Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. frrjálstóháð dagbláð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Listasafnið Um helgina var Listasafn íslands opnað í nýjum húsa- kynnum. Listasafnið hefur lengi verið olnbogabarn sem búið hefur við þröngan húsakost í sambýli við Þjóð- minjasafnið og ekki verið sú almenningseign sem slíkt safn á að vera. Með aðstöðunni á Fríkirkjuveginum hefur safnið loksins fengið það svigrúm og þá möguleika sem slíku safni er við hæfi. Sahr og annar aðbúnaður er glæsilegur rammi um íslenska listasögu og listaverk, sem njóta sín vel í glæsilegum innréttingum og frá- gangi. Aðstandendur Listasafnsins munu brydda upp á ýmsum nýjungum, sem gera almenningi auðveldara að njóta listarinnar og skilja hana. Það verður gert með myndbandasýningum, sérstakri leiðsögn og fyrirlestr- um og fjölþættum málverkasýningum. Allt verður gert til að laða fólk að, enda eru sofn lítils virði ef þau eru ekki sótt. Sú gagnrýni hefur heyrst að frágangur á hinum nýju húsakynnum hafi farið fram úr öllum kostnaðaráætlun- um og sé dýru verði keyptur. Það er eins og annað sem ríkið kemur nálægt, að þar fer allt úr böndum í kostn- aði og gefur enn einu sinni til kynna að aðhaldi og eftirliti með eyðslu á almannafé er verulega ábótavant. En úr því sem komið er skal ekki á þessari stundu eyðilögð sú ánægja sem því fylgir að Listasafnið getur staðið undir nafni. Það má líka segja að skynsamlegra var að ráðast í endurbyggingu eldra húss heldur en nýbyggingu með tilheyrandi flottræfilshætti. Forstöðu- maður Listasafnsins og aðrir þeir sem að breytingum á safnhúsinu hafa staðið hafa lagt sig fram af metnaði og víst er það rétt að hér er verið að reisa bautastein til framtíðarinnar. Nú verður ekki lengur í kot vísað og auðvitað má enginn smáboruskapur stjórna slíku verki. Þetta átak leiðir af sér að reksturinn verður að vera í samræmi við húsakostinn. Virðingarleysið gagnvart Listasafninu hefur verið til vansa og heyrir nú vonandi sögunni til. Nú er aðalatriðið að fylgja opnun safnsins eftir með því að opna hstina fyrir almenningi, opna safnið fyrir fjöldanum. Myndhst er ótrúlega útbreidd á íslandi og það eru lygilega margir sem dunda við það í frístundum að mála og skapa á léreftinu. Ekki eru það allt meistara- verk en meðan áhuginn er fyrir hendi ber það vott um að málverkið á ítök langt út fyrir raðir hinna fámennu og forfrömuðu. Erlendis er myndhst og reyndar flestar aðrar hstgreinar áhugamál örfárra útvalinna og nær að mjög takmörku leyti til hinna óbreyttu borgara. List er til á söfnum og þangað sækja þeir einir sem þangað gera sér sérstaka ferð vegna áhuga, menntunar eða skyldustarfa. Listaverkin eru ekki alltaf í nálægð við hið daglega líf. Hún er ahtof oft til sýnis en ekki til næringar. Hér á landi er þessu öðruvísi farið. Auk listsköpunar fyrir sjálfa sig má sjá víða á íslenskum heimhum mál- verk eftir víðfræga og viðurkennda málara, einkum íslenska, og þannig hefur málarahstin verið hluti af daglegu hfi og umhverfi fjöldans. Listasafn íslands á að vera háborg og musteri þessarar hstar, þroska smekk og hstsjón þeirra sem þangað sækja og með tUkomu nýrrar og bættrar aðstöðu safnsins standa vissulega vonir tU að fleiri geti notið hstarinnar og metið hana að verðleikum. Vígsla Listasafns íslands í safnhúsinu við Fríkirkju- veginn er fagnaðarefni. Glæsibragurinn ber þess vott að íslendingar taka hst sína alvarlega. Það er vel. EUert B. Schram Flísin og bjálkinn Flestum er minnisstæður eftir- farandi boðskapur Jesú: „En hví sér þú flísina í auga bróð- ur þíns en tekur ekki eftir bjálkan- um í auga þínu?