Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Fréttir Nú er bara að stilla upp aftur - er haft eftir Jóhanni þegar hann hafði gefið fimmtu skákina Sigurdór Sigurdórssan, DV, Kanada: Það var enginn uppgjafartónn í Jóhanni eftir að hann neyddist til að gefa 5. skákina í einvíginu við Kortsnoj eftir slæman afleik í unn- inni stöðu fyrir hann. „Nú er bara að stilla upp aftur,“ kvað Jóhann hafa sagt. Það var heldur dapurt yfir okkur íslendingunum hér í Saint John þeg- ar afleikur Jóhanns kom. Staða hans var mjög vænleg og við töldum ásamt öllum skáksérfræðingum hér að stutt væri í jafntefli eöa jafnvel sigur Jóhanns. En þá gerðist það, hann lék slæmum leik og staðan snerist við. „Kortsnoj vann ekki þessa skák, Jóhann tapaði henni, en svona er skák,“ sagöi enski stórmeistarinn, John Nunn, í samtali við DV eftir að Jóhann hafði gefið skákina. Nunn talaði um tvo afleiki í röð hjá Jó- hanni. Helgi Ólafsson stórmeistari sýndi aftur á móti fram á að afleikur- inn var bara einn. Staöa Jóha,a«e-var áfram unnin eftir fyrri afleikinn sem Nunn talaði um. „Þetta er þó bara New Bruttswí'-1- 811“ Jóhann smhr upp í kvöld gegn Kortsnoj í sjöttu skák einvígisins. Spennan er gífurleg. Jóhann hefur vinnings- forskot eftir tapskákina á laugardag. Símamynd Reuter gamla sagan. Seigla og heppni Kortsnojs, þegar mest á ríöur, er engu lík. Meðan hann á einhvern möguleika á að jafna verða menn að reikna með að honum takist það, al- veg sama við hvern hann er að tefla,“ sagði John Nunn. í fyrsta sinn í þessu einvígi hans við Jóhann sást hann brosa þegar hann yfirgaf keppnis- staðinn á laugardaginn. Þau hjóna- kornin voru gleiðbrosandi þegar þau leiddust á brott og meira að segja aöstoðarmaðurinn Gurovich fékk frí frá þeim hjónum og settist meðal kunningja. Hann vildi ekkert segja þegar tíð- indamaður DV spurði hann um skákina og líðan Kortsnojs. „Ég er aðstoðarmaður hans, ekki blaðafull- trúi,“ sagði Gurovich brosandi. Petra, eiginkona Kortsnojs, vill held- ur ekki ræða við fréttamenn. Hún kom inn í fréttamannaherbergið stutta stund rétt áður en Jóhann lék af sér en virtist svo taugaóstyrk að hún gat ekki setið kyrr heldur gekk um gólf og yfirgaf svo fréttamanna- sahnn eftir stutta stund. Þrír eru komnir áfram Jóhann fer á toppskákmót á Spáni - meðflestum þeim sterioistu Sigurdór Sigurdórssan, DV, Kanada: Á sama tíma og Reykjavíkurskák- mótiö fer fram seinna í þessum mánuði fer fram skákmót í Linaris á Spáni sem er í hæsta eða 15. styrk- leikaflokki. Jóhanni Hjartarsyni hefur verið boðin þátttaka í þessu móti og hefur hann þekkst boðið. Meðal þátttakenda verða Karpov, John Nunn, Chandler, Kortsnoj og raunar allur skáktoppurinn því með öðrum hætti fengist mótið ekki upp í 15. styrkleikaflokk. „Það var ekki annað hægt en mæla með því aö Jóhann færi frekar á þetta mót en Reykjavíkurskákmótið. Menn fá ekki boö á svona sterkt mót á hverjum degi,“ sagði Þráinn Guð- mundsson. formaður Skáksam- bandsins, í samtali við DV. Tfmman móðgaði Salov Sigurdór SigurdórBson, D V, Kanada; Þegar skák þeirra Timmans og Salov úr 4. umferð fór í biö höfðu þeir leikið