Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 27. DKSEMBER1985. Iþróttir 27 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Toppurinn nötrar á Eng- landi og Everton nálgast — þrjú efstu liðin töpuðu í gær, Everton vann Man. Utd., 3:1, og Man. City vann Liverpool, 1:0. Steve Perryman skoraði sigurmark Tottenham gegn West Ham „Þetta er maraþonkeppni, ekki sprettur, og það liðið sem heldur best út sigrar í lokin. Ég reikna með að keppnin í l.deild verði tvísýnni en oftast áður. Það eru enn mörg Iið sem möguleika eiga á enska meistaratitlinum," sagði Jimmy Armfield, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sem var með- al fréttamanna BBC á Goodison Park þegar meistarar Everton unnu öruggan sigur á efsta liðinu í l.deild, Man.Utd, 3-1, í gær. Sanngjarn sigur og Everton er nú aðeins sex stigum á eftir efsta liðinu. Man.Utd heldur þó enn íjögurra stiga forustu í deildinni þar sem næstu lið, Liverpool og West Ham, töpuðu bæði. Lund- únaliðið eftir 18 leiki án taps . „Ég trúi þessu ekki enn og ég veit að 35.584 áhorfendur trúa því ekki heldur,“ sagði Stewart Hall, frétta- maður BBC, eftir að Man.City hafði sigrað Liverpool, 1-0, á Maine Road í Manchester. Þó átti Liverpool „ail- an leikinn" en ekkert heppnaðist. I fyrri hálfleiknum var um einstefnu að ræða á mark Manchester-liðsins en ekkert mark skorað. Á 60. mín. tókst Man. City svo að skora, raun- verulega úr sínu fyrsta upphlaupi. Miðherjinn Gordon Davies stökk upp með Bruce Grobbelaar mar- kverði sem missti knöttinn. Ciive Wilson, sem ekkert hafði áður gert rétt í leiknum, sendi hann í mark Liverpool með skalla. Kenny Daigi- ish, stjóri Liverpool, tók þá þegar Ian URSLIT Úrslit í ensku deildakeppninni í gær urðu þessi en mörgum leikj- um varð að fresta vegna rigning- ar, m.a. leikjum Chelsea-QPR og Watford-Arsenal í 1. deild. 1. deild: Birmingham-Not. Forest 0-1 Coventry-Ipswich 0-1 Everton-Man.Utd 3-1 Leicester-Aston Villa 3-1 Man. City-Liverpool 1-0 Oxford-Southampton 3-0 Sheff. Wed.-Newcastle 2-2 Tottenham-West Ham 1-0 WBA-Luton 1-2 2. deild: Blackburn-Leeds 2-0 Carlisle-Middlesbrough 1-0 Crystal Palace-Wimbledon 1-3 Huddersfield-Barnsley 1 -1 Hull-Grimsby 2-0 Norwich-Charlton 3-1 Oldham-Bradford 0-1 Portsmouth Brighton 1-2 Shrewsbury-Stoke 1-0 Sunderland-Sheff.Utd 2-1 3. deild: Blackpool-Bolton 1-1 Bournemouth-Reading 0-1 Bristol City-Plymouth 2-0 Bury-Newport 1-1 Cardiff-Swansea 1-0 Chesterfield-Lincoln 2-2 Darlington-Rotherham 2-2 Notts County Wolverhampton 4-0 Wigan-Bristol Rovers 4-0 York-Doncaster 0-1 4. deild: Cambridge-Chester 3-2 Halifax-Rochdale 1-1 Mansfield-Stockport 4-2 Orient-Hereford 2-2 Port Vale-Crewe 3-0 Scunthorpe-Hartlepool 1-0 Tranmere-Burnley 2-1 Wrexham-Preston 1-1 Rush af velli en hann hafði misst opin færi í fyrri hálfleiknum. Dalgl- ish tók stöðu hans en það breytti engu. Liverpool-liðið alveg lánlaust. Þeir MacDonald og McMahon áttu báðir skot í þverslá marks City og Nixon, markvörður Manchester-liðs- ins, átti stjörnuleik. Ótrúlegt tap og Liverpool hefur aðeins hlotið eitt stig í síðustu þremur leikjunum. Léleg vörn United. „Þetta var sanngjarn sigur. Ever- ton var betra liðið eftir að Sharp jafnaði en varnarmenn Man. Utd hljóta að naga sig í handarbökin eftir að hafa fengið það mark á sig. Þriðja mark Everton kom einnig eftir varn- armistök og vörn United var allt