Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1985, Blaðsíða 8
56 DV. LAUGARDAGUR 30. MARS1985. Harry Truman varö forseti Banda- ríkjanna við dauöa Roosevelt forseta 12. apríl 1945. Næstu átta árin þurfti hann aö takast á viö ýmis verstu vandamál, heimafyrir og á alþjóöa- vettvangi, sem nokkur Bandarikja- forseti hef ur þurft aö takast á viö. Forsetatíð hans stóð í skugga kjam- orkusprengjunnar. Þessi spræki, lág- vaxni maöur, frá smábænum Inde- pendence í Missouri, sem aldrei bjóst viö því að veröa forseti, varð skyndi- lega valdamesti maöur heimsins vegna þess aö Bandaríkjamenn einir Engum datt í alvöru í hug að Truman yrði nokkru sinni forseti, ekki einu sinni þeim sem höfðu vitað í heilt ár að Roosevelt var farinn að heilsu. Truman sjálfur trúði því ekki. Hann var tilnefndur til varaforseta af fámennri klíku valda- manna í Demókrata- flokknum sem vildu allt til vinna að bola Henry E. Wallace, þáverandi varaforseta, frá. réöu yfir kjamorkusprengjum. Þar sem Tmman stóð andspænis reyndum risum alþjóölegrar valdabaráttu, þeim Churchill og Stalín, þurfti hann aö taka ákvarðanir sem mótuöu heiminn upp á nýtt í augum komandi kynslóöa. Tmman haföi ekki svo mikið sem eins dags reynslu af utanríkismálum þegar hann varö forseti. Hann haföi aðeins einu sinni fariö frá Bandaríkj- unum. Þaö var þegar hann fór sem hermaður til Frakklands í fyrri heims- styrjöld. Þann stutta tíma sem Tmman haföi verið varaforseti haföi Roosevelt forseti aö yfirlögöu ráöi haldiö öllu sem viö kom utanríkis- málum, stríðsrekstri og kjamorku- sprengjunni frá honum utan þess sem kom til umræðu á ríkisstjórnar- fundum. Þegar forsetinn dó vissi arf- taki hans varla meira um þessi mál en þaö sem hann haföi heyrt í þinginu og lesið í blööum. Þegar Tmman sat í öldungadeild bandariska þingsins var hann um tíma formaöur eftirlitsnefndar meö stríðs- gagnaframleiðslu. Þá hafði forvitni hans vaknað vegna mikilla útgjalda til óskilgreindra framkvæmda í Washing- tonríki. Þegar Tmman fann engar upplýsingar um framkvæmdirnar ósk- aöi hann eftir skýringum frá Stimson striösmálaráðherra. Stimson, sem hafði Litið álit á Tmman ogþingnefnd- um yfirleitt, vísaði fyrirspuminni frá sér án nokkurra útskýringa. Truman tók því illa. I dagbók Stimsons segir að Truman hafi hótaö honum hinum verstu afleiöingum vegna neitunar- innar og í dagbókinni segir ennfremur: „Truman er vandræöamaöur og óáreiöanlegur.” Þegar Truman haföi haldiö sinn fyrsta ríkisstjórnarfund, aðeins tveim tímum eftir aö hann tók viö embætti, sat Stimson eftir þegar aörir ráöherrar fóru. Þaö var þá fyrst sem Tmman frétti af rannsóknum sem leitt hefðu til smíði á nýrri sprengjutegund, ótrúlega öflugri. Stimson sagði forsetanum nýja að hann vildi ræöa þetta mál nánar viö fyrsta hentuga tækifæri. Svo óljós og leyndardómsfull var frásögn Stimsons að forsetinn skildi varla hvaö var á seyði. I dagbók sína eftir þennan fund skrifaöi Stimson: „Forsetinn nýi virt- ist vera viðkunnanlegur maöur en það var fullljóst aö hann veit mjög lítið um þau viöfangsefni sem hann mun takast á viö.” Sprengjan Truman fékk fyrst nákvæmar fréttir af kjamorkusprengjunni tveim vikum síðar. Stimson gekk þá á fund hans ásamt Leslie R. Groves hershöfðingja sem haföi haft yfirumsjón meö smíöi sprengjunnar. Þá sögöu þeir tveir forsetanum forsögu málsins og eðli sprengjunnar og lýstu henni sem ægi- legasta vopni í sögu mannkynsins. Þeir tilkynntu forsetanum aö sprengjan yröi liklega tilbúin til notk- unaríágúst. Stimson lýsti fundinum síöar og sagöi aö fréttimar heföu virst hafa djúp áhrif á forsetann án þess þó að honum heföi ofboðið á nokkurn hátt. Stimson talaöi eingöngu um hernaöar- gildi sprengjunnar en lét engar skoö- anir í ljósi á hugsanlegum áhrifum hennar á alþjóðastjómmál. Tmman virtist einnig lita á sprengjuna sem stríðsvopn fyrst og fremst og sem lykilinn aö því aö binda enda á stríðið viö Japan. Stimson lagði áherslu á þaö aö sú ákvörðun heföi þegar veriö tekin aö nota sprengjuna