Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Fréttir Skoðanakönnun DV: Stórsókn Kvennalistans Kvennalistakonum mundi fjölga mikið á þingi ef kosið yrði nú. Samtök um kvennalista mundu auka fylgi sitt geysilega, yrðu þing- kosningar innan skamms samkvæmt skoðanakönnun, sem DV gerði nú um helgina. Mikið rót er í stjóm- málum, enda margt, sem hefur gerst að undanfomu, svo sem matarskatt- ar. Aðrir flokkar en Kvennalistinn em yfirleitt á niðurleið samkvæmt könnuninni. Af öllu úrtakinu í könnuninni fær Alþýöuflokkurinn 6,2 prósent, sem er 1,1 prósentustigi minna en í könn- un DV í nóvember. Framsókn fær 13,5 próset eða 5,8 prósentustigum minna en í nóvember. Bandalag jafn- aðarmanna kemst ekki á blað. Sjálf- stæðisflokkurinn fær nú 17,5 prósent, sem er 4,5 prósentustigum minna en í nóvember. Alþýðubanda- lagið fær 6,3 prósent, 1,5 prósentu- stigum meira en í nóvember. Græningjar komast ekki á blað. Flokkur mannsins fær 0,6 prósent en var ekki á blaði í nóvember. Stefán Valgeirsson er ekki á blaði. Borgara- flokkurinn fær 2,5 prósent, 1,1 prósentustigi minna en í nóvember. Kvennalistinn fær 12,3 prósent, sem er aukning um 5,1 prósentustig síðan í november. Óákveðnir eru 33,3 pró- sent, sem er 7,8 prósentustigum meira en í nóvember. Þeir sem vilja ekki svara eru 7,8 prósent, sem er 0,4 prósentustigum minna en var í nóv- emberkönnun. Af þeim sem taka afstöðu fær Al- þýðuflokkurinn 10,5 prósent, sem er 0,6 prósentustigum minna en í nóv- ember og 4,7 prósentustiga tap frá kosningunum. Framsókn fær 22,9 prósent, sem er tap um 6,2 prósentu- stig frá nóvember en aukning um 4 prósentustig frá kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 29,7 prósent, sem er tap um 3,5 prósentustig frá nóvember en viðbót um 2,5 prósentu- stig frá kosninguunum. Alþýðu- bandalagið fær 10,6 prósent, sem er aukning um 3,5 prósentustig frá nóv- ember en tap um 2,5 prósentustig frá kosningunum. Flokkur mannsins fær 0,3 prósent, sem er aukning frá nóvember en tap upp á 1,3 prósentu- stig frá kosningunum. Borgaraflokk- Urinn fær 4,2 prósent, sem er tap um 1,3 prósentustig frá nóvember og tap upp á 6,7 prósentutig frá kosningun- um. Kvennalistinn fær 21 prósent, sem er viðbót um 8,7 prósentustig frá nóvember og viðbót um 10,9 pró- sentustig frá kosningunum. Þjóðar- flokkurinn fær 0,6 prósent, sem er tap um 0,2 prósentustig frá nóvember og tap upp á 0,7 prósentustig frá kosningunum. Ef þingsætum er skipt í réttu hlut- Mh við fylgið samkvæmt skoðana- könnuninni, yrði útkoman þessi: Alþýðuflokkurinn fengi 6 eða 7. Framsókn fengi 15. Sjálfstæðisflokk- urinn 19. Alþýðubandalagið fengi 7. Borgaraflokkurinn fengi 2. Samtök um kvennalista hlytu 13 eða 14 þing- sæti. Stefán Valgeirsson dytti út. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa, ef þingkosningar færu fram nú? Úrtakið var 600 manns, þar af helmingur konur og helmingur karl- ar. Jafnt var skipt milli Reykjavíkur- svæðisins og landsbyggðarinnar. -HH 40 30 20- 10 gj Kjsnrgaí § Septembeí'87 m Nóvembeí'87 (2 Nú O) c ’c æ CD D Jjtí O </> c 'cn c c cu E c c ;cö o z $ O) CD > D _o H— cu 1— cu O) w. O CQ cu c c Q) > 3 O cu *o o Súluritið sýnir samanburð á niðurstöðum könnunarinnar nú, fyrri DV-könnunum á kjörtímabilinu og úrslitum síð- ustu kosninga. Ummæli fólks í könnuninni Kona úti á landi sagðist mundu hugsa sig vel um áður en hún kysi næst. Kona á Reykjavíkursvæðinu sagðist alltaf hafa kosið Sjálfstæð- isflokkinn en væri nú óráðin. Kona á Vesturlandi óskaði Jóni Baldvini hins versta fyrir matarskattinn. Karl á Reykjavíkursvæðinu kvaðst hafa kosiö Alþýðubandalagið en vissi nú ekki hvað hann gerði. -HH Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: sept. nóv. nú Alþýðuflokkur 7,5% 7,3% 6,2% Framsóknarflokkur 12,8% 19,3 13,5 Bandalagjafnaðarm. 0,5% 0 0 Sjálfstæðisflokkur 18,5% 22% 17,5% Alþýðubandalag 6,3% 4,8% 6,3% Græningjar 0,2% 0 0 Flokkur mannsins 0,2% 0 0,6% StefánValgeirsson 0,2% 0 0 Borgaraflokkur 4,3% 3,6% 2,5% Kvennalisti 7,5% 8,2% 12,3% Þjóðarflokkur 1,3% 0,5% 0,3% Óákveðnir 32,5% 25,5% 33,3% Svaraekki 6,5% 8,2% 7,8% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þess- Kosn. sept. nóv. nú Alþýðuflokkur 15,2% 12,3% iu% 10,5% Framsóknarflokkur 18,9 21% 29,1% 22,9% Bandalagjafnaöarm. 0,2% 0,8% 0 0 Sjálfstæðisflokkur 27,2% 30,3% 33,2% 29,7% Alþýðubandalag 13,3% 10,4% 7,3% 10,8% Græningjar - 0,3% 0 0 Flokkurmannsins 1,6% 0,3% 0 0,3% Stefán Valgeirsson 1,2% 0,3% 0 0 Borgaraflokkur 10,9% 7,1% 5,5% 4,2% Kvennalisti 10,1% 12,3% 12,3% 21% Þjóðarflokkur 1,3% 2,2% 0,8% 0,6% Ef þingsætum er skipt i réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinn- ar verða niðurstöður þessar, til samanburðar er staðan í þinginu nú. Kosn. sept. ’87 nóv. ’87 nú Alþýðuflokkur 10 8 7 6-7 Framsóknarflokkur 13 14 19 15 Sjálfstæðisflokkur 18 21 22' 19 Álþýðubandalag 8 7 4 7 Borgaraflokkur 7 5 3 2 Samt.umkvennal. 6 8 8 13-14 StefánValgeirsson 1 0 0 0 Skák___________________________;________, Ólánsleikur breytti betri stöðu í tapaða Minnstu munaði aö Jóhanni Hjartarsyni tækist að gera út um einvígið við Viktor Kortsnoj í St. John á laugardag. Eftir að hafa byggt upp göða stöðu varð honum á ótrúleg yfirsjón og eins og hendi væri veifað stóð hann uppi með tapað tafl. Tveimur leikjum eftir fingurbrjótinn neyddist Jóhann til að gefast upp. Kortsnoj hefur þar með náð að minnka muninn í ein- víginu í 3-2 fyrir lokaskákina sem tefld verður í kvöld. Haldi Jóhann jafntefli í kvöld sig- rar hann í einvíginu. Vinni Kortsnoj hins vegar nær hann að jafna og þá verða þeir aö tefla tvær skákir til viðbótar. Það yrði áreið- aniega erfitt hlutskipti tyrir Jóhann eftir að hafa náö öruggri forystu. Fyrir einvígið voru aftur á móti fæstir sem spáðu Jóhanni vel- gengni