Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 11
DV.LAUGARDAGUR30. MARS1985. 59 Eyra, kirtlar Hliðlægir Hægri il Myntl 19: Eyra, kirtlar Hliðlægir sogæðastrengir Vinstri il Ennis og kjálkaholur Tennur Efri hluti herða Hnakki Sogæðaeitlar í holhönd Efri axlarönd Axlarliður Herðar Lungu Solar plexus Þind Lifur Gallblaðra Nýrnahetfa Nýra Olnbogi (tengisv Neðri rönd rifja Mitti Botnlangi, ristilloka Ristill Bein og vöðvar Mjaðmagrindar Neðri rönd grindarhols Rófubein Endajjarntur Liffæri grindarhols fri hluti herða Hnakki Sogæðaeitlar i holhönd Efri axlarönd Axlarliður Hjarta (tengisvæði) Herðar Lungu Solar Plexus Þind Nýrnahetta Nýra Milta Olnbogi (tengisvæði) Neðri rönd rifja Mitti kúpuþak Gagnaugu og kjálkar hliðlægt Stóri heili Heiladingull Litli heili Stykilhyrna Kúpubotn Hnakki Hálsliðir 1-7 Efri hluti sogæða- kerfis Skjaldkirtill, háls og barkakýli Barki, vélinda Hjarta Brjóstliðir 1-12 Magaop (Cardia) Magi — Magaport (pylorus) Bris Skcifugörn Lendaliðir 1-5 Þverristill þvagleiðari Spjaldliðir Smáþarmar Auga Ennis og kjálkaholur Tennur Eallristill Bugristill Bein og vöðvar Mjaðmagrindar Neðri rönd griiiclarhols hvernig hún kynntist svæðameðferð: „Það var meira vegna ánægjunnar að reyna eitthvað framandi heldur en aö svala fræðilegum fróðleiksþorsta, aö ég fór að reyna þessa aðferð. Eg tók til höndunum viö alla þá f ætur sem ég náði til, þrýsti á þá, athugaöi, nuddaði og gerði samanburð, þar til ég var þess sjálf fullviss að fóturinn er eins konar tengimiðstöð (skiptiborö) þaðan sem ég vissi ekki hvcrnig eða hvers vegna hægt er að hafa fjarhrif á alla hluti líkamans.” (Undirstrikun greinarhöfundar.) En hvernig virka þessi fjarhrif? Þess er hvergi getið, rétt eins og stjömuspekingurinn skýrir aldrei hvemig stjömumar eiga að hafa sín f jarhrif á fólk. Ákafi höfundar í byrjun er annars áhugaverður þvi að á mörgum stöðum í bókinni er alvarlega varað við því aö viðvaningar beiti svæðanuddi. Þess er þó aldrei getið hvað í ósköpunum á að gerast ef vitlaust svæði er nuddað eöa rétt svæði á vitlausan hátt. Orðrétt segir bókin: „Ekki verður nógsamlega varað við námskeiðum litt reyndra „sérfræðinga” sem spretta upp hér og þar.” Bókin getur þess þó ekki hvemig á að þekkja sauöina frá höfmnum. Svæðin á fótunum kallast viöbragðs- svæði. Skilgreining þeirra er reyndar einkar athyglisverð, en hún er svona: ,,Þá er orðið viðbragð (reflex) ekki tengt taugakerf inu heldur hefur tvenns konar merkingu: 1. Sem endurspeglun heildarmyndar (höfuö, háls, bolur) á annan minni flöt (fæturna) í almenn- um skilningi, líkt og speglarnir í sumum gerðum myndavéla. 