Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd lóhannes Rau kanslaraefni sósíaldemókrata „Sterkt sósíalskt ríki“ var það sem Johannes Rau, kanslaraefrii sósíaldemókrata í Vestur-Þýska- landi, lagði áherslu á í stefnuræðu sinni sem hann flutti á flokksþingi í Ahlen fyrir jól. Hann sagðist stefna að því að verða kanslari allra borgara og hafa að æðsta leiðarljósi að sætta hina ólíku samfélagshópa. Utanríkisstefna Rau „Efst á lista hjá mér, þegar ég er orðinn kanslari, verður að fjar- lægja meðaldrægu eldflaugamar úr Áustur- og Vestur-Evrópu. Við munum spoma gegn því að fleiri eldflaugum verði komið fyrir í Vestur-Þýskalandi,“ sagði Rau. Hann lagði fast að öllum flokks- mönnum að standa einhuga að baki hinu vestræna vamarbandalagi. Hann kvaðst í utanríkisstefnu sinni mundu taka mið af sameigin- legu öryggi V-Evrópulanda, þó með niðurskurð kjamavopna í huga, og svo eflingu verslunar og menning- arsamskipta austurs og vesturs. „En vinátta og aukin samskipti táknar ekki að við afsegjum að gæta þýskra og evrópskra hags- muna,“ sagði hann. Kemur vel fyrir í sjónvarpi Hinn 54 ára gamli Rau þótti nánast sjálfkjörinn sem kanslara- efhi sósíaldemókrata eftir að flokksdeild hans í Norður-Rín og Vestfalen gjörsigraði kristilega demókrata í fylkisþingskosningun- um þar í maí síðastliðnum. Væntu flokksbræður hans sér mikils af honum því að Rau þykir eiga auð- velt með að laða fólk til fylgis við sig. Einkanlega er orð gert á því hvað hann kemur vel fyrir í sjón- varpi, er harður í rökræðum og meinfyndinn, sem jafrian þykir höfða vel til þýskra kjósenda. Uppgangur hægriflokkanna En eftir að Rau var valinn kansl- araefhi þýskra jafnaðarmanna hafa allar fylgiskannanir gefið til kynna Johannes Rau, kanslaraefni sósíaldemókrata, í essinu sinu fyrir framan sjónvarpsmynda- vélarnar. að fylgi stjómarflokkanna, einkan- legra kristilegra demókrata, hafi aukist og það verulega. Að frátöldu atvinnuleysinu er ástandið í efna- hagsmálunum gott og framtíðar- horfur góðar en ríkisstjóm Kohls kanslara gerir ráð fyrir að á næsta ári muni henni takast að draga úr atvinnuleysinu. Takist Kohl og kompaní það gengur hún mjög sigurstrangleg til kosninganna í janúar 1987. Hægriflokkunum stóð því ekki mikill stuggur af hinu nýja kansl- araefrii jafnaðarmanna og lögðu ekki mikið upp úr stefnuræðunni í Ahlen. Þeir einfaldlega afskrifa hann sem vonlausan. Á brattann aö sækja Innanflokkserjur sósíaldemó- krata milli vinstri vængsins og hægri vængsins hafa spillt mjög fyrir flokknum og um leið urðu Rau á ýmis mistök í fyrstunni, eftir að hann varð kanslaraefni, sem spillt hafa áliti hans. Hann hafði verið talsmaður skattalækkana fyrir meðaltekjumenn og láglaunafólk en tók síðan upp á því að lofa að hækka aftur, þegar sósíaldemó- kratar kæmust til valda, ýmsar bætur almennra trygginga sem Kohl-stjómin hefur lækkað. Ábyrgari aðilar innan flokksins fengu hann til þess að draga það til baka. Gagnrýnendur Raus segja að hann ali á vonum að vinna kosn- ingamar á persónutöfrum einum saman og kalla hann hentistefhu- mann sem enginn geti tekið alvar- lega, ekki einu sinni flokkssystkin- in. Stefnan sé loðin því að hann vilji engan fæla frá. Frá Vísindasjóði Vísindasjóöur auglýsir styrki ársins 1986 lausa til umsóknar. Umsóknarfresturertil 1. febrúar. Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá deildarriturum, menntamálaráðuneytinu og- hjá sendiráðum Islands erlendis. Deildarritarareru: Sveinn Ingvarsson, konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð, fyrir Raunvísindadeild, og Þorleifur Jónsson, bókavörður á Landsbókasafni, fyrir Hug- vísindadeild. ... . . Visindasjóður Fiskimenn, Reykjavík Fundur verður haldinn í húsi Slysavarnafélagsins Grandagarði kl. 17.00 í dag. Frummælendur verða: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknar- stofnunarinnar Þorvaldur Axelsson, fulltrúi S.V.F.Í. Fiskimenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórn Sjómannafélags Reykjavikur. AT.T.T A SAMA STAÐ! ÞVERHOLTI11. Fyratir med fréttirnar Síminn á öllum deildum 27022 DOLLY PARTON. ÍFIÐ ER LEIKUR ■ 100 METRA OFAN í JÖRÐINA “ ÚRVALFERÍ BRESKA KOLANÁMU Bls. 70 Skop Undrabarn og ofurstirni Hársbreidd Þjálfaður skæruliði 9 ára Dolly Parton - lífið er leikur Hetjustræti Saga vínsins Sjúkleg afbrýðisemi er hættuleg Úr heimi læknavtsindanna Ótrúlegt en satt: Maðurinn sem vildi deyja Stefnan tekin á Teheran: Saga af flugráni 3 7 10 U 21 28 34 4° 43 46 -s FL Bls. 46 ÍSLENSK FRÁSÖGN: VILEII ÍBÍL BfS. 83 Hugsun í orðum Stríðið við ryð í bílum Fastur undir logandi eimreið Úrvalsljóð 100 metra ofan í jörðina Barist við búðarþjófa Reimleikar í bíl Hin nýja frú Gandi 58 60 63 68 70 85 89 93 Síðast seldist URV AL upp - náðu þér í hefti núna. o’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.