Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Lélegt viðskiptavit - óhæfur stjómandi Forstjóri Burmeister og Wain sýknaður af ákærum um sviksamlegt athæfi í hæstarétti Dana Jan Bonde Nielsen ásamt konu sinni eftir að hann hafði verið sýknaður i hæstarétti Dana af öllum ákærum um svik. Dómurinn hélt því hins vegar fram að Bonde Nielsen væri gjörsamlega óhæfur stjórnandi og rangar upplýsingar um stöðu B&W stöfuðu af fáfræði en ekki ásettu ráði. Menn muna eflaust eftir málinu sem höfðað var gegn Jan Bonde Nielsen, fyrrverandi forstjóra og eig- anda danska stórfyrirtækisins Burmeister og Wain. Var honum gefið að sök að hafa falsað reikninga fyrirtækisins og skýrslur um afkomu þess, í þeim tilgangi að fá hærra verð fyrir það við sölu. í lok maímánaðar féll loks dómur í málinu sem staðið hefur síðan 1979. Bonde Nielsen var sýknaður af öll- um ákæruatriðum og losnaði þar með við að greiða þær 146 milljónir danskra króna sem hann var ásak- aður um að hafa svikið. Salt í sár lögreglunnar Dómarinn í málinu, Jens Feilberg, sendir lögreglunni smá„pillu“ í dómsorðinu. Þar segir hann að lög- reglan hefði getað fengið Bonde Nielsen dæmdan fyrir svik upp á 1,9 milljónir danskra króna ef hún hefði flýtt sér aðeins að leggja kæruna fram. Þeir voru of seinir og sökin fymdist. Varðandi sekt Bonde Nielsen er það að segja að þegar þrír löggiltir endurskoðendur skrifuðu undir árs- reikninga B&W þann 15. mars 1979 losnaði hann undan allri ábyrgð á að hafa fært þá rangt. Það virðist sem ákæruvaldið hafi ekki gert sér grein fyrir þessu. Það byggði ákæru sína á röngum forsendum. Tómt klúður Það var fyrirtækið Gredana sem keypti B&W og fór síðan fram á rannsókn á því hvort ekki hefði ver- ið svindlað á því. Dómurinn leggur síðanársreikningana til grundvallar og þeir voru rétt færðir og sam- þykktir af löggiltum endurskoðend- um. í þeim koma fram allar upplýsingar sem lögin krefjast af slíkum plöggum. Ábyrgðin hvílir því á Gredana að kynna sér reikningana áður en það ákvað að kaupa fyrir- tækið. Margt athugavert hjá B&W Dómurinn finnur hins vegar margt athugavert í rekstri B&W síðustu árin sem Bonde Nielsen var við stjómvölinn. Ekki er þó hægt að sanna á nokkum hátt aðild Bonde Nielsens að svindli. Þær áætlanir fyrir árið 1979, sem lagðar vom til grundvallar við sölu fyrirtækisins og reyndust síðar hafa byggst á of mikilli „bjartsýni", vom hins vegar þess eðlis að í maí 1979, er salan fór fram, var ekki hægt að sjá fram á að þær myndu bregðast. Ekki tókst að sýna fram á að gögn hefðu verið fölsuð til að áætlanimar litu betur út. Aftur er komið að því, að Gredana hefði átt að kynna sér betur hag B&W áður en gengið var frá kaupunum. Lélegur stjórnandi Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að ástæðan fyrir ónákvæmum reikningum og áætlunum væri léleg stjómun fyrirtækisins og afleitt skipulag. Sem dæmi má nefna að er breytingar urðu á forsendum rekstr- aráætlana fékk forysta fyrirtækisins ekki fréttir af þvi heldur var send skýrsla til fjármáladeildar. Jan Bonde Nielsen fær þann dóm að hann sé svo lélegur stjómandi að leitun sé að öðrum eins. Hann sé hins vegar ekki beinlínis óheiðarleg- ur. Hann hafi hreinlega ekki kunnað að búa til rekstraráætlanir. I góðri trú I dómsorði segir að rekstur B&W hafi gengið illa árið 1978 og ekkert hafi bent til þess að hann gengi bet- ur árið 1979. Hins vegar hefði ekki verið ljóst í maí 1979 að þær áætlan- ir, sem lagðar vom til grundvallar, myndu ekki standast. Þess vegna hafi verið réttlætanlegt að reikna með hagnaði af rekstrinum 1979. Þetta er það næsta sem dómurinn kemst því að segja Bonde Nielsen hafa verið í góðri trú. Aðalvitnið brást Það sem öðm fremur varð til þess að eyðileggja málið fyrir lögreglunni var að aðalvitni hennar, Rudolf Bækgaard, neitaði að bera vitni vegna þeirrar hættu að vitnisburður hans myndi skaða hann sjálfan en hánn bíður dóms sem fyrrverandi starfsmaður B&W. Er hann neitaði féll málflutningur ákæmvaldsins um sjálfan sig. Er ímynd járnfrúarinnar orðin lyðguð? frigum Óla&dótdr, DV, Bintiingham; Breskir stjómmálamenn em þegar famir að hugsa til