöU sínu flokka þeir kvikmyndir sínar í marga undirflokka. Má nefna flokkana öfgafuUar gaman- myndir, ungUngamyndir, dramatiskar myndir, myndir um japönsku mafíuna og svo „djarfar” myndir sem nú svara tU 70% af allri kvikmyndaframleiöslu Japana. Ef Utiö er á þær myndir sem sýndar voru á japönsku kvikmjmda- dögunum þá sést að aldrei þessu vant gefa þær þokkalegt yfirht yfir stöðu japanskrar kvikmyndageröar í dag. Þær voru frá árunum 1972 til 1983 og voru flestar framleiddar 1981 og 1982. Efni myndanna var mjög fjöl- breytt, áUt frá því aö vera heimUdar- myndir um hljóðfæraleikarann Takahasi Chikuzan yfir í framúr- stefhumyndina Kageroza sem gerðist í < Atrifli úr myndinni Jinryokuhikokisha sem Terayama Shuuji leikstýrir og byggir á Ijóflum sinum. Tokýo 1926. Gafst kvikmyndaáhuga- fólki hér því einstætt tækifæri Ui að skyggnast inn í japanska kvikmynda- Ust. Austurlensk menning Áhugi á austrænni og þar meö japanskri mennmgu hefur aukist mjtfe mUdö hér á landi aö undanfómu. Því til stuönings má nefna aö meöan japönsku kvikmyndadagamir stóöu yfir var veriö aö sýna japanska leik- húsverkiö Rashomon i Þjóðleikhúsinu og sjónvarpsþáttaröðina Shogun í sjón- varpinu, aö því er virðist viö góðar undirtektir landsmanna. En Utum aöeins nánar á japanska kvikmyndaiönaöinn. Fyrir þá sem hafa gaman af tölum má nefna aö ár- lega eru framleiddar 3—4 hundruö myndir í Japan. Eru hlutföllin þannig að stóru kvikmyndaverin framleiöa 30% myndanna en afgangurinn, eöa 70%, er framleiddur af óháöum framleið- endum. Um þaö bil 2300 kvikmyndahús eru í Japan og þar af eru um rúmlega 1000 sem sýna einvörðungu japanskar myndir. Árlega sækja um 160 milljónir manna kvikmyndahúsin sem gerir það aö verkum aö hver Japani fer rúmiega einu sinni í bíó á ári. Er þetta ekki svo slæmt þegar tekið er tilUt til þess aö yfir 30 miUjón sjónvarpstæki eru skrá- sett í Japan. Þrjú tímabil Skipta má japanskri kvikmynda- sögu í þrennt. I fyrsta lagi tímabiUö frá upphafi kvikmyndagerðar þar tU um það bil 1925. Síðan tók viö keisaratíma- biUö þar sem kvikmyndagerö var sniöinn frekar þröngur stakkur varö- andi sköpunargáfu og frjálst framtak og náöi þaö fram tU seinni heims- styrjaldarinnar. Síöasta timabiUö er svo frá striðslokum, eftir aö Banda- ríkjamenn hertóku Japan, og fram tU dagsins i dag. Á undanfömum áratugum hefur japönsk kvikmyndagerö þróast mjög hratt og orðið að miklum iðnaði sem sérstaklega er sniöinn tU þess aö veita ódýra og oft á tíðum ómerkUega skemmtun handa fjöldanum. Þvf má segja að Japan hafi lagt afskaplega Utiö fram varöandi aö skapa eitthvað nýtt innan kvikmyndaiðnaðarins. Samt sem áður hafa nokkrar mjög athyglisverðar japanskar myndir skotiö upp kollinum, sérstaklega eftir síöari heimsstyrjöldina. Flestar japanskar myndir eru frá- bærlega vel geröar. Því virðist sem tæknin og fagmennskan eigi fremur upp á paUboröiö en sköpunargáfan og frumleiki í kvikmyndagerð.Það er því ekkert óeðldegt þegar horft er á japanskar kvikmyndir, aö þaö kom strax upp í hugann hve vel þær eru unnar. Þaö er vegna þess m.a. aö flestir leikstjóramir hafa eytt allri sinni ævi í aö gera sömu gerð af mynd- um aftur og aftur. Svo virðist sem Japanir noti sömu taekni viö kvUt- myndagerö og í öðrinn iðnaði, þ.e. taki sér einhvem góöan hlut tU fyrirmynd- ar, endurbæti hann og endurtaki siðan aftur og aftur. En, eins og áöur sagði, virðist því miður efnisinnUiald mynd- anna vera alger andstæða viö tæknUeg gæði þeirra. TU dæmis eru margar þessara „djörfu” mynda framleiddar af einum besta kvUtmyndageröar- manni Japans þótt efniö sé næstum ekki neitt. Upphaf kvikmyndagerðar Því miður virðist sem þessi hnignun' japanskrar kvikmyndageröar hafi gert það aö verkum aö margir góðir kvikmyndagerðarmenn hafa snúið sér aö öðru. Eins og mörg önnur lönd kynntust Japanir kvikmyndum þegar fyrstu „kinetoscopes” tæknin, sem Edison