Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 44
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við frétíaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Sjúkrahúsin voru viðbúin að taka við 49 slösuðum Enginn meiddist þegar Fokker-vél Flugleiða með 49 manns um borð nauðlenti með snúið nefhjól á Kefla- víkurflugvelli klukkan 11.27 í gærmorgun. Almannavamir ríkisins vom viðbúnar hópslysi. Flugstjóranum, Vilhjálmi Þórðar- syni, tókst i nauðlendingunni að rétta nefhjólið af án nokkurra skemmda á flugvélinni. Flugvélin, TF-FLO, hafði farið í loftið frá Reykjavík ídukkan 10.06. Ferðinni var heitið til ísafjarðar. Eftir flugtak á Reykjavíkurflug- velli sýndi rautt ljós að nefhjól flugvélarinnar gekk ekki eðlilega upp i hjólahúsið. Almannavamir fengu tilkynningu frá flugtumi klukkan 10.37. Hóp- slysaáætlun fyrir Reykjavikurflug- völl var sett í viðbragðsstöðu. Tiltækir sjúkra- og slökkvibílar vom kallaðir út, einnig greiningarsveit lækna og sjúkrahús beðin um að vera viðbúin. Lögregla lokaði leiðum við flugvöllinn og var tilbúin að loka leiðum að sjúkrahúsum. „Við gerðum lágt aðflug yfír Reykjavíkurflugvöll eftir að hafa ráðfært okkur við tæknisérfræðinga félagsins. Þeir vom í stöðu til að sjá hver staða nefhjólsins var. 1 ljós kom að það var um 60 gráða beygja á hjólinu til hægri. Eftir að við höfðum enn athugað aðstæður iíkváðum við að fara til Keflavíkur. Öryggissvæði í kringum brautimíu- em miklu rýmri þar,“ sagði flugstjórinn. -KMU - Sjá bls. 2 „Óhuggulegur föstudagur“ Annríki var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærdag og mikið um árekstra. Um og upp úr hádeginu urðu þrír árekstrar þar sem sjö vom fluttir á slysadeild og 6 bílar dregnir af vett- vangi í kranabíl. Einar Bjamason varðstjóri sagði að ekki væri hægt að segja annað en að þetta væri óhuggu- legur fostudagur í umferðinni. Stúlkan, sem varð fyrir bíl á Suður- landsbraut í gærmorgun, var á gjör- gæslu í gær. _SJ Eðvarð Þór fimmti Jón Kristján Sigurössan, DV, Strasbourg: Það tókst ekki nógu vel til hjá Eð- varði Þór í úrslitasundi 100 m bak- sunds hér á Golden Cup mótinu í Strasbourg. Hann rann til í stungunni og tafði það hann. Eigi að síður náði hann 5. sætinu í úrslitasundinu, synti á 59,47 sek. Er það dálítið frá íslands- meti hans. Frank Hof&neister frá V-Þýskalandi sigraði á 57,56 sek. Ragnheiður Runólfsdóttir komst í úrslit í 200 m bringusundi og synti þar á 2 mínútum 45,76 sek. Þetta er nokk- uð frá hennar besta en dugði eigi að síður í 7. sæti. -SMJ Ávallt feti framar 68-50-60 l0lBll-ASrð ÞRDSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI Og samt ekki sá þrettándi! Vor í Breiðholti „Svo er verið að segja að við búum fyrir ofan snjólínu. Það er ekki að sjá á blómunum mínum," sagði Rut Sigurjónsdóttir sem býr í Breiðholtinu. í garðin- um hennar eru blómin farin að springa út þó enn sé janúarmánuður. Stjúpurnar hennar Rutar hafa verið að vaxa undir norðurvegg allt frá áramót- um og í morgun var engan bilbug á þeim að finna. Þær halda að komið sé vor. Garðyrkjumenn, er DV hefur rætt við, eru á einu máli um að atburðir sem þessi gerist ekki á hverju ári. Hér sé veðurblíðunni að þakka. Óvíst er hvað framtiðin ber í skauti sér en DV óskar stjupunum í Breiðholti langra lifdaga. -EIR/DV-mynd GVA Veður á sunnudag og mánudag Kólnandi veður Norðan- og norðaustanátt um land allt, dálítil él norðaustanlands en víða léttskýjað annars staðar. Frost 0-5 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.