2. Til sér- stakrar auðkenningar vissra hluta fótarins sem hafa, reynslu samkvæmt, bein orkutengsl til líffæra líkamans.” En fávís spyr: Hver em þessi beinu orkutengsl sem em óháð taugakerf- inu? Meöferðin skal vera sársaukafull Það má á einhvern hátt réttlæta hjá- fræði sem ekki skaöa fólk ef þau eru ekki tekin of alvarlega, ef þau em bara eitthvað sem fólk hefur gaman af. En ég get ekki ímyndað mér að neinuin þyki gaman í svæðameöferð því að meðferðin á að vera sársaukafuli. Ef hún er það ekki má búast við því að „árangurinn” verði minni en ella. Eg veit um eldri konu sem átti erfitt meö gang í marga daga eftir svæða- meðferö. Slíkt er auðvitaö ekkert grín og ber að taka alvarlega ef einungis er um kukl að ræða. Orðalag bókarinnar er á þessa lund: „Venjulega er með- i.öndlað allt upp að velþoianlega sárs- aukamarkinu.” Og á öðrum staö stendur: „Sá sársauki sem hann (sjúklingurinn) finnur fyrir verður léttbærari ef hann andar rólega og gefur sig á vald meðhöndluninni eins mikið og hægt er. Reynir að upplifa sjálfan sig í sínum eigin fótum.” Ekki hljómar þetta nú beint vísindalega. Fávísir sjúklingar Svæðameðferö á ekki einungis að geta læknað hin ýmsu mein heldur má einnig nota hana til aö finna (upp) sjúkdóma. Aum svæði á fæti samsvara veiku líffæri. Það er þó varað mjög við slíkum sjúkdómsgreiningum og svæðanuddurum er bent á að tala aðeins um svæðisbundið álag á hin ein- stöku líffæri. Það er náttúrlega svo óljóst og loðiö að mjög erfitt er að vefengja það, rétt eins og lýsing stjörnuspekingsins. Báðir passa sig að segja ekki of mikið. Bókin Svæðameð- ferðin gengur meira að segja hreint til verks í þessum efnum og segir að með sjúkdómsgreiningu geti svæðanuddari tapað trúveröugleika sínum. Það er líka áhugavert að sjá hvemig svæða- nuddurum er sagt að sniðganga frá- sögn sjúklingsins. Orðrétt segir í bók- inni: „Persónuleg umsögn sjúklings- ins um óþægindi þarf ekki endilega að vera það sama og kemur fram við sjón og þreyfigreiningu meðhöndlarans. Þetta á sér eftirtaldar skýringar: 1. Sjúklingurinn lýsir oft aðeins ein- stökum sjúkdómseinkennum. 2. Hann gleymir því sem máli skiptir og ofmet- ur aukaatriði. 3. Hann segir ekkert um dulda kvilla (hulið álag) því hann verður þeirra ekki (ennþá) var. 4. Ef um miklar þrautir er að ræða í ein- hverju líffæri yfirgnæfa þær oft sárs- auka frá ööru líffæri sem ekki er eins mikill. Hann kemur fyrst fram þegar hámark þrautanna er liðið hjá. Þess vegna heldur sjúklingur því hvað eftir annað fram að hann sé „veikari en hann var” af því að hann finnur alltaf næstu ntúnni óþægindi sem yfirgnæfð vorustigaf stigi.” Þaö er því ekki öfundsvert að vera í sporum sjúklingsins ef meðferðin snýst um verki sem hann finnur ekki fyrir og kvartanir eru látnar sem vind umeyruþjóta. Svæðanuddarar hafa á þennan hátt fengið afsökun fyrir því að nudda fleiri svæði en þau sem eru endurspeglun hins veika líffæris. Það færi enginn til svæðanuddara ef hann nuddaði aðeins örlítinn blett fótanna klukkustundum saman. Til þess að hafa eitthvað annað að gera og til að flækja fræðin og gera þau þar með virðulegri, fundu svæða- nuddarar upp orðið „orsakaviðbragðs- svæði”. Orðið vísar til svæðis sem hefur orsakaö eða er tengt uppruna óþægindanna. En það sama gildir hér og annars staöar, því þvergi er greint frá því, hvergi er skýrt frá tengslum orsakaviðbragðssvæðanna við óþæg- indin. Þau