Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. 21 Það hteyrðust fjögurra stafa tölur þegar boðið var i kökurnar. DV-mynd Snorri Borgarfjörður: Söfhuðu um 300 þús- undum í íþrótfahúsið Snorri Kristleifsson, DV, Borgarfirði: • Nemendur Kleppjámsreykjaskóla efndu til fjáröflunar til aö gera not- hæft íþróttahús sem veriö hefur í byggingu nokkur undanfarin ár. Þeir vöktu athygli á sér og skólanum með því að ganga og synda samtals í 12 klukkustundir og fóru um sveitir og söfnuöu áheitum. Einnig mættu for- eldrar og fleiri í spurningakeppni, sem háö var milli nemenda og for- eldra. Þeirri skemmtun lauk svo meö fjörugu kökuuppboöi sem skilaði drjúgum skildingi. Alls söfnuöu nemendurnir hátt í þrjú hundruð þúsund krónur meö þessu frísklega framtaki sínu. Á Kleppjárnsreykjum hefur á und- anfornum árum verið unnið aö stækkun skólans auk byggingar sundlaugar og íþróttahússins. Ekk- ert af þessum mannvirkjum hefur verið hægt aö ljúka við þar sem ríkið hefur ekki staðið við sinn hlut. Sveit- arfélögin hafa þurft að opna pyngj- una upp á gátt en það hefur ekki dugaö til. Því skora nemendur og aðstandendur skólans á þingmenn kjördæmisins að þeir taki nú viö sér og útvegi það fé sem ríkinu ber að greiða. Siglingamálastofnun: Árnesingar hugsa best um báta sína og hafa hlotið fyrir það sérstaka viðurkenningu Siglingamálastofnun ríkisins veitti nýlega sjómanna- og útvegsmannafé- lögum í Ámessýslu sérstaka viður- kenningu fyrir besta útkomu í skyndiskoðunum fiskiskipa árið 1987.<Þetta er í annað sinn sem Sigl- ingamálastofnun veitir slíka viður- kenningu. Fyrir árið 1986 hlutu Vestmannaeyingar heiðurinn. Skyndiskoðanir fiskiskipa hafa átt sér stað tvö síðastliðin ár og eru þær framkvæmdar þannig að tveir skoð- unarmenn fara fyrirvaralaust um borð í fiskiskipin þegar þau koma í höfn og eru þá könnuð ítarlega 6 til 10 öryggisatriði i hveiju skipi. í fyrra var farið um borð í 101 skip og skoðuð 762 öryggisatriði. í lagi reyndust 606 atriði eða 79,5% að meðaltali. Algengustu athugasemd- irnar við öryggisatriðin voru varð- andi lokunarbúnað á hurðum og lestum, legufæri og legufærafestar, skoðun á sjósetningarbúnaði og ástand neyðarútganga. í nokkrum skipum var ástandið þannig að krefjast varö tafarlausrar lagfæringar og voru 4 skip stöðvuö og haffærisskírteini tekin af tveimur skipum meðan lagfærðir voru ágall- ar. Sem fyrr segir voru Árnesingar með bestu útkomuna í þessum skyndiskoðunum 1987. Þar vom skoðuð 105 atriði í 13 skipum og í lagi reyndust 89 atriði eða 89%. -S.dór Jarðgöng á Vestfjörðum? Jarðgöng á Vestfjörðum hafa verið til umræðu að undanförnu. Fréttarit- ari DV á Flateyri, Reynir Traustason, sagði frá fundi á ísafirði þar sem fjallað var um málið og birtist frétt hans hér í blaðinu föstudaginn 4. mars. Myndin hér að ofan féll þá niður. Hún er tekin í Breiðadai í önund- arfirði þar sem vegurinn liggur upp að Þverfjalli. Svarti depillinn á myndinni sýnir staðinn þar sem fyrirhugað er að gera jarðgöng. DV-mynd Reynir Traustason Fréttir Fundur um Fjórðungssamband Norðlendinga: Málin rædd ** ■ ■ ■ ■■ ■ i hremskilm Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er ekki hægt aö segja að stór eða mikil niðurstaöa liggi fyrir eftir þenrtan fund en málin voru rædd i hreinskilni og þetta var ágætur fundur,“ sagði Valtýr Sig- urbjamarson, formaöur Fjórð- ungssambands Norðlendinga, í samtaii við DV. Eins og fram hefur komiö í DV hafa Siglfirðingar sagt sig úr fjórö- ungssamtökunum og fleiri sveitar- féiög á Norðuriandi vestra hafa látið að því liggja að þau væru á leiö út úr samtökunum. „Við ræddum málin í hreinskilni og gátum eytt ýmsum misskilningi sem uppi var,“ sagði Vaitýr. .JEins var reynt að kaila það fram sem menn vilja hafa öðruvísi, það var rætt í bróðerni eins og það hvað hefði.áunnist, hvað þetta kostaði aUt saman og einnig ýmis raunhæf markmið.“ Fundinn, sem haidinn var á Sauðárkróki, sóttu sveitarstjómar- menn þéttbýlisstaðanna á Norður- iandi vestra að Siglufirði undanskildum. Valtýr var spurður hvort tekisthefðiaðlægjaöldumar þannig að sveitarfélögin myndu áfrara vinna innan flórðungssam- bandsins. „Það er erfitt að meta þaö. Ég held hins vegar að það sé Ijóst að sveitarfélögin á Norðurlandi muni hafa með sér einhver samtök og nánari samvinnu en hingað til, en hvort þaö veröur til þess að þau segi sig úr þeim samtökum sem fyrir eru hggur ekki fyrir. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að á Norðurlandi starfi slík samtök, hvor í sínu kjördæmi, og hafi sföan með sér samvinnu í ýmsum málum sem metin yrðu hverju sinni. Ég er ánægður raeð það sera kom fram á fundinum að brotthlauþ úr fjórðungssamtökun- um væri ekki réttu vinnubrögðin ein og sér og ef þau samtök væru lögð niöur í núverandi mynd yrði eitthvað að koma í staöinn," sagði Vaitýr. Einn Akureyringur vann Polugaevsky Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Einn þeirra 40 Akureyringa, sem teíldu Qöltefli við sovéska Tó.meM- arann Polugaevsky í fyri uí.. öld. náði að sigra meistarann. Það var Þór Valtýsson og ung dóttir hans, Þór- björg, var meðal þeirra sjö sem gerðu jafntefli við meistarann. Aðrir sem náðu jafntefli voru Kári Elíson, Bogi Pálsson, Sigurjón Sigur- björnsson, Sveinn Pálsson, Rúnar Berg og Tómas Hermannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.