Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER1985. Áramót á Akureyri Frá Jóni G. Haukssyni, fréttamaimi DV á Akureyri: Leikhúsið á Akur- eyri: Sýnt milli jóla og nýárs Leikfélag Akureyrar verður ekki með neinar sýningar á Jólaævin- týrinu á gamlárs- eða nýársdag. árskvöld og síðan verður allt í góðu geimi hjá unglingunum til fjögur um nóttina. Aldurstakmark er á dansleikinn, hann er ætlaður ungl- ingum í 9. bekk og eldri. Unglingar í 7. og 8. bekk fá þó sinn skerf af gleðinni. Dynheimar verða með góðan dansleik í Lund- arskóla. Allir léttir í lund og húsið opnað hálfeitt á gamlárskvöld og verður opið til 03.00 um nóttina. Sýningar verða annars þannig milli jóla og nýárs: föstudaginn 27. des. klukkan 20.30, laugardaginn 28. des. klukkan 20.30, sunnudag- inn 29. des. klukkan 16.00 og mánu- daginn 30. des. klukkan 20.30. Og senn styttist í frumsýningu á Silf- urtunglinu, hún verður 24. janúar. Dynheimar: Gott geim unglinga Dynheimar á Akureyri verða opnaðir klukkan hálfeitt á gaml- Diskótek verður bæði í Lundar- skóla og Dynheimum. Hlíðarbær: París á gamló Hljómsveitin París verður á útopnu í Hlíðarbæ á gamlárskvöld. Staðurinn verður opnaður klukkan •24.00 eða á fyrstu mínútu nýja ársins. Opið verður til 4.00 um nóttina. Alls kyns gamlársglingur verður selt í Hlíðarbæ um nóttina, húfur, grímur og fleira. Lokað er á nýárskvöld. Fyrir skíðafólkið: Nýárstrimm Skíðaganga verður í landi Kjarna við Akureyri upp úr hádegi á nýársdag. Vænst er þátttöku almennings. Þetta er í fyrsta skipt- ið sem mót í skíðagöngu er reynt á þessum degi. Þykir það frekar nýstárlegt en í leiðinni góð og skemmtileg tilbreytni. Allir i Kjarna á nýársdag. Gamlárskvöld: Húllumhæ í H-100 Skemmtistaðurinn H-100 verður opnaður á mínútunni á miðnætti á gamlárskvöld. Opið verður til klukkan fjögur um nóttina. Diskó- tekið ræður ríkjum og dansflokk- urinn Warrior stígur mörg spor á gólfinu. -Gleðin við völd, semsé mikið húllumhæ í H-100. Staðurinn verður einnig opinn á nýársdags- kvöld. Þá verður opið frá 18.00 til 01.00. Maisölustaðir: Ijautin og Kjallarinn Kjallarinn í Sjalla verður opnað- ur klukkan 12 á gamlársdag og verður opinn til 15. Hann verður svo opnaður aftur 22 á gamlárs- kvöld og opið til 4 um nóttina. Á nýársdagskvöld verður opnað klukkan 18 og opið til 1. Lautin verður opin á nýársdags- kvöld. Allar líkur eru á að staður- inn verði einnig opinn á gamlárs- kvöld. Aðrir matsölustaðir verða ekki opnir á Akureyri um áramótin, Bautinn, Smiðjan og Hótel Kea, verða lokaðir bæði og gamlárs- og nýársdagskvöld. Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar Kardemommubærinn kominn aftur í Þjóðleikhúsið Milli jóla og nýárs heíjast á ný sýningar á Kardemommubænum, hinu sívinsæla barnaleikriti Thor- björns Egners, en þegar sýningum var hætt sl. vor hafði verkið verið sýnt fyrir fullu húsi frá jólum í fyrra, alls 57 sinnum og vel yfir 30.000 manns höfðu séð sýninguna. 58. sýning verður laugardaginn 28. desember kl. 14.00, 59. sýning sunnudaginn 29. desember kl. 14.00 og 60. sýning laugardaginn 4. jan- úar kl. 14.00. Thorbjörn Egner samdi einnig tónlistiná og söngtextana við verk- ið og teiknaði leikmynd og bún- inga. Hulda Valtýsdóttir og Krist- ján frá Djúpalæk þýddu leikinn, leikstjórar eru Erik Bidsted og Klemens Jónsson, hljómsveitar- stjóri er Agnes Löve og Kristinn Daníelsson annast lýsinguna. Það er óþarfi að fjölyrða um efni og innihald þessa barnaleikrits því fá verk hafa notið meiri vinsælda og margar persónumar hafa verið einkavinir