Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1988, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1988. Merming DV Einleiksfiðla í Norræna Hlrf Sigurjónsdóttir léktvö nýfidluverk á hádegistónleikum í gær. Hlíf Sif Siguijónsdóttir fiðluleik- ari flutti í gær tvö nýleg tónverk í Norræna húsinu. Þetta var á Há- skólatónleikum í hádeginu, en þar er, eins og kunnugt er, oft hægt að heyra ljómandi músík á miðviku- dögum á undan eða eftir góðu snarli í kaffiteríunni. Verkin voru eftir Alfred Felder (f.1950) frá Lucemef Sviss og Jónas Tómasson (1946) frá ísafirði. Verk Felders, sem er reyndar sellóleik- ari, virtist vera ágæta vel samið fyrir einleiksfiðluna, mátulega ex- pressívt og með alvöru og húmor í þægilegu jafnvægi, Annars voru þetta tilbrigði yfir páskasekvens- íuna Victimae paschali laudes sem fjallar á sinn hátt um dauða og sorg, upprisu og gleði, og lét Hlíf fiðluna sína syngja fallega á þeim nótum. Verk Jónasar Tómassonar, sem hefur verið leikið inn á hljómplötu (Guðný Guðmundsdóttír, útg. ís- lensk tónverkamiðstöð), var á sínum tíma samið sérstaklega fyrir Hlíf Siguijónsdóttur. Það heitír Vetrartré og er, eins og höfundur segir sjálfur, vetrarlag fyrir tré. Tánlist Leifur Þórarinsson „Fiðlan er jú ekki aðeins strengir og hár í boga, hljómur hennar er tréhljómur sbr. holað inn í tré.“ Þó þetta sé að vísu dálítið köntótt músík og hafi ekki mikið af þeirri hlýju og tijámögnun, sem maður tengir venjulega fiðluleik, þá má heyra margt óvænt og skemmtilegt í Vetrartijám, ekki síst þegar leikið er af slíkum yndisþokka sem þarna var gert hefur. Hlif er sem sé góður fiðluleikari sem hefur talsvert og óvenjulegt fram að færa. LÞ Hlíf Sigurjónsdóttir. Tónleikar Jardarfarir Friðrika Eggertsdóttir lést 28. febrú- ar. Hún fæddist í Fremri-Langey á Breiðafirði 5. október 1894, dóttir Eggerts Torberg Gíslasonar og Þur- íðar Jónsdóttur. Hún giftíst Jóhanni Garðari Jóhannssyni, en hann lést fyrir 23 árum. Þau hjónin eignuðust 10 börn og eru sjö á lífi. Útfór Frið- riku var gerð frá Fríkirkjunni í morgun. Agnar Sigurðsson lést 2. mars. Hannm var fæddur aö Sýruparti á Akranesi 10. mars 1911. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson og Guðrún Þórðardóttir. Agnar áttí heima á Akranesi alla tíö. Árið 1925 byrjaði hann að vinna hjá Böðvari Þorvaldssyni í Böðvarsbúð. Frá Böð- vari fór hann yfir til Haralds Böðvarssonar útgerðamanns og vann þar þangað til í desember 1987. Útför hans fór fram frá Akranes- kirkju í morgun. Georg Kristjánsson, Hátúni lOa, and- aðist í Landspítalanum 29. febrúar. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Helgadóttir verður jarðsett frá Stykkishólmskirkju laugardag- inn 12. mars kl. 14. Ferð verður frá BSÍ kl. 8.30 og til baka sama dag. Kveðjuathöfn um Sigurveigu Guð- brandsdóttur frá Loftsölum, Kúr- landi 13, Reykjavík, sem lést þann 4. mars sl., fer fram frá Bústaöa- kirkju fóstudaginn 11. mars kl. 15. Jarðsett verður frá Víkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. Ragnar Konráðsson frá Hellissandi, verður jarðsunginn frá Ingjaldshóls- kirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogs- kirkju fóstudaginn 11. mars kl. 13.30. Soffia Bogadóttir frá Brúarfossi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 4. mars. Út- fórin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. Jarð- sett verður á Ökrum. Eggert Th. Jónsson, Háaleitisbraut 155, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fóstudaginn 1L mars kl. 13.00. Andlát Guðrún Sigurðardóttir, Suðurgötu 49, Siglufirði, andaðist í Sjúkrahúsi Siglufiarðar þriðjudaginn 8. mars. Sólveig Sigfúsdóttir frá Hólmlátri