Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 9 Stjómin í riðar til ______Útlönd ísrael falls ER VATNSKASSINN BILAÐUR? Gerum við. Seljum nýja, ameríska, evrópska. biÆmiðjah Ármúla 19, 128 Reykjavik símar: 681877, blikksmíðaverkstæðið 681949, vatnskassaverkstæðið 681996, skrifstofan Svo virðist sem deilur innan ríkis- stjómar Ísraelsríkis, vegna friðartil- lagna þeirra sem George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur rætt við ráðamenn þar, gætu riðið stjóminni að fullu. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sem er undir miklum þrýstingi frá * pólitískum keppinautum sínum jafnt sem Bandaríkjamönnum, um að samþykkja áætlun Bandaríkjamann- anná, sagði í gær, í fyrsta sinn, að hann myndi hugsanlega efna til kosninga innan skamms. Kosningar eiga samkvæmt áætlun ekki að fara fram í ísrael fyrr en í nóvembermán- uði. Flokkur Shamir, Likud-flokkur- inn, og samstarfsflokkur hans í ríkisstjóm, verkamannaflokkur Shimon Peres utanríkisráðherra, deila nú hart um það hvort ísraels- Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, virðist nú reiðubúinn til að láta reyna á stjórnarf lokkana og fylgi þeirra í kosningum. Símamynd Reuter Shimon Peres, utanrikisráðherra israels, ræðir við kollega sinn George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Simamynd Reuter menn eigi að láta af hendi herteknu svæðin á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu, í skiptum fyrir friðarsátt- mála milli Araba og Israela. Shamir mun bráðlega fara til Bandaríkjanna, þar sem hann mun eiga frekari viðræður við bandaríska ráðamenn. í gær sagði hann að þegar hann sneri aftur úr þeirri heimsókn yrði ákveðið hvort gengið yrði til kosninga áður en áætlað hefði verið. Vamarmálaráðherra ísrael, Yitz- hak Rabin, sem er úr verkamanna- flpkki, sagði í viðtali við sjónvarpið í ísrael í gær að rikisstjóm landsins ætti annaðhvort að ganga að áætlun Bandaríkjamanna eða láta útkljá málið í kosningum. Sagðist hann telja að ríkisstjóm, sem klofnaði á þennan veg í mikilvægu máli, ætti að skjóta úrskurðinum til kjósenda. Tillögur Bandaríkjamanna gera ráð fyrir þvi að kölluð veröi saman alþjóðleg ráöstefna um frið í Miö- Austurlöndum og fela í raun í sér að endanlega láti ísraeismenn herteknu svæðin af hendi að nýju. Shamir for- sætisráðherra telur að það myndi boða endanlega uppgjöf fyrir ísraels- menn. Talsmáður forsætisráöherrans sagði í gær að hann myndi hafa sínar eigin friðaráætlanir í farteskinu þeg- ar hann fer til Washington og myndi hann ræða þær við bandaríska ráða- menn. Japanar flytja inn Hondabfla Anna Bjamasan, DV, Denver Framleiðendur Hondabílanna japönsku uröu fyrstir Japana til aö hefla bílaframleiðslu í Bandaríkj- unum. Honda Accord Coupé er nú eingöngu framleiddur 1 Marysville í Ohio og er þessi gerð bflanna flutt út þaöan til Japan. Hondaverk- smiðjumar hafa sett sér þaö takmark að verða stærsti bílaút- flytjandi Bandaríkjanna til Japan, segir í stórblaöinu USA Today. A mánudaginn fór fyrsta sending Honda Accord bílanna frá Banda- ríkjunum til Japan. Vom það 540 bílar en áætlað er að selja um 4 þúsund slíka til Japan á þessu ári. Á siöasta ári seldu bandarískir bílaframleiðendur um 4 þúsund bíla í Japan. Áriö 1991 hyggjast framleiöendur Hondabflanna selja 70 þúsund Accord bíla árlega í Jap- an. Ekki er búið að tilkynna verð bíl- anna í Japan en þeir veröa betur úr garði geröir en þeir Accord bflar sem seldir era í Bandaríkjunum fyrir 14.880 dollara. Bílamir verða með leðurklæddum sætum, vind- bijóti að aftan og nýrri álblöndu í