íslenskra barna í nær- fellt 25 ár. Þarna hreiðra þeir til dæmis um sig ræningjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, sem Pálmi Gestsson, Randver Þorláks- son og Örn Árnason leika; þarna býr Soffía frænka, sá mikli skör- ungur sem fussar og sveiar yfir öllu rusli og drasli en Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur hana; þá er þarna Bastían bæjarfógeti, leikinn -af Róbert Arnfinnssyni, Tóbías í turninum, sem Baldvin Halldórs- son leikur, Sörensen rakari, Pylsu- gerðarmaðurinn og Berg kaup- maður, auk barna og dýra af öllum stærðum og gerðum. Meðal ann- arra leikenda eru Jón S. Gunnars- son, Pétur Einarsson, Sigurður Skúlason, Bryndís Pétursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þór- hallur Sigurðsson en með stærstu barnahlutverkin fara Brynja Gísla- dóttir og Selma Bjömsdóttir, sem skiptast á um að leika Kamillu, Atli Rafn Sigurðsson og Finnur Sigurðsson, sem leika Tomma til skiptis, og loks Gísli Guðmundsson og Hrafnkell Pálmarsson, sem skiptast á að leika Remó. Alls koma um 50 manns fram í sýningunni. Tónleikar í Norræna húsinu Píanóleikararnir Martin Ber- kofsky og Anna Málfríður Sig- urðardóttir munu halda aðra Schubert tónleika sína í Norræna húsinu sunnudaginn 29. des- ember kl. 20.30. Á efnisskrá verða fjórhent píanó- verk eftir Franz Schubert. Miða- sala er við inganginn í Norræna húsinu og er miðaverð kr. 300 en afsláttarverð fyrir nemendur kr. 200. Þessir tónleikar koma í stað þeirra sem vera áttu laugardaginn 14. desember og fresta varð vegna veikinda. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. Gömlu dansamir föstudags- og laug- ardagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir dansi. Lokað verður á gamlárskvöld. Broadway, Álfabakka 8, Reykja- vík, sími 77500. Föstudags- og laugardagskvöld, diskótek, hljómsveitin Equals kem- ur fram. Gamlárskvöld, opið frá kl. 23-04. Hljómsveitin Tremeleos leikur fyrir dansi. Nýársfagnaður verður á nýárskvöld. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636. Föstudags- og laugardagskvöld, diskótek. Á gamlárskvöld og nýárs- kvöld verður lokað. Uppi og niðri, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312. Föstudags- og laugardagskvöld, söngkonan Samatha Foxx kemur frsun. Á sunnudagskvöld leika Bobby Harrison og félagar fyrir dansi. Gamlárskvöld og nýárskvöld verður það Samatha Foxx sem syngur fyrir Jansi. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733. Föstudags- og laugardagskvöld, diskótek. Gamlársfagnaður verður á gamlárskvöld. Lokað verður á nýárs- kvöld. Kreml v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11322. Föstudags- og laugardagskvöld, diskótek. Á gamlárskvöld og á nýárskvöld verður diskótek. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440. Föstudags- og laugardagskvöld, d.iskótek. Á gamlárskvöld verður gamlársfagnaður og á nýárskvöld verður nýársfagnaður. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykja- vík, sími 20221. Föstudags- og laugardagskvöld kynnir Pálmi Gunnarsson nýju plöt- una sína. Breska söngkonan Samat- ha Foxx kemur fram og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fvrir dansi. Dúett Andra og Kristjáns verður á Mímisbar. Á gamlárskvöld verður lokað. Nýárskvöld, hinn ár- legi nýársfagnaður. AKUREYRI H-100 Um helgina verður diskótek. Opnað verður á miðnætti á gamlárskvöld, opið verður til kl. 04. Diskótek og dansflokkurinn Warrior sýnir. Opið verður á nvárskvöld frá kl 18-01

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.