bara eru til staðar, segja þeir. En hvemig er þá hægt að vita hver eru orsakaviðbragðssvæði hinna ýmsu óþæginda? Ein leiðin er að finna þau hreinlega upp en hin er að f ara í bókina góðu og líta þar á lista um slík svæði. Orsakaviðbragðssvæði heilablóðfalls eru til dæmis: nýru, hjarta, kynfæri, þarmar, hálskirtlar, hnakki og milta. Hvers vegna fæturnir? Þegar alla tilvísun í þekktar stað- reyndir vantar er eðlilegt aö maður spyrji sjálfan sig hvers vegna líkam- inn sé sagður endurspeglast í fótunum en ekki höndunum, tungunni eða jafn- vel nefinu. Um þetta atriði segir bókin: „fæturnir mynda víxlverkandi sam- band við jörðina sjálfa. Það er einnig hægt að hugsa sér þá sem skaut, sem eiginlega koma á jafnvægi á rafsegul- spennusvið mannsins.” Aðrar réttlæt- ingar eru ámóta nákvæmar, eða veit nokkur hvað rafsegulspennusvið mannsins er í þessum skilningi? Eg efast hins vegar um að hinir 300 svæðanuddarar okkar viti að sam- kvæmt hinni almennu svæðameðferð teljast tungan, hálsinn og efri gómur hafa þessa tíuparta skiptingu líka og að sama árangri má ná með nuddi á þeim og með nuddi á fótum. Þetta virðist vera gleymt, sennilega vegna þess að öll eru þessi svæði of viðkvæm fyrir klukkustundar sársaukafullt nudd. Fyrir nokkrum árum þótti mjög áhrifarik svæðameðferð vera falin í því aö ganga meö teygjur á fingrum og tám uns þær urðu bláar af blóðleysi. Einnig þótti gott að þrýsta á bert holdið með vírbursta. Slíkar lækningar þykja líklega of grófar fyrir þessa virðulegu „fræðigrein”núátímum. En hún virkar! Eins og í öllum hjáf ræðum þá er s var í þessum dúr algengasta athugasemd- in viö gagnrýni. Fólk gleymir því hins vegar aö skottulæknar, hverju nafni sem þeir nefnast, hafa alltaf talið sig ná árangri. „Sólmyrkvar eiga sér stað og villimenn hræðast. Töfralæknirinn veifar höndunum — sólin læknast — þeir gerðu það.” Þannig lýsti Charles Fort töframætti skottulækna. Sannleikurinn er sá aö fólk leitar sér yfirleitt lækninga þegar því líður hvað verst. Það er einnig staðreynd að flest- ir sjúkdómar og kveisur ganga yfir og batna með tímanum, óháð allri meðferð. „Árangur er því oftast gull- tryggður” ef þú bíður nógu lengi. Hinar 10—12 vikur svæðameöferðar ættu vissulega að duga fyrir flesta verki og sjúkdóma. En þarna spilar iika annar þáttur inn í, en það er trúgirni og sefjun. Ekki þarf að f jölyrða um það að trúin flytur fjöll. Þess ber aö geta að mikið af verkjunum sem fólk kvartar undan á sér sálrænar orsakir frekar en aðrar. Það er til dæmis þekkt staðreynd að læknir getur linað þjáningar og læknað þannig um 40—50% sjúklinga sinna með því einu að gefa þeim sykurtöflu sem þeir trúa að sé kvalastillandi lyf. Fólk mun því halda áfram aö læknast í svæðameðferð, en það er ekki nuddiö sem er læknirinn heldur tíminn og sálartetrið. Eitt er þó fullvíst, og það er að ekki fæst ég til að kasta þúsundum króna í sársaukafulla meö- ferð sem byggð er á algjörum sandi. Reynlr Harðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.