andaðist á Hrafnistu 8. mars. Tilkyimingar Árshátíð Starfsmannafélags Vegagerðar ríkisins verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 12. mars og hefst kl. 19. Afmælisfundur Kvenfélagsins Seltjarnar verður haldinn að Hótel Lind þriðjudag- inn 15. febrúar kl. 19. Félagskonur hringi í Unni og tilkynni þátttöku í síma 614791 fyrir fimmtudagskvöld. Minningarkort Sambands dýraverndunarfélaga íslands fást í símum 12829 og 673265. Stuðningssamtöl Samtök um sorg og sorgarviðbrögð veita upplýsingar og ráðgjöf í síma 696361 þriðjudaginn 8. mars milli kl. 20 og 22. Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræöiaðstoð í kvöld, fimmtudagskvöld, milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Neskirkja Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20 í umsjá Guðmundar Óskars Ólafssonar. Skemmtiferð félags eldri borgara Félag eldri borgara efnir til skemmtiferð- ar á Selfoss nk. sunnudag. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13. Ferðakynning hjá Félagi eldri borgara Félag eldri borgara efnir til ferðakynn- ingar i Goðheimum, Sigtúni 3, nk. sunnudag kl. 14-18. Félag eldri borgara heldur opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14, frjáls spilamennska, t.d. bridge eða lombert, kl. 19.30 félagsvist, hálft kort, kl. 21 dans. Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík FUJ í Reykjavik hefur ákveðið að efna til samkeppni um merki og „nýtt“ nafn fyrir félagið. Þar sem FUJ varð 60 ára fyrir stuttu þótti stjórn FUJ viðeigandi að fá eitthvað nýtt, gott og áhrifaríkt nafn og merki. Um form merkisins eru engin skilyrði. Merkið á eingöngu að geisla af hugmyndaríki og fegurðarskyni (merkinu á að skila sem grunnhugmynd sem svo verður útfærð eða lagfærð) Nafnið á félaginu á að vera stutt og lagg- ott og hæfa forystuhreyfingu ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. 25.000 kr. verða veittar fyrir merkið og 15.000 kr. fyrir nafnið. Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 24244 en tillögum skal skilað til Alþýðuhúss- ins, Hveríísgötu 8-10, merkt „FUJ í Reykjavík“, fyrir 11. apríl. Fyrírlestrar Fyrirlestur um Marshallaöstoöina Prófessor Charles Kindleberger heldur fyrirlestur í boöi viðskiptadeildar í dag, 10. mars, kl. 17 í Odda, stofu 101. Fyrir- lesturinn nefnist „The Marshall Plan in Retrospecf ‘ og er öllum heimili aðgang- ur. Prófessor Kindleberger starfaði lengi við Mas.sachusetts Institute of Techno- logy og er vel þekktur fyrir störf sín á sviði alþjóðahagfræði. ■ Fyrirlestur um óperuna í Finnlandi fyrr og nú í kvöld, 10. mars, kl. 20.30, heldur fmnski leikstjórinn Hannu Heikinheimo fyrir- lestur í Norræna húsinu um óperuna í Finnlandi fyrr og nú. í fyrirlestrinum fjallar hann um uppruna og sögu fmnsku óperunnar og helstu óperur og höfunda þeirra, ss. Matetoja, Kokkonen og Salhn- en. Einnig segir hann frá heimsfrægum fmnskum söngvurum og sýnir mynd- bönd. Hannu Heikinheimo er staddur hér á landi í boöi Norræna hússins og Vinafé- lags íslensku óperunnar. Með honum í för er einnig finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, en þeir Heikinheimo vinna saman að sjónvarpsgerð óperunnar Viki- vaka eftir Atla Heimi Sveinsson, en allar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda standa saman að því verkefni. Fundir Kvenfélag Bústaðasóknar heldur afmælisfund sinn 14. mars nk. í tilefni 35 ára afmælis félagsins. Félags- konur geta tekið með sér gesti á afmælis- fundinn sem hefst kl. 20. Nánari uppl. um fundinn veita Dagmar, s. 36212, Hólm- fríður, s. 34700, og Lára, s. 35575. Félagsvist Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð nk. laugardag, 12. mars, kl. 14 í félagsheimilinu Skeif- unni 17. Allir velkomnir. Aðalfundur Aðalfundur Kvenréttindafélags íslands verður haldinn að Hallveigarstöðum, sai Túngötumegin, þriðjudaginn 15. mars kl. 