og þá hefði þótt harla gott af hans hálfu að krækja sér í þijá vinninga. Kortsnoj beitti skörpu afbrigði Sikileyjarvamar í 5. skákinni sem ýmist er kennt við Sveshnikov eða Lasker. Kortsnoj hefur aldrei fyrr teflt þetta aíbrigöi og ég stórefast um að Jóhann hafi litið á það fyrir einvígið. Jóhann tók þann kostinn að tefla fremur fáfama leið. Hann fékk ívið betra tafl en framkvæði hans varð fyrst verulegt eftir hæp- in mannakaup Kortsnojs. Sterkur frelsingi Jóhanns tryggöi honum betri stöðu. Illu heilU lék Jóhann frelsingjanum af sér og vegna máthættu í borðinu var óhjákvæmilegt aö biskup fylgdi í kjölfarið. Þetta var hrikaleg yfir- sjón sem Jóhanni tekst vonandi að gleyma sem fyrst. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsnoj Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 Lasker-Svesnikov afbrigðið sem Kortsnoj er að tefla í fyrsta skipti. Algengasta leið hvíts er nú 7.-Bg5 en Jóhann hefur ekki áhuga á þvi að finna út hvað Kortsnoj hefur í pokahominu. 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c4 Rf5 10. Bd3 Be7 11. 0-0 0-0 12. a4!? Dálítiö óvenjulegm- leikur því að hann gefur svörtum færi á því að festa stöðuna drottningarmegin, þar sem hvítur reynir að sækja fram. Vegna hótunarinnar 13. a5 er svar svarts nánast þvingaö. 12. - a6 13. Rc3 a5 14. Rb5 g6 15. b3 Bd7 16. Ha2 Rg7 17. Khl?! Síðustu leikir Jóhanns eru nokk- uð varfæmislegir. Nú hyggst hann leika f2-f4 en vill víkja kóngnum af skálínunni gl-a7 fyrst. Jóhann hættir við þetta í næsta leik og þá stendur kóngur hans lakar á hl en gl - raunar má segja að Jóhann tapi skákinni vegna álappalegrar stöðu kóngsins. 17. - f5 18. Bd2 Mun eðlilegra er 18. f4 en Jóhann hugsaði sig lengi um og hefur ekki litist nægilega vel á hann. 18. - e4 19. Bbl Bxb5?! Hæpin mannakaup. Hvítur fær nú mjög góð færi á drottningar- vængnum. 20. axb5 Bg5 21. b4 Bxd2 22. Dxd2 Dc7 23. c5! axb4 Eftir 23. - dxc5 24. d6! og síðan 25. Dd5+ verða hvítu peðin afar ógnandi. Kortsnoj getur ekki hindraö að Jóhann fái sterkan frelsingja. 24. c6! Hxa2 25. Bxa2 Da5 26. Bc4 b6 abcdefgh 27. Dd4! Sterkur leikur. Hótunin er 28. Hal og drottning svarts fellur og ef 27. - Ha8 er 28. DfB! óþægilegt. Kortsnoj finnur einu leiðina til að halda taflinu gangandi. 27. - b3! 28. Hal Til greina kemur 28. Bxb3 Dxb5 29. Hbl en hugsanlega heldur svartur sínu með 29. - Dd3!? með óijósum flækjum. 28. - Db4 29. c7?? Makalaus klaufaskapur. Eftir 29. h3 (eða 29. h4!?) Re8 30. Hbl Rc7 31. Hxb3 á hvítur mun betra tafl, þökk sé frelsingjanum stolta á c6. 29. - b2 30. Hbl Hc8 Skyndilega er hvítur glataöur. Svartur hótar 31. - Hxc7 og vinna biskupinn jafnframt því að hann er leppur. Ef 31. Hxb2 kæmi 31. - Del+ og mát í næsta leik. Engu betra er 31. Dxb6, eða 31. Dxb2 vegna 31. - Dxc4 og vinnur létt. Jóhann gafst því upp. _jlÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.