Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Handknattleikur unglinga Fræðsluhornið Lítið er til á prenti um tíðni meiðsla í handbolta en allir sem hafa komið nálægt íþróttinni vita að minniháttar meiðsli eru tiltölu- lega algeng. Á hinn bóginn er sem betur fer fremur sjaldgæft að um alvarleg meiðsli sé að ræða í íþrótt- inni en þó virðist sumum einstakl- ingum vera hættara við meiðslum en öðrum. Þar spila inn í þættir eins og þjálfunarástand einstaklingsins, þjálfunaraðferðir og hvemig bmgð- ist er við meiðslum hverju sinni. Einkum er fyrsta meðferð mikilvæg hverju sinni og áverkar hversu litlir sem þeir em geta smám saman orðið að vandamáli ef ekki er strax bmgð- ist rétt við. Hægt er að skipta meiðslum í tvo flokka: 1. Bráðameiðsli, þ.e. skvndilegt álag sem er meira en vefir þola, t.d. tognanir, högg o.s.frv. 2. Álagsmeiðsli, þ.e. endurtekið hámarksálag sem fer yfir það mark sem vefirnir þola. Dæmi: langvm'andi verkir í öxl sem bundnir em við ákveðna hreyf- ingu/ar, beinhimnubólga o.fl. Sina- og vöðvameiðsli Þessi meiðsli em algengust í kringum axlargrindina, á læri og legg. Axlarmeiðslin verða oftast vegna mikils álags eða þegar gripið er aftan í handlegg við skot. Við of mikið álag á skotæfingu, t.d. með þungum boltum eða ef upphitun hef- ur verið ófullnægjandi, geta auð- veldlega komið upp bólgur í vöðvum og sinum umhverfis axlarliðinn. Vöðvameiðsli á læri koma oftast vegna samstuðs en geta einnig orðið við mjög snöggt álag eða teygju á vöðva. Leggmeiðslin koma fram vegna langvarandi ofálags eða í sprettum og snöggum átökum (mishart/mjúkt undirlag). Liðir, sem oftast verða fyrir skakkafollum í handbolta em fing- urliðir, hné og ökklar. Gmnnliður þumalsins verður jafnoft fyrir hnjaski og allir hinir fingumir til samans. Fingurmeiðsl verða oftast við samstuð við bolta eða leikmenn. Oftast er um yfirteygju að ræða með blæðingu í liðinn og bólgusvörun. Hnémeiðsl em helst tengd lið- þófum eða liðböndum. Liðbönd gefa sig helst við snöggt þvingað hliðará- tak á hnéð en snöggir snúningar, t.d. hjá línumönnum, valda stundum liðþófa- eða liðbandasköðum. Einnig er nokkuð um bein/nabba- myndanir í hnjám og olnbogmn hjá leikmönnum sem lenda mikið á þess- um líkamshlutum, t.d. línu- og homamönnum. Ökklameiðslin verða flest vegna liðbandatognunar. Þau em algeng- ust utanfótar og verða við, svo dæmi séu tekin, misstig, í lendingu eftir uppstökk og í gabbhrfeyfingum. Beinbrot sjást alltaf af og til í handbolta, einkum handar-, fingur- og nefbrot. Bakmeiðsli em nokkuð tíð og er oftast um bráðameiðsli að ræða. Það em einkum homa- og línumenn sem verða fyrir þessum meiðslum við að vinda upp á bolinn. Hjá skyttunum er frekar um langvarandi einkenni frá baki að ræða sem koma vegna mikils snúnings á bol við skot. Að lokum má minnast á að alltaf koma upp tilfelli þar sem leikmenn fara úr axlarliðnum. Til að slíkt komi fyrir þarf töluvert átak en eftir að leikmaður hefur einu sinni farið úr axlarliði er honum hætt við að fara úr liðnum aftur og aftur. Leiðir til úrbóta Aldrei er hægt að útiloka meiðsli alveg en hægt er að draga vemlega út tíðni þeirra með réttum aðgerð- um. Sumir halda því fram að hægt sé að koma í veg fyrir allt að 80% meiðsla með því að bæta grunnþjálf- unina. Ef grunnþjálfuninni er haldið við allt árið minnkar hættan á meiðslum stórlega. Eftir meiðsli eða hvíld frá æfingum þarf því að leggja áherslu á gmnnþjálfunina áður en byrjað er á fullu. Fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að skipta í þrennt: 1. Þjálfun á að tryggja að leikmenn séu í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og noti rétta tækni. 