“ (Matt. 7.3.) Þessi orð komust í fréttirnar nýlega þeg- ar Davíð Oddsson borgarstjóri vændi Steingrím Hermannsson ut- anríkisráðherra um hræsni í sambandi viö þenslu í þjóðfélaginu. Steingrímur lét þess getið á fundi að óþarfi væri nú að ráðast í bygg- ingu ráðhúss og veitingahúss á vegum Reykjavíkurborgar vegna ástandsins í þjóöfélaginu. Davíð svaraði fullum hálsi og kvittaði fyr- ir sig með ofangreindri tilvitnun í Matteusarguðspjall. Ekki fer á milli mála að Davíð er að ásaka Steingrím um hræsni því að Jesús segir síðar: „Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu og þá muntu sjá vel til að draga flísina úr auga bróður þíns.“ (Matt. 7.5.) Skilningur á umræddum boð- skap ér þó sennilega nokkuð mismunandi. Sumir telja að átt sé við aö menn séu oft gleggri á mis- fellur náungans en sjálfra sín. Þótt svo sé eru menn ekki orönir hræsnarar fyrr en þeir standa á torgum og prédika eða stunda boð- skap. Einnig vottar fyrir þeim skilningi að fólk skuli átta sig á KjaUarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur „Sjáið allar flísarnar,“ segja blekk- ingameistararnir. „Við byggjum umsvifcdaust bj álkavíggirðingar. ‘ ‘ Niðurstaðan er mörgum ljós. ís- lenskir neytendur greiða mörgum sinnum hærra verð fyrir margar landbúnaðarafurðir en gengur og gerist í nágrannalöndum. - Auðvit- að er hér um að ræða purkunar- lausan hagsmunarekstur þar sem ekki er hikað við að beita hvaöa brögðum sem er. Er fólk síðan hissa á því af hverju margir fram- sóknarmenn börðust mest gegn frjálsri fjölmiðlun? Ósamræmi og hvalræði F.g er ekki einn um það að hafa áhyggjur af geðklofanum í hvala- málunum. Þegar íslendingar tóku sér tvö hundruð mílna efnahags- „Viljum við að Evrópubandalagið setji tolla á íslenskan saltfiskinnflutning til bandalagsins og e.t.v. kvóta einnig eða jafnvel bann?... Tölum við með klofn- um tungum? Hver hefur bjálka í auga?“ höfundur. stærðum eða stærðargráöum. Bæði flísin og bjálkinn eru úr tré en mjög misstór, Að lokum má benda á að samlíkingin getur al- mennt átt við ósamræmi. Þá eru menn sjálfum sér ósamkvæmir. Ef glöggt er að gáð má fmna mörg dæmi um hræsni eða ósamræmi í okkar þjóðfélagi en hollt er að velta vöngum yfir þeim aö gefnu tilefni. Fríverslun eða sjálfsnægtabúskapur Sögunni víkur aft'ur að Stein- grími. Á síðasta ári flutti hann ræðu á erlendum vettvángi og tal- aði fyrir fijálsri verslun á milli landa en sagði að matvæli hefðu sérstöðu. Líklega hafa flestir ís- lendingar, sem tóku eftir þessu, skiliö þetta á sama veg. Við eigum aö fá að njóta fríverslunar i útflutn- ingi fyrir allar okkar afurðir en hefðbundinn landbúnaður á ís- landi á að fá aö njóta hins gagn- stæða, innflutningsbanns og einokunar á kostnað neytenda og skattborgara. Steingrímur talaði að vísu um matvæli en það er hættu- legt að tala tungum tveim í þessum efnum. Viljum við að Evrópu- bandalagiö setji tolla á íslenskan saltfiskinnflutning til bandalagsins og e.t.v. kvóta einnig eða jafnvel bann? Áform eru einnig uppi um það í Evrópubandalaginu að setja háa tolla á innflutt lýsi til að vemda eigin plöntuolíur. Hvað með annan fiskútílutning til EB og Bandaríkj- anna? Tölum við með klofnum tungum? Hver hefur bjálka í auga? Auðvitað eru sjávarafurðahags- munimir mörgum sinnum meiri en landbúnaðarstefnan og hver skyldi hafa meiri áhuga á frjálsri utanríkisverslun en íslendingar sem eru háðari milliríkjaviðskipt- um en sennilega aUar aörar Evrópuþjóöir í .