næstu kosninga, þrátt fyrir að kjörtímabilið sé rétt að- eins hálfriað. Oft hefur orðið vart ákveðinnar lægðar í stjómmálum á miðju kjör- tímabilinu, en í þetta sinn er lægðin orðin að kreppu. Breski íhaldsflokkurinn hefur þung- ar áhyggjur af næstu kosningum. Síðustu sex mánuðir hafa verið erfiðir og rfldsstjómin orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðm. Má þar nefha Westlandmálið, Brit- ish Leyland, Líbýu, vaxandi atvinnu- leysi og alvarlegt ástand í skólamálum og heilsugæslu og tap Ihaldsflokksins í bæjar- og sveitarstjómarkosningun- um í vor. Voveiflegt atvinnuleysi Skoðanakannanir sýna að íhalds- flokkiufnn hefur nú fallið í annað sæti á eftir Verkamannaflokknum. Atvinnuleysið er án efa alvarlegasta vandamálið og á síðustu vikum hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir í skipasmíðaiðnaði, hjá British Leyland og í kolaiðnaðinum. Þúsundir bætast þar í hóp atvinnu- leysingja er þegar em yfir þrjár millj- ónir manna. Ríkisstjómin reynir nú að draga úr fjölda atvinnuleysingjanna fyrir næstu kosningar, með því að strika ákveðna hópa úr af listanum yfir atvinnulausa. Þetta hefur verið gert áður en þessi leikur að tölum hefúr lítil áhrif á ástandið sem nær í öll hom þjóðfélags- ins. Ungt fólk er svartsýnt á framtíðina og eldri kynslóðir bera níunda áratug- inn saman við kreppuna á fjórða áratugnum. Thatcher hefur einbeitt sér að skattalækkunum og lækkun verð- bólgu sem nú er aðeins þijú prósent. Flokksbræður hennar em þó margir famir að efast um að skattalækkanir og lág verðbólga geti unnið næstu kosningar. Þörf er á frekari fjárveitingum til skólamála, heilsugæslu, samgöngu- mála og fleiri aðkallandi málaflokka. Vilja kynna betur stjórnarstefnuna Ágreinings hefúr orðið vart innan Járnfrúin Thatcher hefur nú stjórnað breska íhaldsflokknum í heilan ára- tug og þar af verið forsætisráðherra i sex og hálft ár. Minnkandi fylgi íhaldsflokksins að undanförnu hefur leitt til vangaveltna á meðal forystu- manna flokksins um styrk Thatcher í komandi kosningum. ríkisstjómarinnar um hvort eigi að hafa forgang, skattar og verðbólga, eða fjárveitingar til opinberra stofn- ana. Stjómin hefur sætt harðari og harð- ari gagnrýni undanfarið og fylgistap flokksins hefur sannfært íhaldsmenn um að breytinga sé þörf. Hverjar þær breytingar eiga að vera er svo aftur annað mál. Margir telja að kynna þurfi betur stefnu stjómar- innar og undirstrika það sem hefur áunnist í stað þess að láta almenning einblína á vandamálin. Thatcher hefur og verið gagmýnd fyrir að vera ómannúðleg og hörð og ekki tilbúin til að hlusta. Verkamannaflokkurinn hefur nú hafið mikla auglýsingaherferð undir kjörorðinu „Fólkið hefúr forgang" „People come first“ er fallið hefúr í góðan jarðveg. Er kominn tími á Thatcher? íhaldsmenn hafa að vonum áhyggjur og hvíslað hefur verið að tími sé kom- inn fyrir Thatcher að víkja. En forsætisráðherrann er einbeittari en nokkm sinni fyrr og segist sannfærður um að hann sé fær um að leiða þjóð- ina inn í næsta áratug. Thatcher hefúr nú stjómað flokknum í tíu ár og landinu í sex og hálft ár, og á henni virðist ekkert fararsnið. Flokksbræður hennar hafa gert sér ljóst að hún verður áfram í broddi fylk- ingar. Þá vaknar sú spuming hvort hægt sé að breyta ímynd jámfrúarinn- ar og þar með ímynd flokksins. Thatcher hefur löngum talað frekar en hlustað, framkvæmt frekar en hald- ið að sér höndum og barist frekar en huggað. Margir telja ólíklegt að þar verði breyting á. Hún hefúr þó að undanfömu reynt að sýna á sér ögn mannlegri hlið. Hún hefúr fellt nokkur tár opinberlega og um daginn fyllti hún heimili sitt af fötluðum bömum. Það hefur hingað til verið Thatcher, ímynd þrautseigju, óskammfeilni og stefhufestu, sem hlotið hefior stuðning kjósenda og það er óvíst hvort breytt Thatcher verður vinsæl. Hvort jámfrúin stendur eða fellur í næstu kosningum er ekki gott að segja. Bretar hafa löngum verið vana- fastir og þó að fáir lýsi opinberlega yfir stuðningi sínum við Thatcher krossa þeir sjálfsagt margir við hana þegar í kjörklefann er koipið. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.