Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Útlönd i> v Kohl og Genscher búnir í slaginn Genshcer þurrkar sveittur skalla, samt með hýrri há. En glaður Kohl vill kalla, kjósendur sína á. - Þeir bera það með sér samherjarnir að þeir kvíða ekki mikið morgundeginum enda eru flestar kosningaspár þeim í vil. Á morgun er sem sé loks gengið að kjörborðinu í V-Þýskalandi og kosið til sam- bandsþingsins. Atók eftir fjöldagöngu Heimsmet Glenn Tremml, tuttugu og sex ára gamall læknastúdent, steig þessa flugu í tvær klukkustundir og þrettán minútur. Vegalengdin var sextíu kílómetrar og þar með var hann búinn að setja heimsmet. Flugan er fjörutíu kíló að þyngd og byggð í Massachusetts en heimsmetið var sett i Kaliforníu. -Símamynd Reuter Ánægður með Sovét’ ferðina Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló: Nýi olíumálaráðherrann í Saudi- Arabíu, Hisham Nazer, eftirmaður Yamanis olíufursta, er kominn til Osló ásamt konu sinni. Hafði hann mikinn öryggisvörð í kringum sig. Nazer var varla búinn að stíga fæti á norska jörð og láta nokkur jákvæð orð falla þegar olíuverð í New York hækkaði um tíu til fimmtán cent. Hisham Nazer kom beint frá Moskvu í einkaþotu sinni þar sem hann hafði verið í opinberri heimsókn. Sagði hann að heimsókn sín til Sovét- ríkjanna, þar sem ræddar voru takmarkanir á olíuútflutningi, hefði verið sérlega árangursrík. Sovétríkin munu ætla að minnka olíuútflutning sinn um sjö prósent til þess að styðja OPEC löndin. í Noregi ræðir Nazer við Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, Knut Frydenlund utanríkisráðherra og Arne Öien, olíu- og orkumálaráðherra. Hisham Nazer er mjög ánægður með þá ákvörðun Noregs að draga úr sín- um olíuútflutningi um sjö og hálft prósent. Afstaða Saudi-Arabíu er afar mikil- væg íyrir olíuverð í heiminum og mikið er því í húfi þegar Hisham Naz- er kemur í heimsókn til Noregs. Penmgamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur óbund. Sparireikningar 8,5-10 Lb 3ja mán. uppsögn 5-12 Úb.Vb 6 mán. uppsögn 10-17.5 Vb 12 mán. uppsögn 12-18,25 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 16.5-18 Sp Ávísanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar Innián verðtryggð 3-7 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Lb. Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2.5-4 Úb Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggð 5-19,25 Bandarikjadalur 5-€ Ab Sterlingspund 9.5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab.lb Danskar krónur ÚTLÁNSVEXTIR 8,5-9.5 (%) Ab.Lb lægs- Útián óverðtryggð Almennir víxlar(forv) 15-18 Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 16.5-18.5 Ab.Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kg. Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Utlán verðtryggð 16,5-20 Ab Skuldabróf Að2.5árum 5.75-6.75 Lb Til lengri tima 6.25-5.75 Ab.Bb. Útlántil framleiðslu isl. krónur 15-18.5 Sp SDR 5-8.25 Allir nema Ib.Vb Bandarikjadalir 7,75-8,25 Lb.Úb Sterlingspund 12.6-13 Lb.Úb. Vb Lb.Úb Vestur-þýsk mörk 5-5.25 Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-5,5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala jan. 1565 stig Byggingavisitala 293 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi 7,5% 1 jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn 110 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunar- banka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda er mörg þúsund spænskir framhaldsskólanemar fóru í fjölda- göngu að menntamálaráðuneytinu í Madrid. Að sögn vitna særðust að minnsta kosti þrír göngumanna og einn lög- regluþjónn. Beitti lögreglan táragasi og skaut jafnframt gúmmíkúlum að nokkrum ungmennum sem höfðu kastað grjóti að lögreglumönnum og kveikt í bíl íyrir utan ráðuneytið. Gæslumenn, er íylgt höfðu göngunni til að koma í veg fyrir árásir hægri- sinnaðra, töldu að framhaldsskóla- nemar hefðu ekki tekið þátt í átökunum. Hafa nemendurnir verið í fjögurra daga verkfalli til þess að leggj a áherslu á kröfúr sínar um ífjálsan aðgang að háskólum landsins, laun handa stúd- entum írá efnalitlum fjölskyldum og meira framlag ríkisins til menntamála. Norðmenn Björg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló: Eftir að skandinavísku samgöngu- málaráðherramir ákváðu að leyfa ffjálsa samkeppni flugfélaganna á ferðum yfir Atlantshafið varð uppi fótur og fit i Noregi. Þegar það varð uppvíst að ódýrustu ferðimar frá Kaupmannahöfn myndu kosta um tíu þúsund íslenskar krónur virtist sem hálf þjóðin þyrfti að bregða sér til Ameríku og það helst strax. Fyrirspumunum rigndi yfir ferðaskrif- stofumar og biðraðimar náðu út á Gurmlaugur A. Jónsson, DV, Lundi Sala á ítölsku rauðvíni hefur verið stöðvuð í sænskum áfengisverslunum í kjölfar þess að tveir menn hafa látist í Eskilstuna með nokkurra daga milli- bili eftir að hafa drukkið ítalskt rauðvín. „Við álítum hverfandi litlar líkur á að vín sem selt er í sænskum áfengis- í ferðahug götu og símalínumar vom rauðgló- andi. En ekki er ennþá hægt að tryggja sér miða því verðið hefur ekki verið endanlega ákveðið. Þó er ljóst að Tow- er Air og ferðaskrifstofan Tjæreborg verða með ódýrustu ferðirnar. En SAS og fleiri félög fylgja fast eftir. I gær var Norðmönnum í ferðahug sagt að hægt yrði að panta miða í næstu viku. En fyrstu ferðimar verða ekki fyrr en í kringum sautjánda maí. Fyrirkomulag þetta verður haft til reynslu fram í október. verslunum geti verið eitrað vegna þess að kröfur okkar og rannsóknir á vín- um, sem við seljum, em strangari en nokkurs staðar í heiminum. En sem aukavarúðarráðstöfun höfúm við ákveðið að hætta sölu ítalskra vína á meðan rannsókn málsins fer fram,“ sagði talsmaður sænsku áfengisversl- ananna. Lögreglumenn beittu kylfum er þelr reyndu að dreifa hópi mótmælenda í Madrid. - Símamynd Reuter. Létust eftir rauðvínsdiykkju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.