Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 48
gr O A Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. m Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. læknamálið í Arbæ: Opinber rann- sókn hafin á sjúkraskrám Ríksendurskoðun sendi ríkissak- sóknara ósk um opinbera rannsókn á ákveðnum atriðum í sjúkraskrám eins læknis við Heilsugæslustöðina í Árbæjarhveríl í Reykjavík. Ríkis- endurskoðun lagði fram gögn sem studdu ósk um opinbera rannsókn. Samkvæmt heimildum DV styðja þau gögn rökstuddan grun um refsi- verðan verknað. Ríkissaksóknari hefur nú sent mál- ið til rannsóknarlögreglu til rann- sóknar. Opinber rannsókn á málinu er því á frumstigi. Ríkisendurskoðun taldi að samkvæmt þeim gögnum , sem liggja fyrir hefði ekki verið kom- ist hjá rannsókn á máli læknisins. Læknar við Heilsugæslustöðina í Árbæ höfnuðu á sínum tíma óskúm Ríkisendurskoðunar um aðgang að sjúkraskrám. Læknarnir báru fyrir sig þagnarskyldu. Ríkisendurskoðun skaut þá málinu til fógetaréttar. Fógetaréttur hafnaði kröfu Ríkis- endurskoðunar um aðgang að sjúkraskránum. Rétturinn tók ekki afstöðu til þagnarskyldu læknanna heldur taldi að Ríkisendurskoðun skorti heimild til aðgangs að gögnun- ‘um. Ríkisendurskoðun ákvað að áfrýja ekki úrskurði fógetaréttar. Þess í stað hefur verið óskað eftir opinberri rannsókn á sjúkraskrám læknisins. Og þá um leið allra lækna við Heilsu- gæslustöðina þar sem sjúkraskrár þeirra eru sameiginlegar. -sme Tekinn fastur eftir innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Maðurinn vakt athygli lögreglu þar sem hann bar nokkra innkaupapoka. Þegar lögreglan náði manninum kom í ljós að í pokunum voru vörur frá Miðbæjarradíói á Hverfisgötu. Viö vettvangskönnun við Mið- bæjarradíó voru greinileg fór eftir manninn og greinilegt var að þar haföi verið brotist inn. Maðurinn var færður í fangageymslur þar sem hann var í nótt. Rannsóknarlögregl- an fær nú málið til meðferðar. Bilsljórarnir aðstoða 25050 senDiBíLBSTöÐin LOKI Nú er heldur betur róið úr Grindavíkinni - sagði Þórarinn V, Þórarinsson um Grindavíkursamninginn í morgun „Við eriun bara að semja hér fyr- ir okkur og það var aidrei ætlunin að fjölmiölar eða aðrir kæmust í þetta mál enda kom hnútur á það um leiö og þetta spurðist út,“ sagði Ólafur Magnússon, framkværada- stjóri í Grindavík, í samtali við DV i raorgun. Þá voru atvinnurekend- ur að hefjafund til að fjalla uraþær móttökur sem samningurinn sera þeir gerðu við verkalýðsfélagið i gær, fékk hjá frarakvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins í gær- kveldi, en þar var honum alfariö hafnað. Atvinnurekendur í Grindavík eru mjög óhressir með þessa sara- þykkt Vinnuveitendasambandsins og sættir náðust ekki í gærkvöldi. Atvinnurekendur í Grindavík héldu með sér fund um málið fyrir hádegi í dag til að ræða afstöðu Vinnuveitendasambandsins. „Okkar raat var það að Grinda- víkursamningurinn væri gerður í fljótræði til að leysa ákveöin. vandamál sera hann þó gerir ekki og þess vegna felldi frarakvæmda- stjórnin samninginn. Hann öðlast því ekki gildi þar sem atvinnurek- endur í Grindavík eru í Vinnuveit- endasambandinu,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, frarakværadastjóri þess, í samtali við DV í morgun. í Grindavík er mesta saltflsk- verkun á landinu en frysting þar tiltölulega litii. Saltflskverkunin stendur mun betur en frystingin og þess vegna var þessi samningur mögulegur fyrir vinnuveitendur þar. -S.dór 40 prósent hækkun á 15 mánuðum Þeir voru ekki vissir um hvernig hákarl væri verkaður, sjómennirnir á Steinunni SF 10 frá Hornafirði, en réðust samt í verkið. Hákarlinn fengu þeir í net nú á dögunum. Á myndinni eru Vigfús Vigfússon, örn Arnarson, Ingólfur Ásgeirsson og Ingvi Sigurðsson sem stjórnaði skurð- inum. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Talsvert frost um land allt Á morgun verður norðaustanátt um allt land, stinningskaldi um norðaustanvert landið en hægari í öðrum landshlutum. Frost verður á bilinu 4 til 12 stig. Grindavík: Líkur taldar á að atvinnurekendur standi á sínu „Eg er auðvitað mjög ánægður með samninginn og hann fékk þær við- tökur á fundinum hjá okkur aö vera samþykktur með 129 atkvæðum gegn 15 en 5 seðlar voru auðir,“ sagði Ben- óný Benediktsson, formaður Verka- lýðsfélags Grindavíkur, í samtah við DV. Benóný sagði aö samningurinn væri ekki langt frá samningunum sem felldir hafa verið nema hvað kaupliðurinn er mun hærri. Þannig fær fólk 6% kauphækkun við undir- ritun og síöan 5% kauphækkun 1. febrúar á næsta ári. Fastráðið starfs- fólk fær 6 þúsund króna launauppbót á 3ja mánaða fresti ef það skilar 500 vinnustundum hjá sama atvinnurek- enda. Þetta atriði nemur 32,5% launahækkun á samningstimabil- inu, en samningurinn gildir frá 1. mars í ár til 1. júní 1989. Samtals er því um aða ræða rúmlega 40% launa hækkun á því 15 mánaða tímabili, sem samningurinn gildir. Þá fær verkafólk í Grindavík .eins dags or- lofsviðbót og þarf ekki að hafa unnið 10 ár hjá sama atvinnurekenda til þess að fá hann eins og gert var ráð fyrir í samningunum sem felldir voru. -Sdór. Þegar DV fór í prentun stóð yfir fundur atvinnurekenda í Grindavík þar sem þeir fjölluðu um afstöðu Vinnuveitendasambandsins til Grindavíkursamningsins. Þeir aðilar sem DV ræddi við sögöu að yfirgnæf- andi líkur væru á því að atvinnurek- endur í Grindavík stæðu á sínu og tækju ekki tillit til mótmæla fram- kvæmdastjómar Vinnuveitenda- sambandsins og þess að hún felldi samninginn í gær. Ef svo fer að Grindvíkingar halda fast viö sitt þá er kominn upp klofn- ingur innan Vinnuveitendasam- bands íslands sem ómögulegt er að sjá fyrir hvaða afleiðingar hefur í kjarasamningum við önnur verka- lýðsfélög í landinu. w i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i é -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.