2. Fyrir æfingar og leiki á að hita vel upp og þegar átökum lýkur þarf að kæla sig rólega niður. 3. Að nota góða skó, hlífar og annan þann búnað, sem getur minnkað meiðslahættu, í þeim tilfellum þar sem þörf er á slíku. 1. I þjálfun handknattleiksmanna þarf að leggja áherslu á eftirfarandi þætti: úthald, snerpu, stökkraft, styrk, liðleika, samhæfingu og tækni. Mismunandi áhersla er lögð á einstaka þætti eftir því hvaða stöðu menn spila. Þannig er þjálfun markmanna allt öðmvísi en annarra leikmanna. I yngri flokkunum þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun réttrar tækni. Því þyrftu be^tu þjálfaramir að starfa í yngri aldursflokkunum því erfitt er að leiðrétta undirstöðu- atriðin þegar leikmenn em komnir upp í meistaraflokk. Þessi stefha hefur því miður ekki verið í hávegum höfð hér á landi. Mestu er kostað til þjálfunar meistaraflokkanna og Höfundur fræðsluhornsins að þessu sinni er Sólveig Stein- þórsdóttir sjúkra- þjálfari. Sólveig er leikmaður með hinu sigursæla kvennaliði Fram í handbolta. yngri flokkamir oft látnir sitja á hakanum. Röng tækni getur haft meiðsli í för .með sér og því er góð tækniþjálfun fyrirbyggjandi hvað meiðsli varðar. Álagsmeiðsli koma einkum fram í upphafi æfingatímabils. Þetta gerist ef farið er geyst af stað og verða þá minniháttar áverkar oft að langvar- andi álagsmeiðslum. Því ber að fara varlega í upphafi æfingatímabils og auka álagið smám saman. Verkir við . álag em hættumerki sem þjálfarar og leikmenn eiga að virða. 2. Upphitun og teygjur em nauð- synlegur þáttur í allri þjálfun íþrótta- fólks. Upphitun er einn mikilvægasti fyr- irbyggjandi þátturinn hvað meiðsli varðar. Nauðsynlegt er að virkja stóm vöðvahópana svo blóðflæði verði sem mest og vöðvarnir nái hámarksafkastagetu. Gott er að nota leiklíkar hreyfingar í upphitun til að búa vöðvana undir þær hreyfing- ar sem mest em notaðar í leiknum sjálfum. Þannig fæst betra samspil tauga og vöðva sem er liður í að ' draga úr meiðslum. í upphitun á að vera stígandi og hún á að virkja þá vöðvahópa sem við notum mest í viðkomandi íþróttagrein svo og lík- amann allan og undirbúa hann fyrir hámarksálag. í upphitun eiga að vera léttar teygjur, hægar og stutt- ar. Rykki í teygjunum ber að forðast. Eftir æfinguna er svo nauðsynlegt að teygja vel upp að sársaukamörk- um og halda teygju í lágmark 30 sek. Gott er að halda teygju á vöðva allt að 2 mínútur. Áður en leikmaður fer inn á eftir að hafa setið góða stund á bekknum er því mikilvægt að hann hiti eins vel upp og hægt er. Þjálfari ætti að reyna að gefa leikmönnum sínum lágmark 3-5 mínútur til að hita upp áður en hann skiptir þeim inn á. Einnig ættu leikmenn að reyna að „halda sér heitum“ á bekknum. Líklega eru langvarandi axlar- meiðsli að stórum hluta vegna þess að leikmenn fara beint inn í sal að dúndra á markið án þess að hita sig upp. Að byrja æfingu þannig er góð aðferð til að ná sér í langvarandi álagseinkenni frá axlargrind. 