felgum. Um 20 japönsk fyrirtæki, sem framleiöa vörur sínar i Bandaríkj- unum, hafa haflö útflutning þaðan til Japan. Má meðal annars nefna Sanyo sjónvarpstæki, Hitachi tölvudiska og Sony sjónvarps- skerma. Framleiðslan er nú ódýrari í Bandaríkjunum vegna þess hve japanska jenið hefur hækkaö gagnvart dollar. Hert eftirlit í Lhasa Yfirvöld í Kína hafa fyrirskipað hert eftirlit með aðskilnaðarsinnum í Tíbet til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir í höfuðborginni Lhasa. íbúar í Lhasa segja að fjölmennt lögreglulið sé nú á götum borgarinn- ar til þess að halda borgarbúum frá götunum í dag en þá er þess minnst að 29 ár eru liðin frá uppreisninni gegn Kínveijum árið 1959. Samkvæmt frásögn kínverskra yfirvalda lést einn lögreglumaður og rúmlega þrjú hundmð særðust þegar þeim lenti saman við mótmælendur á laugardaginn. Mótmælendur, sem sagðir em hafa verið hvattir af munkum, köstuðu grjóti að lögreglu- mönnunum og beittu bareflum gegn þeim. Yfirvöld hafa ekki vilja geta um hversu margir óbreyttir borgar- ar féllu í átökunum né heldur hversu margir meiddust. Útlendingur, sem ekki vill láta nafns síns getiö, kvaðst hafa heyrt frá mörgum heimildarmönnum að allt að sextán munkar hefðu fallið er öryggissveitir gerðu innrás 1 Jok- hang hofiö þegar rósturnar hófust á laugardagsmorgun. Aðrir útlending- ar, sem búa í Lhasa, segjast hafa heyrt aö níu munkar hafi fallið. Rætt var við frásagnarmenn í síma þar sem vestrænum fréttamönnum hefur verið bannað að ferðast um Tíbet eftir að óeirðir blossuðu þar upp í haust. Konur, ath. NÝJUNG. A.C.U.P. MEÐFERÐ GEGN * Cellulite (appelsínuhúð) * Megrun Cellulite er samansafn fitu, vatns og úrgangsefna. TIMAPANTANIR I SIMA 46055 Cellulitekúrar Megmnaikúrar Nauðungaruppboð á fasteigninni Þingskálum 4, Hellu, þingl. eign Gísla Sigurðssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofnun og Iðnlánasjóður. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu, Nauðungaruppboð á fasteigninni Hólavangi 18, Hellu, þingl. eign Þórdísar Sigfúsdóttur, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Drafnarsandi 6, Hellu, þingl. eign Þorbjörns Guðmundsson- ar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. Sýslumaðurinn I Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð á fasteigninni Fossöldu 12 N, hellu, þingl. eign Sigurðar B. Guðmundsson- ar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Válgarður Sigurðsson hdl. Sýslumaðurinn i Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð á jörðinni Háfi II, Þykkvabæ, þingl. eign Þórs Fannars Ólafssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands og Sigurður G. Guðjónsson hdl. _______________Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð á jörðinni Hábæ I, Þykkvabæ, þingl. eign Óskars Sigurðssonar, fer fram á skrifstofu embættisins föstudaginn 11. mars 1988 kl. 12.00. Uppboðs- beiðandi er veðdeild Búnaðarbanka íslands. Sýslumaðurinn í Rangán/allasýslu. Nauðungaruppboð á jörðinni Arnarhóli, Vestur-Landeyjahreppi, þingl. eign Erlendar Guð- mundssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars 1988 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Búnað- arbanka íslands. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð á jörðinni Hamrahóli, Ásahreppi, þingl. eign Tómasar Steindórssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstudaginn 11. mars kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er veðdeild Búnaðarbanka Islands. __________________Sýslumaðurinn i Rangárvallasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.