Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Ef bara áttin er rétt Vönduð og heiðarleg vinnubrögð hafa smám saman rutt sér til rúms í hinum hefðbundnu fjölmiðlum á ís- landi. Til dæmis gæta pólitísk málgögn sín betur en áður á eðlislægri hlutdrægni sinni. Fjölmiðlar virða höfundarétt, svo sem ljósmynda, betur en áður tíðkaðist. Lengi mætti telja dæmi um aukinn siðferðilegan aga hinna hefðbundnu fjölmiðla, dagblaða, útvarps og sjón- varps. Enn skortir þó nokkuð, að þeir jafnist á við ýmsa erlenda fjölmiðla, sem til dæmis neita að þiggja ferðir eða góðgerðir án þess að borga fyrir. Um leið hafa komið til skjalanna hér á landi nokkr- ir fjölmiðlar, sem hafa stigið ýmis skref aftur á bak í siðferðilegum aga, þótt þeir hafi að mörgu öðru leyti haft jákvæð áhrif. Alvarlegast er, hvernig þeir hafa deyft hin skýru mörk auglýsinga og upplýsinga. Á sama tíma og sérstök auglýsingablöð með viðtölum við auglýsendur voru að hverfa úr dagblöðum sagðist þáverandi aðstoðarfréttastjóri sjónvarpsins hafa ein- faldan smekk í klæðaburði. Sú stefna hans hefur fengið byr undir báða vængi á hinni nýju sjónvarpsstöð. Einar Karl Haraldsson hefur í tveimur kjallaragrein- um hér í blaðinu réttilega bent á vandamál af þessu tagi og hlotið fyrir málefnasnautt skítkast af hálfu sjón- varpsstjóra og einkum fréttastjóra Stöðvar tvö. Ástæða er til að vekja athygli á sjónarmiðum Einars Karls. Alls staðar eru hættur á ferðinni. Hér á blaðinu létum við nýlega gabbast til að birta óperugrein eftir blaða- mann úti í bæ, sem síðan kom í ljós, að var á mála hjá áróðursfyrirtæki íslenzku óperunnar. Okkur þykir það miður og hyggjumst gæta okkar betur næst. Auglýsingar í efni eru mest áberandi hjá hinum nýju fjölmiðlum, Rás tvö, Bylgjunni og einkum þó og sér í lagi hjá Stöð tvö. Þar fellur jafnvel eldamennska kokks- ins í skugga af upplýsingum um, hvar sé hægt að kaupa fötin, sem hann klæðist. Þar er klukkan líka auglýsing. Helgarpósturinn hefur lent í annars konar vanda. Hafandi komið á framfæri afar nytsamlegum upplýsing- um um vafasöm viðskipti hefur blaðið klæðzt skikkju lögreglustjóra. Sem slíkt hefur það lagt menn í einelti óralangt umfram hina upprunalegu upplýsingaskyldu. Á endanum var ritstjóri blaðsins staðinn að óheiðar- legum auglýsingaviðskiptum, er voru nánast nákvæm- lega eins og viðskiptin, sem blaðið hafði áður harðlega gagnrýnt. Ritstjórinn hafði sem betur fer manndóm til að segja af sér, svo að vænta má betri tíma þar á bæ. Sorglegt er að sjá fagmann í blaðamennsku á borð við fréttastjóra Stöðvar tvö fara í eins konar gervi Sverris Hermannssonar og ráðast ómálefnalega á stétt- arbróður, sem ekki gerði annað en að hvetja til bættra mannasiða blaðamanna og annarra fjölmiðlunga. Blaðmannastéttin þarf ekki á að halda fólki með hinn illræmda, einfalda smekk. Hún þarf fólk, sem tekur mark á viðvörunum Einars Karls. Fólk, sem áttar sig á, að það er ekki bara pólitísk hætta, er sækir að fjöl- miðlunum, heldur einnig önnur auglýsingahætta. Fjölmiðlarnir þurfa ennfremur ekki á að halda fólki, sem vokir eins og hrægammar yfir bókum og plötum, þorramat og flugeldum, sem berast ritstjórnum í kynn- ingarskyni. Blaðamennska er göfugt fag, þar sem herfangshyggja á síður heima en í nokkru öðru fagi. Blaðamenn og fjölmiðlar eiga að feta og geta fetað í átt til aukins sjálfstæðis gagnvart öflum þjóðfélagsins. Hraðinn þarf ekki að vera mikill, ef bara áttin er rétt. Jónas Kristjánsson Eg bið að heilsa Fyrr á öldum var málum svo hátt- að í fjarskiptum heimsbyggðarinnar að ef menn þurftu að koma boðum til fólks á fjarlægum stöðum var um fátt annað að ræða en rölta af stað; þessi tafsami samskiptaháttur varð þó oft til þess að boð komust full seint til skila og eru þess dæmi að vonbiðlar, sem manna ötulastir hafa verið við boðsendingar gegnum tíð- ina, hafi verið látnir úr elli þegar jáyrði loksins barst frá hinni heitt- elskuðu - sem stundum var lotin í gras líka þegar jáið komst á leiðar- enda. En til var nokkru hraðvirkari aðferð og það var að leigja sér sendi- boða á hesti, að ekki sé talað um hraðboða sem átti óþreytta hesta á fárra kílómetra fi-esti. Menn úr þessari starfsstétt biðu við tjaldskör