þegar hún væri tilbúin. Þaö er ekki vitað hvaö Stimson sagöi forsetanum af efasemdum hershöfö- ingja um sprengjuna. Eisenhower hryllti viö tilhugsuninni um þaö aö Bandaríkin yröu fyrst ríkja til þess aö beita sliku ógnarvopni. Og Marshall hershöföingi haföi látiö í Ijósi vonir um aö vara mætti Japani við og gefa þeim að minnsta kosti möguleika á aö gefast upp áöur en sprengjunni yröi beitt. Þessum efasemdum var vísaö á bug af hagkvæmnisástæðum og reyndar póli- tískum ástæöum lika. Truman lét engar efasemdir í ljósi og var því fyllilega sammála aö halda ætti áfram á fyrirhugaðri braut og nota sprengjuna. Síðan lagði hann málið til hliöar í bili. Skömmu eftir fundinn sagöi hann viö aöstoöarmann sinn aö innan tíöar yröi hann aö taka hræðilegustu ákvöröun sem nokkur þjóöarleiötogi heföi nokkru sinni þurft aö taka. Honum viröist aldrei hafa f logiö í hug aö stööva framkvæmdir við sprengjusmíöina. Ákvörðun tekin Potsdam-fundurinn var haldinn í júlí 1945 og þá kynntist Truman fyrst ,,Við höfum engin áform uppi um fjandskap eða árás á Sovétríkin eða önnur ríki. Við rekum ekkert kalt stríð. Þær deil- ur sem nú standa eru ekki milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þær standa milli Sovétríkjanna og heimsbyggðarinnar. ’ ’ (Harry Truman) hinum styrjaldarleiötogunum. Þjóö- verjar gáfust upp skilyröislaust 7. maí 1945 og í júní sama ár sldpaði Truman bandarískum hersveitum í Evrópu aö draga sig til baka þar sem þær voru utan þeirra markalína sem samþykkt- ar höföu verið á Yalta-ráöstefnunni. Churchill baö Truman aö fresta þeirri ráöstöfun en til einskis. Stríðið á Kyrrahafinu stóö enn og Bretar og Bandaríkjamenn voru aö reyna að fá Sovétmenn til þess aö lýsa stríöi á hendur Japönum. Kjarnorkusprengj- unni haföi ekki verið beitt. Fátt eftirminnilegt er taliö hafa gerst á Potsdam-ráöstefnunni en hún er þó merkileg af tveim ástæöum. I fyrsta lagi var þetta fyrsta tækifæri Churchill og Stalíns til þess aö kynnast Truman og í ööru lagi var það þá sem Truman fékk aö kynnast því hvemig þaö er aö vera valdamesti maöur heims. Því aö meðan á ráöstefnunni stóö fékk Truman skilaboö f rá Stimson þess efnis aö nýja vopnið heföi veriö prófað í Nýju-Mexíkó og allt gengiö vel. Og þaö var þá sem hann sendi um hæl þessi örlagariku skilaboð: „Notið þegar hún er tilbúin, en ekki fyrr en 2. ágúst.” Hann bjóst viö aö veröa lagöur af staö heimleiðis fyrir þann tíma. Fyrsta sprengjan féll á Hiroshima 6. ágúst. Tveim dögum síðar lýstu Sovét- ríkin stríði á hendur Japönum. Seinni sprengjan féll á Nagasaki 9. ágúst. Japanir gáfust upp þann 14. ágúst. Friðarvandi Stríöinu lauk svo skyndilega að hvorki bandarisk stjómvöld né al- menningur þar í landi voru reiöubúin. Og ný og aðkallandi vandamál skutu þegar í staö upp kollinum. Verkalýðs- hreyfingin í Bandaríkjunum, sem haföi lengi haldið aö sér höndum, heimtaöi nú miklar launahækkanir. Almenningur og talsmenn iönfyrir- HARRY TRUMAN ÓUIMDIRBÚINN FORSETI tækja kröföust þess aö ýmsum höftum, boðum og bönnum yrði þegar í staö aflétt, þar á meðal skömmtun á nauösynjavöru. Stórfyrirtæki í iönaði litu svo á að frammistaöa þeirra í framleiöslu striösgagna gæfi þeim rétt til þess aö viðhalda yfirburðastööu sinni á markaönum. Frjálslyndir demókratar, fylgismenn Roosevelts, vildu halda áfram krossferð hans til þess aö draga úr veldi stórfyrirtækj- anna. Verkföll, verkbönn og annaö riöu yfir og stjórnvöld uröu að taka yfir rekstur stáliöjuvera, náma og járn- brauta á meðan Truman reyndi aö stýra landi og þjóö inn í friðartíma. Og hjálp hans frá þinginu í Washington var verri en engin. Demókratarmisstu þingmeirihluta sinn í fyrstu þing-- kosningum sem haldnar voru eftir aö Truman tók viö embætti. Og í fram- haldi af því má segja aö stríðsástand hafi ríkt í Washington. Þingið sinnti ekki beiönum forsetans um lagasetn- ingu en samþykkti í löngum rööum frumvörp sem forsetinn beitti síðan Harry S. Truman á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.