Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 41 Fólk í fréttum Jóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson hefur verið í sviðsljósinu vegna frábærs árang- urs í áskorendaeinvíginu í St. John í Kanada. Jóhann er fæddur 8. febrúar 1963 í Rvík og varð stúdent frá MH 1983 og er í laganámi við HÍ. Hann varð skákmeistari íslands 1980 aðeins 17 ára en sló svo um munaði í gegn með sigri sínum í Búnaðarbanka- skákmótinu í janúar 1984 og náði þá fyrsta stórmeistaraáfanga og jafnframt lokaáfanga að titli al- þjóðlegs meistara. Öðrum stór- meistaraáfanga náði Jóhann á næsta móti, Reykjavíkurskákmót- inu í febrúar sama ár og tryggöi sér stórmeistaratitil á Skákþingi Norð- urlanda í Gjövik í Noregi 1985. í millitíðinni varð hann skákmeist- ari íslands í september 1984 og hefur verið í sveit íslands á fjórum ólympíuskákmótum, nú síðast í Dubai þar sem íslenska sveitin náði fimmta sæti. Jóhann varð sigur- vegari á millisvæðamótinu í Szirák í Ungverjalandi í ágúst 1987 þar sem hann tryggði sér rétt til að taka þátt í áskorendaeinvíginu sem nú stendur yfir. Kona Jóhanns er Jónína Yngva- dóttir, f. 30. mai 1962. Foreldrar hennar eru Yngvi Ebenhardsson, aðalbókari hjá sýslumanninum á Selfossi, og kona hans, Emma Guðrún Karlsdóttir. Jóhann og Jónína eiga einn son, Hjört Yngva, f. 7. september 1987. Foreldrar Jóhanns eru Hjörtur Magnússon lögskráningarstjóri og kona hans, Sigurlaug Guðrún Jó- hannsdóttir. Föðursystkini Jóhanns eru Jón, skrifstofustjóri á Hótel Borg í Rvík, er látinn, og Sesselja, móöir Magn- úsar Hreggviðssonar, forstjóra Frjáls framtaks. Hjörtur, faðir Jó- hanns, er sonur Magnúsar, spari- sjóðsstjóra í Borgarnesi, Jónsson- ar, b. á Skarfsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu, Jóns- sonar. Móðir Magnúsar var Kristín Magnúsdóttir, b. í Amarbæh, Magnússonar og konu hans, Guö- rúnar Jónsdóttur, systur Sigurðar, langafa Björns Hermannssonar tollstjóra. Móðir Hjartar var Guð- rún, systir Guðmundur á Valbjam- arvöllum, afa Þórarins Sigþórsson- ar, tannlæknis í Rv;k. Guðrún var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Valbjamarvöllum í Borgarhreppi, Guðmundssonar, b. í Stangarholti, Guðmundssonar, bróður Sigurðar, langafa Ingvars Ásmundssonar skákmeistara. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, systir Jóns, afa Sigurjóns, afa Önundar Bjömsson- ar, prests og bókaútgefanda. Sigurlaug, móðir Jóhanns, er dóttir Jóhanns Kristins, b. á Iðu í Biskupstungum, bróður Ámunda, föður Lofts jámsmiðs. Jóhann var sonur Guömundar, b. á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, bróður Guö- mundar yngri, föður Guðmundur Kr., skrifstofustjóra hjá Olíufélag- inu og afa Harðar Ágústssonar Ustmálara og Jóns Sigurðssonar borgarlæknis. Guðmundur var sonur Ámunda, b. á Sandlæk, Guð- mundssonar, sem Sandlækjarættin er kennd við. Móöir Ámunda var Guðrún Ámundadóttir, smiös og málara í Syðra-Langholti og vefara í Innréttingunum í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Jóhanns Kristins var Guðrún Bjarnadóttir, b. í Tungufelli, Jónssonar og konu hans, Katrínar Jónsdóttur af Bol- holtsættinni, systur Þóru, langömmu Sigríðar, móður Friö- riks Ólafssonar,- stórmeistara. Móðir Sigurlaugar var Bríet, systir Vilborgar, móður Jóns Freys Þór- arinssonar, skólastjóra Laugarnes- skóla, og Ingvars, föður Hafsteins, tannlæknis i Rvík. Bríet var dóttir Þórólfs, b. í Gerðiskoti í Flóa, Jóns- sonar, b. á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Kristjánssonar. Móðir Þórólfs var Kristín Einars- dóttir, b. í Kalmanstungu, Þórólfs- sonar, langafa tónskáldánna Jóhann Hjartarson. Bjama Þorsteinssonar og Sigvalda Kaldalóns og einnig Ingibjargar, móður Þorsteins Ö. Stephensen leikara. Móðir Kristínar var Helga Snæbjamardóttir, systir Snæ- bjarnar, afa Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, og Margrétar, móður Arnljóts Ólafssonar, prests á Bæg- isá, langafa Arnljóts Björnssonar prófessors. Afmæli Guðlaug Þórhallsdottir Guðlaug Þórhallsdóttir, Breiða- vaöi, Eiðaþinghá, er sjötug í dag. Guðlaug fæddist að Breiðavaði og ólst þar upp í föðurhúsum en hún var þriggja ára að aldri þegar hún missti móður sína. Guðlaug lauk námi frá Alþýðuskólanum á Eið- um. Hún giftist 24.7. 