3. Skór og hlífar. Góðir skór, sem henta íþróttinni, draga úr meiðslahættu. Uppháir skór henta vel þeim leikmönnum sem eiga við sífelld ökklavandamál að stríða. Ef hlaupið er úti er nauð- synlegt að nota hlaupaskó, hand- boltaskór eru ekki hannaðir til þess að hlaupa á þeim langhlaup. Hlífar á olnboga og hné geta kom- ið að góðum notum. Þær draga úr höggum en koma ekki í veg fyrir liðbanda-, og/eða liðþófaskaða, t.d. í hnjám. Fyrir leikmenn, sem þegar hafa meiðst, eru sífellt að koma betri og fullkomnari hjálpartæki svo sem hnéspelkur. Teip getur hindrað svo til alger- lega ákveðnar tegundir meiðsla ef það er rétt notað. I sambandi við spelkur og teip þarf alltaf að hafa sarnráð við fagmenn s.s. íþrótta- lækna og sjúkraþjálfara. Að lokum er þarft að minnast á sjúkratöskuna. Þjálfari eða aðstoð- armaður hans á alltaf að vera með sjúkratösku við höndina, bæði á æfingum og í keppni. í sjúkratösk- unni eiga að vera: kælipokar, teygju- bindi, bómull, plástrar, skæri, teip og sárabindi, svo það nauðsynleg- asta sé talið upp. I----------------------------------------------------1 ! Leikstaðir í ! ! deildakeppni yngri ! ! flokkanna um helgina ' | 2. flokkur karla: | ■ 1. deild, Selfoss: Keppni hefst laugardaginn 24/1 kl. 10.00. 2. deild, íþróttahúsið við Strandgötu/Hafnarfjörður: I Keppni hefst laugardaginn 24/1 kl. 13.00. I 3. deild, Vestmannaeyjar: Keppni hefst föstudaginn 23/1 I J kl. 20.00. I 4. deild, íþróttahús Seljaskóla: Keppni hefst laugardag- I inn 24/1 kl. 12.30. I 2. flokkur kvenna: I ■ 1. deild, Digranes: Keppni hefst föstudaginn 23/1 kl. . ■ 19.00. | 2. deild, Álftamýrarskóli: Keppni hefst föstudaginn 23/1 | ■ kl. 19.00. - 3. deild, Keflavík: Keppni hefst laugardaginn 24/1 kl. | 13.30. I 4. flokkur karla: | I 1. deild, Varmá: laugardag 24/1 kl. 13.00. i _ 2. deild, KR-húsið: laugardag 24/1 kl. 13.00. 3. deild, Borgarnes: laugardag 24/1 kl. 13.00. I 4. deild, Breiðholtsskóli: laugardag 24/1 kl. 14.00. I | 4. flokkur kvenna: I ■ 1. deild, Njarðvík: laugardag 24/1 kl. 13.00. . ' 2. deild, Seltjarnames: laugardag 24/1 kl. 10.00. | 3. deild, Ásgarður/Garðabær: laugardag 24/1 kl. 14.00. I I----------------------------------------------------1 Keppni á íslandsmóti yngri flokkana hefst að nýju nú um helgina. Þessi mynd er úr leik KR og Aftureldingar i 1. umferð deildarkeppni 2. flokks karla. Þýðingarmikil helgi framundan - liðin, sem eiga sæti í fyrstu deild eftir þessa helgi, eru örugg í A-úrslrt íslandsmótsins Nú um helgina verður leikin önnur umferð deildakeppninnar í 2. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna. Þau lið, sem eiga sæti í fyrstu deild hvers flokks eftir þessa helgi, eru örugg í A- úrslit Íslandsmótsins og því er óhætt að spá spennandi keppni um helgina í öllum flokkum. Deildakeppnin' hefur þegar sannað ágæti sitt og er til mikilla bóta í keppni yngri ftokkanna. Sterkustu liðin spila saman í fyrstu deild og þau lökustu í 3. eða 4. deild eftir fjölda þátttökuliða í hverjum flokki. Þetta tryggir það að jafnræði er með liðum sem leika sam- an hverju sinni og að flestir leikir á Islandsmótinu eru spennandi og hafa þýðingu. I annarri umferð deilda- keppninnar, sem hefst um þessa helgi, spila öll bestu liðin í hverjum flokki í fyrstu deild um sæti í A-úrslitum og þar með réttinn til að keppa um ís- landsmeistaratitilinn. Tvö efstu sætin í annarri deild eru einnig mjög eftir- sóknarverð því þau veita viðkomandi liðum sæti í fyrstu deild í 3. umferð deildakeppninnar og þar með öruggt sæti í A-úrslitunum. Þau lið, sem falla úr fyrstu deild, eiga möguleika asamt öðrum liðum í annarri deild að tryggja sér sæti í A-úrslitum með því að hafha í 1. eða 2. sæti í keppni annarrar deild- ar í þriðju umferð deildakeppninnar þegar þar að kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.