Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Waldheim ræðir ásakanir í dag Mikil upplausn ríkir nú á meðal austurrískra sósíalista eftir yfirburðasigur Kurt Waldheim í austurrísku for- setakosningunum á sunnu- dag. Sinowatz, kanslari landsins, sagði af sér á mánudaginn og í gær sögðu síðan tveir ráð- herrar í ríkisstjóm sósíalista af sér embætti, Gratz utan- ríkisráðherra og Haiden Quit landbúnaðarráðherra. Gratz utanríkisráðherra kvað sér það ómögulegt að framfylgja skyldum sínum sem utanríkisráðherra lands- ins ef Waldheim yrði kjörinn forseti og kvað það ástæðu afsagnar sinnar. Haiden Quit landbúnaðarráðherra hafði aftur á móti mátt þola mikinn þrýsting bændasamtakanna fyrir stefnuna í landbúnaðar- málum og hafði verið búist við afsögn hans án tillits til úrslitanna í forsetakosning- unum. Kurt Waldheim hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem reynt verður að svara þeim ásökunum er honum hafa verið bomar á biýn að undanförnu um aðild að stríðsglæpum nasista í heims- styrjöldinni. Israelsmenn hafa í mót- mælaskyni við kjör Wald- heims kallað heim sendiherra sinn í Vínarborg, og er ekki búist við því að hann snúi til baka um sinn. Fylgismenn Waldheims hafa lýst sig fylgjandi opinberri rannsókn á stríðsglæpum, eins og nasistaveiðimaðurinn Simon Wiesenthal hefur stungið upp á, og segja að með slíkri rannsókn fyrir aug- um alheimsins muni verða auðvelt að sýna fram á sak- leysi Waldheims af grimmdar- verkum í heimsstyrjöldinni. Kurt Waldheim, nýkjörinn forseti Austurrikis, hefur boðað til blaðamanna- fundar i dag þar sem hann mun svara ásökunum um meinta aðild að grimmdarverkum nasista í heimsstyrjöldinni. Gagniýni á Engar hamingju- óskir frá Júgóslövum Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa enn ekki látið verða af því að senda nýkjömum forseta Austurríkis, Kurt Waldheim, hamingjuóska- skeyti vegna sigurs hans í austur- rísku foreetakosningunum á sunnudag. Júgóslavar hafa fram að þessu haft í heiðri þann sið að senda nýlega kjömum þjóðarleiðtogum heillaóskaskeyti í tilefhi kosninga- sigurs eða valdatöku. Talsmaður utamfkisráðuneytis- ins í Belgrad sagði í morgun að hann vissi ekki hvort Waldheim vrðu sendar. heillaóskir eða ekki. Stjórnvöld í Júgóslavíu hafa fram að þessu ekkert viljað láta eftir sér hafa um ásakanir alheims- samtaka gyðinga um stríðsglæpi Waldheims á Balkanskaga í síðari heimsstyrjöld. Austurríkismenn Bandaríska stórblaðið New York Times gagnrýndi Austurríkismenn harðlega í leiðara í gær fyrir að hafa kosið Kurt Waldheim næsta forseta landsins. Segir leiðarinn að kjör Waldheims sé ekki i samræmi við það virðingar- embætti sem forsetatign í Austurríki hefur verið talin fram að þessu. Segir blaðið að þótt Waldheim hafi ekki enn verið fundinn sekur um stríðsglæpi á Balkanskaga í síðari heimsstyrjöld hafi óvefengj anlegar og óafeakanlegar tilraunir hans til að hylma yfir her- þjónustu á Balkanskaga á stríðsárun- um grafið undan trausti umheimsins á þessum fyrrverandi framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna og komi til með að valda honum veruleguir. vandræðum í framtíðinni. Endar leiðarinn á að segja aí Bandaríkjamenn ættu ekki að beita sér fyrir því Waldheim yrði útilokaðui frá vegabréfeáritun til Bandaríkjanna. hann ætti að geta komið til Banda- ríkjanna þegar hann vildi, en þaí væri aftur á móti annað mál hve vel- kominn Waldheim yrði á ferðalögum sínum til Bandaríkjanna í framtíðinni. Firestone S-211 radial hjólbarðarnir tryggja öryggi þitt og annarra Gegn kynkulda í kínverskum meyjum FIRESTONE S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Kínverska dagblaðið Heilongjiang, er gefið er út í Peking, höfuðborg al- þýðulýðveldisins, segir frá því í gær að opnuð hafi verið ný og fullkomin heilsugæslustöð er fyrst og fremst ein- beiti sér að margháttuðum kynlífe- vandamálum kvenna. Segir blaðið stöðina vera þá fyrstu sinnar tegundar í Kína og staðsetta í borginni Harbin í norðausturhluta landsins. Samkvæmt frétt Heilongjiang verð- ur meginverkefni heilsgæslustöðvar- innar baráttan við kynkulda á meðal kvenna, lostaleysi, sjúklega vergimi, samkynhneigð og ófrjósemi. Stöðinni er einnig ætlað að stuðla að aukinni almennri fræðslu um kyn- ferðismál. Segir í frétt blaðsins að kenna megi fákunnáttu á sviði kyn- ferðismála um flest þau kynlífevanda- mál er upp koma í sambúð kynjanna, og er hinni nýjú stofnun ætlað að bæta úr slíku. Vemon Walters sendiherra: Líbýuárásin bar góðan árangur Vemon Walters, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í gær að góður árangur hefði gefist af stefnu Bandaríkjamanna sem felur í sér „uppbyggjandi óútreiknanleika" eins og kom vel í ljós er þau gerðu árás á Líbýu. Sagði hann að hryðjuverkum hefði fækkað vegna þessa. Walters sagði á blaðamanna- fundi í Bangkok, en hann er nú á ferð um Austurlönd fjær, að Bandaríkin hefðu aldrei sagt að Líbýa væri eina landið sem stæði að baki hryðjuverkum gegn Bandaríkjamönnum. Hins vegar væru skýmst sporin eftir Gaddafi, leiðtoga Líbýu. „Við vitum vel að aðrir em við- riðnir hryðjuverk og við vonum að aðgerðimar gegn Líbýu reynist þeim og öðrum ríkjum viðvömn. Ég er mjög ánægður með að æ erfiðara er að reikna út aðgerðir Bandaríkjanna. Ég hef alltaf verið talsmaður „uppbyggjandi óút- reiknanleika", sagði Walters. Hann sagði að hann og leiðtogar Thailands hefðu orðið sammála um að Vietnamar ættu að draga 140.000 manna lið sitt út úr Kamp- útseu. Hann bætti við að ekkert benti til að Vietnamar væm í þann mund að gera það. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. FIRESTONE S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist... UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JOFUR HF NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 Þóra Dal, auglýslngastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.