1948 Jóhanni Magnússyni frá Uppsölum, Eiða- þinghá, f. 8.4.1918. Foreldrar hans: Ásthildur Jónasdóttir frá Helgafelli í Helgafellssveit og Magnús Jó- hannsson frá Drápuhlíð í Helga- fellssveit. Guðlaug og Jóhann eiga fjóra syni: Jónas Þór, f. 11.7.1949, verk- taki á Egilsstöðum, kvæntur Öldu Hrafnkelsdóttur; Magnús, f. 4.9. 1952, vegaverkstjóri, Breiðavaði, en kona hans er Alda Guðbrandsdótt- ir og eiga þau íjórar dætur; Ragnar, f. 23.9. 1953, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum, á einn son; Jóhann Guölaug Þörhallsdóttir. Gísli, f. 5.4.1960, b. Breiðavaði, en kona hans er Ólöf Ólafsdóttir og eiga þau tvær dætur. Guðlaug á einn bróður, Borgþór Þórhallsson, starfsmann hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, en hann er kvæntur Sveinbjörgu Eyþórs- dóttur og eiga þau fjögur börn. Guðlaug og Jóhann hafa búið all- an sinn búskap á Breiðavaði og nú seinni árin félagsbúi með Jóhanni Gísla og Ólöfu. Guðlaug hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir sveit sína og Kvenfélagasamband Austurlands. Foreldrar Guðlaugar: Þórhallur Jónasson, Eiríkssonar frá Skriðu- klaustri, og Sigurborg Gísladóttir, Hannessonar frá Hnausum í Með- allandi. Móðir Þórhalls var Guð- laug Jónsdóttir frá Eiríksstöðum í Jökuldal. Móðir Sigurborgar var Sólveig Þorkelsdóttir frá Hallorms- stað. Guðlaug veröur ekki heima á af- mæhsdaginn. Jakob Thovarensen Jakob Thorarensen, sjúkraskýhnu á Hólmavík, eráttatíu og fimm ára í dag. Jakob fæddist í Kúvíkum í Reykjarfirði á Ströndum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann veiktist illa af bamaveiki, fimm ára að aldri, og náði sér aldrei eftir það. Jakob bjó hjá foreldrum sínum og síðar föður sínum eftir að móðir hans lést, en eftir að faðir hans fluttist suður til dvalar á Vífils- staðahælinu var Jakob til heimilis í Djúpuvík hjá þeim hjónum Hall- bert Kristni Guðbrandssyni og Sigríði Þórlínu Þorleifsdóttur frá Arnardal í Skutulsfirði, en þau höföu áður búið i Veiðileysu. Jakob var svo um tíma hjá syni þeirra hjóna, Bárði Karli, en dvelst nú á sjúkraskýhnu í Hólmavík. Jakob átti tvö systkini sem bæði eru látin. Þau voru: Elísabet Ing- unn, ljósmóðir í Árneshreppi, gift Páli Jóhannessyni Snæfeld sem lengi var stýrimaður á Jarlinum; og Bjarni matsveinn en hann fórst með vélbátnum Nirði frá ísafirði. Foreldrar Jakobs vom Ólafur Thorarensen, stöðvarstjóri í Kú- víkum, og kona hans, Elísabet Ingunn Bjarnadóttir, b. í Ármúla við ísafjarðardjúp, Gíslasonar. Föðurforeldrar Jakobs voru Jakob Thorarensen, kaupmaður í Kúvík- um, og kona hans, Guðrún Óladótt- ir, b. í Ófeigsfirði á Ströndum, Jónssonar Viborg. Foreldrar Jak- obs kaupmanns voru Þórarinn Thorarensen, verslunarstjóri í Reykjarfirði, og kona hans, Katrín Jakobsdóttir Hafstein. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Til hamingju með daginn 80 ára Herdís D. Benediktsdóttir, Val- braut 6, Geröahreppi, er áttræö í dag. Kristinn Jónsson, Laufási, Hvammstangahreppi, er áttræður í dag._______________________ 75 ára Svavar Erlendsson, Iðufelli 10, Reykjavik, er sjötíu og fimm ára í dag. Þorbjörn St. Hansen, Víðilundi 10E, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Kristbjörg Jónsdóttir, Víðikeri, Bárðdælahreppi, er sjötug í dag. 60 ára Erna Brynhildur Jensdóttir, Tjörn, Biskupstungnahreppi, er sextug í dag. 50 ára Guðrún