biskupum sínum 43 sinnum í dauöri jafnteflisstöðu. Timman vildi ekki sætta sig við jafntefli og lét skákina fara í biö. Þegar þeir tóku svo tfl viö aö tefla biöskákina stóð Timman upp brosandi eftir 4 leiki og rétti Salov höndina og bauð með því jafntefli Salov leit ekki við hon- um og iét Timman tefla 20 leiki í viðbót í þessad steindauðu stööu. Það var greinilegt að Salov þótti sér misboðið að Timman skyldi ekki sættast á jafntefli um leiö og skákin fór í biö. Það voru fieiri skóksérfræðingar hissa á ákvörö- un Timmans. Sigurdór Sigurdórssan, DV, Kanada: Þeir Speelman, Short og Yusupov hafa unnið sigur í einvígjum sínum hér í Saint John og eru komnir áfram í 8 manna keppnina. Shod sigraði Gyula Sax, 3 14-114, Yusupov sigraði Ehlvest með sama vinningafjölda, en sá sigur sem mesta athygli hefur vakið hér er sig- ur Speelmans yflr bandaríska Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada: Þegar einvígjunum lýkur hér í Sa- int John verður haldið hér feikna- lega sterkt hraöskákmót sem menn kalia óopinbed heimsmeistaramót í hraðskák. Meðal keppenda á því stórmeistaranum Seirawan. Sá síð- arnefndi hafði lýst því yflr í viðtölum viö bandarísk blöð að hann yröi næsti áskorandi en svo tapaöi hann hér 1-4 fyrir Speelman. Skákir Timmans og Salovs hafa allar endað meö jafhtefli og hafa ver- ið mjög þungar. Það er eins og Timman hafi misst þráðinn þegar hann missti gjörunna stöðu niður í jafntefli í 1. umferð. móti verða þeir Karpov og Kasparov, ásamt flestum sterkustu skákmönn- um heims. Á dögunum var haldið hraðskák- mót hér og tveir efstu menn gátu tryggt sér þátttökurétt í hraðskák- mótinu mikla. Þeir Helgi Ólafsson, Annars urðu úrslit í 5. umfei C sem hér segir: Speelman - Seirawan, 1-0 Yusupov - Ehlvest, jafntefli Vaganian - Portisch, jafntefli Kodsnoj - Jóhann, 1-0 Sokolov - Spraggett, jafntefli Shod - Sax, jafntefli Timman - Salov, jafntefli. með 17 14 vinning í 24 skákum, og kúbverski stórmeistarinn Nouguer- as, með 18 14 vinning, tryggöu sér rétt til þátttöku. Fyrir það eitt að komast í mótið fá menn 1.000 dollara, fyrir svo utan feiknalega há verðlaun í sjálfu hraðmótinu. Sterkasta hraðskákmót allra tíma: Helgi tvyggði sér sæti í þeirri keppni í dag mælir Dagfari Hér á árum áður urðu íslendingar frægir fyrir sín þorskastríð. Sam- kvæmt mannkynssögunni hafa margar og merkilegar styrjaldir verið háðar, fyrri og síöar heims- styijöldin, Rósastríöið, flörtiu ára stríöið og svo framvegis en aldrei hafði nokkur maöur heyrí talað um þorskastríö þangað til íslendingar fundu upp á því stríði meö góöum árangri. Verst var að blessaður þorskurinn geröi sér engan grein fyrir þessu stríöi vegna sín og hélt áfram að synda um í hafinu án til- lits til þess hver veiddi hann og án tillits til þess hver hafði betur í stríöinu.. Seinna fóru íslendingar í hvala- stríð, sem stendur enn á lokuðum leynifundum, og allt hefur þetta gengiö svo vel að nú er búið að ákveða nýtt stríö. Þaö heitir kjúkl- ingastríð. í þetta skiptíð er munurinn hins vegar sá að íslend- ingar beijast ekki við útlendinga heldur aöallega sjálfa sig. Þannig