Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Sverrir Hermannsson - Hef ekkert við það að athuga þótt pólitískir andstæðingar reyni að koma höggi á mig. DV-mynd GVA „Ég veit ekki hvort hægt er að orða það svo en þetta hefur verið erfitt mál, svarar Sverrir. Mál Sigur- jóns Valdimarssonar í fyrra var líka afskaplega erfitt. Það eru öll mál erfið þegar þau bitna á persónum og íjölskyldum þeirra. Það hlýtur að taka á mann. Einnig vegna þess að maður í minni stöðu finnur til þess að hann er að beita hörðu og má aldeilis til með það þegar annars vegar eru þeir sem segja má að sóu lítilmagnar því valdið er hér. Ég finn til þess að beita valdinu þó ég telji það nauðsyn eða skyldu mína. Ég hlýt að finna til þess þegar það verður að bitna á ákveðnum persónum." Hyskið á Akureyri ■ Þú hefur talað um ákveðna menn sem eru að etja Sturlu á foraðið og kallað þá „hyski“. Hverjir eru þeir? „Það eru alþýðubandalagsmenn sem ætla að vinna á þessu pólitískt og koma höggi á mig undir stjórn skólastjóra Barnaskóla Akureyrar, Benedikts Sigurðarsonar, sem mér sýnist að sé varla sjálfrátt. Það eru þeir sem ég kalla hyski og allir vita hvað hyski þýðir. Það þýðir ómerki- legt fólk. Að vísu gat það þýtt hjú eða fjölskylda í gamla daga en það er ekki það sem ég meina. Það er ómerkilegt fólk sem ég nota þetta orð um. - Viltu nefna fleiri af hyskinu en Benedikt? „Það er alþýðubandalagsklíka sem hann hefur í kringum sig sem stjórn- ar þessu og það nefni ég hyski og vil svo ekkert vera að ræða það frekar. Þeir taka það til sín í þessu máli sem eiga.“ En getur ekki verið að embættis- menn í ráðuneytinu séu að etja þér á foraðið? Þeir hafa lengri kynni en þú af Sturlu og málum hans. „Nei, nei. Ég er búinn að grand- skoða málið mánuðum saman. Ráðuneytið er sekt um það að hafa látið þetta mál viðgangast sex árum of lengi. Árið 1981 voru fullkomnar ástæður til þess að víkja viðkomandi frá. Ráðuneytismenn eiga ekki óvini Nú hefur t.d. Sigurður Helgason lengi fengist við mál Sturlu. Eru ráðuneytismenn ekki orðnir per- sónulegir óvinir Sturlu og heimta að hann verði rekinn? „Það kannast ég ekkert við og þetta er alveg út í hött. Menn hér eiga ekki persónulega óvini. Það er fjarri öllu lagi. Þannig starfa menn ekki.“ - Þú ertbúinn að nefna einn af hysk- inu. Hvað um mann eins og Þráin Þórisson? Er hann einnig í þeim hópi? „Um Þráin Þórisson hef ég ekkert að segja eftir síðustu uppákomu varðandi húsnæði fræðsluskrifstof- unnar þar sem hann var ber að ósannindum ásamt með Sturlu. Ég get ekkert unnið með fræðsluráðinu þarna í kjördæminu meðan hann er formaður. Útvarpið hefur í fréttum sannað ósannindin á þá. Ég segi bara ekki fleira. Menn gá ekki að sér í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.