Jónsdóttir, Torfufelli 48, Reykjavík, er fimmtug í dag. 40 ára Guðríður Guðjónsdóttir, Ljósheim- um 12, Reykjavík, er fertug í dag. Valdís Sveinbjörnsdóttir, Sunnu- vegi 8, Hafnarfirði, er fertug í dag. Jón Friðrik Sigurðsson, Teigaseh 2, Jökuldalshreppi, er fertugur í dag. Þórunn Ólafsdóttir, Skólavegi 10A, Búðahreppi, er fertug í dag. Andlát Hannes Guðmundsson Hannes Guðmundsson, sóknar- prestur í Fellsmúla á Landi, lést í gjörgæsludeild Landspítalans laug- ardaginn 23. janúar. Hannes fæddist í Elfros, Saskatchewan í Kanada, 23. mars 1923 og lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 1955. Hann var bankaritari og síðan gjaldkeri við Útvegsbanka íslands í Reykjavík 1939-48 og einkaritari fjárveitinga- nefndar Alþingis 1950-53. Hannes hefur verið prestur í Fellsmúla frá 1955. Hann var í safnaðarráði Hins evangelíska, lútherska fríkirkju- safnaðar í Reykjavík frá 1942-1955. Hannes var í stjórnarnefnd hinna almennu kirkjufunda um skeið, formaður kirkjukórasambands Rangárvahaprófastsdæmis frá 1973 og í þjóðhátíðarnefnd Rangárvaha- sýslu 1974. Hannes kvæntist 17. júh 1964 Guðnýju Margréti, f. 8. mars 1938, Sveinsdóttur, b. í Miðhúsaseli í Fehum, Einarssonar, en þau shtu samvistum. Alsystkini Hannesar eru: Matthí- as, f. 24. febrúar 1921, kennari á ísafirði og síðar í Kópavogi; og Ses- selja, f. 19. júní 1926, skrifstofumað- ur í Reykjavik. Hálfsystkini Hannesar sammæðra eru: Rann- veig Guðjónsdóttir, f. 2. maí 1929, d. 11. janúar 1930, Jón Guðjónsson, f. 30. ágúst 1931, og Hallgrímur Guðjónsson, f. 28. nóvember 1935. Foreldrar Hannesar voru Guð- mundur Guðmundsson, b. í Elfros, f. 30. júlí 1897, og kona hans, Elísa- bet Jónsdóttir, f. 19. maí 1893. Faðir Guðinundar var Guömundur Elías, b. í Rútsstaða-Norðurkoti í Flóa og síðar í Point Roberts í Washington, bróðir Sigrúnar, móður Magnúsar Kjartanssonar ráðherra. Guð- mundur var sonur Guðmundar, b. í Seljatungu í Flóa, bróður Halld- órs, langafa Gísla leikara og Sigríð- ar Hahdórsdóttur, móður Elfu- Bjarkar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Ríkisútvarps- ins. Hahdór var einnig langafi Eiriks Smith listmálara. Guð- Hannes Guðmundsson. mundur var sonur Vigfúsar, b. í Lambhúskoti, Vigfússonar og konu hans, Ingibjargar Halldórsdóttur, af Jötuættinni. Móðir Guðmundar var Guðrún Steingrímsdóttir, b. á Kópareykjum í Reykholtsdal, Grimssonar, föður Jóns prests í Gaulverjabæ, sem var faðir Stein- gríms rafmagnsstjóra. Meðal móðursystkina Hannesar var Ingimar, prestur og skólastjóri, faðir Jóns, skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu. Elísabet var dóttir Jóns, b. í Laxárdal í Hruna- mannahreppi, bróður Snorra, afa - Jóns Tómassonar, fyrrv. símstöðv- arstjóra í Keflavík. Jón var sonur Jóns, b. í Hörgsholti, Jónssonar, af Hörgsholtsættinni, bróöur Guð- mundar, afa Bjargar Einarsdóttur rithöfundar og Þorkels Jóhannes- sonar prófessors. Móðir Elísabetar var Sesselja Guðmundsdóttir, b. á Fossi, Helgasonar, b. á Grafar- bakka, Einarssonar, b. og lögréttu- manns í Galtafehi, Ólafssonar. Móðir Jóns í Laxárdal var Guðrún Snorradóttir, b. á Kluftum, Hahd- órssonar, b. í Jötu, Jónssonar, forfööur Jötuættarinnar, fööur Ingibjargar, langömmu Guðmund- ar, föður Hannesar í FeUsmúla. Þuríður Einarsdóttir lést að Drop- Benedikt Jónsson, Aðalbóh, lést á laugarstöðum laugardaginn 30. sjúkrahúsi Akraness 30. janúar. janúar. Áslaug Guðjónsdóttir, Skelja- Skúlína Th. Haraldsdóttir, Efsta- granda 7, áður Snorrabraut 34, lést sundi 6, lést á öldrunardeild á Landspítalanum 29. janúar. Landspítalans laugardaginn 30. janúar. OPNUNARTÍMI Virka daga kl. 9-22, SMÁAUGLÝSINGA: i3urSaki'it« ★ Afsöl og sölutilkynningar bifreiða. ★ Húsaleigusamningar (löggiltir). ★ Tekið á móti skriflegum tilboöum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.