Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUD AGUR 27. DESEMBER1985. 13 Opið bréf til borgarstjórnar Það er með ólíkindum hvað gamli miðbærinn í Reykjavík er hafður ljótur. Hann er að vísu hreinn en þar endar hugarflugið. Þetta er óttalega leiðinlegt. Bærinn skartar engu nema tiskunni sem gefur honum nýjan anda öðru hvoru. Að mínu mati vantar þrjár tilfinning- ar: hefð, dulúð og ferskleika. Eg hef örfáar tillögur til dáða og þær birtast hér i númeruðum mála- flokkum. 1. Austurvöllur. Það er mjög óhagkvæmt að umhirða bæjarins við þetta svæði skuli vera tak- mörkuð við blómaskreytingar á sumrin. Til verndar blómunum hefur (vonandi óvart) verið sett upp víragirðing hér og þar um völlinn. Burt með hana. Þrátt fyrir allar tilraunir tekst aldrei að gera Aust- urvöll að garði nema sett verði upp steypt girðing. Hún getur orðið falleg og voldug ef hún er gerð úr steypusúlum eða strendingum eins og algengt er í grindverkum utan um gamla garða í borginni. Hún þarf að vera á bilinu eins til tveggja metra há. Á henni mættu einhvers staðar vera myndarleg grindahlið sem væru aðallega til skrauts en þó ekki lokuð. Inn í garðinn vantar eitthvert augnayndi, t.d. tvö gróð- urhús með nokkrum stólum. Þau væru upplýst og hefðu a.m.k. nokkra steinda glugga. Helst með fleiri köntum en fjórum eins og regluleg garðhús en að sjálfsögðu ekki mjög stór. 2. Smáhlutir í fyrsta lagi vantar miðbæinn vatnslind með þessu ágæta vatni okkar - bæði handa íslendingum og útlendingum. Hún yrði að vera krómuð, eins konar skúlptúr sem tæki u.þ.b. einn fer- metra undir sig. Hún gæti staðið i göngugötu Austurstrætis, Lauga- vegar eða á Austurvelli. Sjálfsagt koma fleiri staðir til greina. En ég vil koma því hér að að það er ekki nóg- að hugsa um að byggja og vernda hús, við verðum líka að búa til fallega hluti sem standa eins og lítil undur í steypunni. Venjulegir skúlptúrar eru hæpnir sem bæjar- skraut, þeir eru ekki nógu áhuga- verðir. Sama má segja um brjóst- myndir. Annað fyrirbæri er nauðsynlegt fyrir miðbæinn en það er heitur gosbrunnur. Það mundi rjúka úr hpnum gufa, sérstaklega á kvöldin og í kulda og framkalla dularblæ, litla slæðu sem jafnvel mundi end- urspegla liti. Sérstökum vand- kvæðum bundið yrði að velja brunni þessum stað því hann væri verðugt tákn Reykjavíkur. Klukkan á Lækjartorgi þarfnast endurskoðunar. Auglýsingarnar á henni eru ósmekklegar og allur kubburinn er einstaklega dauður. Yfirleitt hafa auglýsingamyndir ekki varanlegt blik en þessu hafa borgarstjórnir Reykjavíkur ekki áttað sig á enda örugglega í mörg horn að líta. Það eru heldur ekki allir sem vita að sumir dauðir hlutir lifa. Standurinn þarf ekki að vera ferstrendur heldur gæti hann verið vafmn eða renndur eða óreglulegur eins og bjarg, búinn til úr djúpum lýsandi litum. Eins konar ljóslistaverk. Glerlistamenn geta séð um þetta. Þeir hljóta að hafa fleiri hugmyndir um ýmislegt sem jafnvel draumum okkar hinna Kjallarinn MATTHÍAS MAGNÚSSON RITHÖFUNDUR er hulið. Annars vantar okkur allt- af ábendingar úr draumum. I mið- bænum er allt svo venjulegt. Sumt er meira að segja venjulegt klúður. Gott dæmi um það eru tvö hand- rið þar sem Bankastræti mætir Lækjargötu. Annað er meðfram gangstéttinni neðst vinstra megin í Bankastrætinu og er í boga. Hitt er andspænis Bankastrætisendan- um, meðfram gangstéttinni í Lækj- argötu. Það þarf tvímælalaust að skipta á þessum handriðum og einhverjum virðulegum sem væru líka hærri. Við mundum græða dálitla tign á þessum skiptum. Þá á ég aðeins eina hugmynd eftir í þessum flokki en það er vafnings- viður á húsum. Hann gerir um- hverfið hlýlegra. Það eru mörg hús sem koma til greina, svo sem Reykjavíkurapótek, Útvegsbank- inn, Alþingishúsið. 3. Strætisvagnar. Hvorki gaml- ir né nýir strætisvagnar munu nokkurn tíma ná því andartaki að vera sjarmerandi eins og nú er hugsað um þá. Þeir munu vera ljótustu bílar á landinu. Það er hægt að bæta úr því með því að veggfóðra þá með litríku en rólynd- islegu veggfóðri að innan. Því ekki það. Það má líka spila með lýsing- una. Ekki síst í kringum jólin. En svona almennt séð væru gardínur afskaplega vel þegnar. Ekki samt gráar eða brúnar. Svartar í sorg og djarfar í glæstum tilfellum eða öfugt. Hið óvænta á að falla að öllum þeim tillögum sem hér hafa verið settar fram. Það er ekki bannað að dreifa huganum þó að svo mætti ætla. Ég geri það að lokatillögu minni að strætisvagnar verði auðkenndir með ávöxtum í stað númera. Matthías Magnússon. a „Bærinn skartar engu nema tískunni ™ sem gefur honum nýjan anda öðru hvoru. Að mínu mati vantar þrjár tilfinn- ingar: hefð, dulúð og ferskleika.