Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986. KÓPAVOGUR - DIGRANESPRESTAKALL Aöalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 12. þ.m. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. ESKIFJORÐUR 3r laus til u jm menntur stjóra fyrir 2 Staða bæjarstjóra á Eskifirði msóknar. Umsóknum meö upplýsingum og fyrri störf skal skila á skrifstofu bæjar- 0. júní. Upplýsingar um starfið gefur Bæjarstjórinn á Eskifirði. Viðskipti þín eru þitt einkamál Djarfan leðurfatnað frá „The Leather mis- tress“. Hjálpartæki ástalífs- ins frá „House of Pan“. Meira úrval á staðn- um en þig grunar. Auglýsum daglega í DV-smáauglýsingum. HOUSE OF PANÁ ÍSLANDI Hamingja þín er okk- ar fag. Viðskiptatraust í fyr- irrúmi. Sendum í ómerktum póstkröfum. Hjá okkur er við- skiptavinurinn númer eitt. Lithæklingar yfir alla vörutitla, kr. 150 stk. Opið frá kl. 10 til 18 Post box 7088 -127. Brautarholti 4 -105 Reykjavík. PÓSTVERSLUN SF. Símarl4448 og 29559 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 22. og 25. tölublaði Lögbírtingablaðsins 1986 á Mið- ási 10, Egilsstöðum, þingl. eign Búnaðarsambands Austurlands, fer fram skv. kröfu Skúla Bjamasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986 kl. 11. Sýslumaðurinn i Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14„ 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Leiru- bakka 32, þingl. eign Hauks M. Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Tómasar Þorvaldssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykja- vík, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Péturs Guðmundarsonar hrl. og Svölu Thórlacius hrl. á eigninni sjálfri föstudag 13. júní 1986 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bleikargróf 15, þingl. eign Höllu Elimarsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Steingríms Þormóðssonar hdl., Tryggingast. ríkisins, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Guðmund- ar K. Sigurjónssonar hdl., Jóns Magnússonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudag 13. júní 1986 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Neytendur Neytendur Neytendur „Þær eru allar mjög góðar1 ‘ - appelsínur smakkaðar Nú fyrir helgina brugðum við á neytendasíðunni aðeins á leik. Við fórum á stúfana og keyptum okkur nokkrar tegundir af appelsín- um. Ætlunin var að smakka mismunandi tegundir og gefa hverri þeirra einkunn. Sérstök dómnefhd var skipuð og áttu sæti í henni Kristján Már Unnarsson, Katrín Baldursdóttir, Svanhildur Konráðs- dóttir, Ellert B. Schram og Valgerð- ur Jóhannsdóttir. Þá var hafist handa við smökkun. Prófaðar voru 6 appelsínutegundir, Sidi, Rulletta, Jaffa, Fuen mora, Cosas og Maroc. Þetta var allt mjög leynilegt, appel- sínumar skomar niður í báta sem vom númeraðir. Dómnefndin tók starf sitt mjög alvarlega og Ieyndi sér ekki einbeitingin. Engin ein appelsínutegund fékk áberandi besta dóma nema appelsín- an frá Maroc fékk þó tvisvar sinnum fyrstu einkunn. Ummælin um Maroc appelsínumar vom annars á þessa leið: Góð og safarík, sæt, bragðmikil og safarík, ekki of súr - fínasta app- elsína, sæmileg, vantar herslumun- inn, ósköp venjuleg. Sidi appelsín- umar fengu þessi ummæli: Góð, smá súrbragð - en mjög safarík og fersk, sæmileg appelsína - of gróft kjöt, ekki nógu bragðmikil. Jaffa appel- sínumar fengu eftirfarandi umsagn- ir: Mjög góð appelsína, þægilega súr-sæt - þétt og fersk, ekki nógu bragðmikil, eilítið þurr en hvorki of sæt eða súr, fersk, pínulítið stíf eða gróf. Ummælin um Rulletta appel- sínurnar vom á þessa leið: Mátuleg, hvorki of súr né sæt, súrbragð, en ekki alveg nógu góð, heldur bragð- lítil, sæmileg. Cosas appelsínumar fengu þessa dóma: Góð - mátulegt bragð, vond, ekki nógu bragðmikil og Fuen mora appelsínumar þessa: Súr, sterk, of lin, ágæt, sætt bragð, ívið of súr en safarík. Eins og þið sjáið em ummælin mjög misjöfh, næstum eins mörg og appelsínumar. Smekkur manna á appelsínum er mjög misjafn eins og á öllu öðm. Einum finnst að appel- sínur eigi að vera súrar á meðan öðrum finnst að þær verði að vera sætar o.s.frv. Verð á appelsínum er einnig nokkuð misjafnt. Heildsöluverð Sidi appel- sínanna er þessa stundina hæst þeirra tegunda er við prófuðum, 69 kr. hvert kíló, en Fuen mora appel- sínur reyndust ódýrastar, þær kosta 50,25 kr. kílóið í heildsölu. En minna má á að verð á ávöxtum og græn- meti er mjög breytilegt þar eð verð ræðst af framboði og eftirspum á hverjum tíma. -RóG. Appelsínusmökkunin nýhafin og leynir einbeitingin sér ekki i andlitum dómnefndarmanna. T.v. Svanhildur, Krist- ján Már, Valgerður, Katrín og Ellert. Dómnefndin átti fullt i fangi með að gefa appelsínunum ummæli. Þær reyndust allar alveg ágætar og erfitt var að gera upp á milli þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.