Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. 77 Fjölmargir aörir málaflokkar koma einnig til kasta lögfræöiráðgjafarinnar á hverju ári. Sáttaþjónusta FIB og Bílgreinasambandsins Tæknileg sáttaþjónusta er veitt hverjum félagsmanni er þess óskar. Hægt er að komast í samband viö sér- stakan bifvélavirkjameistara, fag- mann á sínu sviöi, sem bæði er viöurkenndur af bifreiöaeigendum og fyrirtækjum í bílgreininni. Fjöldi mála berst jafnan inn á borö sáttamanns á hverju ári. Helstu mála- flokkareruþessir: 1. Of háirverkstæðisreikningar. 2. Viðgerð entist illa, tókst ekki eöa tók alltof langantíma. 3. Vegna ábyrgðar á nýjum bifreiöum. 4. Vegna útvegunar varahluta. 5. Vegna kaupa á nýjum bifreiðum. 6. Vegna galla í hjólböröum. 7. Vegna lélegrar lakkvinnu. 8. Vegnatryggingartjóna. 9. Vegna bifreiðakaupa eöa -skipta. Víðförul vegaþjónusta FÍB 1985 er 32. árið sem FIB rekur vega- þjónustu fyrir félagsmenn. Othald vegaþjónustubílanna hefst aö venju um hvítasunnu og mun Ijúka um miðj- anágúst. I sumar verður fjöldi þjónustubif- reiöa aukinn frá því sem var í fyrra, en þá voru 18 bifreiöir til ráðstöfunar í vegaþjónustunni. Félagsmenn fá viðgerö i allt aö eina klukkustund án endurgjalds ásamt því aö bifreiö þeirra er dregin frítt allt aö 40 kíló- metra leiö. Vegaþjónustubifreiöar félagsins eru allar auökenndar FlB og miðast bækistöðvar þeirra fyrst og fremst viö hringveginn. Allar eru bif- reiöarnar búnar fjarskiptatækjum og má fá upplýsingar um stööu þeirra hverju sinni í fjölmiðlum og með aðstoð lögreglu um allt land. Ef kostur er á síma, má hringja í vegaþjónustu- vakt félagsins á skrifstofunni í Reykja- vík, sími 91-29999, sem hefur allar upp- lýsingar á takteinum. Æ fleiri vega- þjónustubifreiðar eru nú útbúnar með nýja bílasímanum og oft má þannig ná beinu sambandi við viðgerðarmann- inn, minnka biötíma og fá skjótari fyrirgreiðslu. Öku-Þór, málgagn FÍB I stóru hagsmunafélagi er mikilvægt aö starfsemin sé vel kynnt fyrir félags- mönnum og landslýð öllum. I Öku-Þór, félagsblaði og málgagni FlB, birtast greinar er tengjast starf- seminni og ýmsar upplýsingar, er að gagni mega koma fyrir hinn almenna félagsmann. A siöasta ári komu út fjögur tölublöð, alls 64 síður að stærð, en í ár er ætlunin að fjölga tölublöðum um tvö og tvöfalda blaösíðutal. Öku-Þór er sendur fflum félags- mönnum, þeim að kostnaöarlausu og er stærsta bílablað á Islandi. Heildar- upplagið er um 12 þúsund eintök og er blaðiö ekki selt í lausasölu. Aðstoð við kaup og sölu bifreiða Á vegum FlB fer fram víðtæk aöstoð fyrir félagsmenn vegna pappirsvinnu við kaup og sölu bifreiða. Afsöl og sölutilkynningar fást afhent á skrif- stofu félagsins og hjá umboðsmönnum. Þá hefur félagið aðgang að vanskila- skrám yfir einstaklinga og fyrirtæki, sem getur komið sér vel í mörgum til- vikum. Astæöa er til að benda fólki á mikilvægi ýmissa formsatriða við bif- reiöaskipti. Mörg hundruð mál koma til kasta lögfræðinga félagsins á hverju ári, sem að hluta til má rekja til óvand- aðs frágangs og ýmissa vanefnda á sviði bifreiðaskipta. Ný og endurskoöuð útgáfa eins af upplýsingabæklingum FIB, „Hvernig kaupir maður notaðan bíl”, er væntanleg í vor. FlB og Bílgreina- sambandið standa sameiginlega að út- gáfunni og er kaflinn um greiðslukjör og lánsviðskipti endurbættur með tiÚiti til breyttra viðskiptahátta. Aðstoð við útvegun varahluta FlB hefur um nokkurra ára skeið aðstoöað félagsmenn við að finna rétta varahluti í ökutæki sín. aðila þegar kaup eru fyrirhuguð enda getur slíkt óneitanlega sparað bæði fé, tíma og fyrirhöfn. Fyrirgreiðsla FÍB erlendis FlB er aðili að alþjóðlegu samstarfi bifreiðaeigendafélaga er tryggir íslenskum félagsmönnum fjölþætta þjónustu um allan heim. Sem dæmi um þessa þjónustuþætti má nefna vegaþjónustu (einnig hvaö snertir hjólhýsi og tjaldvagna), vega- upplýsingar (ökuleiðir / ráðleggingar og veður), tækniþjónustu (mat á viðgerðum, verkstæðisreikningum, ráðleggingar, útvegun verkstæða og varahluta) lögfræðiráögjöf, ferðaþjón- ustu (vegakort, hótel, ferðaupplýsing- ar), ferðaskrifstofuþjónustu (félags- mannakjör), tjaldstæði (tjaldaleiga, forgangur, afsláttur og hlunnindi), tryggingamál, tollamál og neyðarþjón- ustu (fjárhagsleg fyrirgreiðsla, um- önnun og útvegun sjúkrahúsvistar og fleira). Um þessar mundir vinnur félagiö að samantekt bæklings um bifreiðaferða- lög í Evrópu og er