Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 26
34 $ r | J Í-MIKIÐ AÐLESAÍ DV. FOSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. lúrvali Menning Menning Menning Menning r FYRIR LITIÐ Janúarheftið er komið á blað- sölustaði. þetta: J Meðal efnis ★ ★ ★ ★ Stefnan tekin á Te- ★ ★ ★ J heran: Saga af flug- $ í ráni í * Nákvæm lýsingá því * * þegar flugvél Kuwait $ $ Airlines, flugi 221, á leið $ * frá Dubai til Karachi, var $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ •k ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ * rænt i nafni Allah. ★ ★ ★ Reimleikar í bíl ★ Islensk frásögn af ★ draugagangi í bíl vestur á ★ fjörðum - þetta er saga ★ úr samtímanum. ★ 100 metra ofan í jörð- ína ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ * ★ um barnaþrælkunina sem ★ ★ fylgdi í kjölfar iðnbylt- ★ ★ ★ ★ Úrval bregður sér í kola- námu í Wales og rifjar líka upp nokkur atriði íngarinnar. $ Dolly Parton-Iífið er leikur Dolly Parton segir frá sjálfri sér, bernsku sinni og starfsferli - hress og brjóstgóð að vanda. Sjúkleg afbrýðisemi $ ! ★ ★ ★ ★ ★ ★ % ★ er hættuleg " ★ Afbrýðisemi er talin böl- ★ valdur eins hjónabands ★ af hverjum fjórum, og í $ sinni verstu mynd er hún $ nánast ólæknandi sjúk- í dómur. Lærið um hana í í tæka tíð iUrvali í tímarit fyrir alla ★ ★ ! i ★-K-K-K-k-k-ic-K-tc-k-tc-tc-tc-ic-ic-ic-tc-fc-k-k-k ★ Áskriftarsíminn er (91)27022 Áhrifarík lífssaga og kafli úr þjóðarsögu Sigurður Magnússon: ÆVIMINNINGAR LÆKNIS Formáli eftir Vilmund Jónsson. Hannes Pétursson sá um útgáfuna. Útgefandi: IÐUNN, 1985. Ég held að þessi bók eigi sér enga systur meðal bóka sem út hafa komið á árinu 1985. Þetta á jafnt við um sögumanninn, efnið og frá- sagnarháttinn. Sögumaðurinn er íslenskur héraðslæknir frá tíma- skiptaárunum í heilbrigðismálum Islendinga um og eftir aldamótin. Hann nam læknisfræði sína „á einni þekkingaröld til að starfa á annarri", segir réttilega í formála. Kjarni efnisins er læknisnámið um 1890 og síðan starfið næstu fjóra áratugi, þegar læknirinn varð að berjast fyrir lífi sjúklinga sinna með tvær hendur tómar, og frá- sagnarhátturinn er bæði sérstæður og lýsingamikill, frásögnin einlæg, hégómafirrt og hispurslaus, og gætir þar hvorki sjálfhlífni né undandráttar um annað fólk. Þáttur í menningarsögu Sigurður Magnússon læknir, sem bókina skrifar, fæddist í Viðvík í Skagafirði árið 1866. Hann var bróðir Ólafs gerðarklerks í Arnar- bæli, sem þjóðkunnan mátti kalla á sinni tíð. Magnús ólst þó upp í Reykjavík, því að þangað fluttist fjölskyldan. Faðir hans var smiður, og Magnús nam trésmíði af honum. Hann hóf nám í læknaskólanum 1887, tók læknispróf 1890 og fór til framhaldsnáms í fæðingarhjálp og handlækningum í Danmörku, en heim kominn 1893 var hann settur læknir í Dýrafirði og Önundarfirði, starfaði þar nær áratug og varð þá læknir á Patreksfirði, einhverju örðugasta læknishéraði þessa lands, og gegndi því nær aldar- fjórðung. Þá lærði hann tannsmíði í Kaupmannahöfn, hélt til Seyðis- fjarðar og smíðaði næstu árin upp í marga Austfirðinga. 