geríá, vom Dutt inn tfl Japans 1896. Aöeins ári seinna voru hafhar almennar kvikmynda-, sýningar, í fltlum mæli þó, eftir að um- boösmenn Lumiere bræöranna frönsku höfðu heimsótt Japan. I fyrstu voru fluttar inn kvikmyndir frá Bandaríkjunum en smátt og anátt var farið aö framleiöa stuttar japanskar kvflonyndir og um 1908—1909 voru fyrstu kvikmyndaverin rást í Tokýo og Kyotó, hinni fomu höfuö- borg landsins. Kvflonyndaverin í Kyotó sérhæfðu sig í myndum sem geröust fyrr á tímum í Japan og voru þar m.a. byggö upp heilu þorpin í samræmi viö þann byggingarmáta sem tíðkast áður fyrr, til að nota sem bakgrunn í myndimar. Minn- ir þetta óneitanlega á gömlu Hollywood-kvikmyndaverin. Japanir voru fljótir aö tileinka sér kvikmynda- menninguna og þegar 1909 voru komin 70 kvikmyndahús í Tokýoborg einni saman. Kvikmyndin bauð upp á ódýra fjöldaskemmtun fyrir þéttbýlt land. „Benshi" Þaö háöi þó eðlilegri þróun í japanskri kvikmyndagerð hve staöa „benshi” eöa sögumanna var sterk. Þeir lásu upp titla og allar samræður sem þurfti aö koma á framfæri og uröu þvi oft á tíðum jafn ef ekki vinsælli en leikararnir sjálfir. Þetta gerði þaö aö verkum aö hægari þróun varð á sviöi þöglu myndanna i Japan en hjá t.d. Rússum, Þjóðverjum og Bandaríkja- mönnum. Þó voru nokkrir sem reyndu aö minnka vinsældir og áhrif „benshi” og var þar í fárarbroódi tæautryðjandinn Norimasa Kaeriyama. Hann var einn- ig með margar nýjungar eins og t.d. að taka kvikmyndir í eðlilegu umhverfi í staö þess aö kvikmyndir voru alger- lega unnar innan veggja kvikmynda- veranna, og aö nýta sér betur hreyfan- leika kvikmyndatökuvélarinnar í stað þess aö hafa hana alltaf á sama staö meðan á kvikmyndun stóö. Kaeriyama lentí í vandræðum meö aö dreifa eldri myndum sínum eins og Tale of the White Chrysanthemum vegna and- stöðu sinnar viö „benshi”. 1 september 1923 varö Japan og þar meö kvikmyndaiönaöurinn fyrir miklu áfalli þegar jarðskjálftinn stóri kom, sem jafnaði bæði Tokýo og Yokohama nær við jörðu. öll kvikmyndaverin og kvikmyndahúsin á þessu svæöi urðu rústir einar. Sum kvikmyndaverin fluttu alfariö starfsemi sína til Kyotó en önnur ákváöu aö endurbyggja i Tokýo. Betri dagar Myndir með tón og tali áttu erfitt uppdráttar, ekki síst vegna „benshi” sem sjálfkrafa misstu sína atvinnu meö tilkomu talmyndanna. Fyrsta tal- myndin sem sló í gegn var THE NEIGHBOUR’S WIFE AND MINE sem gerð var 1931 en á næsta ári voru framleiddar 45 talmyndir af um þaö bil 400 myndum sem samtals voru fram- leiddar það áriö í Japan. Meöan á striöinu stóö lagöi japanska stjómin mikla áherslu á að myndir yröu geröar í þjóöræknislegum stíl og m.a. neitaði japanska stjómin stóru kvikmynda- verunum um filmur nema þau fylgdu þessu eftir. Eftir aö kjarn- orkusprengjunum haföi veriö kastað á Hiroshima og Nagasaki og Japanir gefist upp, hófst sérstæður kafli í kvikmyndasögu Japans. Japönsk kvikmyndagerö varö fyrir miklum áhrifum af hersetu Banda- ríkjamanna og tók upp ýmislegt úr bandarískum myndum eins og til dæmis að sýna fólk kyssast á hvíta tjakiinu sem aldrei haffá verið sýnt t japönskum myndum fyrr en eftir heimsstyrjöldina. Hófst á þessum tíma mikil færibandaframleiðsla í kvik- myndagerð í Japan sem enn ber töluvert á. Á Vesturlöndum eru fáir japanskir leikstjórar þekktir. Það eru ekki nema 3 japanskir leikstjórar sem bera höfuö og heröar yfir landa sína hvaö viðkemur viöurkenningu eriendis, en þaö eru þeir Kurozawa, Mizoguchi og Oshima. Vonandi hafa japönsku kvik- myndadagamir opnaö augu kvik- myndaáhugamanna hérlendis fyrir því að þaö eru fleiri góðir leikstjórar en þessir ágætu heiðursmenn og ef fram- hald veröur á japönskum kvikmynda- dögum þá ætti okkur að gefast tækifæri til aö viröa fyrir okkur unga og efnilega leikstjóra jafnt sem hina eldri á næstu árum. b.H. . !•. '':

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.