herforingja í orrustum, hallarhlið konunga eða dyr óbreyttra manna eftir litlum leynd- ardómsfullum miðum með skilaboð- um til að þeysa með yfir lönd og strönd, fjöll og dali, á sumri sem vetri, nótt sem degi. Aldrei vissu þeir hvað skrifað var á þessa litlu lappa eða hvort nokkuð var skrifað á þá enda var þeirra starf aðeins að koma boðunum á réttan stað á rétt- um tíma þótt ekkert stæði á miðan- um annað en: Elskan! Ekki bíða með matinn. Verð að vinna frameftir. XXX Hrollur. Og þessir asafullu menn sem öll fjarskipti heimsins voru komin undir lifðu góðu lífi sem stétt allt framá síðustu öld og sum- staðar lengur; einstaka maður úr þeirra hópi týndi að vísu lífi á högg- stokkum harðráðra kónga eftir að hafa berháttað sig og snúið út röng- unni á hesti sínum og farteski í leit að litlum glötuðum miða sem kennski stóð ekkert á nema: Til hamingju með afinælið, Svenni minn! Eiki. Eða eftir að hafa staðið stamandi frammifyrir þungbrýndum höfðingja og reynt að rifja upp óskrifuð skilaboð sem hrist höfðu úr minninu á leið yfir hrjóstrug fjöll. En þessir menn voru fáir. Ný tækni En það er mér sönn ánægja að í talfæri Kjartan Ámason upplýsa þá sem ekki hafa fylgst svo glöggt með framþróun tækninnar í seinni tíð að upp hafa verið fundin undraverð tæki sem gert hafa fyrr- nefnda þjóðfélagsstétt óþarfa og ekki bara það heldur flýtt til muna öllum boðflutningum manna í milli. Þessi tæki eru síminn og útvarpið. Síminn er þeim eiginleikum gæddur að í hann er hægt að segja öll sín mestu leyndarmál án þess þau fari lengra ef hlustandinn á hinum endanum blaðrar ekki, ef maður er ekki óvin- ur ríkisins númer 1-50 og ef maður vinnur ekki hjá sendiráði í Moskvu. Útvarpið er þeim mikla kosti búið að eftir að kveikt hefur verið á því er hægt að slökkva aftur. Það fór auðvitað ekki hjá þvi að þáttagerðarmenn hinna laufléttu og eldhressu útvarpsrása og -stöðva landsins væru fljótir að gera sér grein fyrir kostum þessarar nýju tækni og samtvinnuðu hana í því skyni að vera í betra sambandi við hlustendur sína; nú geta menn semsé hringt í útvarpið og sagt eitthvað sem samstundis heyrist um allt land eða því sem næst. En geta þeir sagt hvað sem er? Nei, ekki er því nú að heilsa; menn mega til dæmis ekki vera dónalegir enda ástæðulaust, mega helst ekki tala um neitt, ekki segja neitt af viti enda sæmræmist það tæpast venju stjómandans. Hvað mega þeir þá? Jú, þeir mega senda afmæliskveðjur! Nú er svo komið að alltaðþví annarhver þáttur á rás 2 og Bylgjunni sinnir þessari brýnu þörf; stjómendur sitja þá við míkrófóninn og spila einhveijar plötur sem þeir hafa tínt úr plötu- rekkanum frammi á gangi milli þess sem þeir svara í símann: Bless, Nonni. - Ertu með afmæliskveðju? - Já, mig langar að senda henni Siggu systur minni kveðju, hún er fertug í dag og ég sit héma heima hjá henni og er að drekka afmælis- kaffið, núna brosir hún og roðnar, svo feimin hún Sigga alltaf, kveðjan er frá Nonna bróður. - Þakka þér fyrir að hringja, Nonni. Næsti. Og svo framvegis til enda þáttar- ins. Þá tekur við annar þáttur með afmæliskveðjum á nákvæmlega sama formi: - Ertu með afinæliskveðju? - Já, mig langar að senda henni Siggu systur minni kveðju, hún er fertug í dag og.... Eg gerði smá útreikninga og komst að þvi mér til hræðilegrar skelfingar að það tekur rúma tvo áratugi að senda sérhveijum íslendingi afmæl- iskveðju í útvarpi. Drottinn minn dýri! Þessi hryllingur er orðinn svo ágengur að Ríkisútvarpið og Bylgj- an ættu að sameinast um sérstaka afinæliskveðjurás sem sendir út all- an sólarhringinn allan ársins hring; þannig væri hægt að rumpa þjóðinni af í einum hvelli og allir væru án- ægðir - meiraðsegja ég því unaðs- semdir tækninnar eru þær, einsog ég nefhdi, að hægt er að slökkva á flestum rafmagnstækjum aftur; ef ekki má alltaf sækja öxina niðrí kjallara... Nei, má ég þá heldur biðja um sendiboða og einn hest, jafhvel þótt þijár kynslóðir verði milli þess að kveðjan fer af stað og þartil hún kemst á leiðarenda - eða kemst hún nokkumtíma þangað? Hvar endar leiðin? Ég bið að heilsa. Kjartan Árnason. Nei, má ég þá heldur biðja um sendiboða og einn hest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.