þ.m. Stærðargráðublekkingar. , Þær eru mjög algengar. Þekkt- asta dæmið er væntanlega þegar Bandaríkin og Sovétríkin em lögð að jöfnu. Bandaríkjamenn hafa oft veðjað á rangan hest og afleiðing- arnar hafa því miður orðið slæmar, t.d. í Mið- og Suður-Ameríku. Auð- vitað telja margir sem fylgjast með úr fjarlægð að Bandaríkjamenn hefðu átt að gera hitt og þetta og helst eitthvað allt annað en þeir síðan gerðu, en að setja jafnaðar- merki á mUU þeirra og Sovétmanna er aivarlegt afbrigði af stærðar- gráðuskynvillu eða bUndri áróð- urshyggju nema hvort tveggja sé. Á íslandi hafa talsmenn land- búnaðarins stundað upplýsinga- mengun í stóram stfl og afsaka síðan allt með niðurgreiðslum er- lendis. Kjarnfóðurskattur upp á meira en 100% er settur á allt korn- fóður fyrir búpenjng. „Erlendar þjóðir eiga ekki að geta kippt grundvelUnum undan íslenskum landbúnaði með niðurgreiddu korni,“ segja blekkingameistararn- ir. Sannleikurinn er sá að niður- greiðslur era á vissum fóðurblönd- um í EB upp á einhverjar prósentur til að gera þeirra afurðir sam- keppnishæfar á alþjóðamarkaði. lögsögu voru þeir í fararbroddi vemdunarmanna en vemdunar- stefnan var tvímælalaust einn meginbandamaður okkar í ná- grannalöndum. Nú virðumst við hafa snúið viö blaðinu. Stjórnmál snúast ekki bara um hluti sem em heldur einnig um hluti sem fólk heldur að séu. Þetta á ekki síst við um alþjóðastjórnmál. Almenning- ur í nágrannalöndum okkar er með réttu eða röngu á móti hvalveiðum, a.m.k. stórhvelaveiðum. Hinn vest- ræni heimur hefur með réttu móral af framferðinu í hvalamálum og siðferðisvitund vina okkar vestan hafs og austan hefur beðið hnekki. Hvalveiðibann Alþjóða hvalveiði- ráðsins í nokkur ár er þvi til góðs. Eftir að Alþingi samþykkti 1985 að mótmæla ekki hvalveiðibanni hvalveiðiráðsins hafa guðirnir brugöist okkur. Auðvitað teljum við Islendingar að við höfum rétt á því að nýta auölindir sjávar um- hverfis landið á skynsamlegan hátt en það er .ekki sama hvernig það er gert. íslendingar eiga rétt á því að fá að vita hvað er rétt og satt í þessu máli. Ég er vísindamaöur og hef reynt að lesa það efni sem að- gengilegt er en ég hef ekki fengið að sjá sannfærandi upplýsingar um það að sandreyðar og langreyðar séu ekki í hættu þótt sæmilegt ástand viröist vera á íslandsmið- um. Þess vegna tel ég stjórnmála- menn tala af ábyrgðarleysi þegar þeir hæðast að Bandaríkjamönn- um vegna höfrungadráps því að þeir eru ekki taldir í hættu og eru ekki stórhveli. Einnig er það vill- andi að segja aö andóf gegn hval- veiöum sé eingöngu af hálfu öfgasamtaka. Vissulega em öfga- samtök með í hópnum en fjölda- mörg virðuleg einnig. Öfgafullir sértrúarflokkar með biblíu í hönd gera ekki kristna trú að öfgatrú. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er fólk nú almennt orðið á móti hvalveiðum á Vesturlöndum. Þess vegna er ábyrgðarlaust að hrópa stöðugt um flísarnar í aug- um nágrannanna í stað þess að upplýsa íslendinga sjálfa og vinna þannig stuðning þeirra á grund- velli réttra upplýsinga í stað þess að reyna að reka þá áfram eins og sauði í helgu stríði óupplýstra eyja- skeggja. Jónas Bjarnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.