1928 var hann settur læknir á Ólafsfirði og var þar til 1935 er hann fluttist til Reykjavíkur. Þar með hefst saga þessarar bókar. Frumkvæði Vilmundar landlæknis Þegar uppgjafalæknirinn var sest- ur að í höfuðstaðnum varð honum leiðigjarnt við iðjuleysi, og heilsan var farin að bila. Þá var Vilmundur Jónsson landlæknir, og hann vissi gerla um langa og erfiða læknis- reynslu Sigurðar og taldi mikil- vægt að hann skrifaði þá sögu sem væri merkur þáttur i menningar- sögu þjóðarinnar - um starf og baráttu héraðslækna á fslandi um og eftir aldamótin. Hann bað því Sigurð að rita endurminningar sínar og hvatti hann óspart til þess. Sigurður lét tilleiðast með tregðu en honum vannst allvel og hafði lokið sögu sinni í ársbyrjun 1939. Þá las Vilmundur handritið, sem honum líkaði meira en vel, og sett- ist niður að skrifa formála, þar sem hann gengst við því að handritið sé skrifað að sinni þrábeiðni. Form- álanum lýkur með þessum orðum: „Er hér ritaður þáttur í menn- ingarsögu vora, sem mér er ekki kunnugt um, að áður hafi verið færður í letur, af þeim manni, að ég ætla ekki annan núlifandi manna til þess kjörnari. Nefni ég þar einkum til frásöguna um læknisnámið og undirbúning lækna undir lífsstarfið, áður en hófst hin nýja öld læknismennt- unarinnar hér á landi, svo og starfsskilyrði lækna á þeim tím- um, að ógleymdum erfiðleikum þeim að vera uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á annarri." Auk þess segir Vil- mundur að bókin hafi að geyma „skemmtilega mynd af höfundin- um, hégómalausum, undir niðri smákímnum, ekki síst á eigin kostnað, óklökkum gagnvart annarra dómum, manna ólíkle- gustum til að leggjast lágt til að elta vinsældir almennings,“ Það er mála sannast, að þessi lýs- ing Vilmundar sannast hverjum lesanda ljóslega við lesturinn. Dráttur á útgáfu Sigurður læknir andaðist árið 1940, áður en bókin kæmi út, en Vil- mundur og aðrir er af þessu vissu, munu hafa gert ráð fyrir, að það drægist ekki úr hömlu. Þetta fór þó á annan veg. Erfingjar Sigurðar töldu rétt að láta útgáfu bíða um sinn, enda mun einhverjum hafa þótt sem Iýsingar Sigurðar væru helsti bersögular og talið að draga þyrfti úr þeim. A næstu árum var eitthvað strikað með blýanti í handritið í tillögu- gerð um úrfellingu, en ekki þó svo að neitt væri þurrkað eða strikað út. Leið svo fram til 1960. Þá las Vilmundur handritið að nýju og sá hvað gerst hafði. Þá skrifaði hann örstuttan viðbótarformála: „Ef æviminningar þessar verða birtar þannig, að felldir verða niður kaflar eða orðalagi breytt samkvæmt því sem svigar og útstrikanir benda til, að ein- hverjum hafi dottið í hug, mundi það draga mjög úr gildi ritsins sem heimildarrits, auk þess sem slíkur tepruskapur skyggði bagalega á hispurslaust fas höf- undar.“ Dróst þá útgáfan enn, og á aldaraf- mæli Sigurðar 1966 báðu synir hans Þjóðskjalasafnið fyrir handri- Bókmenntir ANDRES KRISTJÁNSSON tið til geymslu með ósk um að við því yrði ekki hreyft að nýju fyrr en 1980. Gefið út óbreytt Þegar handritið hafði verið sótt í safnið samdi Iðunn við réttarhafa þess um útgáfu, og nú er bókin komin út 45 árum eftir að hún var rituð, óbreytt að öllu eins og höf- undur gekk frá henni, nema örlitl- um skýringum er bætt í neðanmáls á nokkrum erlendum læknisfræði- orðum. Verður