Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Punktar frá I Þrátt fyrir að öflugt lögreglulið I sé á varðbergi i Mexikóborg er ■ ekkert lát á stöðugura ólátum og | skrilshætti. Daglega er mikill fjöldi | manns handtekinn vegna alls kyns afbrota og er meðalfjöidi þeirra um I ílftfl á Hví»riiim bwfar hafíi t.ó1f ■ 300 á dcgi hveijum. Þegar hafa tólf manns íátið lifið á meðan að HM I hefur staðið yfir, ýmist verið * skotnireðastungnirmeðhnífum. | * 60 árum eldri Gyorgy Mezey, þjálfari ung- verska landsliðsins í knattspymu, sagði eftir sigurleik sinna manna gegn Kanada að hann hefði elst um 30 ár á leiknum. Nú þegar Ungverjar eru á leiðinni heim ætti hann því að vera orðinn 60 árum eldri. * Charlie fer ekki heim Skoski landsliðsmaðurinn, Charlie Nicholas, mun ekki verða sendur heim eins og til stóð. Ótt- ast var að hann hefði slitið liðbönd í leik Skota og Dana þegar Klaus Berggreen braut mjög illa á hon- um. Nú er komið í ljós að liðböndin slitnuðu ekki og mun Nicholas verða áfram í Mexíkó. * Sir Stanley á sjúkrahús Sir Stanley Rous, fyrrverandi forseti FIFA, alþjóðlega knatt- spymusambandsins, sem nú er 91 árs, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Mexíkó en ekki er vit- að af hverju. * Horfið frekar á sjónvarpið Knattspyman, sem liðin í F-riðl- inum í Mexíkó hafa boðið upp á, þykir ekki til útflutnings. Nú er svo komið að Pólveijanum íræga, Zbigniew Boniek, er nóg boðið. Hann segir: „Það er miklu betra fyrir ykkur að sítja heima og horfa á leikina í riðlinum í sjónvarpinu. Leikimir eru það lélegir." * Vill meiri hita Þeir eru margir sem kvartað hafa undan þeim mikla hita sem er í Mexíkó og sumir eru hreinlega að gefast upp í mollunni. En inn á milli læðast menn sem óska eftir meiri hita. Einn þeirra er Macedo, þjálfari Iraks. Hann segir: „Það er kominn tími til að við fáum meira sólskin. Þessi eilífa rigning í eftir- miðdaginn ermjög leiðinleg" Þeir eru hins vegar fleiri sem fagnað hafa rigningunni og telja hitann alltof mikinn. I * Ókeypis tii Mexikó Spánveijinn Manolo þykir ómissandi þar sem spænska lands- líðið í knattspymu leikur. Hann er frægur á Spáni fyrir stóru trommuna sína sem hann er ávallt með meðferðis og hana ber hann í tíma og ótíma og virðist alveg ódrepandi. Spænska knattspymu- sambandið bauð honum til Mexíkó. Manolo sfyður þó ekki eingöngu spænska liðið því í leik Uruguay og Danmerkur hvatti hann Uruguaymenn stöðugt og varð áð láta í minni pokann fyrir enn háværari Dönum á áhorfend- apöllunum. -SK I I 5 i Eyjamenn skoraðu á fyrstu mínútunni en það nægði þeim ekki og Þór vann, 4-3, á Akureyri i i Steían Amaldsson, DV, Akureyri: „Ég er ánægður með að okkur skyldi takast að skora fjögur mörk en ég er hins vegar óhress með að við skyldum fá þrjú mörk á okkur. Sérstaklega af því að vömin hefur verið sterkari hlut- inn hjá okkur það sem af er. Eins marks sigur var of lítið og það var slæmt að missa tvisvar niður tveggja marka mun,“ sagði Bjöm Ámason, þjálfari Þórs, eftir að Þórsarar höfðu lagt ÍBV að velli í mesta markaleik sumarsins. Leikurinn endaði 4-3 fyrir Þór en mörkin hefðu allt eins getað orðið helmingi fleiri, svo fjömgur og opinn var leikurinn. • Fjirsta mark leiksins kom strax á 1. mínútu og vom Eyjamervn þar að verki. Bergur Ágústsson lék þá laglega á Sigurbjöm Viðarsson, bakvörð Þórs, og gaf góða sendingu á Ómar Jó- hannsson sem var dauðafh'r fyrir miðju marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Þama ffaus vöm Þórs algerlega og staðan því 1-0 fyrir Eyja- menn áður en áhorfendur höfðu náð að koma sér fyrir. Nú hófst látlaus sókn hjá Þór þar sem þeir bókstaflega óðu í dauðafær- unum. Kristján Kristjánsson og Halldór Áskelsson misnotuðu góð færi og