annað en sannfærandi í leiknum," sagði Jimmy Armfield á Goodison Park. Everton er nú aðeins sex stig- um á eftir Man.Utd og allt getur skeð. United fékk óskabyrjun í leikn- um. Skoraði eftir aðeins 14 mín. Renndi knettinum í markið innan- fótar eftir glæsilegan undirbúning Jesper Olsen og Colin Gibson. En eftir aðeins þrjár mínútur hafði Everton jafnað. Fékk hornspyrnu. Vörn United svaf illa á verðinum. Eftir að Lineker hafði skallað til Heath fór knötturinn til Sharp, sem tókst að koma honum yfir marklín- una framhjá Bailey. Eftir það var Everton betra liðið á vellinum. Gary Lineker skoraði annað mark Ever- ton á 41. min. með skalla og Sharp það þriðja á 47. mín. I hvert skipti, sem Everton sótti, virtist mikil hætta hjá United. Bailey varði nokkrum sinnum vel. Eftir því sem leið á leikinn fór United að sækja af nokkrum krafti, drifið áfram af Olsen og Strachan. Miðherjarnir Stapleton og Hughes sáust þó varla. Olsen var að komast í gegn þegar Stevens felldi hann,- „Maður hefur séð vítaspyrnur dæmdar á mjnna en þetta,“ sagði Armfield en dómarinn dæmdi auka- spyrnu á Everton fyrir hindrun og úr henni varð ekkert. Fleiri urðu ekki mörkin og leikurinn nokkuð góður í kuldanum á Goodison. Áhorfendur 42.551 og liðin voru þannig skipuð: Graeme Sharp, tvö mörk gegn Man.Utd. Everton. Southall, Stevens, Neil Pointon (nýkeyptur frá Scunthorpe), Ratcliffe, Hauwe, Bracewell, Sheedy,- Heath, Steven, Lineker og Sharp. Man. Utd. Bailey, Gidman, McGrath, Hogg, Gibson, Whiteside, Black- more, Strachan, Hughes, Stapleton og Olsen (Nicky Wood). Perryman skoraði. „Leikmenn West Ham áttu ekki skot Á markið hjá okkur,“ sagði Steve Perryman, fyrirliði Tottenham, eftir að lið hans hafði sigrað West Ham á White Hart Lane í gærmorg- un. Perryman skoraði eina markið í leiknum. Fyrsta mark hans í 15 mánuði og von að Steve væri kátur eftir leikinn. Fyrsta tap West Ham í 19 leikjum í l.deildinni. Jimmy Armfield sagðist vera viss um að West Ham væri nú með betra lið en áður.-„Árangur liðsins nú er ekki jólaskreyting sem tekin verður niður eftir áramót“- og vitnaði þar í fræga setningu sem gengið hefur síðustu vikurnar á Englandi. Sigur Totten- ham hefði átt að vera stærri. Leik- menn liðsins misnotuðu nokkur góð færi og Clive Allan átti hörkuskot í þverslá. Það merkilega er að þetta er í íyrsta skipti síðan 1977 að Tott- enham sigrar í leik á annan í jólum. Leikur Sheff. Wed. og Newcastle var mjög skemmtilegur,- Um tíma virtist stefna í sigur Newcastlé á Hillsborough en Gary Thompson tókst að skalla í mark Newcastlé eftir hornspyrnu undir lokin. Jafnaði í 2-2. Marwood skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimaliðið og staðan 1-0 í hálíleik. Þeir Roeder, fyrirliði, og Beardsley komu Newcastle síðan yfir. Áhorfendur 30 þúsund. Neil Webb skoraði eina markið í Birming- ham og það færði Nottingham Forest sigur. Það var á 14. mín. og eftir það höfðu áhorfendur lítið að skemmta sér við. Áhorfendur 10.378. Mich DÁvray skoraði sigurmark Ipswich í Coventry þremur mín. fyrir leikslok. Leicester vann góðan sigur á Aston Villa, 3-1. Alan Smith skor- aði tvö af mörkum Leicester, vara- maðurinn Mark Bright það þriðja. Mark Walters skoraði eina mark Villa. David Leworthy, sem Oxford keypti nýlega frá Tottenham fyrir 175 þúsund sterlingspund, lék sinn fyrsta leik með Oxford og skoraði tvö fyrstu mörkin. John