“ Yfirgengileg sölumennska Þeir eru ófáir sölumennirnir, karl- og kvenkyns, sem hafa bæði smátt og stórt á boðstólum, einnig nytsamt og ekki nothæft, og gegna auglýsingar veigamiklu hlutverki í baráttu þeirra til að fanga kaup- andann, jafnt smáan sem stóran. Það er mjög svo auðvelt að verða var við þessa auglýsingabaráttu vegna þess að hún blasir stöðugt við okkur í íjölmiðlunum. Og núna, þegar aðalvertíð selj- anda og kaupanda er afstaðin, er varla hægt að tala lengur um aug- lýsingabaráttu, heldur fer orðið auglýsingastríð betur í munni, þvílík eru þau ósköp sem yfir okkur dynja. Dagblöðin tútna út, dagskrá hljóðvarpsins fer úr öllum böndum svo að ómögulegt verður að fylgjast með föstum liðum, hvað þá erind- um eða sögum. Og girnilegar sjón- varpsmyndir birtast loks á skjánum eftir langa, pirrandi bið, sem veldur því að þegar hin langþráða mynd hefst loksins er áhorfandinn orðinn svo fúll að hann hefur engan áhuga lengur hið innra með sér. Jafnvel hin fegursta rómantík verður vatnsósa eftir óendalega auglýsingaromsu og bið sem eyði- leggur smátt og smátt alla eftir- væntingu. Við nánari athugun uppgötvum við að þetta er alvarlegt mál og getur leitt til ósamkomulags og geðvonsku meðal áhorfenda eða hlustenda og þá má telja það vafa- mál hvort auglýsingin ber tilætlað- an árangur eða nær til hjartans. Og þegar svo er komið hafa klukknahringingar, svífandi jóla- snjór eða blíð bros ekkert að segja nema kannski til að ýfa upp enn flóknara önuglyndi yfir því að vörurnar eru flestar verðlausar. Það er nefmlega mjög sjaldgæft að getið sé um verðið á hinum aug- lýstu vörum og er það mjög svo hvimleitt. Ef einhver fengi nú t.d., þrátt fyrir allt fúllyndið, áhuga á ein- hverju auglýstu, smáu eða stóru, er sá sami nauðbeygður til þess að eyða símtali, strætisvagnamiða eða bensíni svo að hægt sé að komast til botns i málinu og það er ekki til þess að hrópa húrra fyrir. í öllu peningaleysinu eru nefnilega óþarfa-útgjöld ekki við hæfi heldur afþví vonda. Hins vegar er auðvelt að leysa málið. Það þarf aðeins að kynna verðið um leið og vöruna til þess að sá, sem verður gagntekinn áhuga á einhverju, geti strax leitt hugann að peningapyngjunni og íhugað á augabragði hvort hún þolir átakið. Sem sagt, engin au- kaútgjöld eða óþarfa snúningar heldur einn ánægjudropi út í fúl- lyndið og er það vel. En í raun átti auglýsingaflóðið ekki að vera til umræðu hér heldur aðeins ein auglýsíng sepi á sér sérstæða og tilfinninganæma sögu. Þannig er mál með vexti að það er ekki ýkja langt síðan ný gerð af hnífapörum leit dagsins ljós á meginlandinu og er það varla í frásögu færandi ef tillit er tekið til fjölda þeirra skeiða, gaffla og hnífa sem framleidd hafa verið í tímans rás. Þessari sérstöku tegund af hníf- apörum fylgdi haglega hönnuð auglýsing úr hlaði og birtist í blöð- um, tímaritum og uppi um alla veggi. Hún sýndi í einföldum línum eril hins daglega lífs, næstum því stress, og átti að benda á og sýna að einmitt með þessari gerð af hnífapörum værum við eldfljót að matast. Þau legðu svo sannarlega sitt af mörkum til þess að hinn stutti tími, sem ætlaður er til borð- halds hverju sinni, gæti auðveld- lega orðið helmingi styttri. Og hvað er ánægjulegra eða ákjósanlegra nú á tímum þegar flestir mæta eins og gestir á heimil- um sínum, svona rétt til þess að Kjallarinn SIGRÚN SCHNEIDER RITHÚFUNDUR gleypa í sig matinn og fá sér smá- blund? En viti menn! Hnífapörin seldust ekki og eftir nokkurra mánaða bið og enga hreyfmgu var hafist handa við að hanna nýja auglýsingu. Sú var algjör þversögn við þá fyrri. Nú lágu hnífapörin í fallegri röð á dúk með kögri á kringlóttu borði og lítill borðlampi varpaði mildum ljósgeisla yfir þau. Engin orð fylgdu. Þessi auglýsing sýndi rósemi og þægindi og virtist höfða til tilfinn- inga mannfólksins. Hnífapörin runnu út eins og heit- ar lummur og glöddu hjörtu ótelj- andi kvenna, karla og barna í gegnum tíðina. Á þessu er greinilega hægt að sjá að þrátt fyrir allt þráir nútímamáð- urinn notalegt heimili þar sem hann getur hvílst í ró og næði og við vitum öll að undirstaða þess er húsmóðir í góðu jafnvægi og nærgætin. Sigrún Schneider. a „Jafnvel hin fegursta rómantík verð- ™ ur vatnssósa eftir óendanlega auglýs- ingaromsu og bið sem eyðileguur smátf og smátt alla eftirvæntingu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.