Ámi Stefánsson skallaði í stöng áður en Þórsarar náðu að jafha. • Markið kom á 37. mínútu og var þar Hlynur Birgisson að verki en hann kom inn á fyrir Bjama Sveinbjömsson einni mínútu áður. Halldór Áskelsson einlék þá í gegnum vöm Eyjamanna og renndi boltanum á Hlyn sem skor- aði með góðu skoti. Staðan því 1-1. • Á 41. mínútu ná síðan Þórsarar foiystunni með marki Jónasar Ró- bertssonar úr víti. Karl Sveinsson braut þá á Siguróla Kristjánssyni inni í vítateig og víti var hárréttur dómur. Staðan var því 2-1 fyrir Þór í leik- • Jönas Róbertsson skoraði tvö mörk tyrir Þór gegn Vestmannaey- ingum. hléi en fyrri hálfleikur var nánast einstefna á mark Eyjamanna sem þó vörðust vel. „Hjólhestur" hjá Nóa • Seinni hálfleikur hófst eins og sá .fyrri með marki strax á fyrstu mínútu og það var vægast sagt stórglæsilegt mark. Kristján Kristjánsson átti þá langt innkast sem Halldór náði að framlengja á frærstöngina. Þar var Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, staddur. Hann kastaði sér aftur á bak og sendi boltann með „hjólhestaspyrnu" upp í þaknetið. Glæsilega gert hjá Nóa og staðan orðin 3-1 fyrir Þór. • En Eyjamenn voru ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í 3-2 á 51. mínútu. Ingi Sigurðsson náði þá að leika laglega á Áma Stefánsson og skoraði með lausu en hnitmiðuðu skoti framhjá Baldvini í marki Þórs. Á 62. minútu komst Bergur Ágústs- son í dauðafæri en Baldvin varði vel með góðu úthlaupi. • Fjórða mark Þórsara kom á 67. mínútu. Halldór Áskelsson var þá enn einu sinni á ferð, átti góða sendingu „Wilkins er súpermaður" - Bearzot gagnrynir dómarana á HM harðlega „Frá mínum bæjardyrum séð ein- beita dómaramir sér að því að refsa aðeins leikmönnum sem af ýmsum ástæðum fara í taugamar á þeim per- sónulega í stað þess að refsa leikmönn- um sem leika af alltof mikilli grimmd," segir Enzo Bearzot, landsliðsþjálfari Ítalíu, og er mjög óhress með dómgæsl- una á HM það sem af er. Enzo Bearzot er mikið niðri fyrir og hann heldur áfram: „Tökum sem dæmi rauða spjaldið sem Ray Wilkins fékk í leik Englands og Marokkó. Gabriel Gonzalez frá Paraguay rak Wilkins út af fyrir að hafa í reiði sinni kastað boltanum í áttina að dómaranum. Wilkins hefúr aldrei á sínum ferli feng- ið rauða spjaldið áður og ávallt leikið mjög prúðmannlega. Hann er súper- maður í mínum augum. Þegar við höfum leikið gegn enska landsliðinu hefúr hann ávallt verið stakt prúð- menni utran vallar sem innan. Mér finnst að dómaramir hér í Mexíkó ættu að einbeita sér að því að refsa leikmönnum sem leika mjög grófa knattspymu og þeir em margir hér. Sumir em meira að segja það grófir að þeir bijóta gróflega á leikmönnum sem ekki em með boltann," segir Be- arzot og neíhir enn dæmi: „í leik hjá okkur fyrir skömmu sló einn andstæð- ingurinn Femando De Napoli harka- lega í andlitið svo að stórsá á honum eftir leikinn. Hér sá dómarinn ekkert athugavert. Ég get nefiit fleiri dæmi um slaka dómgæslu. 1 leik Mexíkó og Belgíu fékk Hugo Sancez gult spjald fyrir það eitt að sparka boltanum til áhorfenda eftir að hafa skorað sigur- mark leiksins fyrir Mexíkó." á Jónas Róbertsson sem fékk nægan tíma til að leggja knöttinn fyrir sig og skoraði síðan auðveldlega. Þórsar- ar því aftur komnir með tveggja marka forystu. • Á 76. mínútu minnkuðu Eyja- menn muninn aftur. Þá brá Baldur Guðnason Jóhanni Georgssyni inni í vítateig og Jóhann skoraði sjálfur ör- ugglega úr vítaspymunni. 