Aldridge mis- notaði vítaspyrnu á 21. mín. en bætti það upp í síðari hálfleik þegar hann skoraði þriðja mark Oxford. Sout- hampton lék illa og vörnin slök án landsliðsmannsins Mark Wright. Enn tapar WBA, nú á heimavelli fyrir Luton. Mark North skoraði fyrsta mark leiksins, Imre Varadi jafnaði fyrir WBA en Mich Harford skoraði sigurmark Luton. í 2.deild komst Norwich í efsta sætið með 3-1 sigri á Charlton. Lundúnaliðið náði þó forustu í leikn- um með marki Flanagan. Kevin Drinkall kom Norwich yfir með tveimur mörkum og rétt í lokin skor- aði John Deehan þriðja markið. Var fagnað gífurlega en hann hafði rétt áður komið inn sem varamaður. Portsmouth sótti og sótti en Brigh- ton sigraði. Saunders náði forustu fyrir Brighton í leiknum eftir mis- heppnaða sendingu varnarmanns ína Valsdóttir, íþróttakonan íjölhæfa í Ösp, var nýlega kjörin íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Hún á nú 11 íslandsmet í sundi og 3 í fijálsum íþróttum. Á Norðurlandamótinu í ár sigraði hún í 100 m fjórsundi og setti Norðurlandamet. Hlaut tvenn silfurverðlaun á mótinu að auki. Myndin var tekin þegar Ina hlaut verðlaun sín. Talið frá vinstri Bjarni Árnason, eigandi Brauðbæjar, sem gaf verðlaunin, Ólafur Jensson, formaður íþróttafélags fatlaðra, ína Valsdóttir og móðir hennar, Jónína Þorbjörnsdóttir. DV-mynd Bjarnleifur. Steve Perryman, fyrsta markið í 15 mánuði. Portsmouth til markvarðar. OCall- aghan jafnaði en Connor skoraði sigurmark Brighton á 73. mín. eftir skyndisókn. Áhorfendur í Norwich voru 18 þúsund og í Sunderland voru 17.643 áhorfendur sem fögnuðu góð- um sigri á Sheff.Utd. Edwards náði forustu fyrir Sheffield-liðið. Eric Gates jafnaði og Gary Bennett skor- aði sigurmarkið. Einn besti leikur Sunderland á leiktímabilinu. Crystal Palace tapaði á heimavelli fyrir öðru Lundúnaliði, Wimbledon. Aðstæður hroðalegar og leikurinn hefði alls ekki átt að fara fram að áliti frétta- manna BBC. Yfirleitt var öllum leikjum í Lundúnum frestað vegna úrhellisrigningar. - hsím STAÐAN Staðan eftir leikina á Englandi í gær. 1. deild: Man.Utd 23 15 4 4 41-16 49 Liverpool 23 13 6 4 46 22 45 West Ham 23 13 6 4 38-20 45 Chelsea 22 13 5 4 36-23 44 Everton 23 13 4 6 51-29 43 Sheff.Wed. 23 12 6 5 37-34 42 Arsenal 22 11 5 6 25-25 38 Luton 23 10 7 6 37-26 37 Tottenham 22 10 4 8 39-26 34 Newcastle 23 9 7 7 32-34 34 Nott.For. 23 10 3 10 35-35 33 Watford 22 8 5 9 38-38 29 Southampton 23 7 6 10 30 34 27 QPR 22 8 3 11 20-27 27 Man.City 23 6 7 10 27-32 25 Leicester 23 6 7 10 31—41 25 Coventry 23 6 6 11 27-35 24 Oxford 23 5 8 10 35-46 23 A.Villa 23 5 7 11 27-36 22 Ipswich 23 5 3 15 18-37 18 Birmingham 22 5 2 15 13-32 17 WBA 23 2 5 16 20-55 11 2. . deild Norwich 23 13 6 4 48-23 45 Portsmouth 23 13 3 6 36-18 42 Charlton 22 12 4 6 40-25 40 Wimbledon 23 11 6 6 31-23 39 Barnsley 23 10 7 6 26-18 37 C.Palace 23 10 5 8 30-27 35 Sheff.Utd 23 9 7 7 39-33 34 Brighton 23 10 4 9 39-34 34 Blackburn 23 9 7 7 26-28 34 Hull 23 8 8 7 37-30 32 Stoke 23 7 9 7 27-27 30 Bradford 21 9 3 9 25-31 30 Shrewsbury 23 8 5 10 29-32 29 Leeds 23 8 5 10 27-37 29 Sunderland 23 8 5 10 23-33 29 Oldham 23 8 4 11 33-37 28 Grimsby 23 6 7 10 34-35 25 Middlesbr. 22 6 6 10 19-26 24 Huddersfield 23 5 9 9 32-40 24 Millwall 21 7 3 11 28-38 24 Fulham 19 7 2 10 21-27 23 lCarlisle 22 4 3 15 20-48 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.