að segja að saga handrits þessa hafi endað vel, ekki síst þar sem útgáfan hefur fengið vandaðan bókmenntamann, sýslunga höf- undar, Hannes Pétursson, skáld, til þess að annast útgáfuna með hjálp Benedikts Tómassonar, læknis. Það verk virðist mér af hendi leyst með mikilli alúð og feyrulausum trúnaði. Formálar Vilmundar báðir fylgja nú, og Hannes gerir grein fyrir starfmu að útgáfunni og ferli handritsins. En var það ómaksins vert að gefa út nú þetta gamla handrit sem sagði reynslusögu íslensks læknis fyrir 80-100 árum? Enginn vafi er á því, að þetta er einhver trúverð- ugasta og gleggsta heimild sem séð hefur dagsins ljós á prenti síðustu hálfa öldina um þetta skeið og læknisstörf þess. Fyrst má nefna læknisnámið, sem Magnús læknir lýsir svo skýrt og vel. Nefna má eftirfarandi námsdæmi úr bókinni: „Síðasta veturinn minn tók læknir mig með sér út á Seltjarn- arnes til sængurkonu, sem lá í baðstofugreni... Strax eftir komu okkar rannsakar læknir konuna án þess að þvo sér, því næst leggjum við konuna þvers- um í rúminu. Þá segir læknir: „Og nú þurfum við eitthvað undir sitjandann, bara eitthvað." Þá finnur hann undir rúminu strigapoka, sem var stífur af mold eða öðrum óhreinindum. „Þetta er ágætt,“ segir hann og leggur pokann undir konuna, síðan tekur hann fæðingartöng- ina úr tösku sinni, leiðir hana inn í leggöngin, án þess að hreinsa hana eða hendur nokk- uð, og lofar mér svo að hala fóstrið út.“ Bráðlifandi frásögn Síðan tekur læknisstarfið við. Frásögnin af því er bráðlifandi, hreinskiiin og hispurslaus. Þar eru sögð mörg dæmi um bágborið hreinlæti, erfiðar læknisferðir, viðmót fólks og kynni við það. Magnús leiðir lesandann blátt áfram við hönd sér um þennan örbjargadal baráttunnar við sjúk- dóma og dauða. Hann hælir ekki sjálfum sér, telur sig lítinn lækni og vanburða við þessar aðstæður. Hann segir einnig hliðrunarlaust frá eigin lífsbaráttu og basli, dregur ekkert undan sér eða öðrum til fegrunar. Hann kveinkar sér aldr- ei, og þrátt fyrir allt hið vonsvikna stríð er hann ókalinn á hjarta. Það má lesa milli lína, að Sigurður hafi verið góður fæðingarlæknir og handlæknir, eins og margir héraðslæknar þessara áratuga urðu við þjálfun einangrunar og úrslitakostanna að verða að reyna. En hann mærir ekki sjálfan sig og segir t.d. í sögulok: „Að endingu verð ég að biðja afsökunar á því, að ég fór að flónskast til þess að hripa upp þessar æviminningar mínar, sem ég get ekki vænst að verði nein- um til dægrastyttingar og þaðan af síður til uppbyggingar. En til þess liggja tvær ástæður, önnur er sú að ég er ekki ofhlaðinn störfum á þessum síðustu og verstu tímum, en betra þykir illt að gera en ekki neitt, - hin er sú, að landlæknir hefur farið þess á leit við mig oftar en einu sinni, að ég skrifaði sögu mína.“ Ja, ljótt er að heyra - en betra að lesa. Það er satt að segja ósvikin veisla, sem engrar afsökunar þarf við. Lestur þessarar bókar minnir mann oft á afbragðsgóða heimildarkvikmynd, sem verður margfalt áhrifameiri og sannari fyrir það, að maður veit, sér og skilur í hverri línu, að hún er lifuð en ekki leikin. A.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.