4-3 varð því lokastaða þessa fjömga leiks sem var opinn og skemmtilega leikinn af báðum liðum. Bestir hjá ÍBV vom þeir Bergur Ágústsson, Jón Bragi Ámarson og Halldór Pálsson. Hjá Þór vom bestir þeir Halldór Áskelsson sem lagði upp öll mörkin og var mjög frískur. Jónas Róbertsson og Baldvin Guðmundsson vom einnig góðir i annars jöfiiu liði Þórs. Dómari var Sveinn Sveinsson og var hann slakur. Hann stóð í riffildi við leikmenn og var ósannfærandi í dóm- gæslu sinni. Áhorfendur 744. Liðin: Þór. Baldvin Guðmundsson, Sigur- bjöm Viðarsson (Einar Arason á 66. mínútu), Baldur Guðnasson, Ámi Stefánsson, Júlíus Tiyggvason, Nói Björnsson, Jónas Róbertsson, Kristján Kristjánsson, Bjami Sveinbjömsson (Hlynur Birgisson á 25. mínútu), Halldór Áskelsson og Siguróli Rrist- jánsson. ÍBV. Halldór Pálsson, Þórður Hall- grímsson, Viðar Elíasson, Karl Sveinsson, Jón Bragi Amarson, Þor- steinn Viktorsson, Lúðvík Bergvins- son, Jóhann Georgsson, Bergur Ágústsson (Páll Hallgrímsson), Ómar Jóhannsson og Héðinn Svavarsson (Ingi Sigurðsson á 45. mínútu). Maður leiksins Halldór Áskelsson, Þór. • Enzo Bearzot, þjálfari ítaliu, er mjög óhress. Flestir sammála Flestir em sammála um að næst á eftir hrikalega lélegri framkvæmd Mexíkana á HM-keppninni á mörgum sviðum, komi afar slök dómgæsla þeg- ar á heildina er litið. Þó virðast dómaramir vera að vakna til lífsins og hefðu þeir betur gert það áður en keppnin hófst. -SK1 • Valgeir Barðason, ÍA, marka-1 hæstur i 1. deild. * 1 Staðan í 1. deild íslandsmótsins _ í knattspyrnu er þannig eftir leik-1 ina tvo í gærkvöldi. ■ Breiðablik-Fram..........0-11 Þór, Ak.-ÍBV.............4-3 I KR.........5 Akranes....5 Fram.......5 Víðir......5 Valur......5 FH.........5 Þór, Ak....5 Breiðablik...5 2 Keflavík.....5 2 ÍBV..........5 1 7-2 5- 2 4-3 3-3 7-4 6- 5 7- 7 3 3 3- 7 4- 13 »1 I I ;i 51 Næstu leikir: FH Fram, ÍBV-_ IVaíur, ÍA-Þór og Víðir-ÍBK á| laugardaginn og síðan leika KR ■ og Breiðablik á sunnudag. I Markahæstu menn: ■ ValgeirBarðason, ÍA...........4 I Ingi Björn, FH................3 i HilmarSighvatsson, Val........3 | ^Jón Þórir Jónsson, UBK....... .3j • Mikil hætta við mark Breiðabliks í leiki um leikmanni Breiðabliks tekst að bjarga Fram eftirs - Guðmundur „Þetta var allt í lagi og gott að ná í öll stigin. Það er mikið spil í Fram-liðinu en hins vegar afar erfitt að sýna mjög góða knattspymu á svona velli,“ sagði Janus Guðlaugsson, verðandi leikmaður með Fram, í samtali við DV eftir að Fram hafði sigrað Breiðablik, 0-1, í leik liðanna á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 1. deild íslandsmótsins. Janus verður löglegur með Fram 28. júní og þegar við spurðum hann hvort hann hlakkaði ekki til að komast í slag- inn sagði hann: „Jú ,ég get ekki neitað þvi en ég er að svelta mig svolítið eins og er en mæti vonandi fiískur til leiks þann 28. júní.“ Blikar frískari í byrjun Leikmenn Breiðabliks vom aðgangs- harðari í byrjun leiksins og litlu munaði að þeim tækist að skora á upphafsmínút- unum, sérstaklega þegar Jón Þórir Jónsson skallaði rétt yfír mark Fram af stuttu færi. Fljótlega gáfu Blikar eftir og Framarar gengu á lagið. Ekki var þó leikur liðsins neitt augnayndi enda erfitt að sýna sínar bestu hliðar á ónýt- um Kópavogsvellinum og á það að sjálfsögðu við um bæði liðin. Furðulegt hvemig farið heíúr verið með þennan glæsilega völl og greinilegt að eitthvað meira en mannleg mistök á hér hlut að máli. Framarar uppskám mark á 41. mínútu og hafði það legið í loftinu í nokkurn tíma. Guðmundur Torfason hafði þrisv- ar sinnum verið nálægt því að skora og skalla frá nafna hans Steinssyni var bjargað á línu (sjá mynd). Markið var gullfallegt. Pétur Ormslev gaf mjög lag- lega sendingu, jarðarbolta, fyrir mark UBK, Guðmundur Steinsson var í góðu færi við vítapunkt en lét knöttinn rúlla áfram til Guðmundar Torfasonar sem skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti. Og mikið hroðalega voru Framarar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.