Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Jöfnun á vöruverði - en hagsmunir neytenda ólíkir Kaupmannasamtök íslands héldu nú ekki alls fyrir löngu ráðstefnu þar sem upp komu umræður sem snerta neyt- endur verulega. Það voru kaupmenn utan Reykjavíkursvæðisins sem báru fram tillögu sem reyndar er ekki ný af nálinni og snýst um vöruverð úti á landsbyggðinni. Þeir gerðu það að til- lögu sinni að flutningskostnaður yrði jafnaður út í vöruverð á öllu landinu, þannig að varan kostaði það sama, óháð því hve langan veg hefur þurft að flytja hana á áfangastað og neyt- endur á Isafirði myndu því borga það sama fyrir vöru og þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði í viðtali við DV að flutningskostnaður væri að ákveðnum hluta niðurgreidd- ur, en ekki nóg til að þeir sem út á landsbyggðinni búa þurfi ekki að greiða hærra verð en þeir sem búa á suðvesturhominu. „Menn vitna til Danmerkur þar sem heildsöluverð er alls staðar það sama óháð flutnings- kostnaði. Þetta breytir því auðvitað ekki að flutningurinn kostar það sama, en munurinn er sá að kostnað- urinn myndi dreifast jafnt á allt vömverð í landinu. Þannig væm þeir sem búa á höfuðborgarsvæðiriu í raun að greiða vömverð niður fyrir þá sem búa úti á landi og ég er ekki búinn Raddir neytenda Skiýtin viðskipti Þórólfur hringdi: „Fyrir rúmum þremur mánuðum fór bíleigandi nokkur á stúfana eftir nýj- um hjömlið í bílinn sinn. Bíllinn er af Volkswagen Golf gerð þannig að beinast lá við að athuga í umboðinu, Heklu h/f. Þar er bíleigandanum sagt að hjömliðir séu ekki til og komi lík- lega ekki strax en hann fær þær upplýsingar að nýr hjöruliður kosti þar um 13.000 kr. Afgreiðslumaðurinn hafði heldur ekki hugmynd um hvar hægt væri að fá slíkan hlut. Nú, við- skiptavinurinn hringir út um allan bæ, og í Kúlulegusölunni h/f. er honum sagt að til séu hjömliðir á 4.200 kr. en þeir hjá Heklu hafi verið að hringja og panta upp það sem til sé, en komi hann fljótt geti hann fengiö eitt stykki, sem hann og gerir. Fyrir forvitni sakir hringir viðskiptavinurinn nokkrum klukkustundum síðar aftur í Heklu h/f og er þá sagt að hann geti fengið notaðan hjömlið á 7.500 kr., sem hann auðvitað afþakkar með virktum. Ég vil aðeins benda á þetta sem enn eitt dæmið um viðskiptahætti bílaumboð- anna.“ Neytendasíðan hringdi í Heklu til að fá að vita hvað hjömliður kostaði nú. Hann fékkst ekki í augnablikinu en síðast kostaði hjöraliður í Volks- wagen Golf 5.300 kr. Neytendur Umsjón: Svanhildur Konráðsdóttir og Anna Bjarnason Starfsmaður hjá Kúlulegusölunni h/f kannaðist við að bílaumboðin seldu varahluti eins og þennan á upp- sprengdu verði en honum fannst líklegt að þeir hjá Heklu hefðu ein- faldlega lækkað verðið. Kúlulegusal- an er eitt þeirra fyrirtækja sem flytja inn hjömliði og hefði afgreiðslumað- urinn í Heklu mjög auðveldlega getað bent viðskiptavininum á eitthvert þeirra. Guðmundur Erlendsson, verslunar- stjóri varahlutaverslunar Heklu h/f., treysti sér ekki til að fullyrða neitt um málið þar eð svo langur tími væri liðinn og bæði hefðu orðið manna- breytingar og annað. Honum fannst þetta allt frekar hæpið, fannst líklegra að hér væri um einhvem misskilning að ræða. Það hefði getað gerst að verð hefði verið gefið upp á annars konar lið eða einhverjum öðrum hlut. Hann sagði ennfremur að umboðið flytti yfirleitt varahlutina beint inn frá framleiðanda og væri verðið því sam- bærilegt ef ekki ódýrara en hjá þeim fyrirtækjum eða verslunum sem seldu varahluti. Oft kæmi þó fyrir að umboð- ið reyndi að útvega varahluti, sem væm uppseldir hjá þeim, annars stað- ar frá. Hjá Kúluleigusölunni kostar hjömlið- ur í Volkswagen Golf 3.600-4.200 kr., samkvæmt upplýsingum sem neyt- endasíðunni vom gefhar. -RóG. að sjá að neytendur hér sætti sig við það. Hitt kemur aftur á móti að það er ekkert réttlæti í þvi að fólk úti á landi, sem vinnur mjög verðmæta- skapandi vinnu og fyrir sömu laun og greidd em hér, skuli þurfa að búa við hærra vömverð. Ef þetta kæmi til framkvæmda reiknast okkur til að það myndi þýða 1-2% verðhækkun á vöm hér á höfuðborgarsvæðinu." Engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta enn þó búast megi við að Kaupmannasamtökin muni taka skýra afstöðu til málsins á næstunni. Fyrir nokkrum árum var frumvarp svipaðs eðlis lagt fyrir Neytendasam- tökin til umsagnar og varð útkoman sú að þau töldu sig ekki geta stutt frumvarp sem leiddi til verðlækkunar í einum landshluta á kostnað annars. Þegar þessar hugmyndir voru lagðar fyrir framkvæmdastjóra Neytenda- samtakanna, Guðstein V. Guðmunds- son, sagðist hann ekki geta tekið afstöðu til þeirra en bjóst við að þær yrðu til umræðu á formannaráðstefnu neytendafélaganna sem væntanlega verður haldin 14. júní nk. Hér er um að ræða mikið hagsmuna- mál fyrir neytendur, þótt í þessu tilfelli rekist þeir á eftir búsetu, þar sem breytingar í þessa átt þýða verðlækk- un fyrir landsbyggðarfólk en verð- hækkun fyrir þá sem búa i þéttbýli og þá sérstaklega hér á höfuðborgar- svæðinu. -S.Konn. Magnús Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, segir að undan- farin ár hafi mikið verið rætt um jöfnun vöruverðs í landinu og gerir ráð fyrir að nú verði einhverjar áframhaldandi umræður um þessi mál. Mynd KAE blaðsölustöðum um allt land. Tímarit íyrir atta ■f^,“R:j“'986 'VERÐ KR16° rndlit AÐ HRNDRN tirval LESEFNI VIÐ ALLRA HÆFI Skop..............;;......... Lófalestur: Merkurlmarv...... Sá minna sefur meira lifir.. ■ ■■■■ ■ Epli: Ekki bara góð á bragðið. Andlit að handan.. 7 LÓFRLESTUR: Kossinn- hið Ijúfa innsigli astarinnar.^ AN Hugsun í orðum......... ........ 26 lVlll**'"1'*-w BLS. 3 Trúirþúhonum?.... 29 , frstbr i ________ ,tÍvthelli ?$&======-..................« FIÆÐRNDI Htw Samhljomun. .n Sjálfsþekking út frá líkamanum .50 KARLlNN ER Keflavíkur-Manga..... _Tn fT SaganafShooShooBaby .... 53 V KONUÞURrI Búlgaría, aldingarðurEvropu . 80 BLS. 91 Þegar karlinn er konuþurfi.■£ Völundarhús.......... KOSSINN: HH) LJÚFR INNSIGLIÁSTAMNNRR í rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.