stefnt að því aö bæklingurinn veröi tilbúinn nú í vor. Margs konar þjónusta Samkvœmt nýjustu tölum er ísland fjórfla hœsta land i heiminum hvafl bifreiflaeign varðar ef miflafl er vifl fólksfjölda. Undirstrikar hin mikla bifreiðaeign landsmanna enn frekar nauðsyn kröftugrar hagsmunabaráttu islenskra bifreiflaeigenda. Öku-Þór, málgagn FÍB, var fyrst gefinn út 1951. Nú er upplagið um 12.000 eintök og er stærsta bílablafl íslands. Nú þeysast landsmenn um á vólfák- um. Þarfasti þjónn landsmanna um aldaraðir er horfinn af götum borg- ar og bæja. Er þetta einkum hugsaö fyrir lands- byggðarfólk sem oft á erfitt um vik að komast til höfuðborgarinnar og veit kannski ekki hvar best er að leita að tilteknum varahlut. Boðið er upp á að leita varahlutinn uppi, félagsmönnum aö kostnaðarlausu. Sé um að ræða erfitt tilvik sér FlB um að auglýsa eftir hlutnum í dagblöðum eða Öku-Þór og hefur slík auglýsing oft borið tilætl- aðan árangur. Nýr fjarritabúnaður á félagsskrifstofunni auðveldar sam- band við systrafélögin á Norður- löndunum og annars staðar í Evrópu, ef önnur ráð eru ekki til um útvegun til- tekins varahlutar hérlendis. Alhliða fjarskipta- ráðgjöf Félag islenskra bifréiðaeigenda telur sjálfsagt og nauðsynlegt, með til- liti til frumstæðs vegakerfis í landinu og breytilegs veðurfars, að ógleymdu miklu strjálbýli, að bifreiðar félags- manna séu búnar þeim öryggistækjum sem gerir þeim kleift að vera í talstöðvarsambandi við miðstöð og geta látið vita af sér ef nauðsyn krefur. Vaxandi þáttur í þjónustu FlB er fjar- skiptaráðgjöf. Félagið býr i dag yfir sérhæfðum upplýsingum um þau f jar- skiptakerfi sem bjóðast á markaðnum ásamt upplýsingum um seljendur og viðhaldsaðila. Frumfjárfesting í nýjum fjarskipta- búnaði bifreiðar er í krónum talið á bilinu 12—130 þúsund krónur (verölag 1.1. 1985). Verðmunurinn felst í því hvaða kerfi er valið og mismunandi þörfum neytandans. Þar sem ljóst er aö hér getur verið um töluverðar fjárhæðir að ræða er sjálfsagt að leita umsagnar hlutlauss önnur Eins og að framan greinir þá er þjónusta FlB við íslenska bifreiöaeig- endur og ökumenn mjög viðamikil og hlýtur það að vera hagsmunamál hvers bifreiðareiganda að gerast fé- lagsmaður í FlB. Þegar er aðeins minnst á hluta þjónustu þeirrar sem boðið er upp á. Minna má t.d. á margs konar afslátt á þjónustu og vörum hér innanlands gegn framvísun félagsskír- ieinis. Að lokum má minna á fjarskipta- sveit FlB sem stendur vörð um og er í forsvari fyrir notendur á milli- bylgjusviði (Gufunesradíó) og notendur nýja bilasimans. Radíó- þjónusta er rekin frá skrifstofu félags- ins auk þess sem ýmsar almennings- rásir standa félagsmönnum til boða. Um 1200 manns eru skráðir með FlB kallnúmer og er viðamikil kallnúmera- skrá væntanleg í maí nk. Góð félagsþátttaka hverju félagi dýrmætust Að sögn Jónasar Bjamasonar, framkvæmdastjóra FIB eru félags- menn nú um 10700 og með lágmarks- forsendur í huga mætti reikna með að a.m.k. tíu þúsund fjölskyldur væm á bak við þessa félagatölu. Að sögn Jónasar felst pólitískt vald hags- munafélags eins og FlB í fjölda félags- manna og því mikilvægt að auka fé- lagsþátttöku eins og hægt er. Fyrir þá, er frekar vilja kynna sér starfsemi FtB og gerast félagsmenn, er einfaldast að hafa samband við skrifstofu félagsins. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Borgartúni33, 105 Reykjavík. Sími 91-29999. Núverandi formaður FlB er Arinbjörn Kolbeinsson og fram- kvæmdastjóri, eins og fyrr sagði, Jón- as Bjaraason. -hhei. Meginmarkmið aðalstjómar FÍB: EINOKUN AFLÉTT Á fundi aöalstjórnar FlB á Akureyri sl. haust voru ýmis brýn hagsmunamál bifreiöaeígenda í deiglunni og rætt um leiöir til úrbóta. Helstu samþykktir fundarins voru eftirfarandi: 1. Aflétt verði einokun á bensín- og olíuverslun á Islandi og viðskipti þessi gefin frjáls í áföngum eftir því sem viðskiptaaðstaða og kjör landsins leyfa. 2. Gæðaeftirlit bifreiðabensíns verði aukið og fært í hendur óháðra aðila, þ.e. þeirra er ekki hafa hags- muni af bensínsölu. 3. Athugað verði hvort hagkvæmt sé aö til landsins veröi flutt bensín með hærri oktantölu en nú er. Einnig verði kannaður innflutningur á blý- lausu bifreiöabensini. 4. Að skattar af bensíni verði lækkaðir eöa þeim verði varið óskiptum til að leggja bundið slitlag á fjölfarna vegi landsins. -h.hei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.