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Afmælisfundur Kvenfélags Bústaðasóknar verður haldinn 14. mars nk. í tilefni 35 ára afmælis félagsins. Félagskonur geta tekið með sér gesti á afmælisfundinn sem hefst kl. 20. Nánari upplýsingar um fund- inn veita Dagmar, s. 36212, Hólmfríður, s. 34700 og Lára, s. 35575. Sinfóníuhljómsveit æskunnar með tónleika Nú sem stendur heldur Shifóníuhljóm- sveit æskunnar námskeið undir stjóm hins heimskunna fiðlusnillings og stjóm- anda, Pauls Zukofsky. Þátttakendur á námskeiðinu em tónlistarnemendur víös vegar að af landinu og em þeir að þessu sinni í kringum áttatíu. Námskeiöinu lýkur með tónleikum í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 20.30 í Langholtskirkju. Á efnisskránni em tvö verk: Strengjakvartett eftir Beethoven op. 131 í cís-mpll og Et expecto eftir Oh- ver Messiaen. Að þessu sinni er hljóm- sveitinni skipt í tvennt. Hinn marg- slungni strengjakvartett Beethovens verður fluttur af strengjasveit og Et ex- pecto af blásumm og slagverki. Verkiö „Et expecto resurrectonem mortuorum", lauslega þýtt „Ég bíð upprisu hinna dauðu“, er flutt í tilefni af áttræðisaf- mæh Messiaen á þessu ári og er hér um frumflutning á Íslandi að ræða. Miðaverð er kr. 350. Kvíkmyridir Helgi Gíslason sýnir í Gallerí Borg í dag kl. 17 opnar Helgí Gíslason sýningu í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Þetta er 5. einkasýning Helga í Reykjavík en hann hefur einnig haldið einkasýningar í nokkrum borgum í Þýskalandi. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga, bæði hér heima og erlendis. Á sýningu Helga em nú teikningar og högg- myndir. Helgi hlaut 1. verðlaun í samkeppni um útiverk við Útvarpshúsið og deildi 3. verðlaunum í samkeppni um verk við Flugstöð Leifs Eirikssonar. Hann hefur átt sæti í stjórn FÍM og Mynd- höggvarafélagsins en situr nú í safnráði Listasafns íslands. Sýningin er opih virka daga kl. 10-18 en um helgar kl. 14-18. Henni lýkur 22. mars. Regnboginn á laugardag Dauði Mikjáls/La muerte de Mikel Athyglisverð kvikmynd frá Baskalandi Spænsk, 1983 Leikstjóri: Imanol Uribe Handrit: José Angel Rebolledo og Iman- ol Uribe Kvikmyndataka: Javier Aguirresarobe Helstu hlutverk: Imanol Arias, Montserr- at Salvador, Fama, Amaia Lasa. Kvikmyndaklúbbur Hispaníu hefur sýnt spænskar kvikmyndir í F-sal Regnbogans í hverjum mán- uði nú um skeið. Á laugardaginn verður ein slík sýnd en það er kvik- myndin La muerte de Mikel, kvikmynd frá Baskahéruðunum sem vakti gífurlega athygli á Spáni þegar hún var frumsýnd þar 1983. Myndin hefst við jarðarfór Mi- kels, ungs basknesks lyfiafræðings sem látið hefur lífið við vafasamar kringumstæður. Sögusviöið er lítið baskneskt sveitaþorp og ganga þar ýmsar sögur manna á meðal um Einn ástsælasti kvikmyndaleikari Spánar, Imanol Arias. dauða Mikels og Gróa á Leití ekki fiarri. Sögusagnir þessar taka aö vinda upp á sig og magnast loks svo mjög að ekkja Mikels verður fyrir aðk- asti. Eftir sálumessuna safnast menn saman á torgi fyrir framan kirkj- una og eru uppi háværar raddir um að hefna Mikels. Þessi kvikmynd vaktí mikla at- hygli á Spáni sem fyrr segir. í henni er tæpt á nokkrum vandamálum sem eru mjög viðkvæm í Baskahér- uðunum, en þar hefur nánast ríkt stríðsástand um langt skeið eins óg flestum ætti að vera kunnugt. Myndin verður sýnd í F-sal Regn- bogans á laugardaginn klukkan 15 og 17. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.