er nefnilega mál með vexti aö neyt- endur eru ævareiðir út í eggja- bændur og kjúklingaframleiðend- ur fyrir þá sök að þeir hafa bundist samtökum um að ákveða sjálflr og allir í einu hvað varan á aö kosta sem þeir framleiða. Framleiðendur Kjúklingastríð þessara fæðutegunda nenna því ekki lengur að framleiða vöru sem framleidd er meö tapi og hafa því ákveðið aö leggja á vöruna, eins og til þad, þannig aö það beri sig aö selja hana. Þessu kunria neytendur afar illa, enda héfur það veriö siöur í þessu landi að selja matvæh fyrir það lágt verð að þjóöin hefur lifað það af. Að vísu hefur lága verðið verið framkvæmanlegt með niður- greiðslum úr ríkissjóöi og afgang- urinn hefur verið seldur úr landi með útflutningsbótum sem voru orðnar svo dýrar fyrir ríkissjóð að sú stefna var tekin upp að henda dilkakjötinu á haugana. í báðum tilfellum hafa neytendur auðvitað borgaö brúsann, bæði niður- greiðslurnar og útflutningsbæ- tumar, án þess að taka eftir því. Það er ged með hverskyns skatt- lagningu. Kjúkhngar og egg og reyndar svínakjöt líka hefur hins vegar orð- iö útundan í niðurgreiðslunum. Fólk hefur þurft að greiða fyrir þann mat sem það kostar að fram- leiða hann nema þegar framleiö- endur hafa veriö svo örvæntingar- fulhr um að losna ekki viö framleiðsluna að hún hefur verið send á markaðinn fyrir lægra verð heldur en kostar að . framleiða hana. Þessu nenna framleiðendur ekki lengur eins og fyrr er sagt og vilja fá fyrir vöruna það verð sem þeir sjálfir þuda til að geta haldið framleiðslunni áfram. Neytendur og ýmsir matvöru- kaupmenn hafa brugðist ókvæða við og Hagkaup hótar að flytja egg og Kjúklinga inn frá útlöndum. Það mun bannað samkvæmt landslög- um og þess vegna má búast við að Hagkaup taki upp aðferðir IRA og smygh eggjum og kjúkhngum inn á ströndina í olíutönkum og grafi þá í sandinn, meðan lögregluhð og gæslusveitir grafa upp fjörumar hringinn í kringum landið í leit að matvælum sem þjóðin má ekki boröa. Við þetta mun skapast mikiö stríðsástand og hér mun geisa kjúkhngastríö af meití hörku en allar aörar heimsstyrjaldir eða þorskastríð. Þess má þó geta tíl huggunar að kjúkhngamir verða sennilega dauðir þegar þeim verö- ur smyglað til landsins, svo þeir taka ékki þátt í þessu stríði frekar en þorskurinn. Hænurnar sem verpa eggjunum munu hins vegar allar halda lífi og geta því fylgst vel með því hvað verður um eggin þeg- ar Hagkaup og neytendur annars vegar og framleiðendur og gæslu- sveitínrar hins vegar slást um það hvorí íslendingar étí innlend eða útlend egg. Annars er eitt ráð til enn. Það er einfaldlega hægt að hætta að borða egg og kjúkhnga alveg eins og við hættum að borða fisk og brauð áð- ur en veröið var lækkað. Að vísu yrði ekki mikið eftir af matvælum í svanginn, ef íslendingar hætta að éta egg og kjúklinga, brauð og flsk og ríkisstjómin hendir dilkakjöt- inu áfram á haugana af því það er ódýrara heldur en að éta það. En hvað gera menn ekki fyrir þjóðar- hag? Það er betra að drepast úr hor heldur en að éta mat sem enginn hefur efni á að borða hvod sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.